Morgunblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975
25
Greinargerð Seðlabanka:
Staða Alþýðubanka veik
gagnvart stærsta lánþega
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
izt eftirfarandi greinargerð frá
Seðlabanka tslands um störf
bankaeftirlits og afskipti þess
af málefnum Alþýðubankans:
15. desember 1975.
Greinargerð frá Seðlabanka
Islands um störf bankaeftirlits-
ins og afskipti þess af málefn-
um Alþýðubankans h.f.
Vegna umræðna, sem orðið
hafa í fjölmiðlum um málefni
Alþýðubankans hf. þykir
bankastjórn Seðlabankans rétt
að birta eftirfarandi greinar-
gerð um starfsemi bankaeftir-
litsins og afskipti þess af mál-
efnum Alþýðubankans.
Seðlabanki Islands annast
um eftirlit með starfsemi við-
skiptabanka, sparisjóða og ann-
arra innlánsstofnana á grund-
velli fyrirmæla í lögum bank-
ans. Segir m.a. í lögunum, að
bankaeftirlitið skuli fylgjast
með þvi, að innlánsstofnanir
fylgi lögum og reglum, sem
hverju sinni gilda um starfsemi
þeirra og að því sé heimilt að
gera athugasemdir, ef það telji
hag eða rekstur innlánsstofn-
unar óheilbrigðan. Skulu slíkar
athugasemdir tilkynntar ráð-
herra þegar í stað.
Grundvallarþátturinn í starfi
bankaeftirlitsins er sá, að
starfsmenn þess fara í innláns-
stofnanirnar með reglubundn-
um hætti til könnunar á rekstri
þeirra og efnahag. Er í því
sambandi lögð höfuðáhersla á
að sannreyna eiginfjárstöðu
stofnananna með hagsmuni
innstæðueigenda fyrir augum.
Mikilvægasti liður þess starfs
er nákvæm könnun á útlánavið-
skiptunum, þ.á m. dreifingu út-
lána á einstaka viðskiptaaðila
og greiðslutryggingum, sem
settar hafa verið. Gerðar eru
ítarlegar skýrslur um niður-
stöðu eftirlits hverju sinni.
Alþýðubankinn hf. hóf starf-
semi snemma árs 1971 og yfir-
tók rekstur Sparisjóðs alþýðu,
sem starfað hafði frá árinu
1967. Framkvæmdi bankaeftir-
litið kannanir hjá Sparisjóði al-
þýðu í janúar 1970 og 1971. Hjá
Alþýðubankanum var síðan
framkvæmt eftirlit í nóvember
1972. Virtist starfsemi hins
nýja banka hafa farið vel af
stað.
I október s.l. var tekin
ákvörðun um að framkvæma
eftirlit hjá Alþýðubankanum,
en þá voru samkvæmt framan-
skráðu tæp þrjú ár liðin frá
síðustu skoðun hjá bankanum.
Bent skal á, að bankaeftirlitið
fær mánaðarlega efnahagsyfir-
lit frá öllum innlánsstofnunum
og einstökum útibúum þeirra
og fylgist reglulega með fjár-
hag þeirra með öðrum hætti,
m.a. með lausafjárstöðu þeirra
eins og hún kemur fram f stöðu
viðskiptareiknings hjá Seðla-
bankanum. Hafa slíkar upplýs-
ingar að sjálfsögðu nokkur
áhrif á það, hve oft og þá hve-
nær farið er til nákvæmra at-
hugana hjá einstökum stofnun-
um. Lausafjárstaða Alþýðu-
bankans fór mjög versnandi um
og eftir mitt þetta ár.
DREIFING
(JTLANA
Skoðunin hjá Alþýðubankan-
um að þessu sinni var miðuð við
stöðu útlána og annarra efna-
hagsliða í lok október. Fljótlega
kom í ljós, að dreifing útlána-
bankans á einstaka lánsaðila
var með öðrum hætti, en banka-
eftirlitið taldi samrýmast eðli-
legri bankalegri aðgæslu, ekki
hvað síst með tilliti til þess að
um var að ræða banka með fá
starfsár að baki og ráðstöfunar-
fé og eigið fé í samræmi við
það. Var því lögð áhersla á að
ná saman yfirliti yfir greiðslu-
tryggingar stærstu útlánanna
til þess að leggja mætti fyrsta
mat á raunverulega fjárhags-
stöðu bankans. Niðurstaða
þessarar frumkönnunar varð á
þann veg, að ákveðið var að
biðja um fund með bankastjór-
um Alþýðubankans þegar í
stað. Var fundurinn haldinn 10.
nóvember. Gerðu bankaeftir-
litsmenn þar grein fyrir sínum
sjónarmiðum á grundvelli
þeirra upplýsinga, sem fyrir
lágu um útlán bankans og ósk-
uðu eftir frekari upplýsingum
og skýringum frá bankastjórn-
inni.
Sú mynd af fjárhagsstöðu Al-
þýðubankans, sem við blasti að
Ioknum þessum fundi, var að
mati bankaeftirlitsins á þann
veg, að nauðsynlegt væri, að
eftirlitið léti formlega heyra
frá sér án tafar. Var banka-
stjórn Alþýðubankans því
skrifað bréf dags. 13. nóvem-
ber. Afrit af bréfinu var sent til
viðskiptaráðherra á grundvelli
áðurnefndra lagaákvæða og
jafnframt var afrit bréfsins
sent til formanns bankaráðs
Alþýðubankans með skírskotun
til hlutverks bankaráðsins sam-
kvæmt lögum, reglugerð og
samþykktum bankans.
— vegna ófullnægjandi greiðslutrygg-
inga, vanskilatékka og verulegs
yfirdráttar umfram heimild
BRÉF TIL
ALÞÝÐUBANKA
I bréfinu segir m.a. almennt
um útlánaframkvæmd
bankans, að það sé „mikið
áhyggjuefni frá sjónarmiði
bankaeftirlitsins, að útlánin
hafi í vaxandi mæli gengið til
fárra og stórra lánsaðila, þann-
ig að eðlileg og nauðsynleg
áhættudreifing hafi ekki
fengist í útlánastofni bankans.
Enn meira áhyggjuefni sé þó sú
staðreynd, að stórkostlega hafi
vantað á, að greiðslutryggingar
væru teknar samhliða lán-
veitingum.“
I bréfinu er sfðan vikið sér-
staklega að skuldastöðu átta
aðila við bankann. Útlán
bankans til einstakra aðila hafa
mjög verið rædd i fjölmiðlum
síðustu dagana, sérstaklega þó
viðskipti við einn lánsaðila.
Þótt æskilegt kunni að vera, að
staðfestar upplýsingar um þessi
mál komi fram opinberlega
eins og málum er nú komið,
þykir Seðlabankanum að at-
huguðu máli ekki rétt, vegna
trúnaðarskyldu hans, að birta
tölulegar upplýsingar um við-
skipti einstakra aðila við
Alþýðubankann nema sam-
þykki þeirra sjálfra liggi fyrir.
A hinn bóginn þykir Seðla-
bankanum rétt, að fram komi,
að beinar skuldir áðurnefndra
átta aðila við Alþýðubankann
virtust á skoðunardegi úr hófi
fram miðað við heildarstarfsfé
bankans og eiginfjárstöðu. Að
mati bankaeftirlitsins vantaði
auk þess stórlega á það, að full-
nægjandi tryggingar væru fyrir
skuldum sumra þessara aðila.
Sérstaklega var staða bankans
veik gagnvart stærsta lán-
þeganum vegna mjög ófull-
nægjandi greiðslutrygginga,
hárra skuldarupphæða í formi
vanskilatékka og verulegra
yfirdrátta á hlaupareikningum
umfram umsamdar skuldar-
heimildir.
UPPGJÖR A
FJARHAGSSTÖÐU
STÆRSTA LANÞEGA
Skriflegt svar bankastjórnar-
innar við þessu bréfi var lagt
fram á fundi 25. nóvember. Af
hálfu Seðlabankans sátu fund-
inn fulltrúar bankastjórnar og
bankaeftirlits, en frá Alþýðu-
bankanum komu banka-
stjórar, formaður bankaráðs,
tveir endurskoðendur bankans
og íögmaður hans. Þær upp-
lýsingar, sem fram komu í svar-
bréfi bankastjórnarinnar,
breyttu á engan hátt þeim
meginniðurstöðum, sem áður
lágu fyrir um fjárhagsstöðu
bankans. Varð niðurstaða
fundarins sú, að afla yrði þegar
i Stað uppgjörs á fjárhagslegri
stöðu stærsta lánþegans. Var
löggiltum endurskoðanda, sem
annast hafði um ársuppgjör og
skattframtöl hans fyrir árið
1974, falið af hálfu Alþýðu-
bankans, og að sjálfsögðu með
samþykki viðkomandi aðila, að
gera bráðabirgðauppgjör á fjár-
hag hans pr. 30. nóvember sl.
Þetta uppgjör var svo lagt
fyrir bankaráð Alþýðubankans
og siðan bankaeftirlit Seðla-
bankans mánudaginn 1. desem-
ber. Telur bankaeftirlitið sér
ekki heimilt að skýra frá tölu-
legum niðurstöðum upp-
gjörsins á annan hátt en þann
að upplýsa, að niðurstöðurnar
og viðbótarupplýsingar, sem
aflað var á næstu dögum, voru
svo alvarlegs eðlis, að bankaráð
Alþýðubankans óskaði eftir
fundi með bankastjóra Seðla-
bankans föstudaginn 5. desem-
ber og fór fram á lánsfyrir-
greiðslu í Seðlabankanum til að
tryggja greiðslustöðu bankans.
Varð Seðlabankinn við þessari
beiðni eins og fram kemur í
fréttatilkynningum bankanna
8. desember, en þá lá einnig
fyrir yfirlýsing frá miðstjórn
Alþýðusambands Islands um
stuðning við fyrirgreiðslu-
beiðni Alþýðubankans, auk
yfirlýsingar um, að miðstjórnin
mundi gera það, sem í hennar
valdi stæði, til stuðnings
bankanum, m.a. með því að
beita sér fyrir þvi af alefli, að
60 millj. kr. samþykkt hluta-
fjáraukning i bankanum kæmi
til framkvæmda eins fljótt og
framast væri unnt.
Öll meðferð bankaeftirlitsins
á framangreindum málum hef-
ur að sjálfsögðu eingöngu mót-
ast af þeirri frumskyldu eftir-
litsins að fylgjast með fjárhags-
stöðu Alþýðubankans eins og
annarra innlánsstofnana og
beita áhrifum sfnum til að
tryggja fjárhag bankans með
hagsmuni innstæðueigenda
fyrir augum. Ákvarðanir um
kannanir einstakra skuldamála
hafa eingöngu tekið mið af
skuldarupphæðum og trygg-
ingalegri stöðu bankans og önn-
ur sjónarmið hafa þar alls engu
ráðið. I slíkum tilvikum beinast
athuganir og öryggisaðgerðir
eðlilega fyrst að þeim skulda-
málum, þar sem viðkomandi
innlánsstofnun er i mestri
hættu, en sfðan eru önnur mál
tekin til meðferðar strax og
tími vinnst tii.
Eins og tilkynnt hefur verið
opinberlega, starfar sérstakur
fulltrúi Seðlabankans nú við
daglegt eftirlit í Alþýðubank-
anum. Mun Seðlabankinn
ganga eftir því, að öll athuga-
verð útlánamál, og önnur
vandamál í starfsemi bankans,
verði könnuð til hlítar og í
framhaldi af því gripið til við-
eigandi ráðstafana til þess að
vernda hag bankans og tryggja
heilbrigð viðskipti. Beinast at-
huganir nú aðallega að fjár-
hagsstöðu fimm aðila. Hefur
lögfræðingur Seðlabankans nú
fengið tvö þessara mála til með-
ferðar, en hin eru í höndum
Alþýðubankans i samvinnu við
fulltrúa Seðlabankans.
Unnt að draga úr verð-
bólgu á íslandi um helming
endurskoðunar til að stuðla að
jafnvægi í þessum atvinnuvegi.
Astæður fyrir samdrætti í út-
flutningi á þessu ári telur OECD
einkum vera langvinnt togara-
segir í ársskýrslu OECD
Paris — 15. des. — Reuter.
I SKÝRSLU Efnahags- og
framfarastofnunar Evrópu
(OECD), sem birt var um
helgina, segir, að unnt sé
að draga úr 50 prósent
verðbólgu á fslandi um
helming á næsta ári. Segir
í skýrslunni, að þetta verði
þó allt annað en auðvelt og
krefjist fullrar samstöðu
launþega og atvinnurek-
enda.
Hvað úrbætur snertir leggur
stofnunin áherzlu á nauðsyn eftir-
lits með útgjöldum rikisins um
leið og mælt er með því, að tekin
verði upp staðgreiðsla skatta, en
megináherzla er lögð á að jafna
verði tekjuhalla í utanríkisverzl-
un.
I skýrslunni segir ennfremur,
að ísland eigi flestum OECD-
löndum erfiðara með að verjast
utanaðkomandi áhrifum á efna-
hagslífið. Þá segir, að nauðsynlegt
sé að draga úr áhrifum hinna
sveiflukenndu breytinga á verð-
lagi sjávarafurða, sem séu undir-
rót hins óstöðuga efnahags-
ástands.
Þá segir, að miklar og snöggar
verðhækkanir á sjávarafurðum
kalli á verðhækkanir á öðrum
sviðum, hvort sem grundvöllur sé
fyrir þeim eða ekki. Sé nauðsyn-
legt að taka verðjöfnunarsjóð
sjávarútvegsins til gagngerrar
Fjórar
íkviknanir
á Akureyri
Akureyrl, 15. desember-T-
FJÓRAR fkviknanir hafa orðið á
Akureyri sfðan á laugardags-
kvöld. tkviknun varð f kvndiklefa
útibús KEA f Hlfðargötu 11
klukkan 19,30 á laugardagskvöld.
Þar urðu geysimiklar reyk-
skemmdir á vörum og húsi enda
verkfall fyrr á árinu, kvótatak-
markanir á síldveiðum í Norður-
sjó, sölubrest á loðnu á Japans-
markaði, tollamúra í mörgum við-
skiptalöndum Islands og minni
eftirspurn á heimsmarkaði.
höfðu tré- og plastkassar undan
gosdrykkjum verið geymdir í
kyndiklefanum og jók það mjög á
hinn ramma revk. Slökkviliðinu
tókst greiðlega að slökkva eldinn
og tók það ekki nema tæplega
hálfa klukkustund.
Þá sprakk gaskútur síðar um
kvöldið í nýrri ibúðvið Einholt og
af þvi hlutust skemmdir af eldi og
reyk. Fljótt tókst að fleygja kútn-
um út úr húsinu, en sá sem það
gerði brenndist nokkuð á hönd-
um.
Klukkan 09,40 í gærmorgun
Framhald á bls. 27