Morgunblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975 17 Skautafélag Reykjavlkur hefur lltiB keppt undanfarin ér é skautum, en I öðrum greinum hefur Skautafélagið eignast sina fulltrúa. f frjálsum Iþróttum heldur Erlendur Valdimarsson merkinu á lofti og I blaki hafa herramennirnir á myndinni keppt I 2. deildinni I vetur. Þeir mættu til leiks um siðustu helgi og höfðu auðvitað skauta meS sér til trausts og halds. en allt kom þó fyrir ekki og liðið tapaði. 2,3 og 4 í mínns iijá Celtic, Stontfard og Charlesroi ÞAÐ gekk ekki vel hjá liðum Islenzku atvinnumannanna I knattspyrnu um siðustu helgi. Öll töpuðu þau leikjum sinum. Jóhannes og Celtic á heimavelli, en Guðgeir og Ásgeir og lið þeirra á útivelli. Það kom mjög á óvart I Skotlandi að bæði toppliðin I úrvalsdeildinni, Celtic og Motherwell, töpuðu leikjum sinum. Einkum kom á óvart tap Celtic á heimavelli, en liðið lék á heimavelli gegn Aberdeen, sem til þessa hefur ekki haft yfir miklum afrekum á útivelli að státa. Reyndar var leikur Aberdeen og Celtic tiltölulega jafn, en gestimir höfSu heppnina meS sér og skoruSu þau 2 mörk, sem skoruS voru i leiknum. Eru Celtic og Hibernian nú efst og jöfn i deildinni, hafa hlotið 21 stip. f Belgiu tapaði lið Ásgeirs Sigurvinssonar, Standard Liege, illega á útivelli, eða 3:0. Leikið var gegn Brugge og átti heimaliðið mjög góðan dag og er reyndar I einu af efstu sætunum i deildinni. Lið Guðgeirs Leifssonar, Charlesroi, fékk enn verri útreið, tapaði 4:0 fyrir Lokeren á útivelli og stendur illa að vlgi á botni deildarinnar — Lokeren er hins vegar á toppnum I deildinni. Ágúst hljóp vel í Carlisle ÁGUST Ásgeirsson hlaupari úr IR náði beztum tfma aiira keppenda f vfðavangsboðhlaupi sem fram fðr f Carlisle fyrir skömmu. Keppti Agúst þar fyrir félagið Lakeland AC og var vega- lengdin sem hlaupin var 4 kfló- metrar. Sveit félagsins varð f 5. sæti f hlaupinu, en Ágúst sagði f viðtali við Morgunblaðið að varla hefði verið á þvf vafi að sveitin hefði sigrað ef Sigfús Jónsson hefði verið með f hlaupinu, en hann missti af iest til Carlisle og varð þvf af keppninni. Agúst hljóp 4 kílómetrana á 11:17 mfnútum sem er mjöggóður árangur miðað við aðstæður. Aðr- ir hlauparar sveitarinnar hlupu á milli 12:21 og 12:30 mfn. Meðal þeirra sem Agúst sigraði í hlaupinu var Jeff Norman sem varð brezkur meistari í maraþon- hlaupi árið 1975 en hlaupari þessi er einnig þekktur fyrir góðan árangur í fjallahlaupum sem eru mjög vinsæl á Bretlandseyjum. Þá náði Agúst einnig betri tíma en hlaupari sem hlaut silfurverð- laun í 5000 metra hlaupinu á Evrópumeistaramótinu í Aþenu 1969, en sá er nú í ágætri æfingu og hefur náð góðum tíma á sinni vegalengd. — Það var reglulega gaman að ná betri tíma en þessir garpar, sagði Ágúst, og bætti þvf við að hann hefði örugglega getað gert betur hefði hann haft meiri keppni, — ég sá ekki sálu allan minn sprett, sagði Agúst. Þær auglýsa stál — þeir sápu MEISTARAFIOKKAR KR I handknattleik hafa að sjálfsögðu auglýsingar á búningum slnum, eins og flest þau lið, sem taka þátt I íslandsmótinu I handknattleik. KR-strákarnir hafa i allan vetur auglýst „shampo-tegund" sem ber nafnið „super soft" og gæti útlagst „sérlega mjúkt." Nýlega fengu KR- stelpurnar svo auglýsingar á sína búninga og bera á brjóstinu auglýsingar frá vélsmiðjunni Sindra — „Sindra Stál Snjóleysi hefur komið niður á íslenzka skíðafólkinu ytra ERFIÐLEGA hefur gengið hjá íslenzka skiðafólkinu, sem nú dvelur i Austurriki. Litill snjór hefur sett strik i reikninginn og mótum verið frestað hverju ð fætur öðru. Stúlkurnar hafa enn ekki tekið þátt i einu einasta móti, en keppa væntanlega um næstu helgi og piltarnir sömuleiðis en heim verður haldið næsta mánudag. Frestun mótanna hefur haft það i för með sér að miklu meiri fjöldi þátttakenda hefur tekið þátt I þeim fáu mótum, sem haldin hafa verið. Það hefur svo aftur leitt af sér að Islenzku keppendurnir hafa fengið mjög léleg rðsnúmer og þegar að þeim hefur komið hafa brautirnar verið grafnar og landinn hefur þvi þurft að keppa að mestu á urð og grjóti. Haukur Jóhannsson hefur náð beztum árangri Is- lendinganna, en hann varð I 55. sæti á svigmóti, sem haldið var á ítaliu fyrir nokkru sfðan. Voru keppendur um 160 og hafði Haukur rásnúmer 130. Aðrir kepp- endur islenzkir hafa ekki náð sérstökum árangri og hefur þeim gengið illa að skila sér i mark. Þó ekki hafi fengist mörg mót og þvi ekki sú keppnisreynsla sem fyrst og fremst var sótzt eftir þá hefur hópurinn æft mjög vel og þá aðallega á jöklum uppi. Er hópurinn kominn I góða æfingu að sögn og hafa þau öll mikinn áhuga á að fara ð ný utan til æfinga og keppni strax eftir áramót, en spurningin er hvort fátækt skfðasambandið getur styrkt landsliðið til annarrar utanferðar. Einvígi blökkumannanna er KR og Ármann leika íkvöld I KVÖLD gefst islenskum iþróttaunnendum kostur á að sjá einvigi blökkumannanna sem leika hér með KR og Ármanni i körfuboltanum. Þessi lið leiða saman hesta sina I Laugardalshöllinni kl. 20 i kvöld, og er vist örugglega hægt að mæla með þessum leik. Eins og kunnugt er eru þetta einu taplausu liðin I 1. deildinni, og þau lið sem koma til með að berjast um fslands- meistaratitilinn ásamt ÍR-ingum. Þeir félagar Jimmy Rogers og Trukkur Carter sem dags daglega eru mestu mátar voru aldeildis ósammála ægar væntanlegir möguleikar á úrslitum þessa leiks /oru ræddir við þá. „Við erum bestir eins og þú veizt" sagði Trukkur. — „Þið eruð það þangað til við höfum tekið ykkur i karphúsið," svaraði þá Jimmy um hæl. Tvö töp fyrir danska landsliðinu en stórsigur gegn A rhus KFUM íslenzka landsliSið tapaði tvívegis í æfingaleikjum fyrir danska landsliðinu um helgina, en munurinn í báðum leikjum var mjög lítill. LiSiS vann hins vegar stórsigur yfir 1. deildar félaginu Aarhus KFUM, en þaS lið er meS betri dönsku 1. deildar liðunum um þessar mundir og varð t.d. danskur meistari áriS 1974, en þá lék Bjarni Jónsson, núverandi þjálfari Þróttar, með liðinu. — Ég er mjög ánægður með þessa ferð og dvöl okkar hér i Danmörku sagði Hákon Bjarnason, fararstjóri islenzka liðsins, I viðtali við Morgunblaðið á sunnudagskvöld. Sagði Hákon að æfingaað- staðan hefði verið mjög góð meðan liðið var I Kaupmannahöfn, en hins vegar hefðu töluverð ferðalög fylgt dvöl liðsins á Jótlandi og leikjum þess þar, allt upp i einn og hálfan tima til þess að komast I leikina. — Samstaðan i liðinu er mjög góð svo og stemmningin, sagði Hákon, — menn voru svolltið þreyttir fyrstu dagana enda óvanir þvi að fara á æfingar fyrir hádegi og slðan. á a m.k. eina aðra æfingu eftir hádegi. — Nú mun ætlunin hjá landsliðsþjálfaranum að veita leikmönnunum að mestu hvild fram að landsleiknum við Júgóslava á fimmtudaginn, sagði Hákon. — Það verða að visu töfluæfingar og menn ætla að hittast og spjalla saman til þess að halda uppi þeirri góðu stemmningu I liðinu sem náðist hér. mjög óheppnir að missa af honum og Dönum tókst að bruna upp og skora sigurmark leiksins, 17—16, — nákvæmlega sömu úrslit og i opinbera landsleiknum á dögunum. Mörk ísiands i leik þessum gerðu: Björgvin Björgvinsson 6, Jón Karlsson 6, Stefán Gunnarsson 1, Viggó Sigurðsson 1, Axel Axels- son 1 og Páll Björgvinsson 1. TAP FYRIR DONUM ÁFÖSTUDAGSKVÖLD Fyrsti leikur Islenzka landsliðsins i æfingamót- inu var á föstudagskvöld og var þá leikið við danska landsliðið. Einn af helztu leikmönnum danska liðsins, Flemming Hansen, var ekki með þv! I leik þessum og því meiri von en ella að islenzka liðinu tækist að sigra. Leikurinn var mjög jafn og vel leikinn af beggja hálfu. Danir náðu fljótlega allgóðri forystu í leiknum og var t.d. staðan 10—4 þeim í vil er fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður. I hálfleik skyldu svo aðeins 4 mörk að, 12—8 fyrir Dani. [ seinni hálfleiknum náði islenzka liðið sér til muna betur á strik, sérstaklega er á leikinn leið og ekki leið á löngu unz þvi tókst að jafna. Var eftir það mikil barátta I leiknum og þegar aðeins 10 minútur voru til leiksloka var staðan 16—16 og fslendingar voru með knöttinn. Þeir voru STÓRSIGUR YFIR AARHUS KFUM Á laugardaginn vann islenzka landsliðið svo stórsigur yfir Aarhus KFUM, 25—14, eftir að staðan hafði verið 9—6 i hálfleik. Árósaliðið komst í 3—0 á fyrstu mínútum leiksins, en Islendingum tókst fljótlega að snúa leiknum sér í vil og i seinnni hálfleiknum var danska liðið hreinlega yfirspilað Skoruðu (slendingar 16 mörk gegn 8 I hálfleiknum. Mörk fslands gerðu: Axel Axelsson 8, Jón Karlsson 6, Ólafur Jóns- Jón Karlsson hefur verið jafnbezti leikmaður landsliðsins í leikjum þess að undanförnu og var markhæstur á mótinu f Danmörku. son 4, Páll Björgvinsson 4, Sigurbergur Sig- steinsson 1, Viggó Sigurðssön 1. AFTURTAP FYRIR DANSKA LANDSLIÐINU Á sunnudaginn var svo leikinn þriðji leikurinn við danska landsliðið, og þá um fyrsta sætið I keppninni. fslenzka liðið lék mjög vel I fyrri hálfleik og hafði þá oftast yfir. t.d. 3—1 á 6. mlnútu, og 8—6 á 26. mínútu. Þegar leiktima fyrri hálfleiks var lokið var staðan 9—8 fyrir fsland, en Dönum tókst að skora jöfnunarmark úr aukakasti I seinni hálfleiknum gekk ekki eins vel hjá Islenzka liðinu, enda var þá markvarzlan ekki eins góð og verið hafði I fyrri hálfleik, en þá hafði Ólafur Benediktsson staðið sig mjög vel Náðu Danir fljótlega að komast yfir og sigruðu I leiknum 20—17. Ekki mikill munur, sérstak- lega þegar tekið er tillit til þess að Danir voru á heimavelli, en slikt er oft margra marka virði. ( þessum leik léku Flemming Hansen með danska landsliðinu og áttu íslendingarnir i miklum erfið- leikum með hann. eins og reyndar flestir aðrir mótherjar þessa snjalla leikmanns. Skoraði Han- sen alls 9 mörk 1 leiknum. Mörk (slendinga í leiknum skoruðu: Jón Karls- son 5, Ólafur H. Jónsson 4, Gunnar Einarsson 3, Viggó Sigurðsson 2, Axel Axelsson 2, Björg- vin Björgvinsson 1. Handknattleikslandsliðið heim í gœr eftir vel heppnaða œfingaferð til Danmerkur — Hvíld fram að leiknum við Júgóslava á fimmtudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.