Morgunblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975 37 VEU/AKANDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 14— 1 5. frá mánudegi til föstu- dags % Það er svo misjafnt... Anna Tryggvadóttir, Vallartröð 3, Kópavogi, skrifar: „Kæri Velvakandi. Miðvikudaginn 10. des. s.l. las ég grein í „Morgunblaðinu“, sem bar fyrirsögnina „Hátiðadagskrá stúdenta 1. des. 1975.“ Þá rifjaðist upp fyrir mér, að 30. nóv. s.l. sat ég í Kópavogsbiói, ásamt fleira fólki á 1. des. hátíð nemenda Menntaskólans I Kópa- vogi. Hátíðin var haldin 30. nóv. vegna þess að 1. des. bar upp á mánudag. Kjörorð hátíðarinnar var þessi ljóðlfna úr kvæðinu „Hótel jörð“ eftir Tómas Guðmundsson: „.. . þvi það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir.“ Dagskráin var vönduð og vel saman sett og skemmtilega flutt af nemendunum sjálfum og vel völdum gestum. Það var menningarblær yfir hátiðinni, eins og vera ber I til- efni þessa dags, og framkoma nemenda og klæðnaður þeim til sóma. Aheyrendur voru því miður ekki nógu margir. Þetta er i annað sinn sem nemendur Menntaskólans i Kópa- vogi halda hátíð 1. des., og vonandi verður það hér eftir ár- legur viðburður I Kópavogsbæ. Þessar linur eiga að sýna opin- berlega þakklæti mitt til nemenda Menntaskólans i Kópa- vogi fyrir góða dagskrá í Kópa- vogsbiói 30. nóv. s.l. Það er svo oft minnzt á það sem aflaga fer, en sjaldnar á það sem vel er gert. Kópavogi 11. des. 1975. Anna Tryggvadóttir." maðurinn sem var sýnilega lög- reglumaður að sækja Hjördfsi Holm stakk samúðarfullu andliti inn um dyragættina. Christer stóð upp og strauk sefandi um úfinn kollinn á Lottu. — Vertu bara róleg litla vina. £g skal senda menn af stað til að leita að henni. Og þeir verða nú ekki lengi að hafa upp á henni, Það geturðu bókað. Hann gekk út með lögreglu- þjóninum og Lotta hætti smám saman að gráta. Sinfónfunni var lokið. Tord kom inn og horfði þegjandalegur út um gluggann — út f myrkrið og grafirnar fyrir utan. Loks sneri hann sér að okkur og sagði: — Mér þætti afar vænt um ef þið vilduð taka Lottu með vkkur, þegar þið farið. Eins fljótt og ég get sæki ég um leyfi og kem á eftir ykkur... og þá ætla ég að dvelja f Uppsölum og fást við rannsóknir... — GottÞá búið þið hjá mér og ráðskonan mín hún frú Anderson er sómamanneskja og hún mun annast okkur öll vel. Og seinna sækirðu um brauð aftur... sagði faðir minn. En þetta dugði ekki til að minnka harm Lottu. Hún lá í fangi mér en ég fann að hún slakaði ekki á enn. Og á sfðustu mfnútu ársins opn- uðust forsofudyrnar og inn kom Christer Wljk rólegur og pfpu- reykjandi eins og alltaf og hélt á einhverju hvftu og blautu f lófan- um. Lotta stökk á fætur og augun glömpuðu eins og jólastjörnur. — 0 hvfslaði hún. Nefertite trftlaði til hennar og svaraði henni: — Mjá-mjá... Vingjarnlegir lögreglumenn stóðu og horfðu brosandi á. Klukkan sló tólf. Gamla árið var á enda runnið. Sögulok. # Hverjir eiga að fá listamannalaun? Erla Magnúsdóttir skrifar: „Nýlega fluttu Fílharmónfa, Háskólakórinn og Sinfónfuhljóm- sveit Islands Carmina Burana á hljómleikum. Það þarf ekki mik- inn kunnáttumann til að skilja, að uppfærsla slfks verks er mikið átak, sérstaklega þegar um er að ræða áhugafólk, eins og þarna söng. Það er ástæða til að þakka þeim, sem þarna komu fram, fyrir frábæran flutning og góða skemmtun. Góðar óskir áttu þó ekki að vera aðalefni þessa tilskrifs, heldur viðurkenning opinberra aðila fyrir framlag til lista. Hér eru veitt listamannalaun, en mér vitanlega hafa einstaklingar hlot- ið þau eingöngu. Eflaust má lengi deila um til- gang með slfkri verðlaunaveit- ingu, en ósköp fyndist mér vel við eigandi að veita listamannalaun hópum einstaklinga, kórum og hljómsveitum. Þannig held ég að það fé, sem til umráða er nýttist ekki sfður — jafnvel betur — en með núverandi fyrirkomulagi. Hér starfa margir kórar, þar sem áhugafólk leggur fram starfs- krafta sfna, og fær ekki annað en ánægjuna að launum. Það eru að vfsu ærin laun, en þetta starf kostar bein fjárútlát. Hjá því getur ekki farið. Sem dæmi vi'l ég hefna Pólýfón-kórinn, sem árum saman hefur haldið uppi gagn- merku tónlistarstarfi, Fíl- harmónfu o.fl. o.fl. An starfsemi slfkra aðiia væri tónlistarlíf hér ólíkt snauðara, það held ég að allir hljóti að vera sammála um. Er nú ekki kominn tfmi til að búa betur að slíku starfi? Mætti ekki veita einhverju af því fé, sem árlega fer í listamannalaun, til kóra, fámennra tónlistar- mannahópa o.fl. þess háttar? Lfka mætti styrkja eða launa þessa aðila á annan hátt, svo sem með því að veita þeim aðstöðu, en aðalatriðið er, að hópar áhuga- fólks komi jafnt til greina þegar um er að ræða opinber laun og styrki og einstaklingar. Erla Magnúsdóttir." 0 Myndin um Hallgrím Pétursson óskast endursýnd ÍJtlend húsmóðir skrifar og fer fram á að Sjónvarpið endursýni myndina, sem gerð var f tilefni 300. ártfðar Hallgríms Pétursson- ar og Jökull Jakobsson er hand- ritshöfundar að. Sfðan segir: „Þetta var skemmtileg, falleg og vel leikin mynd. Sérstaklega fannst mér litla stúlkan standa sig vel f hlut- verki Steinunnar litlu. Þessi mynd mundi hæfa vel á jólunum, og svo þarf líka helzt að sýna hana áður en árið er liðið, að mér finnst." HÖGNI HREKKVlSI Þessi, sem er kallaður Högni, hefur bersýnilega brotizt út. Biauðbær VeitingahiLs simai 25090 20490 Nú er það ég sem ræð ríkjum í Brauðbæ í dag og ég mæli með: ------------------------------------------N Súpa Bristol, steikt fiskflök með lauk, eða lambasmásteik „Maringó" með pönnu- steiktum kartöflum og grænmeti. ___________________ _____________________/ Sé þig í Brauðbæ GLÆSILEGAR JOLAGJfiFIR FJÖLBREYTT ÚRVAL GÓLF- OG BORÐLAMPA LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÖS & ORKA Suðurlandsbraut 1Z simi 84488 Nýjung fyrir alia fjölskylduna ... f Ijótt og auðvelt Remington hárbursti og þurrka í senn, sem greið- ir, leggur og þurrkar hárið á örskammri stund. Öll fjölskyldan nýtur þess, ef slíkt tæki er til á heim- ilinu. Remington Family Styler HW 16 fæst með bursta og tveimur greiðum, sem nota má til skiptis. Árs ábyrgð. Remington Hot Camb HW 18 fæst í svörtum lit og hentugum ferða- umbúðum. Bursti og tvær greiður. Árs ábyrgð. oa&ísi Laugavegi I78 simi 38000 SPERW-^REAAINGTON — merki sem tryggfr gaSin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.