Morgunblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975 5 Halldór Blöndal: Hagsmunir KEA og hinn almenni borgari ÞAÐ er engum vafa undirorpið, að Kaupfélag Eyfirðinga og sam- vinnuhreyfingin eiga mjög mik- inn þátt í vexti og viðgangi Akur- eyrar. Til þess að skilja, hvílíkt afl þessi samtök eru í athafnalífi bæjarins get ég talið það fram, að fyrir allmörgum árum vann annar hver maður á hinum frjálsa vinnumarkaði hjá KEA eða fyrir- tækjum SlS, en mér er ekki kunn- ugt um, hver þróunin hefur verið síðan. Þetta er líka allflókið dæmi, þar sem hlutafjáreign sam- vinnuhreyfingarinnar á Akureyri er veruleg og liggur víða. Þá hef ég það fyrir satt, að fjórðungur Akureyringa sé félagsmaður í KEA. Þegar þetta er haft í huga, er augljóst, að stjórn Akureyrar- bæjar hlýtur að taka verulegt til- lit til sjónarmiða og hagsmuna þessarar fyrirtækjasamsteypu, sem sumpart er rekin með sam- vinnusniði og sumpart í hluta- félagsformi. Á hinn bóginn eiga Halldór Blöndal. önnur fyrirtæki á Akureyri og kannski fyrst og fremst hinn akureyríski borgari einnig sinn rétt. Það er m.ö.o. ekki hægt að taka því þegjandi, þegar hags- munum KEA er haldið fram af þvílikri óskammfeilni í bæjar- stjórn Akureyrar, að það gangi út yfir almennt velsæmi og grund- vallarreglu íslenzks réttar. Vanhæfi I Stjórnarfarsrétti Ólafs Jóhannessonar, Rvík MCMLV, bls. 179 og áfram er fjallað um vanhæfi stjórnvalds. Þar segir m.a. svo, bls. 196: „.... verður að telja það grundvallarreglu Islenzks réttar, að enginn megi úrskurða í sjálfs sín sök. Og þessi grundvallarregla mun eigi aðeins gilda um úrskurði, heldur og um hvers konar stjórnarathafnir og samninga. Eðlilegt virðist, að sama regla gildi, ef embættis- maður á sæti f stjórnarnefnd félags eða fyrirtækis, sem er aðili máls. Þótt ríki eða sveitarfélag sé aðili máls eða málsúrslit varði verulega hagsmuni ríkis eða sveitarfélags, eru þó stjórnvöld f þeirra þjónustu auðvitað ekki vanhæf.“ 1 byggingarsamþykkt fyrir Akureyri segir svo: „Ef bygg- ingarnefnd fjallar um mál, sem varðar persónulega hagsmuni ein- hvers, sem er í nefndinni eða sit- ur fundi hennar, t.d. ef hann hef- ur gert uppdrátt eða sent umsókn, sem fundurinn fjallar um, skal hann víkja af fundi, meðan málið er afgreitt." Mér er kunnugt um, að þessari reglu hefur verið haldið, og tekur t.d. Stefán Reykjalín aldréi þátt í afgreiðslu mála f byggingarnefnd, er snerta hann sjálfan eða fyrirtæki hans. Þá segir i byggingarsamþykkt, að ályktanir byggingarnefndar skuli bera undir sveitarstjórn til sam- þykktar eða synjunar. Það leiðir að sjálfsögðu af eðli máls, að aðrar og minni kröfur verða ekki gerðar til bæjarstjórnarmanna varðandi vanhæfi en manna í byggingarnefnd. Krafan og nauð- synin á óvilhöllu, hlutlægu mati hlýtur að vera jafnnauðsynleg f báðum tilvikum. Undarleg atkvæðagreiðsla. Nú hefur risið deila milli bæjar- stjórnar og byggingarnefndar um verzlunarlóð f Glerárhverfi. I byggingarsámþykkt segir fortaks- laust, að ráðherra skuli skera úr ágreiningi þessara aðila, en mér er þó ekki Ijóst, hvort þvf ákvæði er ætlað að ná til lóðaúthlutunar eða einungis til hinna eiginlegu byggingarmálefna. Það er þó ekk- ert í byggingarsamþykktinni, sem mælir á móti því. Á Akureyri hefur ekki tiðkast, að verzlunarlóðir séu auglýstar. Hins vegar hefur byggingarnefnd og sfðan bæjarstjórn tekið afstöðu til umsókna, eftir því sem þær hafa borizt. I samræmi við þetta samþykkti byggingarnefnd á fundi sfnum hinn 29. okt. sl. að veita Þórbergi Ólafssyni kaup- manni umrædda verzlunarlóð með öllum atkvæðum eftir nánari útmælingu og byggingarskil- málum. Á bæjarstjórnarfundi 4. nóv. var þessi samþykkt tekin fyrir og lagði þá varaformaður stjórnar KEA, Sigurður Óli Brynjólfsson, til, að henni yrði vísað til bæjarráðs, en sú tillaga var felld með atkvæðum sjálf- stæðismanna og Stefáns Reykja- lín, framsögumanns bygginga- nefndar i bæjarstjórn. Síðan gerð- ist það undarlega, að lóðarveit- ingin var felld með hjásetu meiri- hlutans gegn 5 atkvæðum sjálf- stæðismanna. I ljósi þess, sem síðar verður rakið, er spurning, hvort þessum úrskurði bæjarstjórnar Akur- eyrar verði ekki hrundið með áfrýjun til félagsmálaráðherra vegna vanhæfis a.m.k. eins bæjar- fulltrúa Framsóknarflokksins. Hagsmunir rekast á Þórbergur Ólafsson kaupmaður endurnýjaði þegar Ióðaumsókn sfna og var hún tekin fyrir á fundi byggingarnefndar næsta dag hinn 5. nóv., sbr. bókun hennar: „Bygg- ingarnefnd samþykkir að gefa umsækjanda vilyrði fyrir aðstöðu fyrir matvöruverzlun á verzlunar- lóð í nýju hverfi, Hlíðarhverfi f Glerárhverfi, enda uppfyllir umsækjandi þau skilyrði, sem fram kunna að koma f deiliskipu- lagi. Endanleg lóðarúthlutun fari fram, þegar deiliskipulag liggur fyrir“. Stefán Reykjalfn var mættur á þessum fundi. Þessi ályktun var svo tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi 25. nóv., og enn gerðust óvæntir hlutir, sem ekki skýrðust fyrr en síðar. eða eftir að fyrir lá, að þá þegar hafði KEA sótt um margumrædda verzlunarlóð fyrir viku tæpri eða 19. nóv. Ekki lét formaður bygg- inganefndar, Bjarni Einarsson bæjarstjóri, þess þó getið við um- ræðurnar, né fulltrúar KEA, sem voru nógir á fundinum. Hins vegar vildi svo til, að Stefán Reykjalín var fjarverandi. Nú tóku meirihlutaflokkarnir það ráð að flytja tillögu þess efnis, að verzlunarlóðir skyldu auglýstar, þ.á m. viðkomandi lóð í Glerárhverfi. Urðu allharðar um- ræður um þetta mál og var til- lagan að síðustu samþykkt með 6 atkv. gegn 5. Síðar hefur það upp- lýstst, eins og áður segir, að KEA hafði sótt um viðkomandi verzlunaraðstöðu og ekki nóg með það, heldur farið fram á að fá byggða verzlunaraðstöðu f nýjum hverfum. Það var þetta, sem hékk á spýtunni, og mátti sannarlega vænta annars af fulltrúa slíkra sjónarmiða f bæjarstjórn Akur- eyrar. Mætti hann þó vel minnast þeirra átaka sem urðu vegna verzlunarlóðarinnar á horni Hrafnagilsstrætis og Byggða- vegar. Þar varð Kaupfélag verka- manna undir, þrátt fyrir einarðan stuðning bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, og hafði það þó við lélegar aðstæður haldið uppi verzlunarþjónustu f þvi hverfi, sem þar var að rísa. Fyrir Framsóknarflokkinn sátu þennan fund Valur Arnþórsson, forstjóri KEA Sigurður ÓIi Brynjólfsson, varaformaður stjórnar KEA, og Sigurður Jó- hannesson, forstjóri eins af dótturfyrirtækjum samvinnu- hreyfingarinnar, en Valur Arn- þórsson hefur setið í stjórn þess sem varaformaður. Enginn vafi er á þvf, að lóðarumsókn KEA og þau sjónarmið, sem þar koma fram, veldur vanhæfi a.m.k. hinna tveggja fyrrnefndra bæjar- fulltrúa og bar þeim annaðhvort að víkja sæti á bæjarstjórnar- fundinum eða hafa ekki afskipti af afgreiðslu málsins. Um vara- fulltrúann, Sigurð Jóhannesson, leikur hins vegar nokkur vafi. Þó ber á það að líta, að hann situr fundinn í stað Stefáns Reykjalfn. Og ljóst er, að bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins eru klofnir f málinu og það er líka ljóst, hver staða hvers þeirra um sig er gagn- vart KEA og samvinnuhreyfing- unni. Til frekari glöggvunar á eðli þessa máls tel ég rétt að rifja upp, að á bæjarstjórnarfundi 15. maí 1973 réðu þessir sömu þrír bæjar- fulltrúar úrslitum um það, að KEA var veittur hálfs árs frestur á greiðslu lágmarksbyggingar- gjalds verzlunarbyggingar við Hrísalund nr. 3 Án þeirra full- tings hefði sá frestur m.ö.o. ekki verið veittur. A sama fundi felldi meirihlutinn með hjásetu sam- þykkt byggingarnefndar varðandi verzlunarlóð þá, þar sem nú stendur Kaupangur. Var eitthvað að fela? Þessi lóðarslagur er nú tekinn að vekja mikla athygli og er m.a. frétt um hann á baksfðu Vísis 3. des. en þar segir m.a.: „Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri og forseti bæjarstjórnar, sagði hins vegar við Vísi f morgun, að KEA hefði ekki lagt fram formlega um- sókn um lóðina ennþá. Yrði beðið þar til deiliskipulagi væri lokið og lóðin auglýst. Þá yrði tekin af- staða til þess hvort kaupfélagið sækti um.“ Ef rétt er með farið, eru þessi ummæli athyglisverð í ljósi þess, sem áður er sagt. Þau bera það einkum með sér, að kaupfélags- stjórinn er ekki ánægður með frammistöðu sína, en skilur, að i lengstu lög verður ' að hindra, að upp komist um strákinn Tuma. Honum átti þó að vera ljóst, að Framhald á bls. 30 SMAMIDAHAPPDRÆTTI RAUÐa KROSSINS FYRIR 100 KR. 250 FIDJI gjafasett 200 RONSON lcveikjarar SKATTFRJALSIR VINNINGAR! HeildarverAmæti vinninga 6.200.000,oo kr. ÁGÓÐINN AF ÞESSU HAPPDRÆTTI RENNUR ■91 ÓSKIPTUR TIL RAUÐAKROSSTARFSEMI INNANLANDS, SEM FRAM FER Á VEGUM DEILDA R.K.i., UM LAND ALLT. 10vinningar Sólarfrí í skammdeginu á Tenerife-Kanaríeyjum FLUCFÉLAC LOFTLEIUIfí /SLA/VDS riLtiuin SMAMIDAHAPPDRÆTTI RAUDA KROSSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.