Morgunblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975 1 1 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna I Fyrirtækí í Hafnarfirði vantar skrifstofumann, karl eða konu. Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknum sé skilað til Mbl. fyrir 21. þ.m. merkt: Framtíð — 2673. Viðskiptafræðinema vantar vinnu. Margt kemur til greina. Uppl. I síma 21148 á daginn milli kl. 13 — 15. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í i raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi óskast íbúð óskast 3ja eöa lítil 4ra herb. íbúð óskast á leigu frá áramótum fyrir sölumann okkar. Leigutími minnst 1 ár. Nánari uppl. í síma 81 555 á daginn og 38783 á kvöldin. Glóbus. tilkynningar Jólaljósin í Hafnar- fjarðarkirkjugarði Jólaljósin verða afgreidd í Hafnarfjarðar- kirkjugarði, frá miðvikudeginum 17. des. til þriðjudagsins 23. des. frá kl. 9 — 1 9. Lokað á sunnudag. Guðrún Runólfsson. | húsnæöi í boöi_______________ Iðnaðar- eða verzlunar- húsnæði við Skeifuna Til leigu frá áramótum. Mikil innkeyrslu- hæð og lofthæð. Góð malbikuð bílastæði. Stærð ca. 1 50 fm. Upplýsingar gefur: SÍMON MELSTEÐ sími 73952 frá kl. 1—2 og 7—8. til sölu Til sölu Sykursíld, kryddsíld og saltsíld, (hafið með ykkur Ilát). B.Ú.R. við Meistaravelli fundir — mannfagnaöir RÉTTARVERND samtök um réttarstöðu einstaklinga Framhaldsstofnfundur ^ Réttvarverndar verður haldinn fimmtudaginn 18. des., klukkan 20.30 að Hótel Loftleiðum. Dagskrá: 1. Lög félagsins 2. Stjórnarkjör Tillögur um formann, stjórn og endur- skoðendur ber að skila til formanhs kjör- nefndar, Gests Þorgrímssonar, Laugarás- vegi 7, fyrir kl. 12 á hádegi, fimmtudag, 1 8. desember. Undirbúningsnefndin Bökmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Jakob Jónasson: MILLI STRlÐA. 253 bls. Isafold. Rvík 1975. Jakob Jónasson er ákaflega aðar- og verslunarháttum ann- ars staðar situr kaupmanna- valdið þarna enn að völdum. Og búskaparhættir standa í stað. Jakob Jónasson. er að verða skáld og stórbóndi. Skoðanir hans á ástinni eru há- leitar og upphafnar og þar sem rekast á réttur vanans og réttur ástarinnar styður hann auðvit- að hinn síðarnefnda. En strfðið hefur líka haft sfn óbeinu áhrif á trú hans og líf- skoðun: ..... þessa ógeðfelldu mynd hafði stríðið og stríðs- fréttirnar mótað f huga minn og Nýi ttminn fyrir hálfri öld Ifflegur rithöfundur þó hann sé orðinn nokkuð roskinn. Fyrir fimm árum kom frá honum skáidsagan. Þar sem elfan óm ar. Nú sendir hann frá sér framhald, Milli strfða, sem er þó að ýmsu leyti sjálfstætt skáldverk; sömu söguhetjur og sama umhverfi en nýr tími og nýtt söguefni. Þetta er ástar- saga, segir frá ungum manni sem ratar f þá furðulegu klípu að elska tvær konur en slíkt fyrirbæri f tilfinningalffinu var fyrrum talið til afbrigða, eins- dæma — manninum væri eðli- legt að elska aðeins eina. En fleira er það en ástin sem bylt- ist í huga unga mannsins. Hann er nýkominn aftur heim í sveit- ina eftir skólanám í Reykjavík, er af góðu fólki eins og kallað var og því í áliti f sveitinni; mikið mark tekið á orðum hans og f samræmi við það getur hann valið milli tveggja álitleg- ustu kvenkostanna þar um slóð- ir. Sveitin er afskekkt. Og þrátt fyrir stórstígar framfarir í bún- Hugur unga mannsins er fullur af framfaravilja. Hann lætur til sín taka á fundum. Og þar sem hann hefur nú tíðarandann með sér verður honum býsna vel ágengt. Fyrri heimsstyrjöldinni er nýlokið. Heimurinn er f sárum eftir stríðið en íslendingar vaknaðir upp við að kreppa er í aðsigi. En þrátt fyrir áhuga unga mannsins og ýmsar breytingar sem hann kemur til leiðar er þetta ekki fyrst og fremst saga um þróun heldur um ástand. Höfundur lýsir upp sjónarsvið- ið eins og það var í afskekktri íslenskri sveit snemma á þriðja tug aldarinnar, bæði hið ytra; það er með hliðsjón af lifnaðar- háttum, búskap, efnahag — sem og hinu innra: sálarbú- skapnum. Hvort tveggja ferst höfundi vel, þetta er allt ljóslif- andi. Einnig fyllir hann upp í sögulega eyðu þvf einhverra hluta vegna hafa skáldsagna- höfundar almennt hlaupið yfir þennan áratug — áratuginn sem bretar kalla „the happy twenties". Og gera raunar enn, horfa aftur til aldamóta ellegar einblína á kreppuna á fjórða áratugnum og þá með islenskt sjávarpláss að sögusviði. Jakob er þvi að vekja af svefni gleymdan áratug. Þarna er kynslóðabil eins og nú, kannski ennþá gagngerð- ara. Unga fólkið er farið að skemmta sér af fullri einurð og þó reglusamlega. Elsta kynslóð- in er að falla frá og tekur í gröfina með sér síðustu leifar fornrar hjátrúar. Manndóms- kynslóðin er tvístfgandi, veit af framförum í fjarlægð og er í huga sér hlynnt breytingum en óttast þær í og með, einkum verði þær of örar. örn, aðalsöguhetjan, er vafa- laust dæmigerður ungur maður frá þessum tíma, að hálfu inn- blásinn ungmennafélagsanda aldamótaáranna, hefur orðið fyrir áhrifum frá vígorðum vax- andi verklýðshreyfingar fyrir sunnan og telur kaupfélag það sem koma skuli. Draumur hans sál án þess að ég hefði gert mér það ljóst. Mér varð einnig ljóst, að þessi mynd af heiminum myndi móta lffsskoðanir mfnar og viðhorf til heimsins f fram- tfðinni." Flestir eru enn fátækir, fá- einir bjargálna. Enn eru við- skiptahættir fólgnir f innskrift og úttekt og peningar sjaldséðir sem glóandi gullið. Vilji menn fá einhverju áorkað verða þeir því að sækja það undir verslun- ina. Þannig er ástandið þegar ungi maðurinn kemur heim f sveitina. En þetta er allt á hverfanda hveli, nýi tfminn liggur f loftinu. Og áður en langt um líður tekur að bresta i stoðum þessa aldagamla sam- félags. Milli strfða er sjöunda bók Jakobs Jónassonar á þrjátíu ár- um og að mínum dómi hans besta. Rétt er að segja það um- búðalaust að eitt lýtir þessa bók og ástæðulaust að láta það óátalið: prentvillurnar. Vand- aður handrits- og prófarkalest- ur hefði lyft henni á hærra svið og skapað bók og höfundi meiri tiltrú. Flest annað, sem um bók- ina verður sagt er jákvætt. Jak- ob er vel skyggn á mannlegt eðli, lætur vel að skapa lifandi persónur og kann þá list að byggja upp skáldsögu. Skap- gerðarlýsingar hans eru víða góðar og gerla veit höfundur að ekki verður allt með orðum tjáð sem máli skiptir I lffinu, orðin segja mikið en kannski verða innstu hugrenningar aldrei með orðum tjáðar Og Jakob kann að lýsa talandi tillit og orðlausum geðbrigðum: „Þegar dansinn hófst að nýju fann ég greinilega fyrir því, að skugginn, sem ég hafði lesið í andliti Borghildar, hafði læðst inn f hugskot mitt og tekið sér þar bólfestu." Þó sá, er þetta ritar, væri ófæddur er sagan á að gerast og hafi ekki ýkjamiklar spurnir af lífinu eins og því var þá lifað skal ekki f efa dregið að Jakob lýsi vel og réttilega stemmingu þessara Iöngu liðnu ára. Þetta er í eðli sfnu róman- tískt verk eins og títt er þegar höfundar taka að setja saman skáldsögur byggðar á endur- minningum frá unga aldri, „endurminningin meefar æ i mána silfri hvað, sem var,“ sagði skáldið. En mest er um vert að allt er þarna ljóslifandi og bókin er mjög skemmtileg. Jakob þekkir sitt fólk, er rækilega innlífaður í sinn liðna tíma og er einkar lagið að bregða svo skýru ljósi yfir sögu- svið sitt að lesandinn rati þar á milli bæja svo ekki sé meira sagt. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.