Morgunblaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1975 Núpur í Axarfirði: Sprunga í kring um íbúðarhúáð Aframhaldandi jarðsig milli Lyngáss og Veggjarenda Alvarlegar skemmdir á freigátunni Andromedu Yfir 1.000 manna trún aðarm ann aráð innan B.S.R.B. BANDALAG starfsmanna rfkis og bæja er nú að búa sig undir aukin umsvif í samningamálum. Viðræður við fjármálaráðuneytið um kaup og kjör opinberra starfs- manna hefjst eftir áramót og hefur fjármálaráðherra sagt í við- ræðum við forystumenn BSRB að hann muni sjálfur að einhverju leyti taka þátt f viðræðunum. Bandalagið er nú að koma sér upp 1.000 manna trúnaðarmanna- kerfi, sem á að verða framtfðar- kerfi sambandsins og nauðsyn- legt, að sögn Haralds Steinsþórs- sonar, til þess að gera félags- starfið innan BSRB virkara. Eins og kunnugt er af fréttum voru samþykkt á Alþingi nýlega Framhald á bls. 27 SKEMMDIRNAR A ANDRO- MEDU — Hér sést hluti skemmdanna á freigátunni eft- ir áreksturinn við Tý á sunnu- dagsmorguninn, en um 18 metrar af rekkverki freigát- unnar skemmdust og undir- stöður eldflaugapalls. Myndin er send með loftskeyti frá frei- gátunni til London og símsend þaðan til Morgunblaðsins í gærkveldi. KYRRT hefur verið á miðum brezkra togara innan fiskveiðilög- sögu fslands austur af landinu frá þvf er áreksturinn varð milli varðskipsins Týs og freigátunnar Andromedu árdegis á sunnudag. Alls voru 28 brezkir togarar að ólöglegum veiðum í gær, 22 voru 40 mflur austur af Norðfjarðar- horni og nokkru sunnar var annar hópur 6 togara. Þrjár freigátur gættu togaranna, Lowestoft og Gurkha stærri hópsins, en Andro- meda togaranna sex. Samkvæmt upplýsingumf sem Morgunblaðið fékk í gær frá Hull, en eru þó óstaðfestar, mun hafa verið tekin ákvörðun um það að senda nokkra nýja dráttarbáta á íslandsmið, sem eru eign brezka flotans og eiga þessir dráttarbátar að koma í stað Star-skipanna, sem dregin voru til baka af miðunum, er þau þóttu eigi standast slaginn við varðskipin. Dráttarbátar þess- ir eru sagðir mjög sterkbyggðir og henta betur til viðureignar við varðskipin, þar sem byrðingur freigátanna er mjög viðkvæmur og þær byggðar með tiJLliti til heildarstyrkleika þeirra 'fremur en mikils átaks á einstaka skips- hluta. Dráttarbátarnir eru sagðir ganga 15 hnúta, vera 1.500 rúm- lestir með 30 manna áhöfn. Frei- gáturnar verða áfram á miðunum, þrátt fyrir komu þessara dráttar- báta. Eins og áður segir eru freigát- urnar fremur veikbyggðar til átaka og samkvæmt upplýsingum Reuters-fréttastofunnar, sem er með mann um borð í Andromedu, urðu talsverðrar skemmdir á frei- gátunni og meðal annars skekkt- ust undirstöður eldflaugapalla hennar. Slíkar skemmdir eru samkvæmt því sem Mbl. var sagt í gær, mjög alvarlegar, þar sem pallar þessir eru mjög nákvæm- lega stilltir. Skekkist slíkur pall- ur er ekki unnt að miða rétt, eigi að skjóta elflaugunum á loft. Frá atburðunum, er Andro- meda og Týr skullu saman á mið- unum á sunnudag, segir svo i frá- sögn Landhelgisgæzlunnar: „Sunnudagsmorguninn 28. des- ember var varðskipið Týr statt 40 sjómílur austur af Norðfjarðar- horni. Hægviðrivar en talsverður sjór, um 4ra metra ölduhæð. Á þessu svæði voru 3 brezkir togar- ar, allir með veiðarfæri sín uppi, einnig dráttarbáturinn Lloyds- man og freigátan Andromeda (2.400 rúmlestir). Þennan morg- un flaug Nimrod-njósnaþota yfir svæðið og einnig var á flugi þyrla frá freigátunni. Varðskipið Týr var á beinni siglingu og var ekki með klipp- urnar úti. Skömmu eftir klukkan 10.00 sigldi freigátan Andromeda á mikilli ferð fram með bakborðs- síðu varðskipsins og þegar hún hafði siglt varðskipið uppi og var komin samsíða þvf, beygði hún skyndilega frá varðskipinu og sló um leið skutnum utan í bakborðs- hlið Týs. Aðalhöggið kom á stafnshlið Týs 1,5 metra frá þil- Framhald á bls. 27 Skinnastöðum Axarfirði 29. des. HELDUR dró úr óróanum í Axar- fjarðarhéraði á laugardag eftir Iátlausa jarðskjálfta dögum saman. Fastir kippir voru strjálli en áður og gætti nú tiltölulega meira í Axarfirði og Núpasveit en í Kelduhverfi og hafa sennilega átt upptök á sprungum ofurlítið austar en áður. Stöðug skjálfta- upptök virtust vera í um það bil 15 km fjarlægð frá Skinnastað ef til vill í norðri og önnur í 5—10 km fjarlægð ef til vill í suðvestri. Miklar hræringar voru frá því um kl. þrjú aðfararnótt sunnudags til kl. 14 um daginn. Svo kom mjög rólegur kafli fram á aðfararnótt mánudags, en þá jukust skjálftar heldur aftur. Stærstu kippirnir komu Iaust fyrir kl. 11 í morgun, nokkrir i röð og voru mjög harðir í Kelduhverfi og Sandinum, svo fólk féll jafnvel um koll. Veður- stofan gefur upp að þeir hafi sennilega verið 10—15 km sunnan Lindarbrekku, en mér virtist sá stærsti geta verið nokkru fjær, eða í allt að 30 km fjarlægð frá Skinnastað. Síðan i gær hafa finnanlegir kippir á Skinnastað verið 1—2 á klukku- stund, flestir vægir, en á mæli að meðaltali einn til tveir á minútu. Þetta mun þó misjafnt eftir svæð- um. Sumar jarðsprungurnar hjá Lindarbrekku hafa víkkað nokkuð síðan á laugardag og þann dag sagði Erla Bernharðsdóttir húsfreyja í Ærlækjarseli að sprunga hefði sézt á mýrunum milli Ærlækjarsels og Akursels, allt að 10 sm víð yfir veginn þar á milli. Aðra sprungu kvað hún liggja iim hlaðið á bæ sfnum, en sú var ekki gliðnuð. Árdís Páls- dóttir húsfreyja á Núpi í Axar- firði sagði í dag að sprunga væri komin hringinn í kringum íbúðar- húsið og sprunga á hlaðinu. Annars hefur ekki heyrzt um nýj- ar skemmdir á mannvirkjum, en margt er ókannað i þeim efnum. Jarðrask hér virðist mest vera sprungumyndun og gliðnun á sumum sprungum. Sig milli sprungna á um 1 km breiðu belti, að m.k. 50—60 sm, er mjög greini- legt á milli Lyngáss og Veggjar- enda í Kelduhverfi og heldur áfram að síga. Reynt er að fylla í hin mörgu skörð þjóðvegarins þar jafnóðum til þess að gera hann færan jeppum. Hér voru á ferð í gær Eysteinn Tryggvason jarð- eðlisfræðingur og Hjörtur Tryggvason jarðskjálftafræðing- ur frá Húsavík og athuguðu verksummerki í Kelduhverfi. Veður var heldur óhagstætt og fóru þeir ekki niður i Sand m.a. vegna snjógangs og dímmviðris. Kirkjusókn á Kópaskeri var ágæt á annan dag jóla þrátt fyrir þó nokkrar jarðhræringar þar og þyt í lofti. Sömu sögu er að segja frá Skinnastað í gær i éljaveðri og hörðu frosti þótt ókyrrð all mikil hefði verið um nóttina og morguninn. Á þeim stöðum þar sem mest kveður að ókyrrðinni tekur fólk henni með aðdáunar- verðri rósemi, að því ég bezt veit. Séra Sigurvin Raufarhöfn: Ball fyrir alla aldursflokka HÉR ER nú austanátt og hlýindi og verið er að undirbúa áramótin. Barnaböll voru fyrir alla aldurs- flokka i gær og togarinn er enn við bryggju. Helzt er hreyfingin í kringum áramótabálköstinn, sem að vanda verður æði stór. — Helgi. Eldsvoði á Akureyri: Stór- skemmdir á vélum trésmíða- verkstæðis Akureyri 29. des. — Slökkvilið Akureyrar var kallað út að Trésmíðaverkstæði byggingar- fyrirtækisins Hýbýli h.f. kl. 13.10 í dag. Þar logaði eldur i spónahrúgu og timburhlaða, að vísu ekki mikill, en hafði valdið gífurlegum hita. Eldur- inn var skjótlega slökktur, en stórskemmdir höfðu orðið á vélum, áhöldum og raflögnum vegna hitans og reykskemmdir á húsinu sjálfu. Eldsupptök eru ókunn og ekki hafði verið unnið á verkstæðinu síðan fyrir jól og ekki vitað til að neinn hefði gengið þar um. —Sv.P. Happdrætt- ismiðar úr 300 í 400 kr. AÐ sögn Jóns Bergsteinssonar skrifstofustjóra hjá Happdrætti Háskóla íslands, hefur happ- drættismiðinn nú hækkað úr 300 kr. i 400 kr. á mánuði þannig að dýrasti miðinn, trompið sem er fimmfaldur vinningur, kostar nú 2000 kr. á mánuði. Lægstu vinningar hjá Happdrætti Hl hafa nú hækkað úr 5000 kr. i 10.000 kr. Þá hafa miðar hjá SlBS einnig hækkað úr 300 kr. í 400 á mánuði og lægstu vinningar þeirra hafa einnig hækkað úr 5000 kr. i 10 þús. kr. Betri markaðshorfur í Japan en í fyrra: ,+Mestu máli skipt- ir að auka sölu loðnuhrogna” „HORFUR á loðnusölur til Japans eru nú mun hagstæðari en þær voru á sama tfma í fyrra, sérstaklega að þvf er varðar birgðastöðuna,“ sagði Eyjólfur tsfeld Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Sölumið- stöðvar hraðfrvstihúsanna í samtali við Morgunblaðið f gær, en Eyjólfur er nú nýkominn frá Japan ásamt Guðmundi Karlssyni sem þar starfaði um tfma fyrir SH, en þeir áttu þær viðræður við japanska loðnukaupendur. Eyjólfur sagði i samtalinu við Mbl, að um áramótin 1974—1975 hefðu legið miklar birgðir af loðnu hjá vinnslufyr- irtækjum vegna of mikils inn- flutings 1974 og samdráttar i sölu vegna afturkipps í efna- hagslffinu i kjölfar oliu- kreppunnar. „A þessu ári hefur verið nokkur söluaukning m.a. vegna samkeppni seljenda við að losna víð gamlar birgðir, sem leitt hefur til taprekstrar hjá ýmsum loðnukaupendum. Hins vegar er enginn skortur á loðnu því flestir eiga næga loðnu þangað til ný framleiðsla kemur á markaðinn. Þrátt fyrir þetta eru margir kaupendur hræddir við að gera bindandi samninga vegna þess að þeir óttast offramboð á næsta ári og að sagan frá 1974 endurtaki sig. Þetta stafar aðallega af því að Rússar bjóða nú tvöfalt magn miðað við það sem þeir seldu til Eyjólfur Isfeld Eyjólsson Japans á þessu ári, eða 30 til 35 þús. lestir. Þar sem þessi loðna er að mestu fryst eins og hún veiðist, þá svarar þetta til um 15 ti! 17.500 tonna af hrygnu." Þá sagði Eyjólfur, að Norð- menn byðu nú 6000 tonn sem að mestu eru flokkuð 90 til 100 prósent, og svaraði þetta því til um 5.500 tonna af hrygnu. Þá væru Japanir sjálfir byrjaðir - segir Egjólfur ísfeld Egjólfs- son framkvœmda- stjóri SH veiðar á loðnu við Nýfundna- land í fyrsta sinn á þessu ári og hefðu fryst þar um 1000 tonn. Nú gerðu þeir ráð fyrir að senda fleiri skip til þessara veiða á sumri komanda og frysta þar um 5000 tonn, sem allt væri hrygna, þar eð þeir handflokkuðu alla loðnuna um borð i frystiskipunum. Ef við vildum selja um 10 þús. tonn héðan frá íslandi, sem væntan- lega samsvaraði um 8000 tonn- um af hrygnu, þá væri framboð- ið samtals 34 til 36 þús. lestir, en það magn sem vinnsluaðilar í Japan gætu gert ráð fyrir að markaðurinn tæki á móti væri 24 til 30 þús. tonn af hrygnu.“ Eyjólfur var inntur eftir því, hverjir möguleikar væru á sölu annarra fiskafurða héðan til Japans. Sagði hann að of langt mál væri að rekja einstakar vörutegundir. I stuttu máli sagt Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.