Morgunblaðið - 30.12.1975, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.12.1975, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1975 í tilefni kvennaárs UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Lilja Ólafsdóttir. 9, í upphaf i var Gamla testamentið Sköpun konunnar. „Og Drottinn Guð sagði: Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall; ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi. Og maðurinn gaf nafn öllum fénaðinum og fuglum loftsins og öllum dýrum merkurinnar; en meðhjálp fyrir mann fann hann enga við sitt hæfi. Þá lét Drottinn Guð fastan svefn falla á manninn; og er hann var sofnaður tók hann eitt af rifj- um hans og fyllti aftur með hoidi. Og Drottinn Guð mynd- aði konu af rifinu, er hann hafði tekið úr manninum, og leiddi hana til mannsins. Þá sagði maðurinn: Þetta er loks bein af mínum beinum og hold af mínu holdi; hún skal karl- ynja kallast, af því að hún er af karimanni tekin.“ I. Mós. 2 kap. Konan leiddi syndina vfir manninn og skal refsað: „En við konuna sagði hann: Mikla mun ég gjöra þjáningu þfna, er þú verður barnshaf- andi; með þraut skalt þú börn fæða, og þó hafa löngun til manns þíns, en hann skal drottnayfir þér.“ I. Mós. 3. kap. Tfunda boðorðið. (Um eignarétt s.s. á húsdýr- um (konum, uxum) o.fl.) „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem ná- ungi þinn á.“ II. Mós. 20. kap. Sonur eða dóttir. Um sængurkonur. „Og drottinn talaði við Móse og sagði: Tala þú til Israels- manna og seg: Þegar kona verður léttari og elur svein- barn, þá skal hún vera óhrein sjö daga; skal hún vera óhrein, ems og þá daga, sem hún er saurug af klæðaföllum. Og á áttunda degi skal umskera hold yfirhúðar hans. En konan skal halda sér heima þrjátfu og þrjá daga, meðan á blóðhreinsun- inni stenóur; hún skal ekkert heilagt snerta og eigi inn í helgidón-mn koma, unz hreins- unardagar hennar eru úti. En ef hún elur meybarn þá skal hún vera óhrein hálfan mánuð, sem þá er hún saurug af klæða- föllum, og hún skal halda sér heima sextíu og sex daga, meðan á blóðhreinsuninni stendur." III. Mós. 12. kap. Slæmt fordæmi. (Ahasverus konungur hélt á þriðja ríkisári sfnu veizlu öllu fólki, sem var í borginni Susan: Vasti drottning hans hélt og konum veizlu í höll, er konung- ur átti. En á sjöunda degi, þá er konungur var hreifur af víni bauð hann að sækja drottningu, til þess að hann gæti sýnt feg- urð hennar:) „En Vasti drottning vildi ekki koma eftir boði konungs, er hirðmennirnir fluttu. Þá reiddist konungur ákaflega, og heiftin brann honum í brjósti“... ....Þá sagði Memúkan í áheyrn konungs og höfðingj- anna: Vasti drotning hefir ekki einungis brotið á móti kon- unginum, heldur einnig á móti öllum höfðingjunum og öllum þjóðunum, sem búa í öllum skattlöndum Ahasverusar kon- ungs. Því að athæfi drotningar mun berast út til allra kvenna og gjöra eiginmenn þeirra fyrirlitlega í augum þeirra, er sagt verður: Ahasverus kon- ungur bauð að leiða Vasti drotningu fyrir sig, en hún kom ekki. Og þegar í dag munu hefðarfrúr Persa og Meda, þær er frétt hafa athæfi drotn- ingar, segja þetta öllum höfð- ingjum konungs, og mun það valda fullnógri fyrirlitningu og reiði. Ef konungi þóknast svo, þá láti hann konungleg boð út ganga og sé það ritað í lög Persa og Meda, svo að því verði ekki breytt, að Vasti skuli ekki framar koma fyrir auglit Ahasverusar konungs, og konunglega tign hennar gefi konungur annarri, sem er betri en hún. Þegar nú úrskurður konungs, er hann kveður upp, verður kunnur um allt ríki hans, sem er mjög stórt, þá munu allar konur sýna mönnum sínum virðingu, bæði háum og lágum. Þessi tillaga geðjaðist bæði konunginum og höfðingjunum, og konungur fór að ráðum Memúkans. Og hann sendi bréf til allra skattlanda konungs í sérhvert land eftir skrift þess lands og til sér- hverrar þjóðar á hennar tungu að hver maður skyldi húsbóndi á sfnu heimili og mæla allt það er honum Ifkaði." Esterarbók 1. kap. „Og i þvf bili komu lærisveinar hans og undruðust, að hann var að tala við konu. Þó sagði enginn: Hvað viltu? eða: Hvað ertu að tala við hana?“ Jóh. 4. kap. Nýja testamentið I AUGUM JESUVORU KONUR LÍKA MENN: „Og eins og var á dögum Nóa, svo mun og verða á dögum mannssonarins. Menn átu, drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk inn í örkina.“ Lúk. 17. kap. VIÐHORF PALS POSTULA: „Konur skulu þegja á safnaðarsamkomunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu. — Eða er Guðs orð út- gengið frá yður? Eða er það komið til yðar einna?“ I. Kor. 14. kap. „En hvað sem því líður, þá skuluð þér hver um sig elska eiginkonu sína, að sínu leyti eins og sjálfan sig, en konan skal óttast mann sinn.“ Efesubr. 5. kap. „Konan á að læra í kyrr- þey, í allri undirgefni; en ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát, því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva; og Adam lét ekki tælast, en konan lét að fullu tælast og gjörðist brotleg; en hún mun fyrir barn- getnaðinn hólpin verða, ef þær standa stöðugar í trú og kærleika og helgun, samfara hóg- læti.“ I. Tím. 2. kap. Viðhorf ýmissa kirkjufeðra til kvenna Tertullianus (um 160—230 e.Kr.): „Kona, þú ert filið Satans. Fyrir þina sök dó Kristur, þvi ættir þú ætíð að íklæðast sorgarklæðum. Þú eyðileggur mynd Guðs í manninum." Heilagur Clemens frá Alexandrfu (um 200 e.Kr.): „Sérhver kona ætti að vera full blygðunar einungis vegna vitundarinnar um að vera kona.“ Cyprianus, biskup f Karþago (á 3. öld e.Kr.): „Konurnar eru englar Satans. Þær leiða yður gegnum hlið Himnaríkis að bakdyrum Vítis. Allar konur bera merki djöfulsins á lfkama sínum." Heilagur Jóhannes frá Antiokkiu (347—407 e.Kr.): „Konan er hættulegust allra dýra.“ Tómas Aquinas (1227—1274): „Konan er fljótsprottið ill- gresi, ófullkominn maður. Líkami hennar nær fyrr fullum þroska vegna þess að hann er minna virði og náttúran leggur minni rækt við hann. Konurnar eru í heiminn bornar til þess að vera að eilifu undir oki herra sins og meistara, þar sem hann skal hafa valdið vegna þeirra yfirburða á öllum sviðum sem náttúran hefur gefið honum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.