Morgunblaðið - 30.12.1975, Síða 11

Morgunblaðið - 30.12.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIf), ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1975 11 kallaður burt frá starfi sínu á bezta skeiði lífsins. En svo varð mér innanbrjósts þegar andláts- fregn Aðalsteins barst. Okkar fyrstu kynni hófust á skólaárunum í Menntaskólanum, en þaðan lauk hann stúdentsprófi 1937 og stundaði tækninám í Þýzkalandi til 1939. Skildu þá leiðir í bili, en svo átti ég þvi láni að fagna að verða samstarfsmaður hans hátt á þriðja áratug og síðustu árin var samstarf okkar mjög náið og ánægjulegt sökum mannkosta Aðalsteins. Síðustu mánuðina gekk hann ekki heill til skógar, en hann lét lítið á því bera og stundaði störf sin þrátt fyrir það af mikilli kostgæfni og áhuga. Kom þar fram hin mikla lifsgleði, sem hann hafði til að bera, svo öllum leið vel í návist hans. Aðalsteinn helgaði Pósti og síma alla starfskrafta sína á lífs- leiðinni. Hann var hreinskiptinn við starfsfólk og laginn og út- sjónarsamur við að koma öllu til betri vegar. Komu þessir eigin- leikar honum að góðu haldi I margþættum vandamálum í sam- bandi við starfsmannahald, en á þeim vettvangi starfaði hann um margra ára skeið, eða þar til honum var falið eitt af æðstu embættum Pósts og síma, starf ritsímastjóra og síðar umdæmis- stjóra Pósts og síma í Reykjavík. Ekki breytti það dagfari hans, þótt hann tæki við þessum ábyrgðarmiklu störfum. Hann var ævinlega hinn ljúfi og góðviljaði Aðalsteinn, sem allir báru virð- ingu fyrir og þótti gott að leita til. Aðalsteinn tók mikinn og virkan þátt i félagsmálum innan stofnunarinnar, átti lengi sæti í stjórn Félags islenzkra sima- manna og var um skeið formaður í félagi forstjóra Pósts og sima, og annar af ritstjórum póst- og sima- tíðinda, og átti sæti í starfsmanna- ráði Landssímans. Utan stofnunarinnar átti hann einnig mörg hugðarefni svo sem i íþróttum og einnig var hann virkur félagi í Frimúrararegl- unni. Þá naut fjölskylda hans í ríkum mæli hans góðu eiginleika og mér er sérstaklega minnisstætt atvik frá liðnu sumri, þegar hann fór ásamt konu sinni í ferðalg til út- landa og kom heim hress og elju og góðvild til alls þess, sem lifsanda dregur. Við vorum aðeins 14 ára þegar fundum okkar bar fyrst saman í skátahreyfingunni. Einhvern veginn orsakaðist það svo, að við drógumst hver að öðrum, með vaxandi vinfengi, þótt áhugamál okkar færu ekki að jafnaði saman. Hann hallaðist að sundi og golfíþróttinni, en ég að jökla- og hálendisferðum. Það breytti engu um það að einlæg tryggð og vin- átta hélst með okkur og fjölskyld- um okkar í vaxandi mæli. — Ég hef ekki aðra skýringu á því en þá að manngildi Jóns var mjög mikið. Hann var hlýr og traustur félagi og hógvær I allri fram- göngu. Göfuglyndi var aðalsmerki hans fyrir þá sem kynntust honum náið, og þeir einir geta misst sem eitthvað hafa átt. Ég felli mig ekki við það, hve dimmt mér er I huga á þessari helgu nótt, þegar ljósberans hátíð gengur í garð og fleiri hjörtu slá af góðvild óg gleði en oftast endranær. Ef til vill er það fyrst og fremst vanþroski minn og eigingirni, sem þvl valda? Ef til vill á ég að gleðjast fyrir hans hönd yfir því að hafa fengið farar- leyfi til mikilvægari sólarlanda en þeirra, sem við íslendingar sækjum að jafnaði heim? Ef til vill er það brostinn hlekkur í trú- festi minni við guðdóminn, sem veldur því að ég harma þennan góða dreng, I stað þess að gleðjast yfir vistaskiptum hans. Hvað sem því Iíður, þá verður það ekki umflúið af hinu mann- lega að bera söknuð í barmi við gröf látins vinar. Ég bið almættið að annast þennan góða vin minn og allt, sem honum var kært. Það eru hljóm- þýðir ómar, sem berast út yfir gröf og dauða, við að snerta strengi minninganna um þennan hugljúfa mann. Sigurður S. Waage. ánægður og sáttur við tilveruna og vongóður um framtíðina. En örlögin verða ekki umflúin og veikindin síðustu vikurnar bar hann af karlmennsku og með æðruleysi. Minningarnar éru margar og góðar, og margir munu sakna hans, en sárastur er þó söknuður fjölskyldunnar. Votta ég eiginkonu hans Asu Norberg og dætrunum þremur, tengdasonum og barnabörnum innilega samúð og bið Guð að blessa minningu hans. Jón Skúlason. Flestir eldri Reykvíkingar muna gömlu Gróðrarstöðina sem Einar Helgason garðyrkjustjóri stofnaði á sínum tíma. Aðalsteinn Norberg, eða Steini frændi, eins og við systkinin kölluðum hann, var fóstursonur afa okkar og ömmu Einars Helgasonar og Kristínar Guðmundsdóttur i Gróðrarstöðinni. Okkar fyrstu minningar eru tengdar honum að meira eða minna leyti. Við minn- umst allra heimsóknanna og þess fagnaðar sem koma hans vakti ætíð meðal okkar og þá ekki sízt hjá ömmu og frænku, Guðrúnu Helgadóttur, sem bókstaflega átti í honum hvert bein. Svo liðu árin og gamla fólkið og heimilisvinirn- ir, sem höfðu myndað þennan stóra fjölskylduhring, týndu töl- unni. Og þegar faðir okkar Eirfk- ur Einarsson lézt fyrir 6 árum síðan var Steini bróðir hans eigin- lega sá eini eftir af þessari gömlu fjölskyldu. Kom andlát hans því sem reiðarslag. Hann sem var að- eins 58 ára og átti svo mikið að lifa fyrir. Þvi vil ég fyrir hönd okkar allra úr Gróðrarstöðinni, þakka honum fyrir allt og allt og kveðja með ljóðlínum, sem ortar voru við lát föður hans Einars Helgasonar: Framhald á bls. 27 V * Feröist á eígín bíl um Evrópu FÆREYJAFERJAN „SMYRILL" SUMARÁÆTLUN 1976 ÍSLAND/FÆREYJAR/SKOTLAND/ NOREGUR v.v. Seyðisfj. Laugard. Þórshöfn Sunnud. Scrabster Mónud. Þórshöfn Þriðjud. Þórshöfn Miðvikud. Bergen Fimmtud. Þórshöfn Föstud. Seyðisfj. Laugard. FARGJÖLD: (per person, ö — Fæði ekki innifalið — FULLORÐNIR: Þilfar ................... Hvíldarstóll ............. 6/12 manna klefi ......... 3/4 manna klefi........... 2 manna klefi ............ FARARTÆKI: Bifreiðar ............... Stærri bifr. að 6 mtr.... Hver meter umfram 6 metr................... Hjólhýsi að 5 mtr........ Farangursvagnar ......... Mótorhjól ............... Reiðhjól ................ Komut. Brottf.t. 1 10 11 12 13 14 15 20:00 12/6 19/6 26/6 3/7 10/7 17/7 24/7 31/7 7/8 14/8 21/8 28/8 4/9 11/9 13:00 23:00 13/6 20/6 27/6 4/7 11/7 18/7 25/7 1/8 8/8 15/8 22/8 29/8 5/9 12/9 13:00 16:00 14/6 21/6 28/6 5/7 12/7 19/7 26/7 2/8 9/8 16/8 23/8 30/8 6/9 13/9 06:00 15/6 22/6 29/6 6/7 13/7 20/7 27/7 3/8 10/8 17/8 24/8 31/8 7/9 14/9 13:00 9/6 16/6 23/6 30/6 7/7 14/7 21/7 28/7 4/8 11/8 18/8 25/8 1/9 8/9 12:00 15:00 10/6 17/6 24/6 1/7 8/7 15 /7 22/7 29/7 5/8 12/8 19/8 26/8 2/9 9/9 17:00 24:00 11/6 18/6 25/6 2/7 9/7 16/7 23/7 30/7 6/8 13/8 20/8 27/8 3/9 10/9 17:00 12/6 19/6 26/6 3/7 10/7 17/7 24/7 31/7 7/8 14/8 21/8 28/8 4/9 11/9 nur leið, fsl. kr.) Seyðisfj. Seyðisfj. Seyðisfj. Þórshöfn Scrabster Bergen 8.200.— 12.800.— 14.300.— 9.600.— 14-600,— 16.000.— 11.100.— 16.300,— 17.700.— 12.200.— 18.000,— 19.500— 13.800,— 20.400,— 21.800,— 5.400.— 7-600,— 8.700,— 7.700.— 11.400,— 12.500.— BO'RN: 7—15 óra, 50%.6 óra og yngri 10% enda taki bau ekki stól/koju Hópar: A m.k. 15 manns 90% Allir tímar eru staöartímar. Verö miöast viö gengisskráningu 20. október 1975. 1.400. — 5.400. — 2.900,— 1.400. — 600,— 2.200.— 7.600,— 4-400.— 2.200,— 1.100.— 2.200- 8.700, 4.400, 2.200, 1.100, FEROASKFUFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.