Morgunblaðið - 31.12.1975, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1975
43
SJÓNVARP & UTVARP
Gluggað í dagskrá
hljóðvarps í dag
MEÐAL efnis í dagskrá
hljóðvarps í dag, gamla-
ársdag, er vert að benda
á eftirtalda dagskrárliði
auk þeirra sem getið er
sérstaklega.
Klukkan 13 taka frétta-
mennirnir Gunnar Ey-
þðrsson og Vilhelm G.
Kristinsson saman þátt
þar sem raktir eru helztu
viðburðir á innlendum og
erlendum vettvangi á
árinu 1975 og bregða upp
svipmyndum og röddum
úr fréttaaukum. Þessi
þáttur tekur hálfan
annan tíma.
Kristján Eldjárn
Hallgrfmur Helgason
Geir Hallgrfmsson
Klukkan átján er aftan-
söngur f Kópavogskirkju,
þar sem sr. Árni Pálsson
prédikar og þjððlaga-
kvöld Jóns Ásgeirssonar
og nokkurra félaga i
sinfóniuhljómsveitinni
hefst kl. 19.20.
Klukkan 20 flytur for-
sætisráðherra ávarp sitt
að venju, sem verður
sjónvarpað og útvarpað
samtímis.
Hljóðvarp
á nýársdag
„ Ur öldudal” — áramótarevía
hljóðvarpsins hefst kl. 20.50
KLEMENZ Jónsson, leik-
listarstjóri og leikstjóri
áramótagríns hljóðvarps,
varðist allra frétta, þegar
hann var inntur eftir
dagskrárliðnum „Úr
öldudal — skammgóður
vermir handa útvarps-
hlustendum" sem hefst I
kvöld kl. 20.50. Hann
sagði þó að þátturinn
væri í revíuformi, og
býsna beinskeytt ádeila á
þjóðfélagið. Fréttamaður
er sendur út af örkinni I
heimsókn í þorpið öldu-
dal, þ£>- sem búa átta
hálfbræður og er sam-
komulagið ekki alltaf upp
á það bezta. Út frá þessu
er svo grínið spunnið.
Fjöldi leikara kemur
fram og Carl Billich
hefur séð um tónlistar-
hlið málsins. Höfundur
revíunnar vill ekki láta
nafns sins getið að svo
komnu, að sögn Klemenz-
ar.
KLUKKAN þrettán á
nýjársdag flytur forseti
tslands, dr. Kristján Eld-
járn, ávarp í hljóðvarpi
og sjónvarpi. Þá er vert
að geta þess fyrir þá sem
ekki höfðu tök á að hlýða
á gamanþátt hljóðvarps á
gamlárskvöld, að hann
verður endurtekinn kl.
15 á nýjársdag. Klukkan
17 verður barnatfmi
undir stjórn Sigríðar Ey-
þórsdóttur og kl. 20.25
verður flutt kantata Hall-
gríms Helgasonar,
„Sandy Bar“, fyrir tenór,
kór og hljómsveit. Flytj-
endur eru Fílharmoníu-
kórinn í Winnipeg og
sinfóníuhljómsveit
Winnipegborgar. Dr.
Hallgrímur flytur inn-
gangsorð og óskar Hall-
dórsson les samnefnt
kvæði, Sandy Bar, eftir
Guttorm J. Guttormsson.
Kantatan er samin i til-
efni 100 ára landnáms ts-
lendinga í Manitoba og
var frumflutt þar 12.
október s.l. Kl. 21.30 er á
dagskrá þátturinn
Klukkur landsins, þulur
Magnús Bjarnfreðsson.
Þáttur þessi virðist vera
orðin hefð á dagskrá
hljóðvarps á nýjársdag
og hefur verið fluttur i
þeirri sömu gerð allmörg
undanfarin ár.
„ Við áramóf’
— hugleiðing útmrpsstjóra kl 23.40
KLUKKAN 23.40 flytur
Andrés Björnsson, út-
varpsstjóri, hugleið-
inguna „Við áramót“.
Andrés hefur flutt hana
á gamlaárskvöldi síðan
árið 1967, en Vilhjálmur
Þ. Gíslason fyrrverandi
útvarpsstjóri hafði áður
haft með höndum að
flytja „annál ársins“ allt
frá árinu 1935 til 1966
eða í meira en þrjátíu ár.
Andrés Björnsson
sagði að hann hefði
nokkuð vikið frá formi
því sem hefði verið á
þessum flutningi en ekki
hefðu aðrir en þeir
Vilhjálmur talað af þessu
tilefni við áramót. Þessi
þáttur er meðal elztu
dagskrárliða í útvarpinu,
að sögn Andrésar, og í
hugum hlustenda er ára-
mótahugleiðing Andrés-
ar Björnssonar í beinu
framhaldi af annáli árs-
Arið 1975
umrœðuþáttur á
ngársdag kl 1925
Andrés Björnsson
ins sem Vilhjálmur flutti
árum saman og löngu
áður en hann varð út-
varpsstjóri.
„ÁRIÐ 1975“ heitir þáttur i um-
sjá Páls Heiðars Jónssonar sem
verður í hljóðvarpi kl. 19.25 á
nýjársdag. Þátttakendur verða
Jón Sigurðsson, hagrannsókna-
stjóri, Halldór Pálsson,
búnaðarmálastjóri, Már Elis-
son, fiskimálastjóri, og Davíð
Scheving Thorsteinsson, for-
maður Fél. ísl. iðnrekenda.
Munu þeir fjalla almennt um
þær atvinnugreinar sem þeir
eru i forsvari fyrir og Jón
Sigurðsson hagrannsóknastjóri
gefur væntanlega yfirlit um
hag og stöðu búsins við áramót.
Skotið verður inn í þáttinn öðru
Páll Heiðar Jónsson
efni: leitað hefur verið til
fréttastjóra allra dagblaðanna
og munu þeir svara einni tvi-
þættri spurningu um hver hafi
verið frétt ársins á innlendum
og erlendum vettvangi og rök-
styðja skoðanir sínar i stuttu
máli.
MÚLAKAFFI ER ALLTAF í LEIÐINNI — MÚLAKAFFI ER ALLTAF1 LEIÐINNI
O
LU
DC
LU
<
*
<
MULfllCAFFI,
V/HALLARMÚLA
sendir sínum mörgu viðskiptavinum
beztu nýársóskir og þakkar þakkar gamla árið!
Fagnið nýju ári með hátíðarmat hjá okkur.
OPIÐ FRÁ KL. 9 ÁRDEGIS TIL KL. 9 SÍÐDEGIS.
>
*
>
T|
m
JJ
>
m
m
O
MÚLAKAFFI ER ALLTAF I LEIÐINNI
MULAKAFFI ER ALLTAF I LEIÐINNI