Morgunblaðið - 31.12.1975, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1975
49
„Krumma-
félagið”
— ný unglinga-
bók eftir ^
Indriða tílfsson
KOMIN er út ný unglingabók
eftir Indriða Ulfsson. Nefnist hún
„Krummafélagið".
Þetta er áttunda bókin eftir
Indriða, en hann „er í fremstu röð
rithöfunda, sem skrifa fyrir
yngstu kynslóðina á tslandi, og
njóta bækur hans sivaxandi
vinsælda," segir á kápusíðu. Fyrri
bækur Indriða eru: Leyniskjalið,
Ríki betlarinn, Leyndardómur á
hafsbotni, Kalli kaldi, Kalli kaldi
og Túlipanahótelið, Kalli kaldi og
landnemar á Drauganesi og Flótt-
inn mikli.
Útgefandi bókarinnar er
Skjaldborg hf.
Sauðárkrókur:
Sami brennu-
staðurinn
1 áratugi
STRÁKARNIR hér safna nú í
brennu fyrir gamlárskvöld af full-
um krafti, en hér er ávallt haldin
ein vegleg brenna uppi á
Móunum fyrir ofan bæinn og
hefur það verið gert i áratugi.
Fjöldi stráka hefur safnað í
brennuna frá því í nóvemberlok.
Annars er allt gott að frétta héðan
og það skelfur ekkert undir okkur
hér, ekki aldeilis. — Kári.
Hella:
Bálköstur,
blys og gleði
ÞAÐ er gott hljóðið í fólki hér á
Hellu og jólin gengu vel fyrir sig.
Kirkjusókn var mikil og í gær var
barnaball, en tíð hér hefur verið
mjög umhleypingasöm.
A gamlárskvöld verður mikil
samkoma hér fyrir hreppsbúa og
hefst hún eftir miðnætti. Hér er
að venju dregið saman í mikinn
bálköst og ártal gamla og nýja
ársins er tendrað með blysum f
brekkunni vestan við ána. — Jón.
Eskifjörður:
15 stiga
hiti og
golf á jólum
MENN hér eru nú að ná sér eftir
jólahaldið um leið og undirbún-
ingur fyrir áramótin stendur yfir
af fullum krafti. Þetta voru góð
jól hér, enginn snjór og 15 stiga
hiti á 2. dag jóla og menn spiluðu
meira að segja golf í blíðunni.
Margt fólk fór f göngutúra.
Hér verða 2—3 brennur, en
strákahópar standa að
brennunum og er mikil keppni
hér á þeim vettvangi milli bæjar-
hluta. — Ævar.
Ný Kátu-bók
komin út
KOMIN er út f fslenzkri þýðingu
fimmta bókin um Kátu og vini
hennar, eftir Hildegard Diessel.
Nefnist hún „Káta fer í sjóferð".
Káta er mikill fjörkálfur og
lendir í þessari sögu í hættuleg-
um ævintýrum ásamt hundinum
Bósa.
Magnús Kristinsson þýddi bók-
ina, sem er 80 bls. Útgefandi er
Bókaútgáfan Skjaldborg.
Flateyri:
Kristileg
og kærleiks-
rík jól
HÉÐAN er allt ágætt að frétta,
lítill snjór og dálítið frost, en
krakkarnir keppast við að safna í
stóra brennu hér. Staðarbúar áttu
að vanda kristileg og kærleiksrík
jól og allir eru f góðu skapi. Engir
togarar hafa verið hér inni um
jólin en sú sjón tilheyrir nú
liðinni tíð. Áður fyrr voru oft
margir togarar hér inni um
hátíðarnar.
Þar til fyrir tveimur dögum
hefur verið akfært héðan til Isa-
fjarðar og hefur svo verið að
mestu í allt haust. Um hátíðarnar
voru haldnir hér tveir dansleikir
og einnig eru Lionsmenn með
bingó. — Gunnhildur.
Á næstunni eigum viðvon
á hundrað jxisundasta
viðskiptavininum
myndióion
ÁSTÞÓRf
Suðurlandsbraut 20
Hafnarstræti 1 7
Reykiavík Sími 82733
IIL
SÍMI 11440 - REYKJAVÍK
Gleðilegt nýár
TJARNARBÚÐ
Paradís leikurfrá kl. 9—
föstudaginn 2. janúar
Aldurstakmark 20 ár. Snyrtilegur klæðnaður.
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al GLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480
er Dansleikur kvöldsins /
Hljómsveitin PARADÍS
ÍÖ frá kl. 23.00— 0.3.00 Ath. húsinu er lokad kl. 0.30. (hálf eitt)
Aögangseyrir litlar kr. 1000 - Aldurstakmark: fædd 1960 og eldri.
Forsala miða er á Gamlársdag frá kl. 14.00—17.00
Til skemmtunar:
Jólasöngvar — Gengið í kringum jólatré —
Jólasveinn í heimsókn — Kakó, kökur, tertur.
Aðgöngumiðar seldir í félagsheimilinu Vals við Hlíðar-
enda, laugard. 3. jan. kl. 1 —3 og í Tónabæ 4. jan.
Verð á aðgöngumiða með veitingum er Kr. 500.—
Allir velkomnir.
A ^ Meistaraflokkur kvenna i Val
Jólatrésskemmtun fyrir börn í Tónabæ
4. janúar kl. 14—17.