Morgunblaðið - 10.01.1976, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976
Líklega hefur
orðið spreng-
ing í Gjástykki
ÞEGAR starfsmenn Landhelgis-
gæzlunnar flugu yfir Mývatns-
öræfi um kl. 12.40 1 gær töldu
þeir sig merkja að brevtingar
hefðu orðið á svonefndu Gjá-
stykki norður af Kröflu og ösku-
fall þar í grennd. I gær voru
einnig tíðir en smáir jarð-
skjálftar á Kröflusvæðinu, og 1
fyrrinótt komu mjög snarpir
kippir í Kelduhverfi. Þar urðu
menn einnig I gærmorgun varir
við gufubólstra 1 þeirri átt sem
gosið í Leirhnúki var á sínum
tíma og voru þessi bólstrar ekki
ósvipaðir þeim er þá sáust I
Kelduhverfi. IMegn brennisteins-
lvkt fannst ennfremur í Keldu-
hverfi 1 gær.
í samtali við Morgunblaðið f
gærkvöldi sagði Sigurður
Þórarinsson, jarðfræðingur, að
hann teldi ekki ólíklegt að í Gjá-
stykki hefði orðið einhver spreng-
Keflavíkurflugvöllur.
Uppvíst um
smygl og
sölu 12—15
kg af hassi
LÖGREGLU- og tollyfirvöld á
Keflavfkurflugvelli hafa sann-
reynt innflutning og sölu á
12—15 kg af hassi meðai
varnarliðsmanna á Keflavíkur-
flugvelli og fslendinga utan
vallar á sfðasta ári, samkvæmt
þeim upplýsingum sem
Morgunblaðið hefur aflað sér.
Þá mun hér einnig um að ræða
eitthvert magn annarra fíkni-
efna.
Mál þetta hefur verið í rann-
sókn að undanförnu eins og
Mbl. hefur áður skýrt frá.
Mjög margir hafa verið yfir-
heyrðir og 5 manns setið í
gæzluvarðhaldi. Nú sitja 3
Framhald á bls. 13
ing en vart væri hægt að tala um
gos í því sambandi. Þá tjáði Jón
Illugason, oddviti i Skútustaða-
hreppi, Morgunblaðinu að maður
hefði verið sendur upp á Kröflu
eða í 818 metra hæð en þaðan sést
dável í átt að Gjástykki, sem er í
10—15 km fjarlægð. Varð hann
ekki var við neitt óeðlilegt á þess-
um slóðum. Hins vegar sýndi jarð-
skjálftamælirinn við Kröflu
samfelldan útslátt svipað og
Framhald á bls. 13
Tómas Þorvaldsson, stjórnarformaður Sölusambands fiskframleið-
enda, og Helgi Þórarinsson, framkvæmdastjóri samtakanna.
Ætluðu
að sprengja
upp knatt-
borðsstofu
RANNSÖKNARLÖGREGLAN í
Kópavogi hefur upplýst, að pilt-
arnir tveir, sem stálu dynamítinu
rétt fyrir jól, hafi ætlað að nota
það til þess að sprengja upp knatt-
borðsstofuna í Einholti 2, Reykja-
vík. Sögðust þeir hafa lent í
deilum við eiganda stofunnar en
þær geta varla verið stórvægi-
legar, því eigandinn kannast
ekkert við piltana. Piltarnir, sem
, eru 18 og 20 ára, sitja áfram í
gæzluvarðhaldi. Þeir stálu 52 túb-
um af dýnamiti, 10 hvellhettum
og einum sprengihnalli. Þýfið
komst allt til skila.
Utflutningsverðmæti saltfisks
jókst um 3,6 milljarða á sl. ári
HEILDARVERÐMÆTI útflutts saltfisks á árinu 1975 nam 10.2
milljörðum króna en var 6.6. milljarðar á árinu á undan. Heildarsalt-
fiskframleiðslan á árinu 1 fyrra er talin hafa numið samkvæmt
bráðabirgðatölum 46—47 þúsund lestum en var 43.300 lestir árið á
undan og er þetta þvl um 10% aukning. Er þetta mesta framleiðsluár
frá 1952 og þar með eitt hið mesta frá upphafi.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem forráðamenn Sölusam-
bands ísl. fiskframleiðenda efndu
til í gær. Tómas Þorvaldsson,
stjórnarformaður SÍF gerði grein
fyrir útflutningnum á árinu og
kom fram að útflutningurinn á si.
ári hefði farið að mestu leyti á
hefðbundna markaði, þrátt fyrir
þá erfiðleika sem við væri að etja
í sumum markaðslandanna. Varð-
andi útflutning á óverkuðum salt-
fiski kom fram, að mestir erfið-
leikar urðu á Spáni, þar sem
stjórnvöld þar stórhækkuðu inn-
flutningstolla á árinu, eins og
fram hefur komið í fjölmiðlum.
Auk þess hafa orðið miklar tafir á
innflutningsleyfum, þó að þau
hafi fengizt að lokum. Forráða-
menn SlF töldu, að nú væri bjart-
ara framundan á þeim markaði.
Viðskiptin við ítalíu hafa gengið
eðlilega, og heldur farið vaxandi
við Grikkland.
Þrátt fyrir þá erfiðleika sem
Portúgalir hafa átt við að stríða á
árinu hafa viðskiptin við þá verið
heldur meiri en undanfarin ár,
allt gengið snurðulaust fyrir sig
þó að samningar hafi e.t.v. tekið
lengri tíma en áður. I heild töldu
forráðamenn SlF að markaðs-
horfur fyrir blautfiskinn færu
batnandi.
Um þurrfiskinn gegndi nokkuð
öðru máli, því að þar komu upp
ýmsir erfiðleikar. Var þar fyrst og
fremst um að ræða 100% innborg-
unarskyldu i Brasilíu, fyrst i 180
daga en sem síðan var framlengd
í 360 daga, sem veldur miklum
erfiðleikum fyrir fiskkaupendur
þar. Þessir erfiðleikar i Brasilíu
sem hingað til hefur keypt um
45% af öllum þurrfiskútflutningi
Norðmanna, urðu til þess að þeir
urðu að leita með sinn fisk á aðra
markaði, þannig að áhrifa þessar-
ar innborgunarskyldu gætti um
leið í öðrum markaðslöndum.
Sagði Tómas, að erfiðleikar Norð-
mánna væru ærnir á þurrfisk-
mörkuðum, þó að þeir nytu
styrkja frá hinu opinbera og
greiddu ekki nema 0,2% útflutn-
ingsgjöld á sama tíma og íslenzkir
saltfiskframleiðendur þyrftu að
greiða að meðaltali 18.3% útflutn-
ingsgjöld.
Portúgal hefur undanfarið
keypt mikinn hluta þurrfiskfram-
leiðslunnar en nú hafa nýir menn
tekið við innflutningnum þangað
og verið er að skipa út til þeirra
500 lesta reynslusendingu af
þurrfiski. Munu þeir að henni
móttekinni taka ákvörðun um
frekari viðskipti.
Fram kom á fundinum, að mik-
ið hefur verið unnið að markaðs-
málum á þurrfiski á árinu, en
eins og áður segir hefur það
reynzt ýmsum vandkvæðum
bundið. Geta má þess, að fyrir
skömmu var hér á ferð viðskipta-
nefnd frá Kúbu. Töldu þeir mögu-
leika á að Kúba keypti jafnmikið
og áður sem var 1200—1500 tonn
af þurrfiski, en gáfu ekki ákveðin
Framhald á bls. 13
Mikið tión Sunnu erlendis
55
vegna leyfissviptingarinnar”
— segir Guðni Þórðarson forstjóri í samtali við Morgunblaðið
MORGUNBLAÐIÐ náði tali af
Guðna Þórðarsvni forstjóra
Sunnu í gær þar sem hann var
staddur 1 London til þess að
„rétta málstað Sunnu gagnvart
viðskiptaaðilum þar“, eins og
hann orðaði það, en Mbl. hafði
samband við Guðna til þess að
hevra álit hans á endurheimt
ferðaskrifstofuleyfis Sunnu og
hvort hann myndi fara 1 skaða-
bótamál vegna aðgerða ríkisvalds-
ins. Guðni kvaðst ekki hafa
fengið bréf ráðuneytisins ennþá,
það hefði verið lesið fvrir hann 1
sfma og varðandi skaðabóta-
kröfur svaraði hann því til að
hann vildi hyggja betur að þess-
um málum áður en hann svaraði
þar að lútandi. Guðni kvað leyfis-
sviptingu Sunnu hafa skapað
ferðaskrifstofunni mikil vand-
ræði, bæði aðgerðin sjálf og svo
vegna þess að útlendingar ættu
mjög erfitt með að skilja þau
vinnubrögð cmbættismanna sem
komið hafa fram í þessu máli.
„Ég fagna því,“ sagði Guðni,
„að ráðuneytið hefur hætt við
þe^ta, því þetta mál allt saman,
alllr þættir þess, hefur verið með
miklum furðulegheitum. Ég hef
verið hér í London undanfarna
daga til að ræða við ýmsa við-
6ÖN60W m FVR5T í NfiTO"
HVAÐ GERIST EF STJORN-
MÁLASAMBANDIER SIJTH)?
MORGUNBLAÐIÐ aflaði sér 1 gær upplýsinga um hvað raunveru
lega gerðist ef kæmi til stjórnmálaslita milli þjóða.
Stjórnmálaslit geta orðið á
mismunandi stigum. Þau geta
orðið á þann hátt að ambassa-
dor sé kallaður heim og sendi-
ráð lagt niður. Fer þá jafn-
framt ambassador þess lands,
sem stjórnmálasambandi er
slitið við, til síns heima, og
sendiráð hans legst einnig
niður. Til greina kemur að reka
áfram ræðismannsskrifstofu f
viðkomandi landi sem ekki
hefur nein stjórnmálaleg
tengsl við yfirvöld landsins og
er einungis til að greiða götu
fólks, sem er hjálpar þurfi, t.d.
vegna sjúkdóma, slysa eða það
lendir f fjárhagsvandræðum.
Starfsmenn hennar gætu hugs-
anlega verið starfsmenn sendi-
ráðsins, sem lagt hefur verið
niður. Þá kemur til greina að
fela sendiráði annars lands að
fara með umboð, en erfitt gæti
reynzt að finna sendiráð sem
vildi taka slfkt að sér.
Stjórnmálaslit þurfa ekki að
þýða riftun á millirfkjasamn-
ingum en slíkt gæti haft f för
með sér að viðskipti legðust
niður milli landa og sömuleiðis
samgöngur. Riftun slfkra
samninga er ákvörðunaratriði
hverju sinni og er sjaldgæft að
til svo harðra slita á sam-
böndum komi milli landa en
það hefur þó gerzt. Þess má
geta, að enginn viðskiptasamn-
ingur er f gildi milli íslands og
Bretlands.
skiptavini okkar og reyna að bæta
eitthvað það mikla tjón sem
Sunna hefur orðið fyrir erlendis.
Tíminn hér hefur því farið f að
reyna að rétta málstaðinn sem var
mjög affluttur.
Ég vil taka fram að ég er þakk-
látur því trausti sem íslenzkir við-
skiptavinir okkar hafa sýnt með
samstöðu sinni á meðan þessar
vel skipulögðu árásir hafa átt sér
stað. Fyrir það er Sunna þakklát
og þessi stuðnifigur fólks hefur
leitt í ljós að þrátt fyrir þennan
djöflagang hefur Sunna aldrei átt
meiri vinsældum að fagna á ís-
landi en einmitt nú. Þetta sannar,
hvað sem sagt er um okkar þjóð,
að þegar fólki finnst óhóflega
langt gengið í aðgerðum, þá rís
það upp til varnar. Það er í Ís-
lendingseðlinu að berjast gegn
óréttlæti og óeðlilegu mótlæti.
Öðru máli gegnir hins vegar um
útlendinga og það hefur berlega
komið fram hér í London nú. Út-
lendingar geta alls ekki skilið
þetta mál, því það tiðkast ekki í
þeim löndum sem maður hefur
spurnir af að viðskiptaleg sjónar-
mið og samkeppni milli fyrir-
tækja geti ráðið aðgerðum
embættismanna og ríkisstofnana
og er ég þá ekkert sérstaklega að
tala um samgönguráðuneytið.
Þetta skilja útlendingar ekki.
Hitt er svo annað að við vorum
að sjálfsögðu búnir að undirbúa
okkar sumaráætlun, en máttum
ekki birta hana, en nú munum við
gera það. Það hefur verið mjög
góð aðsókn hjá okkur í Kanarí-
eyjaferðirnar alveg fram til páska
og einnig er mikil hreyfing 1 sam-
bandi við hinar ýmsu ferðir okkar
í sumar."