Morgunblaðið - 10.01.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976
3
Ljóst að um ásetnings-
aðgerðir er að ræða
Rees um áreksturinn
Hann sagði:
gær.
„Það virðist nú staðfest,
a.m.k. í þessu tilfelli, að þær
kærur, sem íslenzka ríkisstjórn-
in hefur borið á brezka flotann,
eru á rökum reistar. Mér er nú
ljóst, að stundum að minnsta
kosti, er um ásetningsaðgerðir
að ræða. Þegar freigáturnar
verja togarana á þennan hátt
vil ég þó ekki fullyrða að stjórn-
endur þeirra séu ákveðnir í að
skaða varðskipin og gera þau
ósjóhæf. Ég veit það ekki. En af
þvl sem ég varð vitni að í dag,
virðist mér, að ástandið á
miðuúum hér við ísland sé svo
alvarlegt og hættulegt, að það
geti stefnt mannslífum í voða.
— segir Norman Rees, fréttamað-
ur ITN, eftir ásiglinguna á Þór
Frá Magnúsi Finnssyni,
blm. Mbl. um borð i Þór.
Brezkir fréttamenn frá sjón-
varpsstöðinni ITN, Inde-
pendent Television News,
hafa verið með varðskipinu Þór
frá þvf á sunnudag. Þegar
áreksturinn við Andromedu
varð á miðvikudag misstu þeir
af árekstrinum, þar sem þeir
voru svo illa staðsettir á skip-
inu, þegar ásiglingin varð, að
Norman Rees, sem er fyrirliði
þeirra þriggja, og sá er skrifar
frá atburðunum, sá hann ekki
einu sinni. En Bretarnir voru
heppnari i þetta sinn. Þeir hafa
nú myndað ásiglinguna og að-
dragandann og verða myndirn-
ar sýndar í Bretlandi I dag.
Blaðamaður Mbl. um borð í
Þór átti stutt spjall við Norman
Mér virðist því sem brezki flot-
inn verði að endurskoða nauð-
synlegar verndaraðgerðir sínar
og ég vil bæta því við, að brezk-
ir togarasjómenn þurfa að eiga
skilið að fá vernd — hina beztu,
sem unnt er að veita þeim svo
að þeir geti unnið starf sitt
óhindraðir og óáreittir fyrir
varðskipum íslendinga."
,,Það sem er erfiðast í þessu
máli er að finna leið til að ná
þessu takmarki svo að öryggi
allra viðkomandi sé tryggt. Það,
sem óhjákvæmilegt er nú, er að
þeir, sem viðriðnir eru þessi
átök, komist i andlegt jafnvægi,
en það gæti vonandi orðið til
þess, að unnt yrði að leysa
þessa deilu — það yrði báðum
aðilum fyrir beztu,“ sagði
Norman Rees.
Aðmírállinn á
flugi yfír Þór
Frá Mike Smartt í Hull.
TROUP aðmfráll, yfirmaður
flotaaðgerða Breta á tslands-
miðum, kveðst ekki hafa séð
árekstur varðskipsins Þórs og
freigátunnar Leander þótt
hann hafi verið á flugi nálægt
þeim um svipað leyti og
áreksturinn varð.
Aðmírálnum var sagt frá
árekstrinum í talstöð og kom á
staðinn um það bil þremur
mínútum síðar. Þá höfðu skipin
fjarlægzt hvort annað og Troup
kveðst hafa séð nokkrar
skemmdir á Leander en engar á
Þór þótt svo væri að skilja á
yfirmanni freigátunnar að
varðskipið hefði laskazt.
Troup aðmiráll kvaðst bera
fyllsta traust til Taits skip-
herra, yfirmanns brezku frei-
gátanna. Hann sagði að hann
væri mjög reyndur sjómaður og
kvaðst vera ánægður með
hvernig hann framfylgdi skip-
unum sínum.
Aðmírállinn kvaðst enn frem-
ur viss um að áreksturinn
stafaði af reynsluleysi íslenzku
skipherranna — þeir hefðu
ekki reynslu i að sigla á mikilli
ferð innan um fleiri skip og
nálægt þeim, reynsla af sog-
áhrifum og siglingu við slik
skilyrði væri þeim framandi.
Troup aðmfráll var að þvi
spurður hvort einhver breyting
yrði á stefnu hans eða fyrir-
mælum hans til yfirmannanna
á freigátunum vegna ástands-
ins og yfirlýsinga islendinga
um yfirvofandi stjórnmálaslit
en sagði að svo yrði ekki.
Leander skellur utan f Þór.
Freigátan Leander kemur öslandi upp að bakborðssíðu Þórs
Myndin er tekin við ásiglinguna þar sem aðeins seiling er á milli skipanna og
sjórinn gusast upp á milli þeirra.