Morgunblaðið - 10.01.1976, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.01.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1976 13 — Hann er . . . Framhald af bls. 28 Gert hafði verið við til bráða- birgða við skemmdirnar á Þór, og lét varðskipið úr höfn frá Seyðis- firði á miðnætti í fyrrakvöld. Var siglt með landi og norður um. Er komið var að Langanesi var ferð skipsins stöðvuð og var þá látið reka að landi og beðið birtu, þar sem Helgi Hallvarðsson vildi eigi fara á miðin 1 myrkri. Kl. 08 var haldið frá Langanesi og brátt komu á ratsjárskerm varðskipsins merki um að tvö skip væru allmiklu dýpra fyrir utan. Var talið að þar væri Andromeda og dráttarbáturinn Roysterer. Um kl. 09 var ferð skipsins aftur stöðvuð og það látið reka. Er öll ferð var af skipinu virtust frei- gátuskipherrarnir telja að ekki væri um varðskip að ræða og hélt freigátan í norðvestur. Vart varð við könnunarþyrlu frá flotanum, en hún kom ekki í átt til Þórs. Varðskipið Týr var þá aust- suð-austur af Langanesi og Ægir einnig á svipuðum slóðum, en syðst varðskipanna. Rétt utan við Tý var heil togaraborg að veiðum — eins og fyrsti stýrimaður á Tý, Ölafur Valur Sigurðsson, komst að orði i talstöð. Skipherrar varðskipanna ákváðu nú sín i milli, að Þór héldi í norð-austur og kæmist fyrir nyrztu brezku skipin. Myndi Þór siðan koma inn á svæðið úr norðri, en Týr og Ægir ætluðu að freista þess að bægja her- skipunum frá þar sem þau höfðu á þessari stundu augsýni- lega ekki borið kennsl á Þór. Skömmu síðar var tilkynnt að Nimrod-þota væri yfir Tý og kl. 10.50 flaug hún yfir Þór. Var þá enn haldið í stefnu norð-austur, unz Þór var kominn um 40 mílur út, en þá var beygt i suðaustur. Nimrod-þota flaug aftur yfir Þór kl. 12.45 og þyrla 10 mínútum siðar. Um eittleytið var Leander síðan komin í innan við mílu fjarlægð frá Þór og kl. 13.10 fór herskipið að nálgast varð- skipið ískyggilega. Voru þá 7 mil- ur i næsta togara og 7.2 milur i aðra freigátu. Er Leander kom upp að hlið varðskipsins sást að freigátan var með flögg, sem þýddu: „Siglið með varúð þvi að litlir fiskibátar eru 1 nánd.“ Varð- skipið svaraði þessari orðsend- ingu engu. Freigátan nálgaðist með stjórn- borðssiðu sina að bakborðslínu varðskipsins og kl. 13.14 hóf hún stöðugar aðgerðir, sem allar miðuðu að því að sigla á Þór. Voru árásir freigátunnar gerðar frá báðum hliðum, þótt öllu fleiri yrðu á bakborðshlið Þórs. 1 öllum þessum tilraunum nema hinni fjórtándu, eins og áður er getið, tókst varðskipinu að forðast árekstur. Tilraunir freigátunnar til ásiglingar urðu alls tuttugu, þrettán fyrir áreksturinn og sex eftir hann. í tilraunum númer fimmtán og sautján skall hurð mjög nærri hælum, en þessar til- raunir áttu sér stað kl. 14.24 og 14.28. 1 hinni fyrri þessara tveggja ásiglingartilrauna munaði svo mjóu, að eigi hefði verið unnt að setja flatan lófa 1 milli skipanna. Árásir freigát- unnar, en um boró í Leander er æðsti maður þessara aðgerða brezka flotans, voru gerðar af þvi- líkri einbeitni, að telja verður, að skipherra hennar hafi haft bein fyrirmæli um að vinna verulegt tjón á varðskipinu. Þegar áreksturinn varð var brezkur togari vel á bakborða, en enginn togaranna á svæðinu var að veið- um. Allir höfðu híft inn veiðar- færi sín um leið og til átakanna kom. Þegar ásiglingin átti sér stað ber að geta þess, að Þór stefndi þá ekki að togara og eftir árekstur- inn hélt Þór í beina stefnu til lands. Þrátt fyrir það hélt frei- gátan uppteknum hætti I sex skipti. I eitt skipti meðan á þessum ógnunum stóð hægðu bæði skipin ferðina og siglt var samsíða á hægri ferð. Um 25—30 metrar voru á milli skipanna og yfir- maður brezku aðgerðanna stóð á brúarvæng freigátunnar með hljóðnemann, sem hann talaði í annað slagið. Var hann með bláa ullarhúfu á höfði. Stjórnborðssíða varðskipsins sneri að bakborðs- síðu herskipsins og á þyrludekki þess stóð þyrla. Helgi Hallvarðs- son skipherra kallaði þá yfir til freigátumannanna og sagði „Gætið nú þyrlunnar ykkar, hún gæti skemmzt!" Ekkert svar barst frá freigátuherrunum, enda virt- ust allar aðgerðir þeirra benda til þess að þeim væri siður en svo annt um skip sitt. Það væri ekki stefna þeirra að skila því óskemmdu til heimahafnar. Þá kallaði Helgi og í hálfkæringi yfir til freigátuskipherrans og spurði hann hvort hann vildi ekki koma yfir i varðskipið og þiggja tesopa. Yfir honum gætu þeir gert út um málin. Mennirnir í brúnni á her- skipinu brostu ekki einu sinni. Þessi orð voru sögð í upphafi átakanna og áður en ásiglingin hafði átt sér stað. Herskipið Leander F109 fylgdi Þór eftir I talsverðan tíma eftir að sjálfum ásiglingartilraununum linnti. Þá kom og olíubirgðaskipið Tidepool við sögu, en það sigldi á bakborða fyrir stefni Þórs, er hann var á landleið. Þegar það átti sér stað voru nokkur hundruð metrar í Leander, sem fylgdi varðskipinu eftir. Á meðan á aðgerðunum stóð flaug bæði Nimrod og landhelgis- gæzluflugvélin Sýr mörgum sinnum yfir skipið, svo og þyrlur frá nærstöddum freigátum. Þegar atburðurinn átti sér stað var vind- ur sunnan fjögur stig, fjögurra metra ölduhæð og hálfskýjað. Eins og áður sagði var árekstur- inn ekki eins harður og sá á mið- vikudag við Andromedu. Sjómönnum um borð i Þór ber öllum saman um að það sem bjargaði því að áreksturinn varð ekki harðari hafi verið að mikið sog myndaðist á milli skipanna og bægði þeim frekar frá hvoru öðru en slengdi þeim saman. — Engir Framhald af bls. 1 aðeins votta honum kínverskir starfsbræður hans. Allmargir erlendir sendiherrar höfðu óskað eftir þvi við kínversku stjórnina að erlendum leið- togum yrði gefinn kostur á að koma og vera við jarðarförina. Mao Tse-tung formaður kín- verska kommúnistaflokksins er í forsæti nefndar þeirrar, að sögn fréttastofunnar, sem tekið hefur að sér að skipu- leggja greftrun Chou og vill ekki fá erlenda gesti til hennar. Fánar blöktu viða í hálfa stöng í borgum og bæjum í Kína í dag og þjóðarsorg ríkir i landinu, en það var þó ekki fyrr en í dag sem almenningi var tilkynnt um lát forsætis- ráðherrans, að þvi er Reuters- fréttastofan hermir og lifið gekk viðast hvar sinn vana- gang og engin umtalsverð sorgarmerki urðu séð á fólki. — Ottast Framhald af bls. 28 Áður hafa þær haft þann hátt á að sigla stöðugt fyrir okkur, og valda árekstri með þeim hætti, en þessi gerði margítrekaðar tilraunir til þess að sigla með stefni sínu á Þór. Þó er það furðulegasta, að freigátuskip- stjórinn var búinn að fá vilja sínum framgengt þegar hann sigldi á okkur, — en það var að neyða okkur til að beygja frá. Við vorum þess vegna ekki í stefnu að togaraflotanum.“ „Það liggur eitthvað að baki þessum aðgerðum og mér finnst ekki eðlilegt, hve freigát- urnar leggja varðskipið Þór i einelti. Bæði Týr og Ægir voru rétt hjá okkur og herskip með þeim báðum, en þau sýndu litla áreitni. Hjá Ægi var Gurkha, og hjá Tý var Naida. Andromeda var hins vegar á suðurmörkum veiðisvæðis Bretanna." „Mér finnst það nú liggja ljóst fýrir,“ sagði Helgi Hall- varðsson, „að herskipin hafa tekið upp nýja aðferð gegn varð skipunum. Þessi hegðan þeirra er það grófasta og óþverraleg- asta, sem ég hef lent i í þjón- ustu Landhelgisgæzlunnar. Haldi brezku herskipin þessu áfram óttast ég mjög að Þór verði sökkt. I þetta sinn var það ekki freigátuskipstjóranum að þakka að ekki fór verr. Hið eina, sem við gátum var að halda fullri ferð og þótt Þór hafi minni ganghraða en her- skipin tókst að forðast árekstur, nema í þetta eina skipti. Úr- slitakostir ríkisstjórnar íslands hafa ekki haft hin minnstu áhrif á breytni Breta — hún hefur versnað fremur en hitt.“ Þá má geta þess, að mat- sveinninn um borð í Þór, Jón Helgason, var að úrbeina nauts- skrokk á meðan aðgerðir frei- gátunnar stóðu yfir. I hvert skipti sem viðvörunarbjalla hringdi í eldhúsinu, og það var við hverja einustu tilraun frei- gátunnar, varð hann að kasta frá sér hnífnum til þess að geta haldið sér. Hann var fjórfalt lengur að úrbeina nautið en hann er venjulega." — Luns Framhald af bls. 1 — Ég myndi orða það svo að ég gerði mér fullkomlega grein fyrir þeirri gifurlegu þýðingu sem fisk- veiðar hafa fyrir lífsafkomu Is- lendinga. Meira treysti ég mér ekki til að segja að sinni. — Bandaríkin Framhald af bls. 1 gæti ekki farið út f einstök atriði. Þó væri það skoðun Bandaríkj- anna að þetta væri mál, sem ætti að leysa tvíhliða, það er mál sem íslendingar og Bretar ættu að leysa sín í milli. Talsmaður ráðuneytisins sagði aðspurður að hann gæti ekki gengið lengra í viðtali við Mbl., Bandaríkin hefðu áhyggjur af ágreiningi Islendinga og Breta og þess vegna væri það von þeirra að þeir gerðu skjótt út um ágrein- ingsmál sín þannig að báðir aðilar gætu vel við unað. „Við teljum að þetta sé mál sem ætti að leysa tvíhliða," sagði hann og lagði áherzlu á að íslendingar væru gömul vinaþjóð og samherjar í NATO. Þátttaka þeirra í Atlants- hafsbandalaginu þjónar hags- munum allra aðildarlanda banda- lagsins og við Bandarikjamenn metum mikils áframhaldandi aðild Islands að NATO, sagði hann. Embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu komst svip- að að orði aðspurður um ástandið og sagði: „Island er gömul vina- þjóð og bandamaður I NATO. Þátttaka landsins í Atlantshafs- bandalaginu þjónar hagsmunum allra aðildarlanda NATO og við metum mikils áframhaldandi aðild Islands. Við höfum auðvitað áhyggjur af ágreiningsmálum þeim, sem hafa risið milli Islands og Bretlands vegna 200 mílna fiskveiðilögsögunnar, sem Islend- ingar hafa nýlega lýst yfir, og vonum að bæði löndin munu fljót- lega leysa þau vandamál. sem við er að glíma, þannig að báðir aðilar megi vel við una.“ Embættismaðurinn vildi ekki fara út i einstök atriði, en sagði að almenn afstaða Bandaríkjamanna fælist í svari sinu — þannig litu þeir á ástandið: _____ — Óbreytt Framhald af bls. 12 sambúð þeirra og Kínverja. Hann ^kvaðst þess fullviss að samskipti þjóðanna mundu eflast „á grund- velli skilnings og samstarfs sem hann átti þátt í að skapa.“ Henry Kissinger utanrikisráð- herra, einn þeirra Bandaríkja- manna sem þekktu Chou bezt, kallaði hann mikilhæfan leiðtoga. Hann kvaðst hafa hrifizt af því hve dyggan vörð hann stóð um hagsmuni Kina, djúpum skilningi hans á heimsmálunum og því hvernig hjá honum fóru saman skarpar gáfur og persónutöfrar sem sé fágætt. I Moskvu sagði fréttastofan Tass athugasemdalaust frá láti Chous og sama gerðu sovézk blöð sem birtu örstuttar fréttir um lát hans á innsíðum. Á það er bent að Rússar hafi ráðizt miklu minna á Chou en Mao á undanförnum mánuðum, sennilega vegna veik- inda hans og að vafasamt talið að fráfall hans hafi nokkur áhrif á stirða sambúð Kínverja og Rússa. Nicolai Ceusescu forseti og aðrir rúmenskir kommúnistafor- ingjar sem hafa verið hlutlausir í deilum Rússa og Kínverja en haft náið samband við þá síðarnefndu fóru lofsamlegum orðum um Chou í dag og kölluðu hann „frábæran flokks- og ríkisleið- toga“. Blöð í Albaníu, sem styður Kínverja, birtu forsíðufregnir í sorgarrömmum um andlátið, en í öðrum Austur-Evrópulöndum var sagt athugasemdalaust frá láti hans. Indira Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, sendi samúðar- kveðjur og sagði að Kínverjar sæju á bak- frábærum leiðtoga. Á Taiwan sagði blaðið United Daily News að Chou hefði verið hræsnari sem hefði blekkt heiminn en hrósaði honum þó fyrir mælsku og gott minni. Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri SÞ, sagði að heimurinn væri snauðari en áður við fráfall Chous og sagði að barátta hans fyrir því að stuðla að bættum skilningi þjóða í milli og friði i heiminum væri almennt viður- kennd. I London sagði Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra, sem hefur farið tvivegis til Kína á undanförnum tveimur árum að Chou hefði verið mikilhæfur samningamaður og hágáfaður. Hann kvaðst ekki búast við rót- tækum breytingum í kínverskum stjórnmálum vegna fráfalls Chous. I París sagði Maurice Schu- mann, fyrrum utanríkisráðherra og Kínasérfræðingur, að Chou hefði verið einstakur maður. Hann sagði að af öllum stofnend- um kínversku alþýðulýðveldisins hefðu hann og Mao tortryggt Rússa mest. Franskir embættis- menn sögðu að lát Chous hefði heimssögulega þýðingu. ------• ♦ » — Brezk blöð Framhald af bls. 12 stuðning „sé ógnun um að draga úr starfsemi stöðvar bandalagsins í Keflavik sem gegni mikilvægu hlutverki I eftirliti með sovézkum athöfnum á Norður-Atlantshafi. Financial Times segir að sfðasti árekstur Þórs og Andromedu hafi stigmagnað málið mjög alvarlega. Brezkar heimildir haldi fram að skipin hefðu bæði getað sokkið með 240 manna áhöfn á freigát- unni og 60 (leiðrétting: áhöfn á Þór eru 23 menn) manns á Þór. Brezka varnarmálaráðuneytið hafi ákaflega miklar áhyggjur af þvf hversu mjög Islendingar — að sögn ráðuneytisins — hundsi þær reglur sem báðir aðilar hafi látið gilda fram að þessu í deilunni. I þetta skipti hafi íslendingar ekki farið eftir þeim alþjóðasiglinga- reglum, sem geti komið í veg fyrir slys á höfunum. Patrick Keatley, blaðamaður Guardian segir: „Það má ætla að Harold Wilson forsætisráðherra, James Callaghan utanrikisráð- herra og Roy Mason varnarmála- ráðherra séu ekki beinlinis nötr- andi. Málamiðlun fyrir milli- göngu Atlantshafsbandalagsins er einmitt það sem Callaghan stakk upp á i BrUssel í fyrra mán- uði. Enda þótt Einar Ágústsson utanríkisráðherra, hafnaði þá til- boðinu stendur það enn. Bretar búast við því að vera í vörn sem sá aðili sem rangindum hefur verið beittur í hvers konar rannsókn Atlantshafsbandalagsins á árekstrinum á miðvikudaginn. Keatley sagði að brezkir ráð- herrar teldu nú að „Islendingar væru nú í hættulega mikilli geðs- hræringu og stefndu að því að ná einhvers konar sigri í Þorska- strfðinu jafnvel með því að tefla í verulega tvísýnu." — Minning Martin Framhald af bls. 19 kvöld ársins sem svo óvænt varð einnig hans hinzta kvöld. Mikill harmur er nú kveðinn að eiginkonu, vandafólki og vinum Martins Tómassonar. Allir Vest- mannaeyingar hvort sem þeir eru búsettir úti i Eyjum eða á fasta- landinu sakna Malla i Höfn, vingjarnlegs viðmóts hans og hlýju. Hann var einn þeirra manna, sem ætíð var gott og hressandi að hitta. Samfundir við hann hefðu sannarlega mátt verða fleiri. Ég og fjölskylda mín vottum eftirlifandi eiginkonu hans og ást- vinum okkar innilegustu samúð og sendum þeim kveðju i sorg þeirra. Það er mikil huggun harmi gegn að eiga fagrar minningar. Malli í Höfn var drengur góður og hans mun ætfð gott að minnast. Blessuð sé minning hans. Guðjón Armann Eyjólfsson. — íþróttir Framhald af bls. 26 Hörður Sigmarsson (7), Erlendur Valdimarsson (6), Matthías Hallgrímsson (6), Haraldur Kornelíusson (5), Gústaf Agnarsson (5), Ólafur Benediktsson (4), Jórunn Viggósdóttir (4), Sigurður Jónsson (4), Gísli Þorsteinsson (3), Ragnar Ólafsson (1) og Pétur Yngvason (1). — Hass Framhald af bls. 2 varnarliðsmenn i gæzluvarð- haldi. Rannsóknin mun enn vera frekar skammt á veg komin en framangreind atriði munu liggja ljós fyrir. Rann- sókn málsins verður haldið áfram enn um sinn, og gætu tölur þær sem að framan eru nefndar eitthvað hækkað. — Útflutnings- verðmæti Framhald af bls. 2 svör um verð. Er búizt við viðræð- um við þá fyrrihluta árs. Við- skipti við Kúbu hafa legið niðri frá því að byltingin var gerð þar í landi. Utflutningurinn á sl. ári varð samtals 43.646 tonn og skiptist í aðalatriðum þannig milli mark- aðslanda: Óverkaður saltfiskur alls: 35.559 Grikkland 3.079 Italía 3.211 Portúgal 20.809 Spánn 8.450 Ýmis lönd 10 Saltfiskflök alls: 3.394 A-Þýzkaland 150 V-Þýzkaland 2.389 Portúgal 855 Þurrfiskur alls: 4.693 Brazilía 1.265 Frakkland 60 Panama 311 Portúgal 2.554 Puerto Rico 246 Zaire 200 Ymislönd 57 — Gjástykki Framhald af bls. 2 þegar gaus við Leirhnjúk en þó miklu veikari. Sr. Sigurvin Elíasson á Skinna- stað, fréttaritari Mbl. i Axarfirði, tjáði okkur að svo virtist sem jarð- skjálftarnir væru aftur að aukast og hefði verið töluverð hreyfing þar i fyrrakvöld. Snarpur kippur hefði komið klukkan tæplega 10 í fyrrakvöld og aftur um kl. 3.45 um nóttina en síðan tveir á sjö- unda timanum i gærmorgun, báð- ir allsnarpir. Sigurvin kvað upp- tök skjálftanna hafa verið svipuð og áður eða í um 5—12 km frá Skinnastað. Upptakasvæðin væru aðallega tvö — austan við Skinna- stað og norður i Sandinum sem svo er nefndur. Samkvæmt upplýsingum jarð- skjálftafræðings Veðurstofunnar voru snörpustu kippirnir sem mældust í fyrakvöld og fyrrinótt þeir sem komu laust fyrir 21 eða 4.2 á Richter, kl. 3.47 sem mældist 4,9 og er einn hinn harðasti sem þar hefur komið, og kl. 6.45 sem mældist 4,6 stig. Þá gat Sigurvin þess, að glöggur maður þar í sveit hefði orðið var í gærmorgun við gufubólstra sem komu upp á svipuðum slóðum og þeir sem sjá mátti meðan gosið stóð í Leirhnjúk. Þá varð einnig vart megnrar brennisteinsfýlu á þessum slóðum í gærdag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.