Morgunblaðið - 10.01.1976, Page 15

Morgunblaðið - 10.01.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976 15 Rússneska þjóðin hefur hægt og hægt vaknað til meðvitundar um veruleikann í kringum sig, en vakning hennar er löng þróun og „Landið mitt og heimurinn“ eftir Andrei Sakharov (nýútkomin bók Nóbelverðlaunahafans) er nýr áfangi á þeirri braut. Og eðli- lega hafa menn á Vesturlönd- um fyrst rekið augun í alvarleg og lofsverð varnaðarorð hans um sovézka valdamenn og slökunarstefnu, sem hann telur að við þurfum að gjalda varhug við. En kaflinn „sovézka þjóð- félagið“ — sá lengsti í bókinni — er í alla staði eins mikilvæg- ur. Hann ættu allir að lesa, sem einhverja löngun hafa til að kynna sér hvað er á seyði í Sovétríkjunum, því hann er hlutlæg, æsingalaus en bein- skeytt afhjúpun á þeim kring- umstæðum, sem óteljandi millj- ónir manna hafa komizt í við ríkjandi stjórnarhætti. Þessa stundina sjáum við fram á enn einn uppskerubrest, þann stórbrotnasta um árabil, tæpum 60 árum eftir bylting- una og 45 árum eftir að sam- yrkjubúskapur var tekinn upp. Sakharov fjallar sáralftið beint um ástandið í sovézkum land- búnaði: líkast til telur hann, að kyrrstaðan, spillingin og sinnu- leysið í landbúnaðinum sé svo sjálfsagður hlutur, að varla taki því að ræða það, að öðru leyti en því, að hann gerir raunalega athugasemd í einni málsgrein um fátæktina, áfengisbölið, hvernig vinnuálagið á sveita- bæjunum lendir á kvenfólkinu vegna þess, að þeir karlmenn, sem eitthvað hafa til brunns að bera, koma sér einfaldlega í burtu og skilja það eftir. En almenn lýsing hans myndar ágætt baksvið skoðunar á hneykslinu — vægar er ekki hægt að komast að orði — í sovézkum landbúnaði. Þetta varðar okkur alla. Einu sinni var hægt að halda því fram, (ranglega að minni hyggju,) að ástandið í sovézk- um landbúnaði varðaði aðeins sovézku þjóðina sjálfa. Nú er augljóst, að það varðar okkur alla. Sakharov minnist á þetta í framhjáhlaupi, en á áhrifarík- an þátt: „Ólæknandi upp- dráttarsýki landbúnaðarins í landi okkar — sem var korn- forðabúr Evrópu fyrir bylting- una — er einn helzti þátturinn, sem torveldar lausn matvæla- vandamála heimsins.” Hann hefði getað gengið lengra. Óvænt og störfelld kaup sovézku stjórnarinnar á korni frá Nýja heiminum fyrir tveim- ur árum, til þess ætluð að bæta fyrir ónóga uppskeru, gerðu matvælaástandið í heiminum illviðráðanlegra en ella og meira en það; þau röskuðu jafnvæginu í efnahagsmálum Vesturlanda, þar sem þau sprengdu upp verðlag. Nú eru ný og jafnvel meiri kaup aðkall- andi i því skyni að bæta fyrir næstum því ótrúlega slæma uppskeru (innan við 140 millj- Eftir Edward Crankshaw Hneykslið í sovézkum landbúnaði ónir lesta, 40 milljónum lesta minni en áætlað hafði verið). Rússar ætla að kaupa aftur — og þeir eru svo óöruggir um framtíðina, að þeir hafa sam- þykkt samning við Bandaríkin um árleg kaup næstu fimm ár. Ég held, að Brezhnev sé ákaf- lega áhyggjufullur maður og þjáist af afleiðingum verka Stalins og hugsjónafræðistíflu og þeirra gífurlega miklu tor- merkja, sem Rússar virðast allt- af hafa séð á þvi að láta tvö strá gróa þar sem eitt greri áður. Og ég held, að honum finnist það mikil niðurlæging að þurfa að betla af Bandaríkjamönnum. Það kæmi mér alls ekki á óvart ef ég frétti, að sú niðurlæging hefði hleypt af stað aðgerðum hans í Angola. Hvað sem því líður verðum við að búa við kornskort Rússa um mörg ókomin ár og það meginatriði, sem ég vil benda á, er, að rætur vandans liggja mjög djúpt. Dýpra en í þeirri ráðstörfun Stalíns að innleiða samyrkjubúskap, dýpra en í loftslagserfiðleikum, dýpra, held ég, en Sakharov gerir sér grein fyrir. Að vissu leyti er það rétt, sem sagt er, að Rússland hafi verið kornforðabúr Evrópu fyrir byltingúna. Gallinn er hins vegar sá, að þá kom of oft fyrir, Útskipun á bandarfsku korni sem Rússar kaupa f stórum stfl. að korn var selt úr landi f stór- um stíl á sama tíma og smá- bændurnir, sem framleiddu það, urðu að þola hungur og urðu stundum hungurmorða. Það er mjög villandi að halda, að allt hafi verið fullt af hveiti í Rússlandi fram að byltingunni. Það var ekki fyrr en á 10 síðustu árum keisarastjórnar- innar, sem róttækar umbætur að ofan fóru að leysa orku smá- bændanna úr læðingi. Því kreddur og hömlur þjökuðu lfka landbúnaðinn á árum keisarastjórnarinnar. Hin fræga bændakommúna, eða mir, hamlaði þróun land- búnaðarins f aldir og það þjóð- félagsfyrirbæri átti mikinn þátt f því, að ógerlegt reyndist að koma fótunum undir matvæla- framleiðsluna eftir að bændur voru leystir úr ánauð 1861. Kommúnan varð til þess, að liðleskjurnar réðu ferðinni. Þetta fyrirkomulag komst upp f vana hjá venjulegum bændum. Venjulegur bóndi átti ekkert jarðnæði sjálfur. t staðinn fékk hann úthlutaða skika frá kommúnunni, þar sem öldung- ar þorpsins sátu í forsæti. Og skikarnir, sem hann fékk í sinn hlut, voru oft langt frá hver öðrum og nýjar skiptingar fóru fram með reglulegu millibili. Reksturinn á þessum skikum gat ekki orðið hagkvæmur. Þessi merkilega stofnun var heilög kýr bæði frá sjónarmiði ihaldsmanna og róttækra. í augum íhaldsmanna var hún ódauðleg rússnesk erfðavenja, sem átti rætur að rekja langt aftur í aldir (sem var rangt) og varð að vernda hvað sem það kostaði í heimi, sem hafði verið ofurseldur kapitalisma og græðgi! í augum byltingar- manna var hún undirstaða sósíalistarfkis framtiðarinnar. Það þurfti geysiákveðinn stjórnmálamann, Pétur Stolyp- in, til að leysa upp kommún- una, innleiða sjálfseignajarðir bænda og gefa þannig gáfuð- um, duglegum og útsjónarsöm- um einstaklingum færi á að byggja upp jarðir sínar og auka framleiðsluna. Þetta bar ekki endanlega árangur fyrr en 1909. Kúlakkarnir (þ.e. svo- kallaðir stórbændur) höfðu með öðrum orðum aðeins verið til í tæp 10 ár þegar byltingin var gerð. Þegar Stalfn útrýmdi þeim með því að taka upp samyrkju- búskap — og auk raunveru- legra kúlakka svelti hann í hel milljónir kyrrlátra smábænda, sem vildu aðeins fá að vera í friði — steig hann ekki inn fyrir þröskuld nýs heims; hann hvarf aftur til áður þekkts kommúnufyrirkomulags og af- skræmdi það. Munurinn var sá, að kolkhoz, samyrkjubúið, var undir beinni stjórn flokks og lögreglu — og eins og við mátti búast var svo lítið í eftir- litsmennináspunnið, að það var með eindæmum. Stalín sameinaði þannig ókosti kommúnufyrirkomulags- ins og ókosti einræðisstjórnar. Þeir sem nutu góðs af þessu kerfi voru auðvitað þeir sem smjöðruðu, beittu bolabrögðum og voru spilltir. Allur þorri fólks, saklaust fólk, sem taldi sig sæta ráni af hendi ríkisins, skoðaði vinnu sína á samyrkju- búunum í ljósi nauðungarvinnu — eins og afar þeirra og lang- afar í bændaánauðinni litu á vinnu sína á óðulum land- eigenda sinna. Þetta fólk beindi allri orku sinni að því að rækta litla jarðarskika, sem það átti sjálft, og á þeim lifði það og frá þeim barst til markaðstorga bæjanna næstum því allt sem fáanlegt var af smjöri, mjólk eggjum og alifuglum og stór hluti af því kjöti, sem var fáan- legt. Saga sovézks landbúnaðar eftir dauða Stalíns hefur verið saga tiltölulega mikilla en þó ónógra fjárfestinga í tilbúnum áburði og vélum og áætlana og aftur áætlana um að auka fram- leiðsluna innan ramma viður- kennds kerfis. En rót vandans liggur hjá fólkinu, sem vinnur í landbúnaðinum — sem hefur aldrei haft færi á að rækta með sér framtakssemi — og eftirlits- mönnum þess, sem of oft eru fáfróðir og latir og hafa aðeins áhuga á því að bjarga sér, því flokksritararnir, sem þeir fá skipanir sínar frá, sleppa ekki af þeim augunum. Þetta fólk, smábændur, fram- kvæmdastjórar, embættismenn í dreifbýlinu, það breytist ekki fyrr en lífið sjálft batnar smátt og smátt. Ein af leiðunum til þess að hjálpa Rússum að breyta því lífi, sem þeir lifa, er að hjálpa þeim til betra lífs þannig að þeir geti lært að hjálpa sér sjálfir — þrátt fyrir þá forystumenn, sem þeir hafa. Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874 Fjórða bindi í ritröðinni Studia Historica er komið út og er það rit Hjartar Pálssonar um Alaskaför Jóns Ólafssonar árið 1874. Jón Ólafsson ritstjóri var kunnur öllum Islendingum fyrir svo sem sextíu til sjötíu árum, enda einn litríkasti þátt- takandinn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar um hálfrar aldar skeið. Jón fæddist árið 1850 að Kolfreyjustað í Reyðarfirði, sonur sr. Ólafs Indriðasonar og síðari konu hans. Jón var þann- ig hálfbróðir Páls Ólafssonar skálds. Hann gekk í skóla hér í Reykjavík, en entist þó heldur illa til skólasetu. Ungur að ár- um gerðist hann ritstjóri blaðs- ins Göngu — Hrólfs, en varð að flýja land fyrr en varði sökum ummæla sinna um Dani. Höfð- að var mál á hendur Jóni en Magnús Stephensén, síðar landshöfðingi, sýknaði hann á þeim forsendum, að engin lög væru til um meiðyrði við heila þjóð. Jón kom nú aftur heim, en varð aftur að flýja land vegna mótmæla gegn stofnun landshöfðingjaembættisins. Þá lá leið hans vestur um haf og i þeirri för lenti hann í þeim ævintýrum, sem skýrt er frá i þessari bók. Eftir heimkomuna frá Ameríku skrifaði hann sig gjarnan „Jón Ólafsson frá Alaska," en þrátt fyrir allt töldu menn sig nú geta merkt að strákur væri farinn að spekj- ast. Hann fékk nú uppreisn æru hjá háyfirvöldum þessa lands og gerðist ritstjóri og prentsmiðjueigandi austur á Eskifirði um skeið. Þar komst hann til allmikilla áhrifa og var kosinn á þing um 1880. Eftir nokkra viðdvöl í Kaupmanna- Bðkmenntir eftir JÓN Þ. ÞÓR höfn fluttist Jón til Reykjavík- ur þar sem hann gerðist m.a. ritstjóri Þjóðólfs, auk þingset- unnar. Árið 1889 gerðist Jón éinn helzti baráttumaður miðl- unarinnar svonefndu en hlaut litlar þakkir fyrir hjá löndum sínum. Hélt hann þá aftur vest-, ur um haf og dvaldist þar við ýmis störf um nokkurra ára skeið. Eftir að hann kom aftur heim hóf hann enn ritstjórn stjórnmálablaða og gerðist loks konungkjörinn þingmaður. Þótti þá ýmsum nóg um. Síð- ustu árin var Jón Ólafsson einn helzti stuðningsmaður Hannes- ar Hafstein og hlaut lítið lof fyrir hjá andstæðingunum. Jón Ólafsson lézt árið 1917. Hjörtur Pálsson segir í inn- gangi að riti sínu, að það sé að stofni til prófritgerð úr Háskóla tslands, en rækilega umsamin. Hann hefur frásögn sína með því að skýra frá fyrstu flutning- um íslendinga vestur um haf, en rekur síðan helztu orsakir Vesturheimsferða. Siðan er fjallað um hugmyndir Islend- inga um stofnun nýlendu í Vesturheimi, þar sem þeir gætu búið saman og varðveitt tungu sína og þjóðerni. Hjörtur skýrir rækilega frá þróun þessarar hugmyndar unz Jón Ólafsson kom til skjalanna og vildi ásamt öðrum flytja alla Islendinga til Alaska og launa Dönum þannig Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.