Morgunblaðið - 10.01.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976
| atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna |
Járniðnaðarmenn
óskast
Viljum ráða nú þegar nokkra vélvirkja
rennismið, og menn vana járniðnaðar-
störfum. ,
Vélsmið/a 01. Olsen,
Ytri-Njarðvík,
símar 1222 og 1 722.
Laus staða
Staða löglærðs deildarstjóra í félagsmála-
ráðuneytinu er laus til umsóknar.
Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 20.
janúar 1976.
Félagsmálaráðuneytið, 5. janúar 1976.
Eðlisfræðingur
nýkominn frá námi í Þýzkalandi óskar
eftir atvinnu. Uppl. í síma 73562 oq
35200.
Áhugamenn
um iðnrekstur
Maður með mikla fagþekkingu og reynslu á sviðum málm-
iðnaðarins svo sem í fjöldaframleiðslu tengda pressun og
beygjuverki, sem og vinnslu úr góðmálmum, vill komast í
samband við aðila er vildu stofna til arðbærs fyrirtækis á
þessum sviðum. Allar upplýsingar verður farið með sem fyllsta
trúnaðarmál. Tilboð merkt: „framleiðni — 3693", sendist
Mbl. fyrir 1 8. þ.m.
Atvinna —
mötuneyti
Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða
matreiðslumann nú þegar til starfa við
mötuneyti skólans.
Nánari upplýsingar viðvíkjandi starfinu
vpitir skólastjóri Bændaskólans í síma
7000, Hvanneyri.
Bændaskólinn á Hvanneyri.
Bankastörf
Banki óskar að ráða starfsfólk til af-
greiðslu- og gjaldkerastarfa. Umsóknir,
sem greina aldur, menntun og fyrri störf
sendist Morgunblaðinu fyrir 1 5. þessa
mánaðar merkt „Banki — 2233."
Bókhald
Bókhaldsskrifstofa í tengslum við löggilda
endurskoðendur getur bætt við sig verk-
efnum. Fullkomin bókhaldsvél og góðir
starfskraftar. Vinsamlegast sendið nafn
og símanúmer fyrir 20. jan. til afgr. Mbl.
merkt: „Vélafagvinna — 3699".
Háseta vantar
á m.b. Arnarborg G.K. til netaveiða. Sími
28253.
Atvinna óskast
Verzlunarskólastúdent með reynslu í inn-
flutningsstörfum óskar eftir atvinnu.
Uppl. í síma 44840.
Stýrimann
vantar á loðnubát.
Uppl. í síma 93-1 1 98.
Lektorsstaða
í Uppsölum
Lektorsstaða i íslenzku máli og bókmenntum i Uppsölum með
kennsluskyldu i Stokkhólmi er laus til umsóknar. Laun eru
6.073 sænskar krónur á mánuði, og er kennsluskylda 395
stundir á ári. Ráðning er til þriggja ára frá 1. júli n.k.
Umsækjendur skili umsóknum til Heimspekideildar Hásköla
íslands fyrir 1 5. febrúar n.k.
Heimspekideild Háskóla Islands
Byggingatækni-
fræðingur
Byggingatæknifræðingur með fjölþætta
reynslu við hönnun o.fl. óskar eftir vel
launuðu starfi. Tilboð sendist Mbl. fyrir
21 . þ.m. merkt: „B-4943".
Verkstjórn
í götunarstofu
Auglýst er laus til umsóknar staða verk-
stjóra í götunarstofu. Umsækjandi þarf að
hafa starfsreynslu við götun eða hliðstæð
störf ásamt þekkingu og hæfileikum til
stjórnunar á stórum vinnustað.
Umsóknarfrestur er til 16. janúar 1976.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýs-
ingar hjá deildarstjóra vinnsludeildar,
Háaleitisbraut 9, Reykjavík.
Skýrsluvélar ríkisins
og Reykjavíkurborgar.
Raunvísindastofnun Háskólans óskar að
ráða
skrifstofustúlku
nú þegar. Verzlunarskólamenntun eða
hliðstæð menntun nauðsynleg. Laun skv.
kjarasamningi opinberra starfsmanna.
Nánari upplýsingar um starfið veittar í
síma 21340 kl. 10—12 næstu daga.
Umsóknir sendist Raunvísindastofnun
Háskólans Dunhaga 3, fyrir 20. jan. n.k.
Skrifstofustarfs-
maður óskast
Kona eða karlmaður með bókhaldsþekk-
ingu óskast til starfa hjá einkafyrirtæki.
Heils- eða hálfsdagsvinna kemur til
greina. Laun eftir samkomulagi. Tilboð
sendist Mbl. fyrir 20. janúar merkt: VP
— 8644.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
húsnæöi i boöi
Jarðnæði í Húnavatns-
sýslu
íbúðarhús, tún og fjárhús ásamt beitar-
réttindum á jörðinni Reykjum í Torfa-
lækjahreppi er til leigu á komandi vori.
Æskilegt er að leigutaki geti tekið að sér
störf fyrir Húnavallaskóla. Tilboð sendist
undirrituðum fyrir 15. febrúar n.k. og
gefur hann nánari upplýsingar.
Gís/i Pálsson, Hofi Vatnsda/
fformaður bygginganefndar Húnavalla-
skóla).
Sími um Ás.
2. herb. íbúð til sölu
Til sölu mjög falleg og vönduð 2 herb.
íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi við Slétta-
hraun í Hafnarfirði. Uppl. í síma 52751
um helgina og eftir kl. 1 8.30 aðra daga.
Verslunarhúsnæði
Verslunarhúsnæði í hornhúsi nálægt
gamla miðbænum er til leigu. Bílastæði
eru við húsið. Tilboð auðk. „SR" 2232
sendist afgreiðslu Morgunblaðsins.
kennsla
Frá Námsflokkum
Hafnarfjarðar
Innritun fer fram laugardaginn 10/1 og
sunnudaginn 11/1 kl. 3 — 6 báða dag-
ana í húsi Dvergs, Brekkugötu 2, sími
53292. Kennsluskrá liggur frammi í
bókabúðum bæjarins. Kennsla hefst sam-
kvæmt stundaskrá mánudaginn 12/1.
Sérstök athygli er vakin á nýju námskeiði
í sérréttum og nýjum byrjendaflokki í
ensku. Nemendur af haustönn eru minnt-
ir á að staðfesta umsóknir sínar á innrit-
unartíma. Forstöðumaður
bátar — skip
Fiskiskip óskast
Höfum kaupendur að 200 til 300 lesta
skipi útbúnu til nótaveiða, afhending
þyrfti að vera fljótlega.
Höfum kaupendur að stálbát 90 til 105
lesta þarf ekki að vera til afhendingar fyrr
en í maí.
Aðalskipasalan Vesturgötu 17 3. hæð
sími 26560 heimasími 74 156.
nauöungaruppboö
að kröfu Lartdsbanka íslands verða bifreiðarnar Ö-3495,
(Volkswagen rúgbrauð árgerð 1 973) og G-6370 (Opel) seldar
á nauðungaruppboði, sem haldið verður að Vatnsnesvegi 33 I
Keflavík, föstudaginn 1 6. janúar 1976 kl. 16.
Bæjarfógetinn í Keflavík,
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.