Morgunblaðið - 10.01.1976, Page 24

Morgunblaðið - 10.01.1976, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976 Ófríða konungsdóttirin „Er það ljót hetta? Þetta er fegursta gullkóróna, sem nokkur brúður getur borið,“ sagði hún, og jafnskjótt varð hett- an að slíkri kórónu. Enn riðu þau nokkurn spöl, og kon- ungssonur var aftur þöguli og utan við sig, en þá spurði konuefnið hans aftur, hvers vegna hann segði ekki neitt, og sagðist halda að hann gæri þá spurt sig að því, hvers vegna hún væri svona ófríð og grámygluleg í framan. ,,Já, hvers vegna ertu svona grá og ljót?“ spurði konungssonur. ,,Er ég grá og ljót? Þér finnst systir mín falleg, en ég er tíu sinnum fallegri,“ sagði brúðurin, og þegar konungssonur leit á hana, var hún svo indæl, að hann var viss um að fegurri mey væri ekki til í heiminum. Og eftir það var konungsson- ur ekki eins stúrinn og þegjandalegur, heldur vel ræðinn og skrafhreyfur það af leiðinni, sem eftir var til kirkjunnar. Síðan var haldin feikna mikil veisla, og svo fóru þeir báðir, konungur og kon- ungssonur, hvor með sína brúði, að heim- sækja foreldra þeirra systra. Og er þau komu þar, hittist svo á, að drukkið var brúðkaup fóstursystur þeirra og kon- ungssonar eins, með mikilli viðhöfn. Var þá veislan aukin um allan helming og stóð æði lengi, meira að segja svo, að ef þú legðir nú af stað þangað sem hún er haldin, þá gæti vel verið að þú gætir setið þó nokkuð í fagnaði, áður en henni lyki. Friðrik fiðlungur EINU sinni var fátækur maður, sem átti einn son, og hann var táplítill og oft lasinn, svo hann hafði ekki þrek til að vinna erfiðisvinnu. Friðrik hét hann og var smár vexti og þroskaðist seint, og þess vegna kölluðu margir hann Friðrik litla. Heima hjá honum var lítið að bíta og brenna, og faðir Friðriks lagði þess vegna af stað út um sveitina, til þess að vita, hvort hann gæti ekki komið pilti einhversstaðar fyr- ir sem smala eða kúahirði. En enginn vildi taka son hans, þangað til hann kom til sýslumannsins; hann vildi fá Friðrik, því hann var nýlega búinn að reka burtu einn af vinnumönnum sínum, og fékk engan í staðinn fyrir hann, því hann hafði orð fyrir að vera ekki sem bestur við hjú sín. En föður Friðriks fannst vistin hjá sýslumanninum vera betri en ekki fyrir son sinn — matinn fær hann þó alltaf — hugsaði hann, og ekki átti hann heldur að fá annað kaup, það var ekki einu sinni minnst á föt né peninga. En þegar piltur var búinn að vera hjá sýslumanni í þrjú ár, vildi hann ekki vera lengur, og borgaði þá sýslumaður honum þrjá skildinga, einn fyrir hvert ár. — ,,Ég verð að bæta þér upp þennan mat, sem þú hefur haft, og þá getur þetta ekki verið minna“, sagði sýslumaður. Friðrik fannst þetta verá miklir peningar, því hann hafði aldrei átt einn einasta skilding fyrr, en samt spurði hann, hvort hann fengi ekki meira. ,,Þú hefur fengið meira en þér bar“, sagði sýslumaður. * ,,Á ég engin föt að fá?“ spurði Friðrik, „það sem ég átti af fötum, þegar ég kom hingað er löngu orðið ónýtt, og ég hef ekkert fengið í staðinn“. Þetta var líka orð að sönnu, því Friðrik var svo rifinn og óhreinn að hörmung var á að horfa. „Það er nú sama, sagði sýslumaðurinn, „þú hefir fengið það sem samið var um og peninga að auki, og meira færðu ekki hjá mér, piltur minn“. Míp MOBödK/ Mtpinu Þú ættir að gefa mér hár- þurrku? Maðurinn minn er alveg óhræddur við yfirverkstjórann og talar við hann umbúðalaust, ef því er að skipta. Mér svnist LúIIa ekki lengur sýna okkur fullan trúnað? * BANK Fijótur inn aftur og hringdu ábfl. Þessi saga er sögð um Lloyd George: Arið 1915 var Lloyd George fjármálaráðherra Bretlands. Kvöld eitt var hann á leið heim á búgarð sinn í Surrey f bifreið. Á leiðinni bilaði bíll- inn og bílstjórinn fór út til þess að gera við vélarbilunina. Að nokkrum tfma liðnum fór Lloyd George einnig út úr bflnum og gekk aftur fyrir hann. Rétt á eftir hafði bfl- stjóranum tekizt að gera við bilunina, fór upp f bflinn og ók af stað. Lloyd George hrópaði, en bflstjórinn heyrði ekki f honum og bíllinn hvarf út í myrkrið. Ráðherrann varð því að halda áfram fótgangandi. Þegar hann hafði gengið nokkurn spöl, sá hann stórt hús uppljómað. Hann ákvað að fara þangað og freista þess að fá þar annað farartæki. Hann barði að dvrum og út kom stór og sterklegur maður. Lioyd Georg sagði farir sfnar ekki sléttar og bætti við: „Ég er fjármálaráðherra Bret- lands.“ „Alveg rétt, hárrétt," sagði dyravörðurinn. „Hér eru þegar fyrir sex aðrir. Viljið þér ekki bfða stundarkorn." Lloyd George horfði undrandi á eftir manninum, sem hvarf aftur inn f húsið. En skyndilega skildi hann, hvernig f öllu lá og hraðaði sér á brott. Hann hafði séð sem var, að hið uppljómaða hús var geðveikrahæli. X — Ég hefi líklega eyðilagt hattinn yðar með þvf að setjast á hann, frú. En að sjálfsögðu mun ég bæta yður það upp. — Þetta sagði maðurinn minn, þegar hann setti hattinn á stólinn. X Dómarinn: — Hvernig gat þér dottið í hug að stela hjól- hesti f kirkjugarðinum. — Ég hélt að eigandinn væri dáinn. Meö kveöju frö hvítum gesti Jóhanna Kristjóns 17 sagði okkur allt um bflana sem hefðu verið við Tabard road á þriðjudagseftirmiðdaginn. Ég spurði hvort hún mvndi eftir ein- hverjum ákveðnum númerum eða tegundum og þá sagðist hún muna eftir rauðum bfl með upp- stoppuðu litlu tígrisdéri við afturrúðuna. Hún hafði ekki séð númerið. — Hvað stóð hfllinn þarna lengi? — Það vissi frú Jones að vfsu ekki, en hún segist fyrst hafa veitt honum athvgii um þrjú levt- ið og hann hafi verið á sama stað þegar börnin hennar komu úr skólanum. En auðvitað veit hún ekki hvort hann var þar allan tfmann. — Ég ætla að spjaila við Inge núna, á meðan frú Missal er í hárgreiðslunni sagði Wexford. — Ég segi nú bara eins og frú Missal: Guði sé lof fvrir Inge. Hún var önnum kafin að bóna gólfið og hafði vafið upp ind- versku mottunum. Það var að sjá að skvldur Inge Wolf fælust ekki aðeins f því að gæta barnanna Dymphna og Priseillu. — Allt sem ég veit mun ég segja vður, sagði hún hátíðlegri röddu. — Hvað gerir til þótt ég verði rekin? 1 næstu viku fer ég hvort eð er heim til Hannover. Kannski og kannski ekki, hugsaði Wexford með sér. Eins og málin standa þessa stundina var ekkert Ifklegra en nauðsvnlegt vrði að hafa Inge Wolf í Énglandi f nokkra mánuði til viðbótar. — Á mánudaginn var frú Missal heima allan daginn. Hún skrapp aðeins í búðir fyrir hádegi. A þriðjudaginn fór hún líka í búðir fvrir hádegi vegna þess að eftir hádegið á þriðjudög- um eru aliar búðir lokaðar. — Og á þriðjudagseftirmiðdag- inn, ungfrú Wolf? — A þriðjudagseftirmiðdaginn var hún í burtu. Við borðuðum klukkan eitt, frú Missal og ég og börnin. Að hugsa sér — f næstu viku verð ég farin og þarf ekki að hugsa meira um börnin! Þegar við höfðum lokið við að borða þvoði ég upp og hún fór upp f svefnherbergi og lagði sig. Þegar hún kom niður aftur sagði hún við mig: Inge, ég tek bflinn og fer í burtu og svo tók hún bfllvklana og fór. — Ilvað var klukkan þá, ung- frú Wolf? — Þrjú eða kannski bara hálf þrjú. Ég veit það ekki almenni- lega. Hún ypptí öxlum. — Hún kom aftur um fimm- levtið eða ef til vill aðeins seinna. — Og á miðvikudaginn? — Ég átti hálfan frfdag á mið- vikudaginn. Það var ákaflega notalegt. Dvmphna kom heim til að borða og fór svo f skólann aftur. Síðan fór ég að heiman. Frú Missal var heima hjá Priscillu. Um kvöldið fór hún út um klukkan sjö eða hálf átta. Ég get ekki sagt alveg nákvæmlega til um það. Hér á þessu heimili er fólk stöðugt að koma og fara svo að maður verður öldungis ruglaður á þvf öllu saman. Wexford sýndi henni mvnd af frú Parsons — Hafið þér nokkurn tfma séð þessa konu, ungfrú Wolf? Hefur hún einhvern tíma komið hingað svo að þér munið til? — Mér sýnist hún nú ákaflega venjuleg. Það er allt uppfullt af svona kvenmönnum hér f Kings- markham. Þær eru allar saman eins kellingarnar hér, nema þær sem eru rfkar. Og þær sem Ifta svona út koma ekki á þetta heim- ilí. Hún hló eilftið hæðnislega. — Nei, hvað hún er annars spaugileg. Hingað kemur ekki kona með svona útlit. Þegar Wexford kom aftur á stöðin, sat Helen Missal og beið eftir honum. Hárið hafði verið greitt í aðskiljanlegar krúsfdúll- ur. — Jæja, eruð þér búnar að hugsa málið, frú Missal? Hann bauð henni inn á skrif- stofu sína. — Hvað viðvíkur miðvikudags- kvöldinu... . — Satt bezt að segja hef ég ósköp takmarkaðan áhuga á mið- vikudagskvöldinu frú Missal. En síðdegis á þriðjudag. — Hvers vegna eruð þér alltaf að tala um þriðjudaginn? Wexford lagði myndina á skrif- borðið svo að hún gæti séð hana. Svo setti hann varalitinn ofan á myndina. — Frú Parsons var myrt sfðdeg- is á þriðjudag, sagði hann þolin- móður — Og við fundum varalit- inn yðar fáeina metra frá Ifkinu. Svo að þér hljótið að skilja að það er ekki miðvikudagskvöldið sem við höfum áhuga á að vita ... — Þér ætlið þó ekki að halda þvf fram að ég ... Ó, guð minn góður. Já, en ég var hér f bænum þriðjudagseftirmiðdag. Ég var f bfó. — Þér hljótið að vera ákaflega vel séð af kvikmyndahúseigand- anum. Það er afleitt að þér búið ekki f Pomfret. Mér er sagt þeir hafi þurft að loka kvikmyndahús-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.