Morgunblaðið - 10.01.1976, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976
„ Jóhannes Eðvaldsson
Iþróttamaður ársins 1975
KNATTSPYRNUMAÐURINN Jóhannes Eðvaldsson
var í gær kjörinn íþróttamaður ársins f árlegu kjöri
íþróttafréttamanna. Hlaut Jóhannes 63 atkvæði, í
öðru sæti varð frjálsíþróttamaðurinn Hreinn Hail-
dórsson með aðeins þremur stigum minna, eða 60
atkvæði. Nokkurt bil var svo í þriðja mann, sem var
einnig frjálsíþróttamaður
Jón Asgeirsson formaður
Samtaka íþróttafréttamanna
lýsti kjöri íþróttamanns ársins
á fundi meö nokkrum þeirra,
sem'skipuðu 10 efstu sætin við
kjörið að þessu sinni, íþrótta-
forystunni og fleiri gestum.
Iþróttamaður ársins var nú til-
néfndur af íþróttafrétta-
jnönnum í 20. skipti, en samtök
þeirra tóku þennan sið upp
þegar árið 1956 er Samtökin
voru stofnuð.
Átta fjölmiðlar áttu rétt á að
vera með í atkvæðagreiðslunni
um íþróttamann ársins að þessu
sinni og notuðu þeir alHr rétt
sinn, sem endranær. I ávarpi
— Stefán Hallgrímsson.
gildi íþróttanna, og hvetjum
ungt fólk til að taka sér til
fyrirmyndar þá, sem við veljum
hverju sinni — ekki bara þann,
sem hlýtur efsta sætið, þótt
mestur ljóminn stafi gjarnan af
honum, heldur alla aðra, sem
viðurkenningu hljóta hverju
sinni.
Greindi Jón síðan frá því
hverjir hefðu hlotið 10 efstu
sætin á listanum og afhenti
þeim þeirra, sem viðstaddir
voru bókina „íslenzkir þjóð-
hættir“ eftir Jónas frá Hrafna-
gili, sem gjöf frá Velti hf.,
Volvo-umboðinu á íslandi, sem
undanfarin ár hefur einnig
Hreinn Halldórsson hlaut annað sætið f atkvæðagreiðslu fþrótta-
fréttamanna og tekur við árnaðaróskum og bókargjöf frá Jóni
Ásgeirssyni, formanni Samtaka fþróttafréttamanna, á meðfylgjandi
m.vnd Friðþjófs.
Svipmynd úr hófi íþróttafréttamanna f Glæsibæ f gær. næstir eru
nokkrir fþróttamannanna, sem skipuðu 10 efstu sætin, þá forystu-
menn fþróttahreyfingarinnar og loks stjórn Samtaka íþróttafrétta-
manna.
sínu á fundinum í gær sagði
Jón Ásgeirsson meðal annars:
„Það er víst óþarfi að taka
það fram að sitt sýnist hverjum
að þessu sinni sem áður. Annað
væri lika óeðlilegt. Ekki ætla ég
að leggja neinn dóm á það, eða
meta, hvort sá eða sú, sem kosin
er hverju sinni, nú og áður, á
það betur skilið eða einhver
annar, en um það held ég að
allir geti verið sammála, sem
vilja líta á málið frá fleiri en
einni hlið, og vera sanngjarnir í
dómum sínum, að allt það fólk,
sem hlotið hefur sæmdarheitið
íþróttamaður ársins á þessum
20 árum, sem nú eru liðin frá
því titiliinn var veittur í fyrsta
sinni, hafi verið vel að viður-
kenningunni komið og það hafi
borið titilinn með sæmd.
íþróttafréttamenn um allan
heim kappkosta að veita slíka
viðurkenningu og er jafnan
fylgst með því af áhuga og
athygli. Við teljum að með því
að halda þessari hefð hér á
landi, þá vinnum við íþrótta-
hreyfingunni gagn um leið og
við reynum að vekja athygli á
gefið íþróttamanni ársins veg-
legan bikar til eignar til minn-
ingar um útnefninguna, auk
þess sem Volvo hefur greitt
kostnað vegna ferðar hins
íslenzka íþróttamanns ársins til
einhvers hinna Norðurland-
anna, þar sem Volvo-bikarinn
hefur verið afhentur íþrótta-
manni Norðurlanda.
Þau sem skipuðu 10 efstu
sætin á listanum að þessu sinni
voru eftirtalin:
1. Jóhannes Eðvaldsson 63 stig
2. Hreinn Halldórsson 60 stig
3. Stefán Hallgrímsson 47 stig
4. Skúli Óskarsson 44 stig
5. Ásgeir Sigurvinsson 37 stig
6. Ólafur H. Jónsson 26 stig
7. Viðar Guðjohnsen 22 stig
8. Árni Stefánsson 20 stig
9. Lilja Guðmundsdóttir 18 stig
10. Jón Alfreðsson 14 stig
Alls hlutu 26 fþróttamenn
atkvæði að þessu sinni og í
næstu sætum komu Marteinn
Geirsson (11), Þórunn Alfreðs-
dóttir (10), Kristinn Jörunds-
son (8), Björgvin Björgvinsson
(7), Páll Björgvinsson (7),
Framhald á bls. 13
Mynd þessi var tekin af Jóhannesi Eðvaldssyni með foreldrum sfnum og
systkinum er Jóhannes kom heim til jólahalds með fjölskyldu sinni á dögunum.
Þau blaða þarna í úrklippubók; frá vinstri Sigríður Bjarnadóttir, Atli, Jóhannes,
Anna og Eðvald Hinriksson. (Ljósm. Ól.K.M.)
Árið 1975 var mér mtiýn
- sagði „íþróttamaður ársins”, Jóhannes Eðvaldsson
— Ég álít þetta einn mesta heiður sem mér hefur hlotnazt, sagði Jóhannes
Eðvaldsson, „íþróttamaður ársins 1975“, í viðtali við Morgunblaðið í gær. —
Auðvitað var maður búinn að vona, en samt sem áður taldi ég ekki líklegt að ég
yrði nú fyrir valinu, og þvf get ég ekki annað sagt en að útnefningin hafi komið
mér á óvart. Þetta er í einu orði sagt stórkostlegt og hápunkturinn á mjög svo
skemmtilegu og viðburðaríku ári hjá mér.
Óþarfi mun að kynna „íþróttamann ársins“ með mörgum orðum. Jóhannes
Eðvaldsson hefur um árabil verið í fremstu röð íslenzkra knattspyrnumanna og í
sumar var hann fyrirliði íslenzka knattspyrnulandsliðsins, sem náði betri árangri
en oftast áður.
I fyrravetur fór hann til Dan-
merkur og lék þar með 1.
deildar liðinu Holbæk. Átti Jó-
hannes sinn þátt í velgengni
liðsins í dönsku deildarkeppn-
inni, en þar hafnaði það í öðru
sæti — var raunar í fyrsta sæti
er Jóhannes gerði samning sinn
við skozka liðið Celtic, en sem
kunnugt er þá er Celtic eitt
þekktasta lið á Bretlandseyjum
og á að baki stórkostlegan feril,
ekki sízt f Evrópubikarkeppn-
inni. Þegar atvinnumennirnir
fóru í sumarleyfi sitt s.l. sumar,
lá Jóhannes hins vegar ekki á
liði sínu og lék með íslenzka
landsliðinu og af mörgum
góðum leikjum með því s.I.
sumar mun eflaust efst í huga
frammistaða hans í sigurleik ís-
lands gegn knattspyrnustór-
veldinu A-Þýzkalandi, en í
þeim leik skoraði Jóhannes
mark sem eflaust verður lengi í
minnum haft og ugglaust mark
ársins f íslenzkri knattspyrnu.
Þá spyrnti hann knettinum
aftur fyrir sig úr erfiðri að-
stöðu rakleiðis í mark Þjóðverj-
anna, án þess að markvörður
þeirra ætti minnstu möguleika
á að verja.
— Já, þetta ár er búið að vera
mér heilt ævintýri, sagði Jó-
hannes. Nú rættust draumar
mfnir um að komast í atvinnu-
mennskuna, það sem ég hafði
stefnt að undangengin ár og
miðað allt mitt við. Menn
kunna að hafa misjafnar
skoðanir á atvinnumennsku f
íþróttum, en meðan hún er
fyrir hendi hlýtur það að vera
keppikefli flestra knattspyrnu-
manna að ná svo langt að þeir
geti haft atvinnu af fþrótt sinni
og öðlazt á þann hátt möguleika
á að bæta sig og ná lengra.
Jóhannes sagði að það væru
tveir leikir frá síðasta keppnis-
tímabili sem væru sér efstir í
huga. Annars vegar væri lands-
leikurinn við Austur-Þjóðverja
á Laugardalsvellinum og hins
vegar væri svo leikur hans með
Celíic á móti Englands-
meisturunum Derby, — sá leik-
ur var inntökuprófið mitt f Cel-
tic, sagði Jóhannes, — og ég
þurfti ekki að vera óánægður
með þá einkunn sem ég fékk í
þvf. Auðvitað eru margir aðrir
leikir mér mjög minnisstæðir
og nægir þar að nefna Evrópu-
leikina með Celtic, — fyrst
gegn Valsmönnum og síðan
gegn portúgalska liðinu
Boavista.
— Ég hef trú á því að Celtie
eigi möguleika og þá jafnvel
góða til þess að hreppa Evrópu-
bikartitil bikarmeistara f ár,
sagði Jóhannes, — það eru ekki
það erfið lið eftir í keppninni
að við eigum ekki að geta unnið
þau. Úr þessu ræður spurning-
in um heppni eða óheppni
miklu um úrslit leikja,
og vonandi er komið að því að
við Celtic-menn verðum heppn-
ir, en slfku höfum við ekki átt
að hrósa að undanförnu. Höfum
tapað leikjum og misst niður i
jafntefli þegar við áttum að
vinna.
Jóhannes kvaðst vera mjög
ánægður hjá Celtic. , Skozka
knattspyrnan væri skemmtileg,
en því væri ekki að neita að
þetta væri töluvert erfitt og
baráttan gffurleg.
— Að lokum sagði Jóhannes
Eðvaldsson. — Ég vona að mér
takist að standa undir þeim
heiðri og þeirri sæmd sem mér
er sýnd með þessu vali. Ég varð
var við það f fyrra, er Ásgeir
Sigurvinsson var valinn
„íþróttamaður ársins“, að
menn voru ekki allir sammála
um það val vegna þess að Ás-
geir var atvinnumaður í fþrótt-
inni. Um það vildi ég segja, að
aðstaða okkar er auðvitað betri
svo og tækifærin, en til þess að
öðlast þau höfum við orðið að
leggja gífurlega mikið á okkur,
og það er því margra ára starf
og strit sem er að baki, því einu
að komast í atvinnumennskuna.