Morgunblaðið - 10.01.1976, Side 27
MORGUNBLAÐIB LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976
27
A tvinnumaður eða
ekki atvinnumaður
Curtiss Carter — eða Trukkurinn — verður ekki með KR-ingunum í
leiknum við UMFN f dag.
Hvað gera „trukk-
laosir” KR-ingar ?
1 HÓFI Iþróttafréttamanna f gær
tóku þeir Gfsli Halldórsson, for-
maður Iþróttasambands tslands,
og Ellert B. Schram, formaður
Knattspvrnusambands tslands, til
máls er útnefning íþróttamanns
ársins hafði verið kunngjörð. Hér
á eftir fer útdráttur úr þvf sem
þeir sögðu:
EKKI HINN RÉTTI VEGUR
Gísli Halldórsson árnaði
íþróttamanni ársins allra heilla
og sömuleiðis þeim öðrum sem
atkvæði hefðu hlotið í skoðana-
könnun íþróttafréttamanna að
þessu sinni. Hann sagðist ekki
efast um að Jóhannes Eðvaldsson
væri frábær íþróttamaður, en
hann sem formaður tSÍ teldi það
miður að atvinnumaður í íþrótt-
um hlyti þetta sæmdarheiti annað
árið í röð. — Það hlýtur að ýta
undir að fleiri fari þennan veg,
sem við teljum ekki vera hinn
rétta, sagði Gísli. — Ég vil ein-.,
dregið beina því til íþróttafrétta-
manna að þeir endurskoði afstöðu
sfna og þeir komi ekki til greina
sem íþróttamenn ársins í framtíð-
inni, sem farnir eru af landi héð-
an og hafa íþróttir sem atvinnu.
Þá sagðist Gísli sakna þess að
enginn skfðamaður hefði verið á
meðal 10 efstu, en þeir hefðu
margir hverjir staðið sig afburða
vel á síðastliðnu ári. Að lokum
sagði Gísli að hann vildi undir-
strika það að kjör íþróttamanns
ársins væri lyftistöng fyrir íþrótt-
irnar. Vandi fylgdi þö vegsemd
hverri og þau sem orðið hefðu
meðal 10 efstu í atkvæðagreiðsl-
unni yrðu að hafa það hugfast að
þau væru fyrirmynd æskunnar í
landinu.
VIÐURKENNING TIL
KNATTSPYRNULANDSLIÐS-
INS
Ellert Schram sagði í ávarpi
Hyrst er íþróttafréttamenn til-
nefndu íþróttamanns ársins árið
1956 hlaut Vilhjálmur Einarsson
titilinn orj hefur hann oftar en
nokkur annar hlotið þetta sæmdar-
heiti, eða 5 sinnum. Atls hafa 13
manns hlotið þetta sæmdarheiti og
eru það eftirtalin.
1 956 — Vilhjálmur Einarsson
1 957 — Vilhjálmur Einarsson
1 958 — Vilhjálmur Einarsson
1 959 — Valbjörn Þorláksson
1960 — Vithjálmur Einarsson
sínu að hann væri viss um að ef
Jóhannes Eðvaldsson hefði átt
þess kost að kom'ast til verðlauna-
afhendingarinnar þá hefði hann
sjálfur stigið í pontu og þakkað
fyrir sig. I fjarveru hans sagðist
Ellert vilja þakka þann heiður
sem Jóhannesi væri sýndur, ís-
lenzka landsliðinu í knattspyrnu
og reyndar allri knattspyrnu-
hreyfingunni. Ellert óskaði þeim
til hamingju, sem urðu í 10 efstu
sætunum við kjörið að þessu sinni
og sagði að sér hefði fundizt er
Jón Ásgeirsson nefndi nöfn
þeirra að hvert eitt og einasta
hefði verðskuldað sæmdarheitið
tþróttamaður ársins.
— Ég er sannfærður um að
Jóhannes Eðvaldsson túlkar kjör-
ið þannig að það væri viður-
kenning til íslenzka landsliðsins,
sagði Ellert. — Hann er sæmdur
þessum titli sem frábær einstakl-
ingur innan knattspyrnunnar og
sem fyrirliði íslenzka landsliðsins
og ég hef það á tilfinningunni að
íþróttafréttamenn séu að þakka
knattspyrnumönnum okkar hina
frábæru frammistöðu landsliðs-
ins á síðstliðnu ári.
— Síðastliðið ár var brotið blað
í kjöri íþróttamanns ársins er at-
vinnumanni voru í fyrsta skipti
veitt þessi verðlaun. Þannig hafa
íþróttafréttamenn haft frjálsari
hendur að þessu sinni er þeir
völdu Iþróttamann ársins. En það
er þó rétt að hafa i huga að
Jóhannes Eðvaldsson gerðist ekki
atvinnumaður í knattspyrnu fyrr
en á miðju ári og hann var áhuga-
maður í íþrótt sinni þegar ís-
lenzka liðið sigraði lið Austur-
Þjóðverja á Laugardalsveliinum f
sumar undir stjórn Jóhannesar.
Ég hef það á tilfinningunni að
íþróttafréttamenn muni einmitt
hafa haft þann einstaka atburð í
huga við kjörið að þessu sinni,
sagði Ellert m.a.
1961 —Vilhjálmur Einarsson
1 962 — Guðmundur Glslason
1 963 — Jón Þ. Ólafsson
1 964 — Sigrlður Sigurðardóttir
1 965 — Valbjörn Þorláksson
1 966 — Kolbeinn Pálsson
1 967 — Guðmundur Hermannsson
1 968 — Geir Hallsteinsson
1 969 — Guðmundur Glslason
1 970 — Erlendur Valdimarsson
1971 — Hjalti Einarsson
1972 — Guðjón Guðmundsson
1973 — Guðni Kjartansson
1 974 — Ásgeir Sigurvinsson
FJÓRIR leikir verða í 1. deild körfu-
boltans um helgina, og aðalspurn-
ingin varðandi þá leiki er hvað
„trukklausir" KR-ingar gera gegn
UMFN þegar liðin mætast I dag kl.
14 I Njarðvtk. Mikið er i húfi fyrir
KR. liðið hefur tapað tveim stigum
það sem af er mótinu, en aðalkeppi-
tauturinn, Ármann hefur enn ekki
tapað leik.
Kristinn Stefánsson fyrrum miðherji
KR og landsliðsins mun leika með KR I
fyrsta skipti á keppnistímabilinu, og
hann fær það erfiða hlutskipti að taka
við stöðu „trukksins" sem er eins og
kunnugt er i leikbanni. Að fara I hjólför
„trukksins" er ekki á hvers manns
færi og vissulega mætir
KR-liðið ekki eins sterkt til
leiksins I dag og ef hann væri
með Njarðvlkingarnir hafa þegar tap-
Hafnarfjarðarliðin verða I eldlln-
unni I 1. deild karla I handknattleik á
morgun. Haukarnir leika þá við Þrótt
og hefst sá leikur I íþróttahúsinu I
Hafnarfirði kl. 20.00 og strax að
þeirra viðureign lokinni mætast FH
og Ármann. Hvorugur þessara leikja
verður auðunninn fyrir heimaliðin.
en þó verður að telja þau heldur
sigurstranglegri. Hið langa hlé frá
keppni kann að hafa breytt miklu um
getu liðanna, Þróttararnir sýndu það
I leik slnum við Viking á miðvikudag-
inn að þeir hafa notað hléið vel og að
sögn hafa Ármenningar einnig gert
það og llnumaðurinn snjalli — Vil-
berg Sigtryggsson — mun nú að
nýju vera kominn I lið þeirra.
f 1. deild kvenna verða einnig
að 6 stigum i mótinu og eru búnir að
missa af lestinni hvað snertir efsta
sætið, en þeir eru ávallt erfiðir heim að
sækja Kl. 14 1 dag fara einnig fram
tveir leikir I 1 deild á Seltjarnarnesi.
Þar eigast fyrst við (slandsmeistarar ÍR
og Fram, og verður að bóka ÍR þar
örugg tvö stig Siðan leika Valur og
Snæfell, og er hér um að tefla eitt af
örfáum tækifærum Snæfells I mótinu
til að ná sér i stig. Taki þeir ekki stig í
fyrri umferðinni gegn neðstu liðunum
má nær því örugglega bóka þá fallna í
2 deild.
Snæfell verður aftur á ferðinni á
morgun á Seltjarnarnesi en þá leikur
liðið við ÍS. Þessi leikur átti að fara
fram i nýja iþróttahúsinu á Akranesi,
en húsið þar er ekki tilbúið til keppni
um þessa helgi. Varla verður ÍS i
erfiðleikum með þennan leik
tveir leikir um helgina. I íþróttahús-
inu Ásgarði i Garðabæ leika Breiða-
blik og ÍBK á sunnudaginn kl. 18 og
er þar barist um tilveruréttinn i 1.
deildinni, en þessi lið eru ásamt
Vikingi í fallhættu I deitdinni. Klukk
an 19.00 hefst svo i Iþróttahúsinu i
Hafnarfirði leikur FH og Ármanns i
1. deild kvenna og ætti þar að geta
orðið um skemmtilega baráttu að
ræða.
í 2. deild karla leika Fylkir og
Breiðablik í Höllinni klukkan 18.35 i
dag og á morgun leika ÍR-ingar við
Keflvikinga i Njarðvikunum. Þá má
ekki gleyma einum af úrslitaleikjun-
um i 3. deildinni. leik HK og Stjörn-
unnar sem verður i Ásgarði annað
kvöld.
ÍVaumt
tap Vals-
stúlknaima
— Valsstúlkurnar hafa ekki leikið
betur i annan tima, og þær voru
sannarlega óheppnar að vinna ekki
leikinn, sagði Magnús Magnússon,
fararstjóri (slandsmeistara Vals I
kvennahandknattleik sem i fyrra-
kvöld léku seinni leik sinn við Dan-
merkurmeistarana HG i Kaup-
mannahöfn. Úrslit leiksins urðu
sigur HG 10—9 eftir að jafntefli
hafði verið i hálfleik, 6—6.
Valsstúlkurnar skoruðu fyrsta
mark leiksins, en HG jafnaði fljót-
lega Þá náði Valur afbragðsgóðum
léikkafla og komst á skömmum
tima i 4—1. Staðan varð siðan
6—3 fyrir Val, en dönsku stúlkurn-
ar náðu að jafna fyrir hlé
I seinni hálfleiknum gekk svo á
ýmsu, en HG komst yfir 10—9
þegar 1 0 mínútur voru til leiksloka
Á þeim minútum var svo ekkert
mark skorað, en Valsstúlkurnar
fengu hins vegar gullið tækifæri til
þess að jafna er dæmt var víti á
HG Vitaskotið fór i stöng og út
Var þetta fjórða vitakastið sem Vals-
stúlkurnar misnotuðu i leiknum, og
gerðu þessi misnotuðu vítaköst
raunar út um leikinn
— Ég held að það sé óhætt að
hrósa öllum stúlkunum fyrir góðan
leik, sagði Magnús i viðtali við
Morgunblaðið, en þó er sérstök
ástæða til þess að nefna markverð-
ina, Sigurbjörgu og Ingu. sem áttu
þarna stórleik
Mörk Vals skoruðu: Sigrún 4,
Björg 2, Hildur 2 og Harpa 1
Á MORGUN, sunnudaginn 10.
janúar, fer fram Mullersmótið á
skíðum við Skíðaskálann í Hvera-
dölum. Þarna er um að ræða
keppni í flokkasvigi og munu fjór-
ar sex manna sveitir taka þátt í
mótinu, frá Ármanni, KR, ÍR og
Vfkingi. Mótsstjóri verður Leifur
Miiller en Haraldur Pálsson er
brautarstjóri. Á sunnudaginn kl.
14.00 verður einnig trimmganga
fyrir almenning við Skíðaskálann
og verður Páll Guðbjörnsson
göngustjóri.
FH
KNATTSPYRNUÆFINGAR hjá
meistaraflokki FH hefjast í dag á
vellinum í Kaplakrika Verður æft
þar eftirleiðis á laugardögum og
sunnudögum kl 13 00. Meðan
FH-ingar hafa ekki fengið hinn
skozka þjálfara sinn, mun Ragnar
Jónsson stjórna æfinaum
Iþróttamenn árs-
ins frá upphafi!
FH og Haukar
í eldlínunni
Islenzkir handknattleiksmeiui á OLl
Karl og Hannes meðal 26 dómara þar
ÓLYMPÍUNEFND tslands hef-
ur enn ekki ákveðið hverjir
verða fulltrúar Islands á
Ólympíuleikunum í Montrea! í
Kanada næsta sumar, þó svo að
ýmsir íþróttamenn hafi náð
þeim lágmörkum sem sett voru
sem skilyrði fyrir þátttöku þar.
Tveir íslendingar eru þó örugg-
ir um að vera meðal þátttakenda
á leikunum, þeir Hannes Þ.
Sigurðsson og Karl Jóhannsson
handknattleiksdómarar, sem
verða meðal 26 dómara f hand-
knattleikskeppni Ólympíuleik-
anna.
Það er dómaranefnd Alþjóða hand-
knattleikssambandsins sem velur
dómara til að dæma á leikunum og eru
þeir Hannes og Karl fyrstu íslending-
arnir sem slikt verkefni fá. Þeir verða
sennilega einu islenzku handknattieiks-
mennirnir, sem taka þátt i leikunum þvi
hæpið verður að telja að íslenzka hand-
knattleikslandsliðið komist þangað úr
þvi sem komið er.
Morgunblaðið ræddi stuttlega við Karl
Jóhannsson í gær og sagði hann að þeir
hefðu fengið bréf frá IHF þar sem þeim
var tilkynnt að þeir ættu að fara til
Montreal. Sagði Karl að það væri þeim
að sjálfsögðu hvatning og uppörvun að
fá slíkt verkefni.
Þess má geta hér til gamans að Karl
Jóhannsson er nú orðinn 41 árs en er þó
enn í fullu fjöri sem handknattleiks-
maður. Hann leikur með Handknatt-
leiksfélagi Kópavogs — HK — og hefur
skorað 25 mörk í 2 síðustu leikjum
liðsins. Verður Karl því fyrsti fulltrúi
hins unga félags HK á OLympíuleikum.
-áij.
Þeir Karl Jóhannsson og Gunnlaugur Hjálmarsson klippa hár Hannesar Þ.
Sigurðssonar á góðri stund fyrir nokkrum árum og hefur Ásbjörn Sigurjónsson
þáverandi formaður HSÍ greinilega gaman af. Karl og Gunnlaugur voru þá I
landsliðinu í handknattleik, en Hannes formaður landsliðsnefndar. Á OL I
Montreal verða Hannes og Karl sennilega tveir einir fslenzkra handknattleiks-
manna.