Morgunblaðið - 10.01.1976, Side 28
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
tJ|í0ilwWíl^Í^
UGLYSINGASIMINN ER:
LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976
„Hann er að reyna
að sökkva okkur”
Grófar og ítrekaðar til-
raunir freigátunnar Leand-
er til ásiglinga á Þór
Frá Magnúsi Finnssyni,
blaðam. Mbl. um borð í Þór.
„IIERSKIPIÐ er að koma inn á
bakborðshlið okkar. Ilann er að
reyna að sökkva okkur. Það er
enginn vafi á þvf hvað hann ætlar
sér. Hann kemur, hann kemur!!
— Allir gæti sfn og haldi sér sem
fastast," hrópaði Helgi
Hallvarðsson, skipherra, úr brú
skips sfns rétt áður en árekstur-
inn varð við freigátuna Leander
F 109, og um leið glumdu viðvör-
unarbjöllur um allt skipið.
„Hann er í hliðinni á okkur og
dregst aftur með. Gætið ykkar!“
sagði Helgi f ströngum viðvör-
unartón til þeirra, sem um borð
voru.
Það liggur við að blaðamaður
Mbl. hafi staðið agndofa af
undran yfir offorsi og magnaðri
ófyrirleitni freigátuyfirmannsins,
en í hugum þeirra, sem á horfðu,
gat ekki verið um neitt að ræða
annað en ákveðinn ásetning yfir-
manna freigátunnar að laska
varðskipið og gera það ósjófært.
Frábær sjómennska Helga
Hallvarðssonar og manna hans
kom greinilega í veg fyrir stór-
slys. Áreksturinn var fjórtánda
ásiglingartilraun Leanders af
tuttugu og sú eina sem tókst.
Áreksturinn sjálfur var þó engan
veginn eins harður og árekstur-
inn við Andromedu á miðvikudag,
en stjórnborðsbógur herskipsins
kom á aftanverða bakborðshlið
varðskipsins Þórs. Síðan straukst
bógurinn aftur með hliðinni,
málning skrapaðist af og ískur
skar f eyrum. Þegar herskipið
kom siðan að skemmdinni á
þyrluþilfari Þórs eftir dráttarbát-
inn Lloydsman var þar gálgi eða
undirstaða þyrluþilfarsins, sem
ekki hafði skemmzt undan þunga
Lloydsmans. Þessi gálgi reif bóg
herskipsins, og þeir, sem voru aft-
ast við þyrluskýli Þórs, sögðust
hafa séð, að gat kom í bóg her-
skipsins, ofan sjólínu, og fjórar
stórar stálplötur í kinnungi þess
beygluðust. Því munu skemmd-
irnar vera talsverðar á freigát-
unni.
Areksturinn varð kl. 14.21 059
gráður réttvísandi frá Bjarnarey
og í 53ja sjómílna fjarlægð. Stað-
ur þessi er aðeins 19 sjómilur f
norðaustur frá árekstursstaðnum
við Andromedu á miðvikudag.
Framhald á bls. 13
Forsætisráðherra:
Ákvörðun um
aðgerðir að loknum
sjóprófum
MORGUNBLAÐIÐ sneri
sér í gær til Geirs Hall-
grímssonar, forsætisráð-
herra og leitaði álits
hans á atburðunum á
fiskimiðunum f gær. For-
sætisráðherra sagði:
„Ég lít þá atburði, sem
gerzt hafa í dag, mjög
alvarlegum augum.
Akvörðun um frekari að-
gerðir verður tekin
þegar öll gögn málsins
liggja Ijós fyrir og sjó-
próf hafa farið fram
vegna ásiglingar freigát-
unnar Leander á varð-
skipið Þór.“
Fastaráð Nato ræðir
atburðina á Islands-
miðum á mánudaginn
FASTARÁÐ Atlantshafsbanda-
lagsins mun koma saman til
fundar á mánudaginn klukkan 16
að beiðni fslenzkra stjórnvalda,
að þvf er Þórður Einarsson blaða-
f ulltrúi utanrfkisráðuneytisins
tjáði Mbl. í gær. Fastaráðið kem-
ur saman til að ræða sfðustu at-
burði á Islandsmiðum.
Þá tjáði Þórður Morgunblaðinu,
að Pétur Thorsteinsson ráðu-
neytisstjóri utanríkisráðuneytis-
ins myndi væntanlega leggja upp
í för sína til höfuðborga NATO-
ríkjanna í Evrópu n.k. sunnudag.
Fer hann fyrst til Osló, síðan til
Kaupmannahafnar og þaðan til
Bonn. Um áframhald ferðarinnar
er óráðið á þessu stigi.
Þá hefur ríkisstjórnin óskað
eftir því að Ingvi Ingvarsson
sendiherra hjá Sameinuðu
þjóðunum og Haraldur Kröyer
sendiherra í Washington komi
heim til íslands til að undirbúa
frekari kynningu á málstað Is-
lands vestan hafs. Koma þeir
heim um helgina eða strax eftir
helgina að sögn Þórðar Einars-
sonar.
4,vv4J|§
fi p '4 ■
f
1
... ... ..—"I
Breska freigátan Leander siglir þarna á skut Þórs fyrir austan land f gær, en þar
sem höggið kemur er aftasti hluti vélarrúms Þórs.
Helgi Hallvarðsson og Friðgeir Olgeirsson, 1. stýrimaður, skoða
skemmdirnar.
r
Iands.“ Þetta sagði Helgi Hall-
varðsson, skipherra á varðskip-
inu Þór, f viðtalinu við Morgun-
blaðið eftir áreksturinn við
Leander F 109 úti fyrir Héraðs-
flóa f gær.
Helgi Hallvarðsson sagði enn-
fremur: „Eins og ég sagði f
skeyti til höfuðstöðva Land-
helgisgæzlunnar þá voru til-
raunir freigátunnar gerðar með
„Ottast mjög að Þór
verði sökkt
J J — sagði Helgi
Hallvarðsson
Frá Magnúsi Finnssyni, blm.
Mbl., um borð í Þór.
„FREIGÁTAN gerði 13 ásigl-
ingartilraunir unz henni tókst f
hinni fjórtándu að reka stjórn-
borðsbóginn f bakborðshlið
okkar. Hún lét þó ekki þar við
sitja, heldur reyndi sex sinnum
til viðbótar ásiglingu og hætti
ekki fyrr en við snerum til
miklu offorsi, að það er eins og
skipherra hennar hafi haft ný
fyrirmæli um gjörsamlega
nýjar aðferðir við varðskipin.
Framhald á bls. 13