Morgunblaðið - 14.01.1976, Síða 3

Morgunblaðið - 14.01.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1976 3 „Þetta var svakaleg upplif- un, maður er alveg 1 rusli” Loftmynd af Kópaskeri. Allt bæjarsvæðið á Kópaskeri og nágrenni þess er margsprungið og aiit vatn I tjörninni sem er teiknuð inn á mvndina, hvarf I jarðskjálftanum I gær en tjörnin var allt að tveggja metra djúp og var stærri en allt bæjarstæði Kópaskers. Ljósmynd Landmæiingar tslands ÞAÐ átti ekki af íbúum Kópaskers að ganga í gær, þvf það var ekki nóg með að þeir þyrftu að flýja heimili sín vegna jarðhræringa og eyðileggingar í þorpinu, heldur áttu þeir í talsverðum erfiðleikum með að komast akandi til annarra staða bæði vegna ófærðar af völdum snjóa og jarðrasks vegna jarðskjálftanna. Engin alvarleg slys urðu á mönn- um í kippnum sem er einn sá sterkasti sem mælzt hefur á Islandi, en samkvæmt upplýsingum Sólfríð- ar Guðmundsdóttur, hjúkrunarkonu á Kópaskeri, meiddust nokkrir smávægilega og í nokkrum tilfell- um fékk eldra fólk taugaáfall. I gærkvöldi náðum við sambandi við nokkrar konur sem höfðu flúið með börn sín til Húsavíkur eða Raufarhafnar, en nokkrar konur urðu þó eftir á Kópaskeri til að sinna nauðsynlegum verkum. Einnig mun fólk hafa fengið húsaskjól á Leirhöfn og Miðtúni. Fara samtölin hér á eftir: Rætt við Kópaskerskonur heima og heiman PÍANÖIÐ KASTAÐIST Á ANNAN METRA“ Guðrún Sigurðardóttir var ein af fáum konum sem ekki fóru frá Kópaskeri I gær en hún annast símaþjónustuna og hafði því ærið verk að vinna I gær. Hún tjáði okkur að vegur- inn út frá Kópaskeri áleiðis til Húsavfkur væri meira. og minna sprunginn og væru þar tugir af sprungum sem væru allt að 10 sm á breidd og missig- ið í jörðu væri víða um 30 sm. Fjórar brýr á þessari leið skemmdust, en voru þó færar til yfirferðar í gær. Brúin yfir Snartarstaðalækinn, sem er næst Kópaskeri, skekktist mest, en hinar brýrnar eru Klappar- ósbrú, Valþjófsstaðarárbrú og Naustárbrú. „Það eru talsverðar sprungur i mörgum húsum hér,“ sagði Guðrún," reykháfur hrundi af einu húsi, vatnsleiðslan til bæjarins hrökk f sundur og bryggjan hér er mikið skemmd ef ekki ónýt. Ljósafoss lá hér við bryggju vegna útskipunar, en það var skjótt hætt við út- skipun þar og m.a. fór mann- skapur úr útskipun á kinda- kjöti til hjálparstarfa á bænum Katastöðum í Núpasveit, en þar hafði þak á fjárhúsi fallið niður á sauðfé og drepið nokkrar kindur.“ „Hvar varst þú, Guðrún þegar krappasti jarðskjálfta- kippurinn kom?“ „Ég var heima við og það var ofboðslegt sem gekk á maður ríghélt sér í borðið á meðan þetta reið yfir og allt brotnaði Guðrún Sigurðardóttir sem brotnað gat í húsinu. Stórt pfanó í stofunni kastaðist á ann- an metra frá vegg, stór borð- stofuskápur fullur af leirtaui féll á gólfið og allt mölbrotnaði i honum. Isskápurinn hrökk 30 sm fram á gólfið frá veggnum og þegar ég opnaði eldhússkáp- ana eftir að allt var um garð gengið kom leirtauið þar á móti mér. Rafmagnsorgel kastaðist einnig til, en ég hef heyrt að hlöðu húsin hafi farið verst, en maður hefur lítið getað skoðað hér vegna anna við sfmann og auk þess hefur verið leiðinda- veður hér seinnihluta dagsins." „VIÐ FÉLLLUM ALLAR IGÖLFIÐ OG VÉLARNAR LÍKA!“ „Ég var að vinna i slátur- gerðinni þegar snarpi kippur- Stóra tjörnin vinstra megin á myndinni er sú sem hvarf á Kópaskeri I gær og brvggjan hrökk f nokkra parta. Mvndina tók Snorri Snorrason fyrir nokkrum árum. inn kom og hann var svo snarpur að við duttum í gólfið allar 5 konurnar sem vorum að vinna þarna,“ sagði Sigriður Metúsalemsdóttir frá Kópa- skeri þegar Morgunblaðið náði sambandi við hana á Hótel Húsavík laust fyrir kl. 19 í gær- kvöldi, en hún var þá nýkomin þangað frá Kópaskeri og var í fyrsta hópnum sem kom til hótelsins, en Einar Olgeirsson hótelstjóri átti von á 30 til 50 manns frá Kópaskeri í mat og gistingu. „Þetta varð mikill hávaði og Iæti í sláturgerðinni," hélt Sig- ríður áfram, „því stórar pönnur fuku um salinn og stór og þung vél sem slátrið er sett í féll einnig ásamt öðrum tækjum, en ég mátti hafa mig alla við til að geta skriðið undan vélinni. Ég hljóp strax út úr sláturgerðinni og náði sambandi við þrjá syni mína og bað þá að fara heim til að huga að húsinu. Þegar við komum þangað var allt á tjá og tundri og maður rétt gaf sér tfma til að grípa einhver föt og koma sér út því ég vildi ekki vera inni við ef önnur hrina kæmi. Allt lauslegt i húsinu hafði farið á ferð, stór og þung- ur stofuskápur, Isskápurinn og sjónvarpið, allt úr hillum og skápum, það var hreinlega allt á hvolfi." „STÖRI KIPPURINN ÆTLAÐI ALDREI AÐ LIÐA“ í Hótel Húsavík náðum við einnig tali af Friðrikku Jóns- dóttur, 26 ára gamalli húsmóð- ur frá Kópaskeri, en hún var þá nýkomin í hlað. Henni sagðist svo frá: „Ég var að verzla í kaupfélag- inu þegar stóri kippurinn kom og ætlaði að hlaupa strax út, en fjórum sinnum datt ég um varning sem hrundi úr hillun- um við ósköpin og ég tel að það hafi verið mesta mildi að ég slasaði mig ekki eða litla dóttur mína sem ég var með. Þegar við komum heim var allt brotið sem brotnað gat, stór skápur var fallinn, en við urðum ekki vör við neinar sprungur á hús- inu, sem heitir Steinnes. Vatn og rafmagn fór strax af bænum og úr því var fljótlega ákveðið að konur og börn færu á brott um sinn. Við verðum hér á hót- elinu I nótt og sjáum svo til, en við komum þrjár konur með sex börn. Þetta var svakaleg upplifun, maður er alveg I rusli. Maður var nú orðinn ýmsu vanur, en þessi kippur var svo langur að ég hélt að hann ætlaði aldrei að líða hjá. Það var hins vegar ffnasta veður á Kópaskeri í dag, en að leiðinni til Húsavíkur brast á með hríð og fólk hefur eitthvað teppst á leið hingað." „STORSTOFUSKAPUR FELL OFAN A MIG.“ Á Raufarhöfn náðum við tali af Sigríði Kristjánsdóttur, hús- móður frá Kópaskeri, en hún kom til Raufarhafnar um kvöldmatarleytið ásamt þremur dætrum sínum, tveggja, fjög- urra og ellefu ára gömlum. „Ferðin gekk ágætlega,“ sagði hún, „en það var þó renn- ingur, renndi I slóðina. Ég var í stofunni heima hjá mér þegar kippurinn kom, stóð á miðju gólfi og fékk stóran og þungan stofuskáp ofan á mig svo að ég hneig undan honum I gólfið, en náði þó að mjaka mér undan honum áður en hann féll alveg. Það hrundi líka allt úr eldhús- skápunum og búrinu hjá mér, það var allt ein kássa, flöskur, sulta, saft, kökur og annað slíkt. Við urðum vör við sprung- ur á húsinu okkar, Snartarstöð- um, en það er 16 ára gamalt. Maðurinn minn er eftir á Kópa- skeri og dóttur á ég í skólanum á Lundi, en þar eru 30—40 börn. Maður var að vona að þetta væri að verða búið hérna, en svo komu þessi ósköp. Krakkarnir voru virkilega hrædd og börnin í skólanum þustu öll út úr skólahúsinu."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.