Morgunblaðið - 14.01.1976, Síða 5

Morgunblaðið - 14.01.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14, JANUAR 1976 5 Axafjarðar- skjálftinn með snörpustu kippum er hér koma JARÐSKJÁLFTI sá er fannst I Axarfirði I gær var svipaður að stærð og skjálfti sá sem olli sem mestum skemmdum á Dal- vfk 1934 eða um 5,5—6 á Richterkvarða. Samkvæmt Jarðfræði Þor- leifs Einarssonar hafa stærstu jarðskjálftar, sem hérlendis hafa fundist frá þvf að mæling- ar hófust árið 1927, verið sem hér segir: Hinn 23ja júlf árið 1929 f grennd við Reykjavík um 6 og 'á að stvrkleika; hinn 2. júnf 1934 við Dalvfk — um 6'Á að styrkleika, hinn 27 marz 1963 á Málmeyjargrunni — um 7 stig og 5. desember 1968 vest- an Krfsuvfkur um 7 stig á Richterskvarða. Suðurlands- skjálftarnir er verða að meðal- tali einu sinni á öld, eru enn stærri og segir Þorleifur að jarðskjálftarnir þar 26. ágúst til 6. september árið 1896 hafi sennilega verið um 6,5 stig. Mesti jarðskjálfti sem mælzt hefur f heiminum, varð f Chile árið 1960 og var stærðin um 8,9 stig. í bók sinni gerir Þorleifur nánari grein fyrir þvi hvernig styrkleiki jarðskjálfta sé mæld- ur. Hann bendir á að styrkleiki jarðskjálfta segi fremur lítið um orku er leysist úr læðingi i upptökum. „Þegar mælingar hófust um síðustu aldamót, kom einnig fljótlega í ljós, að margra jarðskjálfta, sem komu glöggt fram á mælum, gætti lítt eða varð ekki vart. Voru það einkum jarðskjálftar, sem áttu upptök sín á botni úthafanna. Var þvi tekið að meta stærð jarðskjálfta eftir útslagi á jarð- skjálftalínum. Stærð jarð- skjálfta eftir útslagi á jarð- skjálftalínum. Stærð jarð- skjálfta (magnituda = M) er nú skýrgreind sem lógarithmi af mældu útslagi en stærðin segir til um mestu orku skjálftans í upptökum. I samræmi við þetta eru jarðskjálftar nú flokkaðir eftir svokölluðum Richter- kvarða frá 1 upp í 8,9, en aukn- ing um eitt stig táknar 100 föld- un orku. Stærðin 1 samsvarar titringi af umferð, brimöldu við Þá segir Þorleifur að sam- kvæmt rituðum heimildum hafi orðið hér á landi slðustu átta aldirnar nær 50 jarðskjálftar, sem hafi verið svo sterkir að bæir hrundu. Samkvæmt reynslu af Dalvíkurskjálftan- um 1934 muni styrkleiki þessara jarðskjálfta hafa verið 5,5—7 á Richterkvarða. Þor- leifur segir, að íslenzkir torf- bæir hafi verið heldur illa gerðir með tilliti til jarð- skjálfta, einkum hafi þökum verið hætt vegna þyngdar. I jarðskjálftum hér á landi hafi nokkrum sinnumorðið mann tjón og alls muni um 100 manns hafa farizt í jarðskjálftunum á Suðurlandi, svo vitað sé. I jarð- skjálftunum á Suðurlandsund- irlendinu 14. — 16. ágúst 1784 hafi fallið 69 bæir í Árnessýslu, en 23 á Rangárvöllum og varð það þrem mönnum að bana. 1 Skálholti féllu t.d. flest bæjar- hús og skólinn, og hann eftir það fluttur til Reykjavíkur. Dómkirkjan stóð hins vegar en hún var úr timbri. 1 jarðskjálft- unum 1896 á Suðurlandi féll 161 bær og urðu þeir 4 mönnum að bana. Hörðustu kippanna varð vart um nær allt land. Skriður og stórgrýti féllu víða úr fjöllum um Suðurland og sprungur mynduðust í jarðveg. Miklar breytingar urðu og á hverasvæðunum í Hveragerði, og í Haukadal, svo sem oft hefur verið 1 jarðskjálftum, Það sem af er þessari öld varð mest tjón i Dalvíkurskjálft- anum 1934 en í honum fór þorpið þar mjög illa. Slys urðu ekki á fólki enda vildi það til happs að hann varð um miðjan dag. Þorleifur bendir á að enda þótt jarðskjálftar séu fremur tíðir á Islandi séu harðir skjálftar fremur sjaldgæfir og sökum strjálbýlis hafi mann- tjón orðið fremur litið. Þá segir hann að við jarðskjálfta hafi einstöku sinnum orðið breyt- ingar á landslagi hér á landi að mönnum ásjáandi. Nefnir hann, að árið 1789 hafi sigið spildan milli Almannagjár og Hrafnagjár um 60 sm og vatnið gekk sem því nam á land. Varð það átylla til að leggja niður þinghald á Þingvöllum. Við stóra jarðskjálfta erlendis hefur stundum orðið gifurlegt jarðrask og nefnir Þorleifur Alaskaskjálftann 1964 en kvik- mynd af þeim hamförum mátti sjá í brezkum sjónvarpsþætti um landrekskenninguna, sem hér var sýndur ekki alls fyrir löngu. í þeim skjálfta misgekk spilda sem er stærri en Island og mest nam lyftingin um 7 metrum austan við skjálftamiðjuna (Prince William Sound) en sigið var álíka mikið vestan hennar. Myndin sýnir jarðskjálftamiðjur á og við tsland. Skjálftar minni að styrkleika en 5 eru flestir mældir árin 1956—62 en 5—6 eftir 1910 en þeim er hafa 6 eða meira eru einnig teknir Suðurlandsskjálftarnir 1784 og 1896. (Kortið er úr Jarðfræði Þorleifs Einarssonar sem til er vitnað f greininni) Efri mvndin sýnir rústir bæjarins að Selfossi, en hann hrundi f jarðskjálftanum 1896. (Þorvaldur Thoroddsen 1900) Vilja endur- reisn biskups- stóls á Hólum Mælifelli, 13. jan. EFTIRFARANDI tillaga var borin upp og samþykkt samhljóða .á almennum safnaðarfundi, sem hald- inn var í Víðimýrarsókn í Glaumbæjarprestakalli nýlega. „Safnaðarfundur í Viðimýrar- sókn haldinn í Miðgarði sunnu- daginn 14. desember 1975 lýsir eindregnum stuðningi sínum við þær hugmyndir, sem fram hafa komið um endurreisn biskups- stólsins á Hólum i Hjaltadal. Fundurinn skorar á Norðlend- inga að standa einhuga að þessu máli og hrinda þvi i framkvæmd hið allra fyrsta." Öhætt er að fullyrða að nú er mikill hugur i Norðiendingum i þessu gamla baráttumáli er loks virðist sennilegt að verði til lykta leitt fyrir forgöngu kirkjumála- ráðherra, sem vakti vonir manna i þessu efni svo að um munaði á síðasta kirkjuþingi. Sfra Ágúst. Útivist með ferð út í tunglsljósið UTIVIST ráðgerir að fara í kvöld- ferð n.k. laugardagskvöld i nágrenni Lækjarbotna. Gengið verður með blys nokkurn hluta leiðarinnar og sungnir álfa- söngvar. Stjörnuspekingur sýnir og skýr- ir stjörnur og stjörnumerki. Tunglið er fullt þetta kvöld og tækifærið valið til að gefa fólki kost á að koma út fyrir borgina og njóta töfra vetrarnæturinnar undir fullu tungli, tindrandi stjörnum og bragandi norðurljós- um. Handhæg blys verða seld í bilunum og kosta þau 150 kr. Börn í fylgd með fullorðnum fá frítt. Þeir sem vilja geta farið á skauta eða skíði ef þeir hafa þau með. Einnig verður farið í leiki. Verió vel búin í frostinu og hafið sjónauka með, til stjörnuskoðun- ar. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni að vestan verðu kl. 8 og komið aftur um miðnætti. Allir eru velkomnir út i tungls- ljósið með Utivist. (— Frá Úti- vist) Aformað að setja legstein á leiði Símonar Dalaskálds Mælifelli. 1 3 jan Á ÞESSUM vetri eru 60 ár liðin frá dauða Símonar Dalaskálds. Hann var jarðsunginn i Goðdölum i verstu stórhrið og fylgdu þvi fáir. Aldrei hefur verið settur legsteinn á leiði þessa sérstæða og merkilega manns. Nú hefur Sveinbjörn Beintemsson á Dragháisi gengist fyrir þvi, að bauta- steinn verði reistur á leiði Simonar i Goðdalskirkjugarði. en hann og fleiri kvæðamenn vilja sýna mmmngu rimnaskáldsins virðingu Hafa þeir Jóhann Briem listmálari valið stein og á aðeins að standa á honum Símon Dalaskáld Verður steininum vel tekið hér I sveit og ætlunm að efna til minmngarathafnar i Goðdölum i júni þegar honum hefur verið komið fyrir Að sjálfsögðu kostar steinnmn nokkurt fé og er þeim sem eitthvað vilja styrkja þetta málefm bent á að senda má framlög til undirritaðs Síra Ágúst. RlSfl- í Sigtúni fimmtudaginn 15. janúar Forsala aðgöngumiða í hljóðfæraverzlun Poul Bernburg og Víkurbæ, Keflavík. Spilaðar verða 18. umferðir Stórglæsilegt úrval vinninga — 3 sólarlandaferðir með Úrval — Húsgögn — Skartgripir — Urmull af Kenwood heimilistækjum Heildarverðmæti vinninga 1/2 milljón króna Knattspyrnudeild Ármanns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.