Morgunblaðið - 14.01.1976, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 14.01.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1976 7 Raforku- samtenging landshluta Gert er rá8 fyrir a8 sy8ri hluta byggðallnu, þ.e. frá Andakllsárvirkjun norSur I Hrútafjörð, Ijúki I vetur. Lokið er að reisa staura á verulegum hluta kaflans frá Hrútafirði að Laxár- vatni. Á þessu ári er áformað að Ijúka þeim kafla, svo og áfanganum frá Laxárvatni til Varma- hliðar. Þar verður norður- linan tengd linunni milli Varmahlíðar og Akureyr- ar. Gert er ráð fyrir að þessum framkvæmdum Ijúki siðla árs. Yrði þá hægt að reka linuna milli Andakils og Akureyrar með 132 kw spennu með bráðabirgðatengingu. Þá er efiir að gera kaflann milli Grundartanga og Andakils og hefur verið reiknað með að það verk verði unnið árið 1977 og línan þá að öðru leyti full- gerð. Sú áætlun verði sennilega endurskoðuð i samræmi við þær niður- stöður, sem fást úr frekari athugun á timasetningu framkvæmda að Grundar- tanga (járnblendiverk- smiðja). Hinn 1. nóvember sl. var áætlaður, áfallinn kostnaður við lagningu linunnar talinn 657.8 m.kr. Heildarkostnaður við sjálfa linulögnina er áætlaður 1.300 m.kr. Þar að auki er kostnaður við spennistöðvar og er þar innifalið nokkuð af raf- búnaði fyrir dreifiveitur i héruðum. í framhaldi af þessari tengingu raforkusvæða sunnan- og norðanlands mun i athugun tenging Vestfjarða við byggðalinu norður og tengilina milli Kröflu og orkusvæðis Austfjarða. Þegar þessar tengingar eru komnar á verður raf- orkuöryggi I landinu veru- legt. Hægt verður að flytja raforku milli lands- hluta eftir þörfum. Hefur það ekki sizt gildi fyrir iðnaðaruppbyggingu i landinu og ef náttúruham- farir hindra raforkufram- leiðslu orkuvera á jarð- skjálfta- og eldgosasvæð- um, þar sem stærstu orkuverin eru nú staðsett. Fyrirhuguð virkjun Blöndu á Norðurlandi vestra sem og fyrirhuguð stórvirkjun á Austfjörðum yrðu á svæðum, sem talin eru ör- ugg. þ.e. utan hættu- svæða v. náttúruhamfara. Reynslan úr fyrri þorskastríðum Það hefur verið sann- færing þorra fslendinga, að aðild að Nato væri veigamikill hlekkur i ör- yggis- og sjálfstæðismál- um þjóðarinnar. Það hefur jafnframt verið trú þeirra, sem styðst við reynslu úr fyrri þorskastriðum, að Nato-aðild hafi tryggt þær lyktir i átökum við Breta, sem eftir aðstæðum vóru viðunpndi. Þetta getur enn gerzt — ef riki eins og Bandarikin, Kanada og Norðmenn, svo nokkur séu nefnd, skilja sinn vitj- unartima. En það þarf að fyrirbyggja skaðann áður en hann skeður. Þetta sjónarmið spegl- ast einkar glöggt i leiðara hlutlauss landsbyggðar- blaðs, „Vestfirzka frétta- blaðsins" Þar segir ma: „Rikisstjórnin og utanrik- isráðherra hafa haldið á málum með nokkurri festu. Þó hvarflar að manni að aðstaða íslands innan Nato hafi ekki verið nýtt sem skyldi. f þessu máli gildir ekkert annað en nota þá aðstöðu, sem við höfum til þess að ná árangri, og losna við er- lenda ránsmenn af is- lenzku yfirráðasvæði." Hér kemur vel fram, að leiðarahöfundur vest- firzka blaðsins byggir von sina um framgang hins is- lenzka málstaðar á að- gerðum samstarfsþjóða innan Nato, til að þrýsta Bretum til að linna ofbeld- isaðgerðum i okkar garð. Hér verður engum get- um að þvi leitt, hvað kann að hafa gerzt eða er að gerast að tjaldabaki innan Nato. Hitt er deginum Ijósara, að vera okkar i Nato styrkir aðstöðu okk- ar á þessum vettvangi sem öðrum, og leiðir von- andi til þeirra lykta, sem við getum við unað. áður en til alvarlegri tiðinda dregur. sem haft geta ófyrirséðar afleiðingar. Agætur árangur Guðmundar í Búlgaríu Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari hefur staðið sig mjög vel í svæðismótinu í Búlg- arfu og er nú, eftir 14 umferðir, með 9 v. í 1.—3. sæti ásamt þeim Matanovic (Júgóslavíu) og Georghiu (Rúmeníu). Næst- ir kona Ermenkov (Búlgaríu) og Sax (Ungverjal.). Um daginn birtum við hér i þættinum skák Guðmundar gegn Sax úr 3. umferð, og hér kemur önnur góð sigurskák hans úr mótinu. Hvftt: Netzkar (Tékkósl.v.) Svart: Guðmundur Sigur- jónsson. Kóngsindversk vörn- 1. Rf3 — Rf6, 2. g3 — g6, 3. Bg2 — Bg7, 4. 0—0 — 0—0, 5. c4 — d6, 6. d4 — Rbd7, 7. Rc3 — e5, 8. e4 — c6, 9. h3 — Db6 (Þessi leikur hefur notið vin- sælda að undanförnu. Einnig er leikið hér 9. — exd4). 10. Hel — He8, 11. d5 — c5, 12. a3 — He7! eftir JÓN Þ. ÞÓR (Góður leikur, sem rýmir e8 reitinn fyrir riddaranum. Þeg- ar kóngssóknin hefst á hrókurinn að standa á f7). 13. Hbl — Re8, 14. b4 — Db8, 15. Be3 — b6, 16. Dc2 — Rf8, 17. Rd2 — f5, 18. bxc5 — bxc5, 19. Rb3 — Hf7, 20. Bd2 — h5!, 21. Re2 — f4! (Þetta er auðvitað engin peðsfórn, þar sem svartur myndi svara 22. gxf4 með Dh4). 22. Dd3 — g5, 23. Ra5 — Df6, 24. Hb3 — Rg6. (Svartur er auðsjáanlega á undan gagnsóknarmöguleikar hvíts eru litlir.) 25. Rc6 — g4, 26. hxg4 — hxg4. 27. f3 — fxg3, 28. Rxg3 — Dh4, 29. fxg4 — Rf4! (Mun sterkara en 29. — Bxg4). 30. Dc3 (Hættulegur reitur, en drottningin verður að valda 3. línuna). 30. — Bxg4, 31. Rf5 (Hvítur ákveður að fórna skiptamun og reyna með því að draga úr sóknarþunga andstæð- ingsins). 31. — Bxf5, 32. exf5 — Dxel+, 33. Bxel Re2+, 34. Kh2 — Rxc3, 35. Bxc3 — Rf6, 36. Ba5 — Bh6 (?) (Fram til þessa hefur Guð- mundur teflt skákina af miklu öryggi, en hér verður honum á í messunni. Betra var 36. Haf8, því nú getur hvítur lokað svarta hrókinn inni á a8). 37. Bd8 — Rg4+, 38. Kgl — Be3+ 39. Kfl — Hxf5+ 40. Kel — Hf4,41. Bh3 — He4, 43. Kf 1 (42. Bxg4 — Bg5, ásamt Hxg4 væri sízt betra fyrir hvítan). 42. — Rh2 + , 43. Kg2 — Bf4, 44. Hb7 — He2+ 45. Khl — Hxd8, 46. Be6+ Kh8, 47. Rxd8 — e4, 48. Rf7+ — Kg7, 49. Rxd6 — Kg6, 50. Bf5+ — Kf6, 51. Hf7 + — Ke5, 52. Bxe4? (Betra var 52. Rxe4 með viss- um jafnteflismöguleikum). 52. — Rfl, 53. Bg2 — Re3, 54. Rb5 — Hel + og hvftur gaf. Sinfóníutónleikar: Nýtt verk eftir Þorkel og ástralskur fiðlari SINFÓNlUHLJÓMSVElT Is- lands heldur áttundu reglulegu tónleika sfna f Háskólabfói nk. fimmtudagskvöld og hefjast þeir að vanda kl. 20.30. Stjórnandi verður Karsten Andersen, aðal- hljómsveitarstjóri, en einleikari ástralski fiðluleikarinn Charmian Gadd, er mun leika fiðlukonsert Mendelssohns. Tón- leikar þessir hefjast með frum- flutningi nýs verks eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem ber heitið „Albumblatt" og einnig verður flutt Sinfónía nr. 5 (örlaga- sinfónían) eftir Beethoven. Charmian Gadd kom fyrst fram opinberlega átta ára gömul f heimalandi sfnu. Hún útskrif- aðist frá tónlistarskóla f Sydney 1960 og tveimur árum sfðar hlaut hún fyrstu verðlaun f einleikara- keppni á vegum ástralska út- varpsins. Sfðan hefur hún farið fjölda tónleikaferða um Astralfu, Evrópu og Bandarfkin sem ein- leikari eða þátttakandi f kammer- hljómsveitum, og jafnframt hefur hún verið fastráðin frá árinu 1968 sem listrænn ráðgjafi og leiðbeinandi við Duquese- tónlistarháskólann f Pittsburgh f Bandarfkjunum. Með þessum tónleikum lýkur fyrra misseri starfsérsins 1976/77 en sfðara misserið hefst með tón- leikum 29. janúar. Sala áskriftar- skírteina og endurnýjun er þegar hafin. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Raðhús í skiptum á Seltjarnarnesi fyrir 4ra til 5 herb. íbúð með bílskúr, helst í Vesturbæ. Húsið er 220 fm á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. Selst með glerjum, einangrun, hitalögn og með útihurðum. Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. janúar merkt: Raðhús — 4949. T oyota Til sölu eftirtaldar Toyotabifreiðar: Corolla Station 1 600 1 972 Carína 1973 Carína 1974 Carína 1975 Corona 1967 Corona MK II 1973 Hilux Pick Up 1975 Toyota Umboðið Nýbýlavegi 10 Kópavogi. Símar 441 44 og 44259. Mörg stórfalleg mynstur, sem geta gefið herberginu yðar gjörbreyttan svip. Með þessu veggfóðri má klæða j-^fnt loft og veggi og þér ráðið algerlega í hvaða litum. Og stærsti kosturinn við CROWN — ANAGLYPTA er auðvitað verðið. FERMETERINN KOSTAR AÐEINS 200 KR. Vorum að taka fram fyrstu sendingu af CROWN — ANAGLYPTA Veggfóöur, sem þér málið eftir eigin smekk, eða látið standa ómálað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.