Morgunblaðið - 14.01.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 14.01.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1976 11 Greinargerð Fjórðungssambands Norðlendinga: Stjórnsýslumið- stöðvar í strjálbýli Flutningur stofnana og stjórnunarþátta í opinberri þjónustu út á land raunhæfasta leið valddreifingar Samtök sveitarfélaga í strjálbýli hafa taiið það einn veigamesta þátt valddreifingar f þjóðfélaginu að færa ýmsar stofnanir og stjórnunar- þætti f opinberri þjónustu, sem og f fjármálaiegri stjórnun, frá höfuðborgarsvæðinu til ýmissa byggðarkjarna á landsbyggðinni. Sam- hliða er vaxandi áhugi á þvf að koma upp stjórnsýslumiðstöðvum f kaupstöðum og/eða sýslufélögum landsbyggðarinnar, til hagræðingar og sparnaðar og þæginda fyrir fbúa einstakra byggðarlaga, sem þá gætu sótt flesta þætti opinberrar heimaþjónustu á einn stað. Fjórð- ungssamband Norðlendinga vinnur nú að framgangi þessa máls og hefur falið Framkvæmdastofnun rfkisins áætlunargerð um það f samráði við heimaaðila. Hér fer á eftir greinargerð FSN um málið. 0 Um stjórnsýslu- miðstöðvar ,,Á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga hafa farið fram um- ræður um með hvaða hætti mætti örva tiifærslu á þjónustustarf- semi ut á land og efla þá þjón- ustustarfsemi, sem fyrir er. Stefnt hefur verið að því að marg- ar þjónustu- og stjórnsýslu- greinar sameinist um htisnæði og kæmu sér upp sameiginlegri þjónustu, eftir því sem þörf krefsL Jafnframt gæti verið til staðar húsnæði fyrir stofnanir, sem fluttar eru út á land, t.d. útibú þeirra, er þurfa að vera í sem nánustum tengslum við hlið- stæðar starfsgreinar. Af hálfu Fjórðungssambands Norð- lendinga hefur það verið skýr stefna að beita sér fyrir stjórn- sýslumiðstöðvum, sem þjónuðu þéttbýli og héraðssvæðum, en eru ekki allsherjar stofnanir fyrir heila landshluta, sem færðu saman þjónustustarfsemi frá ein- stökum byggðasvæðum. Á þessum grundvelli hefur Fjórðungssambandið leitað eftir þvf við Framkvæmdastofnun ríkisins að gerð verði áætlun um þörfina fyrir stjórnsýslumiðstöðv- ar í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. í þjónustukönnun þeirri, sem Fjórðungssambandið gerði fyrir fáeinum árum kom í ljós að mikill áhugi er á slíku samstarfi. Nú er ljóst að Fram- kvæmdastofnun ríkisins mun taka þetta verkefni fyrir í sam- starfi við heimaaðiia. 0 Til hagræðis fyrir almenning Ekki er vafamál að með sam- starfi um húsnæðisafnot og um skrifstofuþjónustu geta hinar ýmsu þjónustugreinar sparað sér stórfé. Hitt er ekki þýðingar- minna, að með því að hafa margar hliðstæðar stofnanir i sambýli sparar almenningur mikla fyrir- höfn og tíma við útréttingar. Hitt er ekki þýðingarminna að félög og fyrirtæki, sem engin tök hafa á því að hafa skrifstofuþjónustu vegna þess að hún væri þeim einum sér of kostnaðarsöm, geta með þátttöku sinni í stjórnsýslu- miðstöð notið þessarar aðstöðu i samræmi við þarfir í samstarfi við marga fleiri aðiia. Með þessum hætti mætti laða að út f héruðin og byggðalögin þjónustu- starfsemi, sem ekki fær þrifist ein sér sem sjáifstæð starfsemi en getur dafnað ef hún gæti notfært sér aimenna þjónustustarfsemi við hliðina á annarri starfsemi, og styddu þannig hvor aðra og stuðl- uðu að aukinni þjónustu við al- menning. Þannig gætu stjórnsýslumið- stöðvar myndað net þjónustuein- inga, sem væri heild, þrátt fyrir sérgreinda þjónustu ólíkustu aðila. Þannig skapast heildar- stofnun, sem i vaxandi mæli fuli- nægði þjónustuþörfinni og hefði innan vébanda þá stjórnsýslu er hæfði fyrir þéttbýli og aðliggj- andi hérað, en væri mikilvægt tæki til að auka atvinnuval sér- menntaðs vinnuafls, sem iðulega finnur ekki verkefni við sitt hæfi úti á landi. 0 Þjónustustarfsemi þýðingarmikill atvinnuvegur Þeirri viðbáru er hreyft þegar leitað er til fjármálastofnana um fyrirgreiðslu til stjórnsýsiumið- stöðva að ekki komi lil greina að lána til bygginga á skrifstofuhús- næði, því að framleiðslan verði að sitja fyrir því fjármagni, sem fæst til dreifbýlisins. Staðreyndin er hins vegar sú, að vinnuaflstil- færslan er einmitt frá fram- leiðsluatvinnuvegum til þjónustu- greina. Þessi þróun getur haldið áfram með eðlilegum hætti, vegna þess að framleiðni fram- leiðsluatvinnuveganna hefur auk- ist að sama skapi. Aukin verk- efnaskipting í þjóðfélaginu hefur í reynd þýtt það, að vinnuafls- aukningin er í þjónustugrein- unum og þar með talin stjórnsýsla ýmiskonar. Ein megin orsök byggðarösk- unar er sú að dreifbýlið hefur setið eftir um aukningu á mann- afla í þjónustugreinum. Þróttmik- ið atvinnulíf krefst aukinna þjón- ustustarfa á öllum sviðum. Það skiptir miklu fyrir byggðaþróun- ina, að sá atvinnuauki, sem fylgir aukinni þjónustuþörf falli til í byggðarlögunum eða í nágrenni. Séu þessi skilyrði ekki fyrir hendi þurfa heimamenn með ærnum kostnaði að leita annað um fyrir- greiðslu. Ekki er vafamál, að í nútímaþjóðfélagi getur staðsetn- ing þjónustustarfsemi hreinlega haft áhrif á hvar fólk vill búa og þá um leið hvar heppilegt er að reka framleiðslutækin. Uppbygg- ing stjórnsýslumiðstöðva er liður i skipulagsbundnu starfi til að efla framleiðslubyggðarlögin og spornat gegn efnahagslegri skipt- ingu þjóðfélagsins í framleiðslu- byggðarlög og þjónustukjarna. 0 Stjórnsýslumiðstöðvar undirstaða þjónustudreifingar Sú stefnubreyting hefur orðið að nú er stefnt á ný að aukinni dreifingu í þjóðfélaginu á ýmis- konar þjónustu og ýmsum þáttum stjórnsýslu. Því hlýtur sú spurn- ing að vakna með hvaða hætti er hægt að koma þessari nýskipan á með hagkvæmustum hætti svo að þetta verði ekki um of kostnaðar- samt. Á sviði heildverslunar hafa 23 fyrirtæki í Reykjavík stofnað með sér samstarfsfyrirtæki Heild h.f. og komið upp samstarfi á flestum sviðum skrifstofuþjón- ustu. Nefndar hafa verið háar tölur um sparnað þessara fyrir- tækja. í ljós hefur komið að með samstarfi þessu hefur skapast möguleiki til að taka upp nýja tækni, sem engin skilyrði voru til þegar fyrirtækin voru sitt í hvoru horni . Við athugun hefur komið i ljós að margt má í þessum rekstri staðfæra fyrir almenna þjónustu- starfsemi úti í dreifbýlinu. Þá vantar víða úti um landið húsnæðismöguleika fyrir þjón- ustuaðila, sem starfa tímabundið á stöðunum. Það gæti verið byrjun á því að flytja inn nýja þjónustuþætti í byggðarlögin. Það er ljóst að sveitarfélögin í sam- starfi við aðra opinbera aðila verða að hafa forystu um að mynda samstarfskjarna um stjórnsýslumiðstöð. Inn í þetta samstarf þurfa að koma einkaaðil- ar, sem þurfa á skrifstofuaðstöðu að halda vegna starfa sinna. 0 Frumkvæði Dalvíkinga Lengi hafa verið I athugun á vegum Fjórðunggsambands Vest- firðinga að koma upp stjórnsýslu- miðstöð á Isafirði, sem í nokkru gæti þjónað öllum Vestfjörðum. Ekkert hefur orðið enn úr fram- kvæmdum. Hins vegar er þessum málum svo langt komið á Dalvík að þar er hafin smíði stjórnsýslu- miðstöðvar á vegum kaupstaðar- ins. Ráðgert er að í byggingunni verði Sparisjóður Svarfdæla, bæjarskrifstofur Dalvfkur, bæjar- fógetaskrifstofur, bókhaldsþjón- usta, Utgerðarfélag Dalvíkur og siðar meir umboðsmaður skatt- stjóra, útibú Vegagerðar og Raf- magnsveitna ríkisins. Gert er ráð fyrir að i húsinu verði sameiginlegur fúndarsalur, sem jafnframt verði dómssalur. Þá verður í húsinu sameiginleg skrifstofuþjónusta og símaþjón- usta, sem rekin verður annað- hvort í tengslum við bókhalds- þjónustuna 'eða bæjarskrif- stofuna. Þessi þjónusta nái til símagæslu, vélritunarstarfa, fjöl- ritunar, Ijósritunar, póstþjónustu, bankaþjónustu og afgreiðsluþjón- ustu fyrir einstaka aðila. Stefnt er að því að tekin verði upp sam- ræmd þjónusta um reiknings- færslu, sem allir geta nýtt sér. Þá verður í húsinu eldtraust skjala- geymsla og möguleiki er að fela skrifstofuþjónustu umsjón með skjalavörzlu. Umfang sameigin- legrar þjónustu verður ákveðið eftir því sem reynslan bendir til að heppilegust sé og einstakir aðilar telja sig þurfa. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði í rekstri Dalvíkurkaupstaðar, og með eignaraðild annarra aðila, eða í samstarfi við forleiguaðila í stjórnsýslumiðstöðinni. 0 Vaxandi áhugi í Siglufirði og Húsavík Sumstaðar á landinu hafa verið byggð svonefnd bæjarhús þ.e. sameiginlegt húsnæði fyrir starf- semi viðkomandi sveitarfélags. Hér er oftast um að ræða húsnæði fyrir skrifstofur löggæslu, slökkvilið, fangageymslu og geymslu. I þessum hópi er ný- byggingar í Bolungarvík og Höfn í Hornafirði. 1 þessum byggingum eru til húsa bæði aðstaða sveitar- félagsskrifstofu og embættis- manna ríkisins. Hér er kominn vísir að stjórn- sýslumiðstöð, sem eðlilegt er að útfæra til fleiri þátta. Fyrir nokkrum árum byggði Húsavíkur- kaupstaður hús fyrir skrifstofur, löggæslu, fangaklefa og geymslu. Þetta húsnæði er orðið of litið. Möguleikar eru á að byggja tvær hæðir ofan á þetta hús. Bæjar- fógetaembættið á Húsavík er i ónógu húsnæði og svo er um fleiri þjónustugreinar. Uppi eru hug- myndir um að kaupa viðbyggt hús og byggja ofan á bæjarhúsið og sameina flestar þjónustuskrif- stofur bæjarins, svo sem bæjar- skrifstofu og bæjarfógetaskrif- stofu í eina byggingu, þar sem mynduð verði stjórnsýslumiðstöð fyrir Húsavík og Suður- Þingeyjarsýslu. A Siglufirði var fyrir nokkrum árum byggð bæjar- bygging og er aðeins neðsta hæðin nýtt, sem bókasafn. Nú eru uppi hugmyndir um að ljúka við húsið og fá bæjarfógeta inn í bygginguna og síðan stækka húsið sem almenna stjórnsýslumiðstöð fyrir Siglufjörð. Vfða hafa menn komið auga á hagkvæmni samstarfs um hús- næði t.d. er í athugun á Kópaskeri samstarf milli Samvinnubankans og héraðsbókasafns um byggingu. Á Blönduósi er að rísa mikil bók- hlöðubygging, sem er vísir að stjórnsýslumiðstöð. 0 Draga verður úr aðstöðumun eftir búsetu Á síðasta Fjórðungsþingi komu fram ábendingar um að færa þjónustustarfsemina nær fólkinu. Hér er einkum átt við hin marg- víslegu samskipti sýslumanns- embættanna við almenning, sem hafa farið mjög vaxandi með til- komu héraðssjúkrasamlaga og vaxandi umboðsstarfa. Einnig á þetta við um framtalsþjónustu frá skattstofum. sem ekki er eðlilegt að núverandi umboðsmenn veiti og því nauðsynlegt að sérhæfðir starfsmenn annist hver á sínu svæði. Nú er fyrir dyrum að dreifa byggingafulltrúum og bæta þjónustu þeirra. Nauðsyn- legt er að koma upp bókhalds- og endurskoðunarþjónustu sem vfðast. Margt bendir til að sveita- hreppar þurfi á sameiginlegri þjónustu að halda. Allt þetta ýtir undir þörfina á sérstökum stjórn- sýslumiðstöðvum, þar sem hægt væri að samhæfa þessa starfsemi og gefa félagasamtökum. atvinnu- fyrirtækjum og einkaþjónustu- aðilum kost á að njóta samstarfs- ins. Þetta myndi stórlega draga úr þeim aðstöðumun sem nú er í þjóðfélaginu til að nýta sér þjón- ustustarfsemi þess. Jafnframt gæti þetta orðið verulegur beinn sparnaður fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þróun stjórnsýslumið- stöðva er fyrsti vísirinn að því sem koma skal. Það er skipuleg tilfærsla opinberrar þjónustu út um landið. Það fer mjög eftir reynslunni af stjórnsýslumið- stöðvum hvort menn fái trú á því að veruleg tilfærsla eigi rétt á sér. 0 Stjórnsýslumiö- stöövar draga úr búseturöskun Þegar gerður er samanburður á því hvert vinnuaflið leitar í þjóð- félaginu kemur í Ijós miðað við upplýsingar Þjóðhagsstofnunar að í þjóðarbúskapnum var opin- ber þjónusta árið 1973 vinnuafls- frekasta atvinnugrein þjóðfélags- ins. Fyrir 10 árum eða 1963 var almennur iðnaður mannfrekastur og þar næst verslun og viðskipti, en opinber þjónusta var í þriðja sæti. Nú er almennur iðnaður kominn i þriðja sætið, en versl- unin heldur sínum hlut í röðinni. Svonefndar þjónustugreinar þ.e. verslun og viðskipti, opinber þjónusta og einkaþjónusta áttu 31.2% í mannafla atvinnugreina 1963 en 1973 var hlutfallið 38.1%. Á þessu tímabili var aukning mannára i atvinnugreinum 33%. I hlut þjónustugreinanna kom 64.5% af aukningu vinnuaflsins. Þetta svarar til 6 af hverjum 10 mönnum sem leita inn á vinnu- markaðinn. Af þessari aukningu fór í opinbera þjónustu um 32.3% af viðbótar vinnuaflinu. Sé litið á dreifingu þessa vinnu- afls milli landshluta kemur í ljós að Reykjavík er með 62.7% mann- afla í þjónustugreinum og um 28.7% Reykvikinga lifa á opin- berri starfsemi, en i Reykjavík búa rúmlega 39% íbúa landsins. Dreifing þjónustustarfseminnar út um landið er byggðanauðsyn og því er uppbygging stjórnsýslu- miðstöðvanna liður i baráttu dreifbýlisins til að rétta við hlut sinn og skapa meiri aðstöðujöfn- un i þjóðfélaginu. Þetta er leið i þeirri baráttu að skapa menntuð- um starfskröftum skilyrði við sitt hæfi í heimabyggðum og koma í veg fyrir atgervisflóttann úr dreifbýlinu." STÓRKOSTLEG ÚTSALA HJÁj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.