Morgunblaðið - 14.01.1976, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.01.1976, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1976 15 Krakkarnir að koma f mat f skófaathvarfið f Austurbæjarskólanum. Fvrir aftan þau standa skólastjór- inn, Hjalti Jónasson, Sigrfður Sumarliðadóttir, sem er tengiliður milli sálfræðideildanna og skólaat- hvarfanna, og húsmóðirin Bára Björnsdóttir. kenna þeim, sögðu kennar- arnir og húsfreyjan í athvarf- inu. — Hér læra þau að umgangast aðra og hætta að draga sig út úr, ef það er vandamálið. Við vinnum allt saman hér, bætir Bára við. Kennararnir hjálpa mér og krakkarnir lika. Þau þvo upp, smyrja brauð, leggja á borðið o.fl. Það sýnir kannski best hve mikil þörf var fyrir athvörf í skólum, að bórnin, sem sum áttu í erfiðleikum með að mæta í skóla, koma strax klukkan átta í athvarfið, þó þau eigi ekki að mæta í skóla fyrr en klukkan eitt. Önnur koma þar við um leið og þau fara i skólann klukkan átta, þó ekki sé til þess ætlast. Og þau vilja dvelja til klukkan fimm, þegar lokað er. Eins sækja aðrir krakkar allmikið á um að fá að koma En þetta er að sjálfsögðu ekki almennt Litið inn í skólaathvarf Eitt af þremur í borginni í þremur skólum í Reykjavíkurborg er nú annað árið i röð starfrækt svokallað skólaathvarf. Þetta góða gamla orð at- hvarf lýsir mjög vel hvers konar staður þetta er og hvers þar er að leita. í orða- bók Blöndals er orðið skýrt með danska orðinu „til- flugt" og sagt að þar sé hægt að leita hælis eða fá stuðning og hjálp. Þetta gera einmitt börnin, sem eru i athvörfunum við skólana þrjá, Fellaskóla, Austurbæjarskóla og Mela- skóla. Vist i athvarfi er ákveðin af skólastjórum í samráði við skólasál- fræðingana, þegar þörf þykir, og er hugsað sem fyrirbyggjandi starf, þ.e. að taka á vandanum áður en hann verður meiri og erfiðari. Og þessi skólaat- hvörf hafa þegar gefist ákaflega vel. — Þetta er bezta framtak, sem fræðsluyfirvöld hafa gert, síðan ég byrjaði að kenna, sagði Hjalti Jónas- son, skólastjóri Austurbæjar- skólans, er við litum inn í athvarfið þar, sem er til húsa i syðri álmunni, þar sem áður var skólastjóraíbúð. Hjalti kvaðst hafa verið svolitið tor- trygginn á þetta, þegar það byrjaði i fyrrahaust, en hann hefði fljótt séð að það er mjög gott og nauðsynlegt. Kvaðst hann vilja taka djúpt í árinni við að hrósa fræðslu- stjórn fyrir þetta framtak. At- hvörf þyrftu bara að vera við hvern skóla i framtíðinni — Og auðvitað byggist þetta á þvi hvilíkt afbragðsfólk hefur verið hér i athvarfinu, bætti hann við. >— Það hefur ekki komið eitt einasta barn í athvarf, sem ekki hefur haft gott af að vera þar, bætti Sigríður Sumarliðadóttir við, en hún starfar sem tengiliður milli athvarfanna og sálfræðideild- anna og hefur mikla þekk- ingu á ýmsum vandamálum skólabarna i Reykjavík. Við litum um hádegið inn i athvarfið í Austurbæjar- skólanum, því þá eru flest börnin á staðnum. Kennar- arnir, sem skipta með sér að vera í athvarfinu og hjálpa með lexíur og starf, þeir Ólaf- ur Hólm og Guðmundur Sig- hvatsson, voru þar báðir og auðvitað húsmóðirin, Bára hér venjulega við, sagði hún eins og afsakandi En það er ekki bara matur, sem veittur er i athvarfinu og sem þörf er fyrir. Það er hlýja og stoð. — Við reynum að gera það fyrir börnin, sem gert er á góðu heimili, veita þeim hlýju, ala þau upp og dagheimili eða mötuneyti, heldur eingöngu fyrir þau börn, sem skólastjóri og sál- fræðingurinn telja að þurfi á athvarfi að halda. Ástæðurn- ar geta verið margvíslegar, erfiðleikar á heimilunum, að- lögunarerfiðleikar barnsins og fleira. En athvarfið er Krakkarnir læra lexfurnar sfnar f athvarfinu undir umsjá kennara eða dunda við annað, þegar það er búið. Björnsdóttir. Börnin voru ýmist að koma úr skóla eða fara í skólann. En þau borða öll saman i athvarfinu um hádegið. Þau sem eru á morgnana í skóla, dvelja svo síðdegis í athvarfinu, fá hjálp með lexíurnar sínar og una sér við verkefni til klukkan fimm. En þau börn sem fara í skólann eftir hádegi, koma að morgninum klukkan 8, fá morgunverð og dvelja fram að hádegi. í hvorum hópi eru 8 börn, á aldrinum 7 til 13 ára. Fleira er þó oft í mat hjá Báru, því stöku börn úr hjálparbekkjunum, sem koma lengra að og komast ekki heim til sin i hádeginu, fá þar hádegismat suma daga, geta þá orðið upp í 22 við borðið Eins kemur Bára yfirleitt 1 5 minútur yfir átta, til að geta gefið þeim börn- um, sem eru að fara í kennslustund eitthvað áður en þau byrja. — Mér finnst ekki hægt annað. Þau koma hugsað sem fyrirbyggjandi aðferð, til að grípa inn í strax ef bólar á vanda. Þarna fá börnin félagslega og tilfinn- ingalega heppilegan bak- hjarl. Þetta er einn liðurinn í all- viðtæku hjálparstarfi, sem fræðslustjórn Reykjavikur hefur að undanförnu verið að byggja upp. Skipa fyrirbyggj- andi aðgerðir sívaxandi sess þar og létta um leið af með- ferðarheimilunum síðar. Enda öll hjálp erfiðari og dýrari með vaxandi og rót- grónari vanda. Félagsleg að- stoð við börn er sexþætt í fræðslukerfinu Hjálparbekkir eru í skólunum fyrir þá sem erfitt eiga í námi í svo- nefndri athvarfsiðju aðstoða kennararnir nemendur i sér- stökum tímum í skólunum við hliðina á venjulegri kennslu Er það annars eðlis en athvörfin, sem hér var lýst en i athvarfinu er oftast um skammtimadvöl að ræða. Séu erfiðleikarnir meiri en þetta og skólasálfræðingarnir telja ástæðu til, er rekið heimili fyrir börn með ýmiss konar sérvanda í Bjarkarhlíð. Og meðferðarheimili í Laugarásnum, þegar grípa þarf til enn róttækari ráð- stafana. Þá er Geðdeild barnaspítala Hringsins við Dalbraut fyrir börn með geð- rænan vanda, sem er enn annars eðlis. Skólaathvörfin eru í skólunum sjálfum og árlegur starfstími sá sami og skólanna. Eins og skóladag- heimilanna, sem líka eiga að uppfylla aðra þörf, þ.e. dag- vistun, þar sem foreldrar eru ekki heima á daginn. Þegar okkur bar að garði, var uppi fótur og fit í skóla- dagheimilinu i Austurbæjar- skólanum. Keypt höfðu verið leikföng, sem mjög hafði skort og allir hópuðust í kring um kennarana. Krakkarnir settust að púsluspilum, sem eru þeirrar náttúru, að kenna um leið og leikið er nöfn á fuglum og.dýrum á islenzku og ensku, því kennararnir reyna að blanda saman fræðslu og margs konar leik og iðju. Ekki gafst þó tími til annars en að skoða þessi leikföng i hádeginu, en síðan voru þau lögð til hliðar til betri tíma Og allir krakkarn- ir, sem spurðir voru, sögðu að þarna væri voða gott að vera. — E.Pá Ljósm Frióþ.jófur Máltfðinni er að Ijúka. Kennararnir Guðmundur Sighvatsson og Ólafur Hólm sitja við borðsendann of Bára ber á borð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.