Morgunblaðið - 14.01.1976, Síða 21

Morgunblaðið - 14.01.1976, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1976 21 fclk í fréttum + Eftirfarandi frásögn er lauslega þýdd úr dönsku blaði og er höfð eftir bandarískri konu, Constance Bernstein, sem gift er dönskum „víkingi44. Þau hjónin hafa tvö undanfarin ár eytt vetrarfríi sínu við skíðaiðkanir, í síðara skiptið við tilhlýðilegar aðstæður — þó ekki gengi það alveg snurðu- laust: Eftir art hafa lifað af fyrri skíðaferðina okkar, og búa þó I tjaldi allan tímann, sór ég þess dýran eið, að í þeirri næstu skvldi ég aldrei fá nóg af því að svamla I heitu rennandi vatni, sofa f dúnmjúku rúmi og borða með hníf og gaffli. Og svo dró ég sauðþráan vfkinginn minn með mér inn á ferðaskrifstofu (hann gekk með þá grillu f höfðinu að allra skemmtilegast væri að búa f snjóhúsi) og við pöntuðum dýrustu skíðaferðina til Saalbach f Austurrfki. t þetta sinn var ég á heima- velli og lék á als oddi — á dýrasta hótelinu f bænum, — hvílfk dásemd. Eigandinn hafði farið f eigin persónu til Lundúna og keypt eftirlfkingar af húsgögnum og skrautmun- um frá Viktorfutímanum. Og ekki dugði minna en Viktorfa gamla héngi tignarlega inn- römmuð uppi á vegg f barnum og fvlgdist vökulum augum BO'BB & BO að mafa ) EÍNN) 3 íK ENN U_J ^ Mœjorka skíðamanna með þvf, að allt færi nú sóma- samlega fram. Henni hefur áreiðanlega ekki fundizt viðeig- andi að fólk skvldi striplast svona fvrir framan nefið á henni, hálfnakið eða sveipað í handklæði, þegar bezt lét. En auðvitað vissi hún ekki, að mað- ur varð að fara í gegnum bar- inn til þess að komast fram á baðherbergi, það var eina leið- in þangað. — Það leiðinlega við Dani er að þeir eru svo gjör- snevddir þokka! sagði konan sem átti hótelið við mig kvöld eitt. Þarna átti hún áreiðanlega við skfðamennskuna, hugsaði ég; eða hafði hún séð hvað ég var klaufsk við að ná sundur rúnstvkkinu mínu við morgun verðarborðið ... eða hafði henni borizt það til evrna að við svæfum á gólfinu fvrir opnum dvrum og með alla glugga upp á gátt? En hvernig átti ég að útskýra það fvrir konunni, að vfkingurinn minn væri ennþá með það á heilanum, að hann byggi f tjaldi. Hún hélt áfram: — ... og fólk tekur ekki einu sinni tillit til þess, að ég hef lagt blátt bann við þvf að það drekki á herbergjunum. — Nú, þarna kom það. Hún hafði séð tómu wiskýflöskurn- ar okkar f skápnum, hugsaði ég, um leið og hún hélt áfram: — Sjáðu bara, um leið og Danirnir eru búnir að borga lyftukortin, þá er eins og þeir séu orðnir algerlega uppiskroppa með peninga, og ég sé þá sárasjald- an á barnum eða í nætur- klúbbnum á hótelinu. Hún and- varpaði: — Það er allur par- dómur úr þessum ferðamönn- um nú orðið ... Eg var að hugsa um að skjóta þeirri spurningu inn f, hvort hún væri e.t.v. að mælast til þess, að ég klæddist viktorf- önskum skfðabuxum, þegar hún talaði um þokka og par- dóm. En hún var ekki af baki dottin: — og þó að Svfarnir drekki mcira og séu sfkvart- andi vfir matnum, þá er meiri þokki vfir klæðaburði þeirra og þeir eru betri skfðamenn en Danir. t næstu skíðaferð okkar hjóna ætla ég að hressa upp á þokkann hjá mér og skipta á stuttbuxunum mfnum og draumfögrum skíðabúningi — taka wiskýflöskuna með mér út í skfðabrckkuna og verða þokkafull. vos-/2 * >y UWD — Námslánin Framhald af bls. 19 að 50—70% af útlánuðu fé skilist í raungildi aftur til sjóðsins, verði þessar tillögur að veruleika Er það ekki lægra hlutfall en aðrar tillögur myndu skila og sennilega eru vandfundin þau lán í islensku þjóðfélagi sem betri heimta er á Þegar þessar tillögur voru mótaðar, mörkuðu þær nokkur þáttaskil f lána- málum Þær mættu strax harðri and- stöðu margra námsmanna, og þótti sumum sem hér væri slæleg kjarabar- átta á ferð, þar sem fallist væri á heildarherðingu endurgreiðslna, en öðrum var greinilega í nöp við þau jafnréttissjónarmið sem þar komu fram Siðan hefur nokkuð dofnað yfir and- stöðunni Menn hafa linast í þvi að heimta sömu hagstæðu kjörin og nú eru, sumpart vegna þess að þeir sjá, hve illa er stætt á því með tilliti til væntanlegra hátekna sumra mennta- manna, sumpart vegna hins eindregna vilja rikisvaldsins að herða heildar- endurgreiðslur Þó er enn hægt að finna menn sem eru andsnúnir því að taka mismikið í endurgreiðslur af mönnum, eftir þvi hvaða tekjur þeir hafa að námi loknu Slíkir menn eru hlynntir launamismun, en vilja þó ekki taka tillit til hans við ákvörðun endur- greiðslna, og er grein formanns Vöku i nýútkomnu Vökublaði gott dæmi um þetta sjónarmið Stjórn Vöku hefur samið tillögur um endurgreiðslur, og einnig hafa tekið sig til tveir af forystumönnum þess félags og gert enn aðrar tillögur Þá má telja vist að fjölmargir einkum meðal námsmanna erlendis, vilja halda fast í þá stefnu að halda beri núverandi hagstæðum kjörum Mikill meirihluti námsmanna hefur þó tekið afstöðu með tillögum SHÍ Má þar nefna meirihluta stúdenta við H í , nær öll önnur námsmannasamtök á íslandi og töluverðan hluta náms- manna erlendis. Á ráðstefnu náms- mannasamtakanna 22. — 23 nóv sl var þessi stefna samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta og telst hún þvi stefna islenskra námsmanna. Hefur Kjarabaráttunefnd námsmanna gert þessar tillögur að sínum Kjartan og Eiríkur Tveir forystumenn Vöku, Kjartan Gunnarsson og Eirikur Þorgeirsson, kynntu i Morgunblaðinu 21 • nóvem- ber tillögur sinar um „nýskipan náms- aðstoðar". í stuttu máli gera þær ráð fyrir að allir námsmenn hljóti styrk, sem samsvari 2 5 þúsund á hvern námsmánuð nú Jafnframt verði tekið nokkuð — en óverulegt — tillit til aðstæðna námsmanns, þ e fjölskyldu- stærðar og tekna Þessu til viðbótar geta allir fengið lán upp að fullri fjár þörf og verði þau verðtryggð Við endurgreiðslur þeirra verði ekki farið eftir ákveðnum reglum varðandi greiðslugetu, heldur aðeins möguleiki á einstaklingsbundnum tilslökunum Þessar tillögur ganga út frá þeirri staðreynd að allir sem um málið hafa fjallað, bæði þingmenn og forystu- menn námsmanna, telja eðlilegt að hluti námsaðstoðar skilist ríkinu aldrei Þennan styrk vilja þeir félagar festa þannig i sessi, að hann verði jafn há upphæð til allra námsmanna Námsmenn hafa almennt ekki fallist á þessar tillögur Kjartans og Eiriks Menn hafa bent á að þetta fyrirkomu- lag kæmi þeim best sem litla fjárþörf hafa. Það eru atriði eins og miklar tekjur, aðstoð úr foreldrahúsum og engin börn, sem valda því að fjárþörf verður litil Bent hefur verið á, að menn í góðri þjóðfélagslegri aðstöðu muni geta látið sér nægja að hirða styrkinn, jafnvel án þess að þurfa raun- verulega á honum að halda Hins vegar verði námsmenn með mikla fjár- þörf, þ e. án styrks úr foreldrahúsum, með miðlungstekjur eða minna og með börn á framfæri að taka mikið visitölu- bundið lán Það getur síðan alltaf gerst að slikir menn lendi i tiltölulega lágum tekjuflokki að námi loknu og endur- greiðslur verði þeim þung byrði Það er Ijóst að það munar ekki miklu á tillögum Kjarabaráttuncfndar og Ei- ríks og Kjartans, hvað snertir þá greiðslubyrði sem lenda mundi á ríkis- sjóði Hins vegar munar miklu hvar hún mundi lenda meðal námsmanna. Samkvæmt tillögum Kjarabaráttu- nefndar lendir hún hjá þeim sem hafa lágar tekjur að námi loknu og hafa þvi ekki haft fjárhagslegan ábata af námi sínu, en hjá Kjartani og Eiriki dreifist hún meðal allra námsmanna, án tillits til þarfa þeirra meðan á námi stendur og án tillits til tekna þeirra að námi loknu. Tillögur Ellerts Ellert Schram, þingmaður og fulltrúi í nefnd um endurskoðun námslána, hefur nú sett fram tillögur um nýskipan námslána. í stuttu máli gera þær ráð fyrir tvískiptingu lána Námsmönnum verður gefinn kostur á lánum, sem nema ákveðinni, fastri upphæð eða helmingi af meðalumframfjárþörf, og verði vextir af þeim 4/5 af útlána- vöxtum banka Síðan geti menn tekið vísitölubundin lán til að fylla upp í einstaklingsbundna fjárþörf Lánin endurgreiðist með jöfnum afborgunum á 20 árum, þó nemi afborgunin aldrei meiru en 10% heildartekna Það er erfitt að meta, hve mikið muni skilast í ríkissjóði i raungildi skv. þessum tillögum í fyrsta lagi er óvist um þróun útlánavaxta banka, saman- borið við verðbólgu en sú þróun ræður úrslitum um það hve mikið skilast af fyrri lánum í öðru lagi er óvist, hve 10% þakið mun skerða endurgreiðslur mikið og i þriðja lagi er vandséð að hve miklu leyti menn yrðu borgunarmenn fyrir þeim endurgreiðsl- um sem þeim yrði gert að standa undir. Er hæpið að áætla að lánakerfi Ellerts mundi færa Lánasjóði meiri endurgreiðslur en kerfi Kjarabaráttu- nefndar Hitt skiptir meira máli að þessar endurgreiðslur munu leggjast mjög óréttlátlega á menn Maðurinn með mestu fjárþörfina á meðan á námi stendur, þarf að taka mestan hluta af láni sinu með fullum vísitöluvöxtum, á meðan sá sem nýtur aðstoðar aðstand- enda getur sleppt þvi algerlega að taka þann hluta lánsins Öll lán munu síðan rýrna að e-u leyti þar til þau ,ri endurgreidd, og mun það auðviioj koma hátekjumanninum vel, en þau munu hins vegar ekki rýrna meira en svo að þau yrðu lágtekjumönnum byrði Að lokum Þess ber vandlega að gæta, að námslán eru ekki lán i venjulegum skilningi Þau eru tæki til jöfnunar á aðstöðu og jafnframt viðurkenning á því vinnuframlagi sem nám er Þannig mætti álykta að námslaun væru rök- réttari en námslán En, eins og áður er vikið að, leiðir nám oft til þess að menn hljóta hærri laun en þeir sem ekki hafa lokið námi Því hefur náms- mönnum, eins og flestum öðrum, þótt eðlilegt að námsmenn skuli endur- greiða námsaðstoðma Það er hins vegar staðreynd, sem ekki verður gengið fram hjá, að mikill launamunur ríkir meðal langskólagenginna manna eftir stéttum og starfsgreinum, án þess að þar liggi endilega til grundvallar þjóðhagslegt mikilvægi viðkomandi starfa Það má lita svo á, að þar sem langskólagengnir menn hafa tiltölulega lágar tekjur, hafi nám þeirra ekki orðið þeim til fjárhagslegs ábata, án þess að nokkuð samræmi þurfi að vera við það gagn sem þjóðfélagið hefur af mennt- un mannsins. Því gildir ekki áðurnefnd röksemd fyrir lánum i stað launa Tillögur Ellerts, Kjartans og Eiríks og stjórnar Vöku ganga allar fram hjá þessum grundvallandi staðreyndum um kjör námsmanna og mennta- manna Það er gjörsamlega litið fram hjá þvi, að nám leiðir ekki alltaf til fjárhagslegs ábata, en hlýtur þó ávallt að teljast þjóðfélaginu ávinriingur nema í undantekningartilvikum Nái t d tillögur Ellerts fram að ganga, leiða þær til þess, að námsmaður, sem verður að taka fullt námslán, neyðist til að velja sér nám, sem gefur eitthvað i aðra hönd siðarmeir Sá sem getur notið aðstoðar frá foreldrum þarf ekki um slíkt að hugsa. Því væri um að ræða bæði stórhættulega stýringu á námsvali og stórt skref frá því marki sem er jöfnun á aðstöðu til náms. Niðurstaða mín er þvi sú, að ekki hafi komið fram aðrar hugmyndir en tillögur Kjarabaráttunefndar, sem bæði séu i samræmi við upphaflegan tilgang námslána og tryggi veruleg skil á endurgreiðslum þeirra Ég hlýt að líta á aðrar tillögur, sem hér hafa verið rakt- ar, sem stórhættulegar og skref aftur á bak i sögu opinberrar námsaðstoðar á íslandi Að lokum vil ég þó minna á það, að spurningin um framtíðarskipun opin- berrar námsaðstoða" á íslandi má alls ekki verða til þess að það gleymist að námsmenn þurfa lika að éta á þessum vetn Það er höfuðkrafa islenskra námsmanna um þessar mundir að opinber námsaðstoð verði ekki skert frá þvi sem verið hefur Gestur Guðmundsson formaður stúdentaraðs H.í.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.