Morgunblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 26
26 Morg vnbla^ ^ÍÐVíKUDAGUR 14. JANÚAR 1976 LEIKMðMIl BOÐIÐ ÖKEYPIS HdSMfil, BIFREIÐ OG LANA- FYRIfiGREIDSLA FYRIR Afi SEGJA SKILIÐ VIO ÍBV-LIBIB — ÞVl ER ekki að leyna að það er gífurlegur urgur f mönnum hér vegna tilrauna einstakra liða til þess að ná leikmönnum frá okk- ur, sagði Hermann Jónsson for- maður Knattspyrnuráðs tBV f viðtali við Morgunblaðið f gær. — Alvarlegast er þó að okkar áliti, að það skuli vera stjórnarmaður f KSl sem á þarna m.a. hlut að máli, en hann hefur haft sam- band við leikmenn hér fyrir ákveðið félag og gert þeim gylli- boð, vildu þeir ganga til liðs við það. Við urðum varir við það f fyrra, þegar við féllum f 2. deild að ýmsir gátu ekki dulið ánægju sfna vfir þvf, en við höfðum satt Örn Óskarsson að segja gert okkur vonir um að vera látnir f friði með mannskap- inn, sagði Hermann. Það munu fyrst og fremst vera tveir leikmenn Vestmannaeyja- liðsins sem mörg félög sækjast mikið eftir. Eru það þeir Ólafur Sigurvinsson og örn Óskarsson. Þá mun einnig hafa verið rætt við nokkra aðra leikmenn ÍBV- liðsins, og þess freistað að fá þá til þess að hafa félagaskipti. — Leikmönnunum eru boðin gull og grænir skógar, sagði Her- mann í viðtalinu við Morgunblað- ið. — Þannig hljóðar t.d. eitt til- boðið upp á ókeypis afnot af íbúð, Ólafur Sigurvinsson bifreið og lánafyrirgreiðslu í bönkum, ef viðkomandi þyrfti á því að halda. Þetta álítum við mjög alvarlegt mál þegar svo er komið þá er ekki langt skrefið út f atvinnumennskuna, en sem kunn- ugt er þá samræmist hún ennþá ekki reglum Iþróttasambands Is- lands. Hermann kvaðst vona að leik- mennirnir færu ekki, — ég veit reyndar nokkurn veginn að annar þeirra sem mest hefur verið látið utan í ætlar sér alls ekki að fara. Þá sagði Hermann að hann vissi enn ekki til þess að neinn þeirra leikmanna sem lék með IBV- liðinu í fyrra ætlaði sér að hætta, en það myndi skýrast betur þegar æfingar hæfust. ÍBV-liðið hefur enn ekki ráðið sér þjálfara og sagði Hermann að það yrði senni- lega ekki gert fyrr en eftir árs- þing IBV sem haldið yrði í febrú- ar. — Mér virðist mikill hugur f strákunum og þeir ætla sér ekki að vera nema þetta eina ár í 2. deildinni, sagði Hermann. Þegar Hermann var spurður að því hvort nokkuð hefði komið til tals að skipta IBV-Iiðinu og keppa framvegis undir merkum Þórs og Týs, sagði hann að raddir hefðu heyrst um það eftir fallið í 2. deild í fyrrasumar, en þær væru nú löngu hljóðnaðar. — Ég tel því ákaflega ólíklegt að það verði gert, sagði Hermann, — enda hefur samkomulagið milli félaganna alltaf verið einstaklega gott. Þrír úrslitaleikir í Laugardalshöll í kvöld 1 KVÖLD fara fram í Laugardals- höllinni tveir mjög þýðingarmikl- ir leikir f 1. deildar keppni Is- landsmótsins f handknattleik karla, og sennilega úrslitaleikur- STAÐAN Staóan f 1. deildar keppni fslandsmótsins f handknattleik karla, fyrir leikina f kvöld, er þannig: Valur 7 5 1 1 135:103 11 FH 8 5 0 3 174:156 10 Haukar 9 4 2 3 168:156 9 Fram 8 3 1 3 126:125 8 Vfkingur 8 4 0 4 165:166 8 Þróttur 9 3 2 4 167:177 8 Armann 8 2 1 5 131:170 5 Grótta 7 2 0 5 121:134 4 Markhæstu leíkmenn í deildinni eru: Friðrik Frióriksson, Þrótti 55 Páll Björgvinsson, Vfkingi 52 Höróur Sigmarsson, Haukum 47 Þórarínn Rangarsson, FH 40 inn f 1. deildar keppni kvenna f handknattleik. Liðin sem eigast við f 1. deild karla eru Armann og Grótta annars vegar og Valur og Fram hins vegar og f 1. deild kvenna leiða Valur og Fram sam- an hesta sfna. Leikur Vals og Fram í kvenna- flokki hefst kl. 19.15 og eins og jafnan þegar þessi lið mætast má búast við mjög tvísýnum og skemmtilegum leik. Er þess skemmst að minnast að -þegar þessi félög mættust í úrslitaleik Reykjavíkurmeistaramótsins á dögunum var jafntefli eftir venjulegan leiktíma, en í fram- lengingunni tókst Valsstúlkunum að vinna sigur. Óneitanlega eru Valsstúlkurnar sigurstranglegri í leiknum í kvöld, en árangur þeirra hefur verið með ágætum að undanförnu, og nægir þar að nefna til hina miklu keppni sem þær veittu einu bezta kvennaliði á Norðurlöndum, HG, í Evrópubik- arkeppninni á dögunum. Leikur Armanns og Gróttu sem hefst kl. 20.15 er baráttan á botn- inum í deildinni. Eins og er standa Ármenningar þar heldur betur að vígi, eru með einu stigi meira en Grótta. En slakur Ieikur Ármenninga á móti FH á sunnu- dagskvöldið bendir til þess að lið- ið eigi við ýmis vandamál að etja, og víst er að það verður að leika betur en það gerði þá til þess að sigra Gróttu. Það lið sem tapar leiknum í kvöld stendur óneitan- lega illa að vfgi í deildinni, og má því búast við að leikmenn beggja liða leggi sig alla fram. Leikur Vals og Fram hefst kl. 21.30. Valsmenn standa nú lang- bezt að vígi í deildinni, og spurn- ingin í leiknum í kvöld er fyrst og fremst sú, hvort Fram tekst að koma í veg fyrir að Valsmenn nái slíkri forystu í mótinu, að þeir verði komnir með aðra höndina á Islandsbikarinn. Framsigur í leiknum í kvöld myndi opna stöð- urra í mótinu nokkuð, þótt Vals- menn stæðu þar reyndar bezt að vígi eftir sem áður. Lét hendur skipta eftir tapleik í3. deildinni ÞAÐ er ekki síður fjör og spenna í 3. deild íslandsmótsins í hand- knattleik heldur en í 1. og 2. deild, og óhætt er að fullyrða að nokkur liðanna sem skipa deild þessa gefa 2. deildar liðunum lítið eftir. Að öllum líkindum mun slagurinn um sigur í Suðurlands- riðlinum standa milli HK úr Kópavogi, Stjörnunnar úr Garða- hreppi og Aftureldingar úr Mos- fellssveit, en Skagamenn eiga einnig möguleika á að blanda sér í þá baráttu. Um helgina fóru fram tveir leikir í deildinni. Fyrst léku IiK og Akranes í hinu nýja og glæsi- lega fþróttahúsi Skagamanna og fóru leikar svo, að HK sigraði f leiknum 20—18. Fékk Kópavogs- liðið litla hvíld, þar sem það þurfti að leika við Stjörnuna á sunnudaginn. Sá leikur var næsta sögulegur. Lyktaði honum með sigri Stjörnunnar 20—19 og var sigurmarkið skorað þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka. Rann berserksgangur á einn leikmanna HK-liðsins við mótlæti þetta og lét hann hendur skipta. Sló einn leik- manna Stjörnunnar, sparkaði i annan og hrinti þjálfaranum. Munu dómarar leiksins gefa skýrslu um mál þetta, en sem kunnugt er þá er engin aganefnd starfandi innan HSI og því óséð hvort hann muni hljóta refsingu fyrir þetta tiltæki sitt. Oppsal lenti í erfiðleikum NORSKU bikarmeistararnir I handknattleik, Oppsal. lentu í miklum erfiðleikum f fvrri leík sfnum við belgfsku bikarmeist- arana Seraing um sfðustu helgi. tlrslit leiksins urðu 11—9 sigur Norðmannanna, og kom það mjög á óvart hvað Belgfumennirnir veittu þeim mikla keppni, en sem kunnugt er þá hefur hand- knattleíkur til þessa ekki verið hátt skrifaður f Belgfu. Staðan í hálfleik var 5—4 fvrir Belgfumennina, eftir að þeir höfðu komizt f 4—1 um miðjan hálfleikinn. Oppsal náði fvrst forvstu á tölunni 8—7 og hafði eftir það forystu f leiknum. Mörk norska liðsins skoruðu: Allan Gjerde 4, Kristen Grislingaas 2, Terje Andersen 2, og Jan Berg 2. Maður leíksins var þó öðrum fremur markvörður norska liðsins, Pál Bye, sem varði frábærlega vel í leiknum og bjargaði hreinlega sigrinum fvrir norska liðið. Norðmenn segja að vörn belgfska liðsins hafi verið mjög góð og yfirleitt kunnátta þess langtum meiri en þeir áttu von á. Belgfumennirnir komust f aðra umferð keppninnar með þvf að sigra ensku meistarana samtals með 79 mörkum gegn 24, en Oppsal líðið sló FH-inga út f fyrstu umferð, svo sem kunnugt er. Piero Gros í íorjstu EFTIR skfðamót sfðustu helgar stendur stigakeppni heímsbik- arkeppninnar þannig að Piero Gros frá Italfu er með forvstu og hefur hann hlotíð 120 stig. 1 öðru sæti eru Ingemar Stenmark frá Svíþjóð og Franz Klammer frá Austurrfki, báðir með 106 stig, en röð næstu manna er sfðan sem hér segir: Gustavo Thoeni, ttalfu, 72 stig, Herbert Plank, Italíu, 71 stig, Philippe Roux, Sviss, 63 stig, Hans Hinterseer, Austurrfki, 58 stig, Bernard Russi, Sviss, og Fausto Radici, ttalfu. hafa 44 stig. Jim Hunter, Kanada, er með 33 stig, Christian Neureuther, V- Þýzkalandi, 30 stig, Ernst Good, Sviss, 28 stig og með 25 stig eru Engelhard Pargaetzt, Sviss og Ken Read frá Kanada. Adamson fer frá Burnley JIMMY Adamson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri enska 1. deíldar liðsins Burnlev, eftir nálega 30 ára störf fvrir félagið. Engin ástæða var gefin upp fvrir þvf að Adamson hverfur frá félaginu, en vitað er, að óánægja hefur verið með störf hans að undanförnu, en slfkt vill oft verða þegar illa gengur, en sem kunnugt er þá er Burnley nú við botninn í 1. deildar keppninni og hefur aðeins unnið fjóra leiki á þessu keppnístfmabili. Adamson hóf feril sinn hjá Burnley árið 1947, er hann var leikmaður með félaginu, og var hann m.a. f liðinu sem lék til úrslita um bikarmeistaratitilinn árið 1962. Sem framkvæmdastjóri hefur hann verið hjá Burnley I sex ár. Vlarkhæsíir í Englandi EFTIRTALDIR leikmenn eru nú markhæstir f ensku knatt- spyrnunni: 1. DEILD: MÖRK Ted MacDougall, Norwich 20 Dennis Tueart, Manehester City 18 John Ducan, Tottenham Hotspur 17 Alan Gowling, Newcastle 17 Peter Noble, Burnley 15 Dunacan McKenzie, Leeds 14 2. DEILD: Derek Hales, Charlton 15 Paul Cheeslev, Brístol Citv J4 I 3. deild er Fred Binney úr Brighton markhæstur með 17 mörk og f 4. deild er Ronnie Moore úr Tranmere markhæstur með 26 mörk og þar er Brendan O’Callaghan úr Doncaster í öðru sæti með 20 mörk. Mmenn sigrnðu í Sviss NORÐMENN sigruðu örugglega í 4x10 kílómetra skfðagöngu sem fram fór f Le Brassus í Sviss um helgina, og var það mest að þakka frábærri frammistöðu Magne Mvrmo sem gekk enda- sprettinn fvrir Norðmenn og náði langbeztum tfma allra kepp- endanna. Tfmi norsku sveitarinnar var 2:08,52,6 klst. og f henni auk Mvrmo voru þeir Lars-Erik Eriksen, Tore Gullen og Ovvind Sandholt. Þessir menn eiga að keppa fvrir Norðmenn í boð- göngu á Olvmpfuleikunum í Innsbruck og er norska sveitin talin mjög sigurstrangleg þar. 1 öðru sæti í keppninni f Le Brassus varð sveit Sviss sem gekk á samtals 2:09,06,0 klst. en f sveitinni voru Franz Renggli, Edi Hauser, Albert Giger og Alfred Kælin. Sveit Italíu varð f þriðja sæti á 2:12,20,1 klst., B-sveit Sviss f fjórða sæti á 2:13,06,0 kist. og f fimmta sa‘ti varð sveit Frakklands á 2:13,47.4 klst. Kovacs fer til Rnmeníu RÚMENSKI knattspyrnuþjálfarinn Kovacs, sem á sfnum tfma gerði hollenzka knattspvrnufélagið Ajax að stórveldi, og tók síðan við þjálfun franska knattspvrnulandsliðsins, hefur nú snúið aftur heim til Rúmenfu, þar sem hann mun taka við þjálfun landsliðs Rúmena. Fær Kovaes þar ærið að starfa þar sem gengi rúmenska liðsins hefur ekki verið mikið að undan- förnu. Liðið náði ekki að komast í úrslit f Evrópubikarkeppni landsliða og tapaði sfðan fyrsta leik sínum í Olympíuundan- keppninni 0—4 fyrir Frakklandi. Ekki mun hafa verið mikil ánægja með Kovacs sem landsliðs- þjálfara f Frakklandi, og einkum og sér f lagi var hann harðlega gagnrýndur eftir jafnteflísleik Frakka við tslendinga hér á Laugardalsvellinum f fyrravor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.