Morgunblaðið - 14.01.1976, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.01.1976, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1976 27 — Stórtjón á mannvirkjum Sléituheiði c:. ÍUL3 ÁUY ír Lundey á! A'N'DI <6V" '‘"’OÚheið.i |J /Méðinthðfði/ 0:512' O Tgris ^CJ * O' i ; ''fía'krrsstnAi r Svarti flöturinn sýnir upptök skjálftans um 12 km suðvestur af Kópaskeri. Krossinn vfsar ð Presthóia en þar er gamail gígur sem fólk taldi sig sjá að hefði splundrast. Framhald af bls. 1 I kaupfélagi Norður-Þing- eyinga er Almannavarnanefnd að störfum, auk nokkurra kvenna og um 30 karla, sem enn eru við skyldustörf i þorpinu. Þar hittum við að máli Friðrik Jónsson, odd- vita Presthólahrepps, en Kópa- sker er í þeim hreppi, og spurðum hann nánar um ástandið í sveitar- félaginu. Friðrik sagði: „Staðan er mjög óljós, eins og nú er. Við lítum á þetta sem ólag hafi riðið yfir bátinn, en við gefumst ekki upp. Við byrjum strax að skipu- leggja uppbygginguna. Það er óljóst hversu mikið tjónið hefur orðið, en það skiptir tugum, ef ekki yfir hundruðum milljóna króna. Ef litið er á íbúðarhúsin í bænum, er vafasamt að 3 hús séu íbúðarhæf lengur. Mörg ný hús hafa sprungið illa, veggir þeirra hafa rifnað, jafnframt því sem jörðin sprakk. í mörgum húsanna eru rifur 1—3 sm á breidd. Segja má að meirihluti húsanna i bæn- um hafi skemmzt meira eða minna.“ JÖRÐIN RIFIN OG TÆTT Friðrik var spurður að því hvort búið væri að kanna nánar verksummerki í jarðveginum í kring. „Jörðin er óskaplega rifin og tætt,“ svaraði hann, „og liggja sprungurnar þvers og kruss. Það hefur rifnað upp úr klaka, jörðin misgengið og sigið 15—25 sm. Misgengið á bryggjunni er líklega 30—40 sm." Friðrik var spurður, hvar hann hefði sjálfur verið, er jarðskjálft- inn reið yfir og hver viðbrögð hans og þorpsbúa hefðu verið. „Það greip að sjálfsögðu mikill ótti um sig, og menn hlupu út úr húsum og út á götur um leið og skjálftans varð vart. Sjálfur starfa ég hjá véladeild Kaupfé- lagsins og var staddur þar á tröpp- um, þegar kippurinn reið yfir. Hann kastaði mér upp að vegg með hillum, þar sem voru alls konar rör og rær, og ég hálf grófst í þessu drasli, sem hrundi yfir mig. Þegar ég komst á fætur, hljóp ég strax út eins og aðrir til að athuga, hvort einhver hús hefðu hrunið, því að manni kom ekki annað til hugar, og til að kanna hvort einhvers staðar hefðu orðið slys á fólki. Vissulega létti manni, þegar það virtist ljóst að ekkert manntjón hefði orðið, og þá fór ég beint niður í kaupfé- lagshús, þar sem ég vissi að al- mannavarnanefnd mundi koma saman. Við höfðum aðeins hafið undirbúning að áætlun vegna hinna miklu hamfara i nágrenni við okkur undanfarið. Við feng- um strax fréttir af því, að vatn gusaðist niður úr fjallinu, og voru þegar í stað sendir menn til að skrúfa fyrir vatnsveituna. Þá höfðum við þegar samband við Almannavarnaráð í Reykjavík og fengum þær fréttir, að Guðjón vPetersen, framkvæmdastjóri Al- mannavarna, væri þá staddur á Húsavik og hann kom svo hingað seinna i dag. Við höfðum hjá okk- ur skrá yfir alla bíla og einnig bíla með talsstöðvum, og hófum þegar undirbúning að því að flytja á brott konur og börn úr þorpinu, enda margt af fólkinu hrætt og óhugur í mönnum, auk þeirrar tilfinningar að þessum ósköpum sé ekki lokið. Við fengum skilaboð um sím- stöðina frá bóndanum á Kata- stöðum, Ingimundi Pálssyni, þar sem hann bað um aðstoð vegna þess að útihús hefðu hrunið yfir búfénað. Voru sendir nokkrir ungir menn til að aðstoða hann, en Ingimundur missti þarna 6 kindur og likur eru taldar á því að lóga verði fleiri vegna meiðsla. Haft var samband við Raufar- höfn og Húsavík og björgunar- sveitir frá þessum stöðum, en veg- urinn var illfær vegna veðurs. Var byrjað að opna veginn milli Raufarhafnar og Kópaskers, og tæki send til að halda veginum milli Kópaskers og Húsavikur opnum. Lagði fyrsta fólkið af stað héðan um þrjú leytið, og var brottflutningnum að mestu lokið um kvöldmatarleytið. Gripu kon- ur það nauðsynlegasta með sér, klæddu börn sín og fóru. Af þeim, sem fluttir hafa verið á brott, eru 17 i Leirhöfn, 14 i Miðtúni, 11 á Raufarhöfn, 40 á Húsavík og svo nokkrir á öðrum stöðum." Kópaskersbúar, sem eftir voru, notuðu dagsbirtuna til að kanna skemmdir, eins og unnt var en erfitt er að fara um þorpið vegna mikils skafrennings og roks. Við spurðum Friðrik hvað hann teldi nú brýnast að gera þyrfti og hann sagði: „Almannavarna- nefnd kemur saman til fundar kl. 10.30 í fyrramálið, þar sem starfið verður skipulagt og verkefnum skipt, en efst á lista hjá okkur er að huga að vatnsveitunni, þvf að ekki er dropi af vatni í þorpinu, og höfum við fengið vatn úr Ljósafossi, sem hér var að taka kjöt til útflutnings, þegar þetta reið yfir. Þá þarf að huga að skemmdum í frystihúsinu, en þar eru ammonfaksrör, fara yfir húsin og gera við þau, sem eru tiltölulega lítið skemmd, og koma í veg fyrir frekari skemmdir. Við höfum kannað dýpið í mynni hafnarinnar og virðist það ekki hafa breytzt. Síðan þarf auð- vitað að huga að öllum skemmd- unum í íbúðarhúsum — innan- stokksmunum og öðru slíku — og kanna jarðrask" Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri Almannavarna, var staddur á Húsavík á leið f Kelduhverfið þegar hann fékk fregnirnar af hamförunum á Kópaskeri, eins og fyrr getur. Guðjón sagði í örstuttu spjalli, að heimamenn á Kópa- skeri hefðu staðið með miklum dugnaði að áætlun sinni um brott- flutning fólksins. Hann sagði, að í dag yrði hafist handa um skipu- lagningu á starfinu, Almanna- varnir rfkissins héldu fund í Reykjavík og væntanlegir væru menn frá Viðlagatryggingu ríkis- ins til að meta skemmdir og tjón, og þá væru einnig væntanlegir menn til að kanna öryggi húsa á staðnum. Guðjón Petersen var spurður um hverjum augum hann liti þessar hamfarir. Hann sagði: „Ég hef alltaf talið jarðskjálfta miklu alvarlegri og hættulegri náttúruhamfarir en eldgos og hér hefur verið um mikinn jarð- skjálfta að ræða.“ JARÐSKJALFTINN Samkvæmt upplýsingum Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings á Raunvfsindastofnuninni, kom þessi öflugi kippur um kl. 1.30 I gær og sló hann út alla mæla, þannig að erfitt reyndist að mæla hann nákvæmlega, en áætlað að hanp væri á bilinu 5.5 til 6 sam- kvæmt Richterskvarða. Fannst kippurinn um allt norðanvert landið — allt frá Búðaradal að vestan og til Reyðarfjarðar að austan. A Siglufirði varð hann til að mynda mjög snarpur, þannig að sprungur komu í bæjarskrif- stofuhúsið þar. Kippurinn kom einnig fram á mælum viða erlend- is, og samkvæmt upplýsingum Ragnars Stefánssonar jarð- skjálftafræðings má ætla að þær mælingar séu því nákvæmari eft- ir því sem fjarlægðin frá upptök- unum er meiri. I Sviþjóð mældist þessi kippur 6.3 á Richter-kvarða og taldi Ragnar þann styrkleika ekki fjarri lagi, svo að þetta er með almestu skjálftum sem hér hefur komið í byggð. Orðið hafði vart við snarpa kippi í Axarfirði i fyrrinótt — kl. 4.34 kom til að mynda kippur er mældist 4.8 stig og annar kom um 5.03 sem mældist um 4.2. Eftir skjálftann mikla i gær fundust miklar jarðhræringar og meðan blaðamaður Morgunblaðsins á Kópaskeri var að sima frétt sína var stöðugur órói og snarpir jarð- skjálftakippir komu með litlu millibili. Fólk sem flúði til Húsavíkur átti leið fram hjá lóninu við Prest- hóla og virtist þeim sem gamall gigur er þar er hefði sprungið. Morgunblaðið náði einnig símtali við Jón Ölafsson, skipstjóra á Ljósafossi, sem er i höfninni og kvað hann menn um borð í skip- inu hafa orðið greinilega vara við skjálftann, þar eð likast hefði verið sem flóðbylgja lenti á skip- inu og það kastaðist upp að bryggjunni. Megn brennisteins- fýla hefði fylgt kippnum. Þá kvað hann bryggjuna vera mjög illa farna. — Búast við Framhald af bls. 28 sem kunnugt er, enda upptökin það langt frá landi. Eysteinn Tryggvason sagði að þessi snarpi jarðskjálftui i gær hefði komið töluvert á óvart en þróun af þessu tagi væri þó ekki alveg óþekkt. „Ég hef reynt svipað áður, því að ég get nefnt það að skömmu eftir að ég fór að vinna á veðurstofunni, þá kom mikil jarskjálftahrina norður i hafi. Hún virtist liðin hjá að mestu eftir viku eða svo en þá kom allt í einu kippur sem var miklu meiri en hinir fyrri á sömu slóðum. Svo að þetta er ekki eins- dæmi og þess er skemmst að minnast, að það korh svipað fyrir í Borgarfirðinum í fyrra." Eysteinn kvað þennan skjálfta þó miklu snarpari en menn hefðu átt von á. „Að því er mér virðist er að gerast þarna hið sama og i Borgarfirði i fyrra, þar sem kom snörp jarðskjálftahrina , sem stóð í nokkrar vikur en með einum einstökum skjálfta sem er miklu stærri en hinir, en hann á upptök sín dálítið annars staðar. Sprung- an er að rifna áfram frá því sem hafði slitnað áður og i þessu tilfelli lengist hún norður. Jarð- skjálfti hefur áður ekki komið svona norðarlega og hann myndi ekki hafa orðið svona stór ef hann hefði átt upptök sin á sömu slóðum og þeir sem á undan eru gengnir. Upptakasvæði þessa skjálfta i gær er i beinu áfram- haldi af Gjástykkissprungu- kerfinu en aðeins norðar en áður hefur sprungið." Eysteinn taldi sennilegast að úr þessu færi jarðskjálftahrinan að deyja út og ekki kæmu aðrir skjálftar af þessari stærð. „Maður getur þó ekki verið viss um það, og hættan liggur i því að sprung- an haidi áfram að rifna ennþá lengra norður. En ég tel þó að fenginni reynslu af jarðskjálftum hér, að það sé fremur lítil hætta á því. Annars hefur þetta verið grunsamlega stöðugt. Ég heyri líka ndrðan frá Húsavík að þar hafi verið mjög mikið um smátitr- ing frá þvi snemma i morgun. Það kom allsnarpur skjálfti fyrr í morgun (4.8 á Richter kl. 4.34). Eftir það hafi ókyrrð aukist mjög og komið fram u.þ.b. stöðugur órói á jarðskjálftamælinum." Órói af þessu tagi er oft undan- fari eða samfara gosum, en Ey- steinn taldi afar ósennilegt að gos kæmi á þessum slóðum ~„ég þori næstum því að leggja líf mitt að veði að svo verði ekki, en maður getur þó aldrei verið alveg viss.“ Eysteinn sagði ennfremur, að það væri venjan að í kjölfar svo snarps jarðskjálfta sem þessa mætti gera ráð fyrir verulegum jarðhræringum í vikur og jafnvel mánuði en að öllum jafnaði væru þeir miklu minni — algengt væri að næstu kippirnir væru að stærð einni einingu minni en hinn snarpasti. Eg tel því, að þess megi vænta að á Kópaskeri verði menn varir við allsnarpa kippi áfram nú fyrst um sinn. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar varð á mælum þar í gær vart við 3—4 skjálfta sem reyndust vera yfir 4 stig. — Eins og að steyta Framhald af bls. 28 skjálftans. Auðunn lýsti þessu fyrir okkur á eftirfarandi hátt: „Við vorum að klára hádegis- matinn frammi í lúkar og vor- um að toga á 80 faðma dýpi. Allt í einu virtist okkur hrein- lega sem báturinn steytti á skeri, því að það kom högg á hann og annað mun meira; þó var rétt hægt að greina höggin í sundur. Þegar við þustum upp á dekk, blasti við okkur undar- leg ölduhreyfing, sem líktist því einna helzt að við værum i grautarpotti. Við furðuðum okkur á þessu, en gátum ekki gert okkur grein fyrir því sem hafði gerzt þarna fyrr en við vorum kallaðir upp í talstöðinni og beðnir að koma þegar að landi.“ Eins og frá var sagt i Morgun- blaðinu 1 gær, heimsóttu Morgunblaðsmenn Jón Ólason, bónda að Skógum í Öxarfirði, í gær, en þar ógnaði mikill vöxt- ur í kíl við bæjarhúsin bæði gripa- og íbúðarhúsi og hafði Jón bóndi þau orð við Morgun- blaðið, að kfllinn myndi leggja jörðina í eyði ef ekki linnti lát- um. í dag flúði Jón bóndi og allt heimilisfólkið að Skógum hús sin og fé var rekið á brott og flutt að Ærlækjarseli. Sjálfur fór Jón að Hafrafellstungu ásamt heimilisfólki sinu og þar náðum við sem snöggvast sam- bandi við hann undir miðnætti i gær. „Þetta var hræðilegur skjálfti," sagði Jón, „og svo stórkostlegar náttúruhamfarir að það var vart stætt. Vatnið hélt áfram að vaxa og hafði algjörlega umlukið f járhúsið og hlöðuna. Það tókst að ræsa kilinn fram til sjávar, en mikil hætta er á að frárennslið stöðvist vegna sjávarfalla svo að það var ekki um annað að gera fyrir okkur en að fara.“ — Aldo Moro Framhald af bls. 1 ræðislegrar samsteypustjórnar, „i samræmi við kröfur timans", eins og hann orðaði það. Hann kvaðst óska eftir þátt- töku sósialista við myndun slikrar stjórnar, en lagði jafn- framt áherzlu á að skýr mörk yrðu að vera á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þessi ummæli eru talin vera skirskotun til kröfu sósfalista um að tillit verði tekið til kommúnistaflokksins við myndun stjörnar, en þeirri kröfu hefur flokkur Aldo Mor- os, kristilegi demókrataflokk- urinn hafnað eindregið. Á morgun mun Aldo Moro ræða við leiðtoga stjórnmála- flokkanna i því skyni að ná samstöðu um málefnasamning nýrrar rikisstjórnar. — Viðlaga- trygging Framhald af bls. 28 Að sögn Ásgeirs er tiltekið í lögum Viðlagatryggingu Islands, að hún greiði tjón vegna jarð- skjálfta, eldgosa, snjóflóða, skriðufalla og flóða sem orsakast af náttúruhamförum. Tekna er aflað á þann hátt, að vátrygginga- félög, sem selja brunatryggingu innheimta með iðgjaldi sérstakt gjald til Viðlagatryggingarinnar, og er gjaldið o,25 promill af verð- mæti eignarinnar sem tryggð er. Það fé sem þannig fæst er svo notað til að greiða tjón svo langt sem það nær, en auk þess eru keyptar endurtryggingar erlendis Ásgeir sagði, að tjón á fasteign- um og lausafjármunum fólks yrði bætt og fasteignir væru bættar samkvæmt brunabótariti. Hann bjóst við því að byrjað yrði að meta tjónið strax og jarðskjálfta- hrinurnar væru yfirstaðnar nyrðra. — Hvassviðrið Framhald af bls. 2 vegna hálkunnar og roksins. I sumum bilanna beið fólk eftir því að veðrið batnaði svo það gæti haldið áfram ferð sinni. Ekki er vitað um nein meiriháttar óhöpp, nema hvað klukkan rúmlega 16 i gær varð árekstur milli fólksbíls og rútubíls í svokallaðri Grænás- brekku við Njarðvík og slasaðist amerísk kona sem var í bílnum talsvert, hlaut fótbrot og hand- leggsbrot. Nokkru áður hafði rúta farið út af veginum á þessum » ' en slys urðu ekki. í veðrinu í gær spilltust vegir mjög viða, norðanlands, sunnan og austan. Allt innanlandsflug lá niðri f gær vegna veðursins og miili- landaflug var i molum. Eru tvær flugvélar Flugfélags tslands veðurtepptar i Bretlandi, en þær eru væntanlegar til landsins um hádegisbil í dag. 13. janúar virðist síður en svo vera happadagur Flugfélags íslands, en á þessum degi í fyrra brann flugskýli félagsins á Reykjavíkurflugvelli. — Fundur OAU Framhald af bls. 13 engin samstaða náðist að sögn Reuter. Þá virðast fréttamenn á þeirri skoðun að eftir þennan árangurslausa leiðtogafund sem miklar vonir voru bundnar við, hafi staða Einingarsamtakanna veikzt stórkostlega. Idi Amin, forseti samtakanna, talaði þó digurbarkalega er hann lagði upp frá Addis Abeba i dag og sagði við fréttamenn: „Ég er yfir mig sæll yfir því hvernig mál- in enduðu. Við höfum komizt að ýmiss konar samkomulagi og full- ur skilningur ríkt millum okkar allra.“ Annað hljóð var í strokknum hjá ýmsum öðrum fulltrúum á fundinum og talsmaður OAU, Peter Onu, sagði: „Það var hörmulegt að fundurinn skyldi ekki bera árangur eða að minnsta kosti geta fallizt á vopnahlé en vonandi tekst samtökunum að leysa vandamálið í náinni fram- tíð.“ Sérfræðingar ýmsir sögðu að niðurstaðan væri ósigur fyrir MPLA sem hafði lagt á það ofur- kapp að öðlast viðurkenningu Einingarsamtakanna. Það voru Tanzania og Sómalía sem styðja MPLA eindregið, er hvöttu mjög til að fundurinn yrði haldinn. Jafntefli Guðmundar og Bronstein GUÐMUNDUR Sigurjóns- son stórmeistari gerði jafntefli við sovézka stór- meistarann David Bron- stein í 14. umferð Hastingsskákmótsins í gærkvöldi. Guðmundur hafði hvítt og varð skákin 19 leikir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.