Morgunblaðið - 05.02.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.02.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 Litli dreng- urinn á gjör- gæzludeild LITLI drengurinn, sém féll út um glugga á 2. hæð húss við Kárastíg í fyrradag, liggur nú á gjörgæzludeild Borgar- spítalans. Hann hlaut slæmt höfuðkúpubrot. Loðnuverð enn ókomið YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins hélt í gær fund um loðnuverðið. Sam- komulag tókst ekki, og hefur annar fundur verið ákveðinn í dag klukkan 17. Loðnuverðið var 3,50 krónur hvert kg. fram til 1. febrúar s.I. Það verð sem nú er þingað um á að gilda frá þeim tfma. Er því ekkert verð á þeirri loðnu, sem bátarnir eru nú að veiða. Torfi ófundinn EKKERT hefur spurst til Torfa Jónssonar fyrr- verandi stjórnarráðs- fulltrúa, sem hvarf á eynni Tenerife í desem- bermánuði s.l. Mikil leit hefur verið gerð að Torfa, sem er 73 ára gamall og grennslast hefur verið fyrir um ferðir hans en ekkert það hefur komið fram, sem gæti bent til þess hvar hann er nú niður- kominn. Bíll fauk Siglufirði, 4. febrúar. ÞAÐ OHAPP vildi til í Fljót- um í dag, að Reykjavfkurbif- reið af station-gerð fauk út af veginum við Gautlönd. Hér er asahláka og sunnan rok, en í þeirri átt, getur verið mjög sviptivindasamt f Fljótunum. Skuttogarinn Dagný er nú að landa 50 lestum af fiski, sem skipið fékk f 6 daga veiðiferð á Norðurlandsmiðum. — m.j. Fótbrotn- aði í um- ferðarslysi Akureyri 3. febr. 15 ára piltur fótbrotnaði í dag í umferðarslysi, sem varð á mótum Hjalt- eyrargötu og Gránu- félagsgötu. Slysið varð um kl. 13 þegar pilturinn var að fara til vinnu sinnar og ók norður Hjalteyrargötu. Jeppa- bíll kom á móti honum og beygði í veg fyrir hann austur Gránu- félagsgötu. Sv. p. Óbreytt verð á rækju og hörpudiski BLAÐINU barst eftirfarandi tilkynning frá Verðlagsráði sjávarútvegsins. Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað á fundi í gær, að lág- marksverð það á rækju og hörpudiski, sem gilti f janúar sbr. tilkynningar ráðsins nr. 2 og 3/1976, skuii gilda áfram dagana 1. til 15. febrúar 1976. i Ljðm.. Friðþjófur. Við höfnina Skurðgröfur skemmdar fyrir hundruð þúsunda SKEMMDARVERK voru unnin á þremur skurð- gröfum við Suðurhóla i Breiðholti um síðustu helgi. Gengu skemmdar- vargarnir hreinlega berserksgang, brutu allar rúður í gröfunum, öll ljós og mæla og sitthvað fleira. Eru gröfurnar enn óstarfhæfar eftir þessa miður skemmtilegu með- ferð. Tjón eigandans skipt- ir hundruðum þúsunda. Talið er liklegt að þarna hafi unglingar verið að verki. Gísli Árni aflahæstur SAMKVÆMT fyrstu loðnuskýrslu Fiskifélags Isiands á loðnuvertíð 1976 er vitað að 61 skip voru búin að fá einhvern afla s.l. laugardagskvöld og þá var heildaraflinn frá byrjun vertíðar orðinn samtals 54.809 lestir. Fyrstu ioðnuna á vertíðinni fékk m/s Eldborg GK 13, hinn 16. jan. s.l. í flotvörpu og veiddist loðnan um 50 sml. norður af Langanesi, skipstjóri Gunnar Hermannsson. í fyrra fékk ms Börkur NK 122 frá Neskaupstað fyrstu loðnuna gemIiniI „. . . maður verður hálfkjána- legur — að klippa 1 miðjum viðræðum við . . . Halló, Reykjavfk?" hinn 11. jan. um 60 sml. ANA af Langanesi. Á sama tíma i fyrra var vitað um 84 skip er fengið höfðu einhvern afla og þá var heildaraflinn orðinn samtals 47.887 lestir. Loðnu hefur verið landað á 14 stöðum og mest landað á Seyðis- firði eða samtals 13.487 lestir. Aflahæsta skipið í vikulokin var m/s Gisli Árni RE 375, skip- stjóri Eggert Gíslason, eða sam- tals 2597 lestir. Meðfylgjandi er skýrsla yfir þau skip er fengið hafa yfir 1000 lestir: Gísli Árni RE 2597 lestir, Eld- borg GK 2485 lestir,Guðmundur RE 2358 lestir, Pétur Jónsson RE 2331 lestir, Gullberg VE 1972 lestir, Ásberg RE 1772 lestir, Hákon ÞH 1745 lestir, Örn KE 1728 lestir, Sigurður RE 1644 lestir, Óskar Magnússon Ak 1612 lestir, Árni Sigurður AK 1567 lestir, Hrafn GK 1492 lestir, Þorsteinn RE 1471 lestir, Loftur Baldvinsson EA 1415 lestir, Börk- ur NK 1377 lestir, Huginn VE 1311 lestir, Helga Guðmunds- dóttir BA 1218 lestir, Albert GK 1207 Iestir, Súlan EA 1180 lestir, Reykjavorg RE 1154 lestir, Harpa RE 1105 lestir, Jón Finnsson GK 1092 Iestir, Grindvíkingur GK 1091 lestir, Rauðsey AK 1067 lestir og Helga II RE 1062. Eru það tilmæli rann- sóknarlögreglunnar að allir þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um það hverjir valdir séu að skemmdarverkunum hafi strax samband við rann- sóknarlögregluna. „Ása Sólveig” fékk dræmar viðtökur í Noregi Norska sjónvarpið sýndi nýlega sjónvarpsleikritið „EIsa“ eftir Ásu Sólveigu. Leikritið fjallar sem kunnugt er um hjónin Elsu og Axel, en sérstaklega þau vandamál sem Elsa á við að stríða. Hún hafði áður tekið virkan þátt í að byggja upp fyrirtæki þeirra hjóna, en nú stjórnar húsbóndinn því einn. Elsa situr hins vegar ein og yfirgefin heima og finnst hún vera til lítils gagns eftir að börnin eru flogin úr hreiðrinu. Flest stærstu norsku dagblað- anna birtu fremur harða gagn- rýni um leikritió. Telja þau efni leikritsins í rauninni áhugavert Atvinnuglæpur að ganga 1 stéttarfélag — segir Björn Guðmundsson, for- maður FÍA um Vængjamálið ÞAÐ FER nú svona um mann hálfgerður kuldahrollur, þegar aftur- göngur 19. aldarinnar birtast nú á síðari hluta hinnar 20. 1 sambandi við verkalýðsmál,“ sagði Björn Guðmundsson, formaður félags fslen/.kra atvinnuflugmanna, er Mbl. spurði hann 1 gær álits á upp- sögnum 8 flugmanna hjá flugfélaginu Vængjum, sem skýrt var frá í Mbl í gær. Björn sagði að FÍA hefði skrif- að Vængjum bréf fyrir jólin og tilkynnt að mennirnir væru gengnir í félagið, sem óskaði eftir viðræðum við flugfélagið. Þessu bréfi var ekki svarað og sendi þá FÍA þetta samningsuppkast. Menn yrðu að líta á að kröfur eru kröfur en ekki gerður kjarasamn- ingur — sagði Björn, en Vængir hafa ekki svo mikið sem sýnt lit á að tala við okkur. Björn sagði ennfremur að flug- mennirnir hjá Vængjum hefðu ekki eingöngu flogið vélunum, heldur hefðu þeir einnig þurft að draga vélarnar út og inn I flug- skýli, þeir hafi þurft að hlaða þær Framhald á bls. 19 Sjómennirnir vilja flotavernd SAMKVÆMT upplýsingum Jóns Olgeirssonar, ræðismanns Islands í Grimsby, líta togarasjómenn þar, svo og fjölskyldur þeirra, þannig á ástandið á lslands- miðum eftir viðræðurnar f London, að flotinn eigi strax að koma á vettvang til varnar togur- unum. — Þessar uppsagnir, sagði Björn, eru fyrst og fremst komnar til vegna þess að mennirnir gengu í stéttarfélag flugmanna og mér er ekki kunnugt um aðra menn í þessu þjóðfélagi, sem eru ekki stéttarfélagsbundnir. Það virðist vera einhvers konar atvinnuglæp- ur að ganga í stéttarfélag. og eiga erindi til fólks, en efnis- tök fjarri því að vera góð. Gagn- rýnandi VG telur höfundinn hafa verið „merkilega gamaldags og stifan“ í efnistökum. Afleiðingin verði sú, að leikritið sé ekki nægi- Iega trúverðugt. Aftenposten segir, að „það hafi verið þunnir hlutir frá Islandi á skjánum f gær“. Dagblaðið tekur mun vægari afstöðu og lýsir mest sögu- þræðinum en lengst gengur Ar- beiderbladet, sem telur leikritið vart hafa verið sýningarhæft og því hið eina rétta að það hefði verið sent ósýnt tii baka. Framhald á bls. 19 Styrkleiki skákmanna árið 1975 reiknaður út: Friðrik og Guðmundur hækkuðu báðir í stigum UM StÐUSTU áramót var reiknaður út styrkleiki helstu skákmanna heimsins en slfkt er gert um hver áramót. Er þetta gert eftir ákveónu kerfi, sem kennl er við Elo og er tillit tekið til frammistöðu skákmannanna á skákmótum undanfarið ár. Morgunblaðið hefur aflað sér útreikning- anna um sfðustu áramót og kemur 1 ljós, að báðir fslenzku stórmeistararnir, Friðrik Olafsson og Guð- mundur Sigurjónsson hafa hækkað 1 stigum og Guð- mundur verulega og Ifklega meira rn nokkur annar stórmeistari. Friðrik hefur nú 2550 stig 1 stað 2535 áður og Guðmundur cr með 2530 stig en hafði 2475 stig áður. Ef litið er á lista yfir styrkleika skákmannanna kemur í ljós, að 76 stórmeistarar hafa 2500 stig og þar yfir. Telst Friðrik vera í 23.—26. sæti en Guðmundur telst vera í 41—47. sæti. Stigahæstur á skránni er heimsmeistarinn Karpov með 2695 stig en þess má geta hér, að Bobby Fischer var kominn vel yfir 2700 stig en hann hefur ekki teflt síðan 1972 og er styrkleiki hans ekki lengur reikn- aður út. Næstur Karpov kemur Kortsnoj með 2670 stig, Petrosjan hefur 2635 stig, Spasskí 2630 stig, Larsen og Portich 2625 stig, Ljubojevic, Geller og Mecking 2620 stig, Smejkal og Tal 2615 stig og Hoert 2600 stig. Mjög margir íslenzkir skákmenn eru nefndir á list- anum og næst Friðrik og Guðmundi koma Björn Þor- steinsson og Ingvar Ásmundsson með 2415 stig. Friðrik Guðmundur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.