Morgunblaðið - 05.02.1976, Síða 3

Morgunblaðið - 05.02.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 Gott getur verið að hvílast á pollanum eftir hress andi göngu á köldum vetrarmorgni. Ljósm.: naiiur. Verðmæt framleiðsla ÁFENGIS- og tóbaksverzlun ríkisins framleiddi og seldi á síðastliðnu ári tæplega 390 þús- und Iftra af hrennivíni, 64 þús- und Iftra af ákavíti, 23 þúsund lftra af hvannarótarbrennivfni og 11 þúsund lftra af bitterbrenni- vfni. Við framleiðslu þessa starfa 18 til 19 manns og hefur starfs- fólki við framleiðsluna að sögn Jóns Kjartanssonar forstjóra fækkað um helming á sfðustu árum. Sé verðmæti þessarar fram- leiðslu reiknað út samkvæmt út- söluverði þessara víntegunda nemur heildarverðmæti fram- leiðslunnar 1,3 milljörðum króna eða rúmlega 74 milljónum á hvern starfsmann framleiðsl- Lágt verð í Þýzkalandi GUNNAR frá Reyðarfirði seldi afla sinn i Bremer- haven í Þýzkalandi í gær- morgun. Var báturinn með 54,4 lestir og fékk fyrir afl- ann tæp 74 þúsund mörk eða 4,8 milljónir. Meðal- verðið er 88 krónur. Virö- ist þýzki markaðurinn vera í lægð um þessar mundir. unnar. Er Ifklegt að þessir 18 menn framleiði mest heildarverð- mæti allra tslendinga. Heildar- verðmæti brennivinsins eins er rúmlega einn milljarður eða 57 milljónum betur. Nýr biskupsritari SR. ÚLFAR Guðmundsson hefur verið skipaður biskupsritari frá 1. febrúar s.l. að teija. Sr. Ulfar hefur verið sóknarprestur á Ölafsfirði nokkur undanfarin ár. Hann tekur við hinu nýja starfi af sr. Erlendi Sigmundssyni. Staða Búnaðarbank- ans við Seðlabankann 1 FRÉTTINNI í blaóinu í gær um skýrslu bankastjóra Búnaðar- bankans um starfsemi bankans féll niður setning í kaflanum um stöðuna við Seðlabankann. Sá kafli er þannig réttur: „Lausafjárstaða bankans var mjög góð allt árið og myndaðist aldrei yfirdráttarskuld við Seðla- bankann. Á áramótum var inn- stæða i viðskiptareikningi í Seðla- bankanum að upphæð 1.037 milljónir kr. Á bundnum reikn- ingi í Seðlabankanum voru í árs- lok 1.983 milljónir kr. vegna ákvæða um 23% bindiskyldu inn- lána. Jókst þessi innstæða á árinu um 529 milljónir. Endurkaup Seðlabankans voru 2.810 millj- ónir. Að mestu leyti er hér um aó ræða afurðalán landbúnaðarins, en einnig að hluta afurðalán sjávarútvegsins og rekstrarlán tii iðnaðarins. Af þessu er ljóst að inneignir í Seðlabankanum námu hærri fjárhæð en heildarendur- kaup hans voru af Búnaðarbank- anum.“ 3 Víðtœk félags- og sálfrœðikönn- un íReykjavík 1 GAGNFRÆÐASKÓLUM Reykjavfkur hefur nú farið fram umfangsmikil félags- og sálfræðileg könnun. Tók hún til allra nemenda 8. bekkjar (14 ára), sem voru f skólum þá daga sem könnunin fór fram. 1 þessum árgangi eru 1559 nemendur. Að efni til var könnunin mjög víðtæk og miðar að því að afla upplýsinga um daglegt atferli og Iffshætti unglinganna, viðhorf þeirra, Iffsskoðanir og framtíðaráform. Könnunin er hluti af samnorrænni samanburðar- rannsókn og er einnig i fram- kvæmd í Vestur-Noregi og Silkiborg í Danmörku, undir forystu dr. Edward Befring. Dr. Befring er prófessor í uppeldis- sálarfræði við Árósaháskóla og jafnframt kunnur fræðimaður á Norðurlöndum. Mun hann í vor taka við rektorsembætti við sérkennaraháskólann í Osló. Að íslenzka hluta ranh- sóknarinnar vinna, auk dr. Befring, sjö Islenzkir sálfræði- nemar við háskólann í Árósum. Eru það: Ásgeir Sigurgestsson, Andrés Ragnarsson, Brynjólfur G. Brynjólfsson, Einar Hjör- leifsson, Hugo Þórisson, Jónas GústafsSon og Pétur Jónasson. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því s.l. vor, og mikil vinna i það lögð að könnunin megi gefa sem beztan árangur. Var m.a. gerð forkönnun á Sel- fossi sem tók til 70 nemenda gagnfræðaskólans þar. Könnunin er i formi spurn- ingalista og aðstoðuðu sálfræði- nemar, þjóðfélagsfræðinemar og uppeldisfræðinemar við Háskóla Islands, auk nema við Kennaraháskólann, við að leggja hann fyrir í skólum. Spurningalistinn nær til mjög margra þátta. Er spurt um félagslegan bakgrunn ungling- anha, atvinnu og menntun for- eldra, húsnæðisaðstöðu og þvi um líkt. Þá er leitað upplýsinga um samveru og tengsl innan fjölskyldunnar uppeldishætti og samband unglinganna við jafnaldra sína. Einnig eru spurningar um kynþroska og kynferðismál, viðhorf til kynferðisfræðslu o.fl. Eins og gefur að skilja er óhjákvæmilegt i könnun sem Dr. Edvard Befring. I.jósm. Mbl. RAX þessari að spyrja ýmissa per- sónulegra spurninga. I þvi sam- bandi er þess að geta að ekki er spurt um nafn, heimilisfang né fæðingardag þannig að engin leið er að komast að hver hefur svarað einstökum spurninga- listum. Margir aðilar hafa komið við sögu við undirbúning og fram- kvæmd könnunarinnar. Má þó sérstaklega nefna, auk sjö- menninganna, prófessor Sigur- jón Björnsson og prófessor Andra Isaksson sem aðstoðuðu við að staðfæra spurningalist- ann að íslenzkum aðstæðum. Þorbjörn Broddason veitti einnig aðstoð við gerð listans. Menntamálaráðuneytið og Framhald á bls. 19 Lopapeysur hækka um 20% ÁLAFOSS hefur nýlega hækkað verð á peysum, sem konum er greitt fyrir að prjóna þær. Nemur hækkunin 20% og er hún gerð vegna þess að fyrirtækið hefur ekki haft nóg af peysum. Verð á lopapeysum hefur verið misjafnt eftir stærðumoggerðum peysanna. Heilar peysur eru nú keyptar á 2.580 til 2.940 krónur eftir stærðum, en hnepptar peys- ur eru á verði frá 2.940 og upp í 3.300 krónur eftir stærðum. Kon- urnar fá lopann á heildsöluverði 840 krónur hvert kg og greiðir því Alafoss í raun mismuninn á lop- anum og heildarverði peysunnar. Leifur Ingimarsson, deildar- stjóri útflutningsdeildar Álafoss, sagði i viðtali við Mbl. í gær að verðið fyrir hverja prjónaða Leiðrétting: Ferskfiskeftirlitið en ekki skipaskoðunin ÞÖRARINN Sigurðsson skipaeft- irlitsmaður í Vestmannaeyjum hringdi til okkar í gær og bað um peysu væri ekki hátt, en verðiag- inu réði mikið til samkeppni frá írum og Skotum. Leifur kvað það algjörlega óljóst enn, hver áhrif þessi 20% hækkun myndi hafa á sölur á lopapeysum erlendis. að leiðréttur yrði misskilningur sem komið hefði fram í viðtali við Óskar Matthíasson útgerðarmann í Eyjum, en viðtalið var s.l. þriðju- dag. Öskar talaði þar um að skipa- skoðunarmenn hefðu neitað að gefa honum vottorð fyrir báta hans en Þórarinn kvað það vera ferskfiskeftirlitið sem sæi um þessi klórdælumál sem allir hafa beðið ALLRA SÍÐASTI DAGUI Allt nýjar og nýlegar vörur Hreint út sagt ótrúlegt vöruúrval 40%—60% afsláttur i LÁTIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA dfSm. TIZKUVERZLUN UNGA FOIKSINS fa KARNABÆR y*"**JJ AtlSluMSTMAT, ti t AtKiAVl fi (ili ■ A U., A V I. <. , Sími frá skiptibordi 281 55 lÆKJARGOTU 2 SUVII FRA SKIPT iROROi 2B10B

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.