Morgunblaðið - 05.02.1976, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 05.02.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 5 Unnið við hluta nvju tækjasamstæðunnar. Ljósm. Mbl. RAX. Nýjungarhjá Landmæling- um íslands LANDMÆLINGAR Is lands hafa nú tekið i notkun nýja tækjasam- stæðu til notkunar við kortagerð. Eru þessi tæki mjög fullkomin og munu vera þau beztu sem völ er á. Hafa flestar stórþjóðir tekið slík tæki í notkun. Fyrsta tækið í samstæð- unni var tekið í notkun 1973 en uppsetningu samstæðunnar allrar lauk nú fyrir áramót. Við gerð kortanna eru notaðar tvær loftmyndir af sama svæði, teknum frá mismunandi sjónar- horni. Er þeim síðan stillt í svonefnt stereo- planigraph og sést þá svæðið í þrívídd. Sá hæðarmunur sem þá kemur fram er skráður og umreiknaður á ákveð- inn hátt svo aö hann falli að réttum kortagrunni. Landmælingar eiga ágæta myndavél til að taka loftmyndir sem stofnunin fékk 1972. Fullnægir hún öllum kröfum sem gerðar eru til loftmynda hvað nákvæmni og skerpu snertir. Taékjasamstæðan öll kostar um 60 miltj. króna. Fram til þessa hefur starf stofnunarinnar einkum verið fóigið í endurskoðun og endur- útgáfu á dönsku herforingja- kortunum. Eru þau í mæli- kvarðanum 1:100.000. Herfor- ingjakortin voru unnin á fyrstu tveimur tugum aldarinnar en Geotætisk Institut lauk verkinu á fjórða áratugnum. Er þvi þörfin á nýjum tækjum oröin mjög brýn, einkum þar sem nú eru gerðar mun meiri nákvæmniskröfur. Einnig eru kort nú notuð í æ ríkari mæli við beitarþolsrannsóknir. Skipulag og byggðaáætlanir sveita svo og ýmiss konar rannsóknir styðjast að sjálf- sögðu mikið við slík- kort. I.jósm. >lhl. HAX. Agúst Böðvarsson, fráfarandi forstjóri I.andmælinga tslands. á að gera myndirnar í lit með ntjög litlum breytingum á tækjunum, en kostnaður við lit- prentun er nokkru meiri en við svart-hvíta prentun. Þetta er i fyrsta sinn ,sem Landmælingar Islands fara út i slíka útgáfu. Ef kort yrðu gerð af öllu landinu í ntælikvarðan- um 1:10.000 yrðu kortablöðin um 4.000. Hvert blað er um það bil átta tírna að fara i gegnunt tækjasamstæðuna, svo unt gifurlegt verk er að ræða. Nú fyrir stuttu lét Agúst Böðvarsson af störfum sem for- stjóri Landmælinga islands. Hefur hann verið forstjóri siðan 1959, eða i um 16 ár. Ágúst hefur starfað við land- ntælingar i 46 ár. en verið fastur starfsmaður Landmæl- inga Islands frá árinu 1934. Við starfinu tekur Bragi Guðmundsson sem starfað hefur í Sviþjóð. Hefur hann m.a. kennt landmælingar við háskólann í Stokkhólmi. Þau kort sem Landmælingar geta nú unnið verða í mæli- kvarðanum 1:10.000. Verða þau ekki gefin út i þeim mæli- kvarða, heldur minnkuð niður í t.d. 1:25.000. Grunnkortin verða þó notuð við rannsóknir en Landmælingar hafa gert töluvert af jarðfræði- og gróðurkortum. Möguleikar eru Bör Börsson jr. sýndur að Flúðum LEIKFÉLAG Kópavogs hefur sýnt söngleikinn BÖR BÖRSSON JR. 30 sinnum í Kópavogsbíói við góða aðsókn og góðar undirtektir áhorfenda. Félagarnir í Leik- félagi Kópavogs hafa nú ákveðið að Ijúka sýningum á þessum vin- sæla söngleik með þvf að leggja land undir fót og heimsækja Ar- nessýslu. Verður söngleikurinn sýndur á laugardag í Félags- heimili Hrunamanna að Flúöunt og verða tvær sýningar á leiknum sú fyrri kl. 15.00 og sú síðari kl. 21.30. UT ER kontið fyrsta tölublað 3. árgangs Gjallarhorns sem er gefið út af Heimdalii, samtökum ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Er ætlunin að gefa blaðið út mánað- arlega á komandi ári. I leiðara blaðsins segir m.a.. „Við viljuni að hver maður geti verið sinnar gæfu smiður en við viljum ekki að gæfa og gengi ein- MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn heldur alntennan félagsfund i kvöld í Sjálfstæðishúsinu að Bol- holti 7. Fundurinn hefst klukkan 20.30. Guðmundur H. Garðarsson, Mikil gróska hefur verið í starf- semi Leikfélagsins í vetur og var það ekki síst lyftistöng fyrir félagið að fá leigðan bíósal Félagsheimilis Kópavogs. I þessari viku er að hefjast leik- listarnámskeið, sem félagið stendur fyrir í samvinnu við Tóm- stundarráð Kópavogs. Aðsókn að námskeiðinu hefur verið það mikil að takmarka hefur orðið fjölda þátttakenda. I byrjun marz er fyrirhugað að frumsýna barnaleikritið RAUÐHETTU og er leikstjóri Jóhanna Norðfjörð leikkona. landinu eða eftir þvi hvort þeir stundi nám eða starf, sem er þóknanlegt valdhöfum hverju sinni." Ritstjóri Gjallarhorns er Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson en í rit- nefnd eru Skafti Harðarson, Hreinn Loftsson og Arni Ei- ríksson. Gjallarhorn fæst keypt á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. alþingismaður, flytur framsögu- ræðu um kjaramál og svarar fyr- irspurnum fundarmanna. Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna. A þessari mynd Heimlich læknis, sést vel HVAR þrýsta skal með hnúa annarar handar og fylgja átakinu eftir með hinni hendinni, við að þjappa saman (með snöggu átaki að og uppávið) lofti úr lungun- um, til að hrífa burtu aðskota- hluti úr barka manns, sem kominn er að köfnun. Hjálp í viðlögum: Barn komið að köfnun aí poppkorni I tilefni af þessum þörfu ábendingum, sem komu hér í blaðinu fyrir nokkru, þykir rétt að birta eftirfarandi frétt úr Rauðakrossblaði í Kanada, en þar segir á þessa leið: Konu var falið að gæta nokkurra barna, á meðan móðir þeirra fór út að verzla. Börnin gæddu sér á poppkorni og rjómaís og allt lék í lyndi, þar til 5 ára telpa í hópnum fékk ákafa hóstakviðu, stóð á öndinni og biánaði í framan. Gæzlukonan, sem verið hafði þrem dögum áður á námskeiði i hjálp í viðlögum, grunaði strax hvað um var að vera. Hún ákvað að beita þrýstiað- ferð til að bjarga barninu, eins og kennari hennar hafði ráð- lagt við slíkar aðstæður. Hún beygði sig fram yfir bakið á barninu, tók höndum saman um bringspalir þess, þrýsti að — og út úr barninu spýttist mi infylli af poppkorni langt út á gólf. Gjallarhorn komið út flokki þeir eru, hvar þeir l)úa á staklinganna fari eftir því í hvaða Málfundafélagið Óðinn: Félagsfundur um kjaramál UTSALAN stendur nú sem hæst í verzlunum okkar að Suðurlandsbraut 8, og Laugavegi 24 NÚ er tækifærið til að kaupa á ótrúlega lágu verði ýmsar góðar plötur En sjón er sögu ríkari, og því mælum viö með, aö sem flestir komi og skoði. — Og að Suðurlandsbraut 8, eru líka kassettur og 8 rása spólur á útsölunni FÁLKIN N

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.