Morgunblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 11 Góðir gestir í Þorlákshöfn Þorlákshöfn 3. febrúar. KARLAKORINN Fóstbræður hélt ‘söngskemmtun hér í félags- heimilinu sunnudaginn 1. febrúar við mikla hrifningu áheyrenda. Einsöngvarar með kórnum voru Hákon Oddgeirsson og Ingimar Sigurðsson, en undirleikari var Lára Rafnsdóttir. Söngstjóri var Jónas Ingimundarson. Efnisskrá- in var fjölbreytt, lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda og það vakti sérstaka athygli hvað kór- inn er þjóðlegur í efnisvali. Okkur hér var það óblandin ánægja að hlusta á hvað hinar þróttmiklu og fögru raddir Fóst- bræðra hljómuðu og nutu sín vel í okkar fyrsta áfanga að félags- heimili. Söngstjórinn Jónas Ingi- mundarson er okkur hér að góðu kunnur, hann hefur á undan- förnum árum fært okkur margt Fiskifélagið fær afla- skýrslur V-Þjóðverja ágætt listafólk, kóra, kvartetta og einsöngvara og nú síðast Fóst- bræður. Við erum honum inni- lega þakklát fyrir ræktarsemi hans við sitt gamla byggðarlag, því aðstæður til flutnings hafa ekki til skamms tíma vérið góðar. En Jónas og það listafólk sem með honum hefur komið hefur ekki sett það fyrir sig. Því segjum við: Agæta iistafólk, hafið þökk fyrir komunatil Þorlákshafnar. Ragnheiður. FYRIR nokkru var brotizt inn f íbúð í Austurstræti og þaðan stolið töluverðum verðmætum. Voru þetta 25 bindi af Bri- tannicu f rauðu bandi, 6 bindi af Öldunum, skíði af Kástler- gerð, föt og 2 ferðatöskur. Þeir, sem geta gefið upplýsing- ar um þetta mál, eru beðnir að hafa samband við rannsóknar- lögregluna. MÁR Elísson fiskimálastjóri tjáði Morgunblaðinu í gær, að sam- kvæmt fiskveiðisamningnum við V-Þjóóverja bæri þýzku rannsóknastofnuninni að senda upplýsingar um afla V-Þjóðverja til FiSkifélags Islands. Kvað Már engar skýrslur hafa borizt ennþá Fyrirliggjandi: Viðarþiljur, 250 X 24 cm. Panelkrossviður 244 X 1 22 cm. Profilkrossviður (í bílskúrs-, altan- og útihurðir) Loftaplötur 1 1 7,8 X 30 cm. Veggplötur 255 X 30 cm Beykikrossviður ýmsar þykktir Birkikrossviður Mersawakrossviður, rásaður 4 X Oregon Pine krossviður rásaður mm. Harðplast í fjölbreyttu litaúrvali. 8 ,12 mm. 4 X 8', 91/2 Páll Þorgeirsson & co., Ármúla 27 — Símar 86-100 og 34-000 (vöruafgr.) og væri það ekki óeðlilegt því aðeins væru liðnir tveir mánuðir frá því að samið var. Hins vegar kvað Már Fiskifélagið hafa áréttað beiðni í janúar til rannsóknastofnunarinnar þýzku um að senda gögn sem fyrst, en sem kunnugt er mega Þjóðverjar veiða allt að 60 þús. tonnum á einu ári. Taldi Már aðaleftirlitið nú eiga að vera að fylgjast með því hvort Þjóðverjar héldu samninginn á veiðisvæðunum. Hvað er landfræðingur LANDFRÆÐINEMAR við Háskóla íslands hafa gefið út rit til kynningár á námi- og starfssviði landfræð- inga. Telja þeir að mikið þekkingar- og skilnings- leysi ríki hér á landi varð- andi landafræðí og þó eink- um varðandi starfssvið landfræðinga. Er ritinu ætlað að bæta nokkuð þar úr. Landafræði eru fræði, segir í bókinni, sem fjalla um einkenni einstakra staða á yfirborði jarðar. Hún fjallar um niðurröðun eða fyrirkomulag þátta og samband þeirra innbyrðis, þannig að hægt er að greina mismun á svæðum. I ritinu er gerð grein fyrir námi í landafræði og mögulegum starfs- sviðum landfræðinga. Landfræðinemendurnir telja jafnframt að mikil vinna land- fræðilegs efnis sé unnin af mönn- um, sem hafa lært eitthvað annað en landafræði. Finnlandsvinafélagið Suomi: mun minnast Runebergsdagsins 5. febrúar n.k. með samkomu i Norræna húsinu og hefst hún kl. 20.30. DAGSKRÁ 1 • Avarp formanns 2. Rosmarie Rosenberg hinn nýi finnski lektor mun flytja ávarp. 3. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður segir frá Rasmusi Rask og les úr bréfum hans m.a. frásögn af ferð hans til Finnlands árið 1818. 4. Skúli Halldórsson tónskáld leikur syrpu af lögum eftir sjálfan sig. 5. Sigurjón Guðjónsson fyrrv. prófastur flytur kvæði eftir finnska höfunda í eigin þýðingu. 6. Kvikmynd um finnsku listakonuna Eila Hiltunen myndhöggvara. Kaffiveitingar með Ruknebergstertu verða á boð- stólum. AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn á undan þessari dagskrá og hefst kl. 20.00 Venjuleg aðalfundarstörf. Allir Finnlandsvinir velkomnir! ■_ ^ektardansmærin ibi CJiristina skemmtir í kvöld ' ^ádeginu frakl. 12- U3n ?9 urn kvöldiö ha ki 7 - 11.30 A,,ar í^ftfngar VEITINGAHUSIÐ ÁRMÚLA 5 H.F. FORSALA AÐGÖNGUMIÐA HJÁ SPORTVALI, HLEMMTORGI, HEIMAKJÖRI, SÓLHEIMUM Í-SIGTÚNI KL. 20.30 — HÚSIÐ OPNAÐ KL. 19.30 STðR-BINGð 18 UMFERÐIR. JMTOAHJÁ 2 UTANLANDSFERÐIR. ’lemmtor? fjoldi annarra sólheimi im GLÆSILEGRA VINNINGA KNATTSPYRNUFEL. VIKINGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.