Morgunblaðið - 05.02.1976, Síða 12

Morgunblaðið - 05.02.1976, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 0 Sanjay Gandhi, yngri sonur Indiru Gandhi, forsætisráðherra Indlands, hefur að undanfórnu lát- ið allnokkuð að sér kveða. Hann er einn skeleggasti stuðningsmað- ur móður sinnar og það sem vekur sérstaka athygli er einbeitni hans og hreinskilni. Svo atkvæðamikill hefur Sanjay gerzt að undanfornu að and stæðmgar hans — og jafnvel vmir hans — eru farnir að kalla hann ..krónprinsmn'' Gamalreyndir stjórnmálamenn í Indlandi hafa margir hverjir mikið álit á yngis- manninum og umgangast hann með virðingu Um þetta vitna ummæli manns í Nýju — Delhi, sem gerkunnugur er stjórnmálalífi Indlands, en hann sagði nýlega ,.f byrjun ársins 1975 voru áhrif Sanjay nánast engin, en nú er almennt álmð að hann kunni að verða þriðji forsætisráðherra Indlands af Nehru ættmni Saniay Gandhi er 29 ára að aldri Áður en hann snen sér að stjórnmálum hafði hann getið sér frægðarorð fyrir hönnun og smíði Maruti, smábils, sem framleiðsla er nýlega hafin á í Indlandi Stjórnarandstæðingar hafa haldið því fram, að framleiðsluleyfi hafi Sanjay fengið fyrir klikuskap Á vettvangi scjórnmálanna er það tvimælalaust emn helzti ávinmngur Sanjays að milljonir Indverja þekkja nafn hans Nýlega var hann kjörinn i framkvæmdanefnd æskulýðssamtaka Konngressflokksms, og á landsfundi flokksins, sem nýlega var haldmn í Chand.garh, var honum hampað mjög Þegar hann birtist óvænt á veitingastað landsfundarfulltrúa i hádegmu einn fundardaginn var hann hylltur með fagnaðarópum ..Lengi lifi Sanjay Gandhi '' Venjulega er aðems þjóðarleiðtogum fagnað á þennan hátt i Indlandi „Krónprins” Indiru Gandhi Fréttamenn Time áttu nýlega viðtal við Sanjay Gandhi í bústað forsætis- ráðherra landsins, þar sem hann býr ásamt konu sinni, Menaka Flestir jafnaldrar Sanjays klæðast að hætti vestrænna manna, en hann ber hins veqar hinn hefðbundna kyrtil, ..kurta ", yfir hvitum baðmullarfötum Fréttamenmrnir segja Sanjay nokkuð feiminn, en vel máli farmn Hann bauð þeim í okuferð í lok ferðarinnar kom þeim saman um. að bíllinn væri gremilega sterkbyggður. en nokkuð hávær Hér á eftir fara ummæli Sanjay Gandhis um tiltekm mál ..Tvofeldnin er dæmalaus Ef eitthvað er gert í Bandarikjunum, þá er það mjög lýðræðis- legt Ef það er hms vegar gert hér, þá er talað um endalok lýðræðisins Mundu Bandaríkjamenn líða stjórnarandstæðingum að taka kjörna þing- menn, berja þá og brenna hús þeirra, eins og gert var i Gujarat? Liðu Bretar stigmögnun átaka á IrLandi? Þeir lýstu yfir neyðarástandi og sendu þangað herlið Hafa Bandaríkjamenn nokkurn tíma sagt, að lýðræðið í Bretlandi væri liðið undirlok? Af minna tilefni hefur her- l.ð verið kallað á vettvang í Banda- rikjunum — hundum hefur verið sigað á múgmn Þetta höfum við ekki gert hér, jafnvel ekki siðan gripið var til neyðarráðstafana Því er haldið fram, að lýðræðið sé fyrir borð borið hér, en það er þó svo öflugt, að við gætum hreinlega ekki beitt hervaldi við slíkar aðstæður „Ég held. að ritskbðun sé hér minni en i flestum löndum heims. Yfirráð fjölmiðla var það hlutverk, sem þessir aðilar fengu þeim í hendur, en það var að umturna sem mestu Þeir gerðu ekki annað en að dreifa haugalygi " „Ég tel, að hvorki eigi að ganga milli bols og höfuðs á einkaframtak- inu eða ríkisreknum framkvæmda- aðilum Það á að láta þessa aðila keppa á jafnréttisgrundvelli, og lofa þeim betri að hrósa sigri. Ég tel, að ríkisreknum fyrirtækjum séu settar of miklar skorður." „í hreinskilni sagt, þá sé ég ekki hver hún ætti að verða Ég hóf ekki stjórnmálaafskipti vegna stjórnmál- anna Ég lagði hönd á plógmn af því að ástandið krafðist þess Ég veit ekki hvort ég held áfram þegar hæg- ist um Mér þætti ekki síður verðugt verkefni að standa við steðja " Þegar Sanjay var inntur eftir afstöðu sinni til embættis forsætisráðherra, sagði hann „Það mál er alls ekki á döf- mni Hér búa 600 milljónir manna, og fjölmargir hafa meiri reynslu á þessu sviði en ég.' (ÚrTime) Indira og Sanjay á lands- fundi Kongressflokksins. „Stúlkur geta ekki síður stjórnað flug- vélum en smíðað þær” - segir Helga Whitmore flugvélafræðingur sem er íslenzk í móðurætt 0 Helga Whitmore heitir fyrsta stúlkan, sem ráðin er í starf flugvélaverkfræðings við Hawk- ers-flugvélaverksmiðjurnar í Bretlandi Helga er af íslenzku bergi brotin, og er móðir hennar Hulda Jóhannesdóttir Hún er borm og barn- fæddur Reykvíkingur, en kynntist manni sinum, Edward Whitmore. lögfræðingi hér í Reykjavík, er hann var í brezka flughernum á striðsárunum Þau giftust árið 1944 og hafa síðan búið i ’ Bretlandi Helga lauk námi i flugvélaverkfræði frá Kings- ton-verkfræðiháskólanum i septembermánuði s I og hefur síðan starfað i Hawkers- verksmiðjunum. í viðtali, sem Surrey Comet átti við Helgu fyrir nokkru segir hún m a „Ég fékk snemma mikinn áhuga á flugvélum Eldri bróðir minn var vanur að draga mig með sér á flugvélasýningar og það varð til þess að ég vildi allt vita um tæknileg atriði Upphaflega ætlaði ég ekki að fara í háskóla. heldur langaði mig til að verða flugumferðarstjóri i Gatwick eða á Heathrow-flugvelli Vinkonur mínar stríddu mér með því, að þá mundi ég bara enda í Aberdeen eða á öðrum afskekktum stað Það fannst mér vera hin versta tilhugsun, af því að mér fannst ekki annað koma til greina en að vera í London Guðmundur G. Hagalín: „Þetta er lífið” — „Þetta er bara hversdagslífið” Ungmennafélag Reykdæla sýnir „Skírn” eftir Guðmund Steinsson UNGMENNAFELAG R.‘ykdæla hefur flesta vetur, sírtan ég flutt- ist hingað I dalinn og raunar oft ártur, synt eitt allviðamikið leik- rit í hinu rúmgóða félagsheimili sínu I.ogalandi. Og sunnudaginn 25. jan var þar frumsvnt SKlRN eftir Guðmund Steinsson. Leik- stjórn hafði á hendi frú Inga Bjarnason. Ilún er ung að árum, og mér hefur verið tjáð, að hún sé nýkomin frá námi í erlendum leikskóla — og að æfingar svið- setning og leikstjórn á Skírn sé fvrsta viðfangsefni hennar. Þær sögur fóru af efni og formi þessa leikrits, að ýmsum þótti vafasamt, að vel tækist til um sýningar og að það hlyti almenna hylli. Það var sagt mjög á annan veg en þau leikrit, sem hér hafa verið sett á svið, og varla þótti góðri lukku stýra, að persónurnar væru hvorki fleiri né færri en 19. Raunar segðu flestar þeirra hvorki margt né mikið, en hins vegar mætti þó helzt ekki neitt út af bera um framkomu neinna þeirra á sviðinu, án þess að það raskaði þeim sérlega heildarsvip, sem á sýningunni þyrfti að vera til þess að höfundurinn næði til- gangi sínum. Það hlaut svo að vera ærnum vandkvæðum bundið að fá nothæft fólk í hin mörgu hlutverk og leikstjórinn verða að renna nokkuð blint í sjóinn um valið. Niðurstaðan varð sú, að frú Inga Bjarna valdi 16 leikendur — og skyldu þrír þeirra hafa á hendi tvö hlutverk. í hópi hinna sextán voru aðeins þrír, sem höfðu áður hlotið nokkra teljandi þjálfun sem leikarar, ein kona og tveir karlmenn, en sumir höfðu aldrei komið fram á leiksviði, og virtist því engan veginn auðunnið það verk, sem frú Inga átti fyrir hendi. En ekki leið á löngu, unz mjög var rómað, af hve mikilli atorku og festu hún gengi að starfi sínu, og Ijóst varð, að hún hlyti að vera nokkur mannþekkj- ari, því að von bráðar var hún orðin ýkja vinsæl hjá hópnum, sem hún þurftí að þjálfa og hafði þar vakið jafnt áhuga og einingu. Það er ekki lítill viðburður í menningarlífi sveitarfélags, að þar sé sýnt nýtt og umfangsmikið leikrit sérstæðs höfundar —■ með þátttöku frá meira en tuttugu heimilum, ef með er talið það fólk, sem vinnur að tjaldabaki. Eins og þegar er drepið á bárust fregnir um sveitina, bæði af gerð leikritsins og störfum leikstjóra, og auðvitað hefur því vaknað al- menn forvitni um hvort leikstjóri og hópur hennar hafa „erindi sem erfíði,“ — enda var frumsýningin mjög vel sótt, og uppselt var á þá sýningu og hina næstu. Um leikritið er fyrst það að segja, að fyrir höfundinum vakir að forma vægðarlausa og bein- skeytta ádeilu á þau heimili, þar sem ríkir tómleiki og áhugaleysi um allt milli himins og jarðar nema að hafa föt og fæði. Heimil- isfólkið, sem höfundur sýnir eru hjón, sem heita Karl og Hulda. Þau eiga eina dóttur, Siggu, sem er jafngömul hjónabandi þeirra, en það verður fimmtán ára tiltölu- lega skömmu eftir að höfundur leiðir þau fram á sjónarsviðið. Þá er á heimilinu unglingsstúlka, sem er kölluð Didda. Hana hefur Hulda átt áður en hún giftist Karli. Leikritið er í átta atriðum, og í nokkrum þeim fyrstu er leik- húsgestum kynntur sá bragur, sem er á heimilislífinu. Við sjáum fyrst frúna reika fram og aftur um stofuna, sem er eina sviðið í leiknum. Hún þurrkar I burt ryk, en annars er hún í hálfgildings- ráðaleysi með sjálfa sig. Þá hend- ir það happ, að grannkonan lítur inn til hennar og þær geta sam- glaðst við að skoða nýja kjóla. Næst er sýnt borðhald fjölskyld- unnar. Þar gefst höfundinum tæl.ifæri til að sýna agaleysið á heimilinu — og á auðveldan, en ærið skoplegan hátt ósamlyndi systranna. Fátt er sagt, en þó er þarna dregið fram í dagsljósið, að Didda er með barni. Móðir henn- ar vill helzt ekki trúa öðru en að hún sé trúlofuð, en dóttirin tekur af um það, og þá er að taka því. Næst leiðir höfundur í ljós, að eitt er þó til, sem nýtur sameiginlegs áhuga fjölskyldunnar. Það er sjónvarpið. Frúin er jafnvel svo gagntekin af glæpamynd, sem hún horfir á, að hún fær ekki orða bundizt, en lætur I ljós sína hryll- ingshrifni í æsilegum upphrópun- um. Þá er atriði, sem kostulega kynnir grannkonuna og bónda hennar, sem koma í heimsókn. Þar er svo sem ekki masið, vekst ekki einu sinni upp slúðursaga. Rétt aðeins er drepið á veðrið og vinnuna, en ekki vikið að neinu, sem efst er á baugi í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Svo er þá komið að mjög eftir- minnilegu atriði í leiknum. Didda hefur alið barn sitt og gestum hef- ur verið boðið í skírnarveizlu. Að meðtöldum húsráðendum og dótt- ur þeirra er saman kominn þó nokkur hópur i stofunni. Prestur- inn lætur heldur betur á sér standa, en ekki er því að heilsa að fjörugar samræður hefjist, meðan beðið er. Imprað er á veðrinu, eitthvað er sagt af einsatkvæðis- orðum, og einnig heyrast ræsking- ar, en annars er leikinn þögull látbragðsleikur, sem verður ærið skoplegur, því að ein af persónun- um leikur með minnisstæðum ágætum og allar hinar svo vel, að vandræðalegur og andlaus tóm- leikinn nýtur sín svo fyllilega, að tómahljóð verður jafnvel í berg- máli salarins á hjartanlegum hlátri leikhúsgesta. Ég tel vafa- laust, að leikstjórinn hafi haft mikið fyrir því að aga únga og óvana leikendur þannig, að þeim yrðu ekki á Ieikspjöll í þessu atr- iði ... En loks kemur presturinn og framkvæmir skírnina virðu- lega og hátíðlega með lítt breyttu orðalagi handbókar íslenkra klerka. Að því loknu fellur tjald- ið. Aftur eru hjónin sýnd við sjón- varpið, sem óvænt tekur upp á að drepa á sér, þegar verst gegnir. Þetta er frúnni beinlínis áfall, en nokkra fróun hlýtur hún sakir þeirrar einstæðu hugkvæmni sinnar að rjúka út í glugga, þar sem sér inn til nágrannans og hans sjónvarp blasir við sýn. Hún gefst þó fljótt upp á þessum gluggagægjum, og þá er hjónun- um mikill vandi á höndum. Hvað skal nú hafa til afþreyingar? Hús- bóndinn stingur upp á bóklestri, en frúin er ekki fyrir slíka skemmtan. Hann grípur þó af handahófi bindi af íslendingasög- um, sem skreyta i fagurgylltri röð snotra hillu á einum vegg stof- unnar. Frúna væmir við slíkri bók, og þegar bóndi hennar, sem hefur lent á rækilegri ættartölu Guðmundar rika, fer að þylja upphátt, tekur hún af skarið af mikilli rögg. Hvað svo? Jú skyndi- lega er eins og séttur hafi verið fjörstraumur á eitthvert tæki í líkama eiginmannsins. Hann rýk- ur á fætur og leitar heldur en ekki gerðarlega eftir ástum konu sinnar. Henni kemur þetta mjög á óvart, og hún bregst illa við, svo að eiginmaðurinn móðgast og vindur sér yfir á bekkinn framan við svikasjónvarpið. Nú list frúnni ekki á blikuna. Hún stend- ur upp flýgur í fang bónda síns og gerist engu siður fjölþreifin og fundvis en hann hefur verið. En hjá honum hafa orðið straumrof, og hann er engan veginn upp á nein atlot kominn. Það horfir meinlega um samlyndið, en sá er vinur, sem í raun reynist: Allt í einu kemur skjannabirta og hljóð- gusa úr sjónvarpstækinu, og þar með eru lund hjónanna og ást- hneigð komnar i sinn deyflufar- veg, þar sem skyldan og vaninn ráða. Lokaatriðið er partý á heimili þeirra Karls og Huldu. Þau hafa farið í veitingahús i tilefni 15 ára hjónabandsafmælis sins og feng- ið sér duglega í staupinu. Eftir lokun veitingastaðarins hafa þau ákveðið að stofna til partýs heima hjá sér, og með sér hafa þau nokkra fljótfengna vini, sem hafa það ekki sízt til sins ágætis, að þeir eru allbirgir af ýmsum teg-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.