Morgunblaðið - 05.02.1976, Side 17

Morgunblaðið - 05.02.1976, Side 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Árangur viðræðna í London Eftir viðræður Geirs Hallgrímssonar við Harold Wilson ! London hafa viðhorfin ! fiskveiðideilunni milli ís- lendinga og Breta skýrzt að mun, enda þótt niðurstaða ríkisstjórnarinnar hafi orðið sú, að þær hugmyndir, sem Bretar settu fram hafi ekki verið að- gengilegar. Sá árangur við- ræðnanna er mikils virði og leggur grundvöll að öllum hugsanlegum viðræðum milli þjóðanna tveggja nú á næst- unni um skammtímasamning, ef af verður, eða á síðari stigum málsins. Hið jákvæða, sem fram hefur komið íAriðræðunum ! London, er m.a það, að Bretar hafa bersýnilega tjáð sig reiðubúna til þess að ræða um viðurkenn- ingu á 200 milna fiskveiðilög- sögu íslendinga Ekki þarf að hafa mörg orð um þá gífurlegu þýðingu, sem það mundi hafa fyrir okkur, að öðlast slíka viðurkenningu Nægir ! þv! sambandi að vitna til þess, að þegar samkomulagið var gert við Breta 1 961 veittu þeir fulla viðurkenningu á 12 milna fisk- veiðilögsögu íslands þá Árangur þeirrar viðurkenningar var sá, að þegar umþóttunar- tími sá, sem þeir fengu skv þeim samningi til veiða innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu rann út, héldu Bretar sig utan við 1 2 mílna mörkín Slík viðurkenn- ing fékkst hins vegar ekki í samkomulaginu, sem gert var ! London haustið 1 973. Þess vegna töldu Bretar sig vera i fullum rétti til að halda veiðum áfram innan gömlu 50 mílna markanna eftir að sá samn- ingur rann út í Ijósi fenginnar reynslu er því hugsanleg viður- kenning Breta á 200 milna mörkunum mikils virði, þótt slika viðurkenningu beri að meta í Ijósi mjög örrar þróunar á alþjóðavettvangi til 200 milnn cfnahagslögsögu strand- ríkja Þá kcmur það einnig fram i skýrslu forsætisráðherra um viðræðurnar í London, að Bretar eru reiðubúnir til þess, ef samningar tækjust að beita sér fyrir því, að bókun 6 hjá Efnahagsbandalaginu komi þannig til framkvæmda, að við fengjum þegar í stað tollalækk- anir eins og bókunin hefði tekið gildi við undírritun fyrir nokkr- um árum, en hún gerði ráð fyrir tollalækkunum i áföngum. Loks er það jákvætt, að Bret- ar viðurkenna rétt íslendinga til þess að ákveða sjálfir hver há- marksafli megi vera á íslands- miðum Sú neikvæða hlið er hins vegar á þeirri viðurkenn- ingu, að þeir krefjast of mikils hluta þess hámarksafla í sinn hlut. Þannig fara þeir fram á að fá að veiða 28% leyfilegs há- marksafla af þorski á íslands- miðum en minnst 65—75 þúsund lestir og að heildarafli þeirra megi vera 85 þúsund tonn. Það er fyrst og fremst þessi krafal sem veldur því, að islenzka rikisstjórnin hefur lýst þvi yfir, að hugmyndir Breta um samkomulag séu ekki aðgengilegar fyrir íslendinga. Hér er komið að þeim kjarna málsins, að aðstæður eru nú gjörbreyttar frá þvi, sem verið hefur. Mat fiskifræðinga, bæði íslenzkra og brezkra, á ástandi þorskstofnsins sýnir, að það er svo alvarlegt, að íslenzk ríkis- stjórn, hver sem hún er, hlýtur að hafa mjög naumt svigrúm til samninga. Þetta virðast Bretar enn ekki hafa skilið og er þó óhætt að fullyrða, að skilningur og þekking tveggja mestu ráðamanna í Bretlandi á að- stæðum okkar er nú miklu meiri en áður var. Af þessu má marka, að við- ræðurnar í London báru um- talsverðan árangur frá sjónar- hóli okkar íslendinga enda þótt þær hafi ekki leitt til þess, að samkomulag gæti tekizt, sem við gætum sætt okkur við Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar lýst því yfir, að hún sé tilbúin til þess að ræða við Breta um hugsanlegt samkomulag til skamms tíma og Callaghan, utanríkisráðherra Breta, hefur tekið vel i hugmyndir um slíkar viðræður Er þess þvi að vænta, að þær fari fram og i Ijós komi, hvort unnt er að gera slíkan samning til stutts tima, sem mundi þjóna tvenns konar tilgangi, að koma i veg fyrir ófriðar- og hættuástand á fiski- miðunum og stuðla að verndun fiskstofnanna, en eins og Einar Ágústsson utanrikisráðherra benti á í umræðum á Alþingi megum við ekki missa sjónar af þvi meginmarkmiði útfærsl- unnar Málflutningur stjórnarand- stæðinga í umræðunum á Al- þingi hefur verið fáránlegur og óraunsær Það virðist t.a.m. vera skoðun Lúðvíks Jóseps- sonar, að unnt sé að sigra Breta með valdi, með því að bæta fleiri togurum við flota gæzluskipa og kaupa eða leigja hraðskreið skip til viraklipp- inga. Sjálfsagt er að efla Land- helgisgæzluna eins og kostur er, en það er fáránlegt að halda því fram að við getum unnið sigur á Bretum með valdbeit- ingu. Þá heldur Lúðvik Jóseps- son því einnig fram, að Bretar muni ekki geta veitt nema svo sem helming þess aflamagns, sem þeir segjast geta veitt undir herskipavernd. Sam- kvæmt þessum ummælum er það mat Lúðvíks Jósepssonar að þeir muni ekki veiða nema um 50 þúsund tonn á þessu ári Þetta er óraunsætt mat í meira lagi Við höfum nokkra reynslu af því hvað þeir geta veitt í óleyfi. Þá reynslu fengum við þegar Lúðvík Jósepsson var sjávarútvegsráð- herra á árinu 1973 og það var talsvert á annað hundrað þús- und tonn Það er ekki hægt að byggja markvissa stefnu i land- helgismálum íslendinga á svo óraunsæju mati Lúðviks Jósepssonar Geir Hallgrímsson forsætisráðherra í þingræðu: Það vinnur enginn þessa baráttu fyrir okkur nerna við siálf Hér fer á eftir í heild sfðari ræða Geirs Hallgrímssonar for- sætisráðherra um landhelgis- deiluna við Breta í umræðum á Alþingi í fvrradag er forsætis- ráðherra lagði fram skýrslu sfna um viðræðurnar f I.ondon: Gagnrýnd hefur verið og kölluð leynd, sem hvílt hefur yfir innihaldi þeirra viðræðna, sem fram fóru í Lundúnum, um síðustu helgi, hve langan tíma viðræðurnar og athugun þeirra hefur tekið. Þetta hefur komið fram, sérstaklega hjá Lúðvík Jósepssyni og Karvel Pálma- syni. Varðandi timalengdina eru 7 eða 11 dagar alls ekki langur tími. Ef við erum i langri bar- áttu, eins og alit bendir til, er þetta ákaflega stuttur timi. Mér finnst það bera vitni nokkurrar taugaveiklunar hjá þessum þingmönnum að gerast óþolin- móðir, þótt þessi tími sé tekinn, til þess að kanna þennan þátt málsins og þann áfanga, sem við höfum náð, eða stöndum á. Þessa daga hafa brezkir togarar áreiðanlega veitt í al- gjöru lágmarki, eins og sýnir sig best, að togarasjómennirnir voru teknir á taugum engu síður en Lúðvík Jósepsson og Karvel Pálmason. Brezku sjó- mennirnir kröfðust þess, af sinni ríkisstjórn að fá skaóa- bætur greiddar vegna þess að þeir gátu ekkert veitt. Er það nú kannski ekki einhvers virði. Ef þetta er taugastrið öðrum þræði að reyna þannig á taugar andstæðingsins, þá mega bara taugar okkar sjálfra ekki bilai um leið eða á undan eins og virðist vera hjá þessum þing- mönnum. Venja í alþjóðlegum samskiptum Varðandi leyndina er því til j að svara, að ég hef gefið for- mönnum stjórnarandstöðunnar utanríkis- og landhelgisnefnd ýtarlega skýrslu um viðræðurn- ar og í þingflokkunum hafa verið gefnar skýrslur um gang viðræðna. Það er venja í alþjóð- legum samskiptum að sam- komulag sé um upplýsingar, hvað snertir innihald slíkra við- ræðna og ekki venja til, að þær upplýsingar séu gefnar fyrr en niðurstaða er fengin. Og nú hefur niðurstaða fengist upp- lýsingar eru gefnar og ég sé ekki að leyndin hafi á nokkurn hátt skaðað okkar málstað, nema síður væri. Aðstaða til samninga Það er rætt hér um, að að- staða okkar til samninga sé eng- in og vissulega er það rétt, að ef við eigum að hlíta ráðlegging- um fiskifræðinga okkar um há- marksafla þorsks á þessu og næsta ári, þá er ekkert til skipt- anna. Þess vegna er e.t.v., mjög einfalt að afgreiða þessa deilu við Breta eða aðrar þjóðir á þann veg, við höfum ekkert að láta og getum þvi ekki um neitt samið. Þetta er stefna stjórnar- andstöðunnar. Allir flokkar stjórnarandstöðunnar hafa lýst þessu yfir nema fulltrúi Alþflokksins nú áðan, sem sagði, að rétt væri að ræða við aðrar þjóðir, þótt þessi væri staðreyndin. Þarna er um að ræða nokkra breytingu á stefnumörkun þess flokks, sem ég fagna, en hvað snertir þá stefnumörkun Alþýðubanda- lags og Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna að við eigum ekki að ræða við aðrar þjóðir og að við eigum ekki að leita sam- komulags til lausnar deilu við aðrar þjóðir, þá vil ég segja það, að menn stinga höfðinu í sand- inn. Hverjir eru kostirnir? Kostirnir eru ekki þeir að við getum einir tekið allan afla af Islandsmiðum án þess að horf- ast í augu við, að aðrar þjóðir taka svo og svo mikið í óleyfi. Þetta er reynsla okkar í þrem þorskastrfðum, þetta er reynsla okkar i þessu þorskastríði, þess vegna eru valkostirnir, annars vegar, samningar og hvaða magn við getum látið aðrar þjóðir fá með samningum eða engir samningar og hvað aðrar þjóðir taka upp úr Islandsmið- um án leyfis. Ég við bregða því upp, að fiskifræðingar okkar segja, að með ótakmarkaðri veiðisókn sé unnt að veiða hér 330 þús. til 340 þús. tonn af þorski. Ég hygg, að við séum meira og minna sammála um það að veita öðrum þjóðum en Bretum allt að 20. þús. tonna veiði- kvóta. Þá eru eftir um 310 þús. tonn. Þá er spurningin, hvað Bretar geta tekið i leyfisleysi. Ég skal ekki leiða getum að því, en þeir segja sjálfir að minnsta kosti 100 þús. tonn af þorski. Þá eru eftir fyrir okkar 210 þús. tonn; þorskafli okkar varð að lágmarki á sfðasta ári 240 þús. tonn. En þessi leið hefur i för með sér hrun þorskstofnins, að áliti fiskifræðinga. Þess vegna held ég að við séum öll sam- mála um. að þessi leið er ófær. Við skulum gera því skóna að við förum i þá hámarkstölu þorskafla, sem fiskifræðingar hafa nefnt 280 þús. tonn á ári og drögum 20 þús. tonn fyrir aðrar þjóðir en Breta, þá eru eftir 260 þús. tonn og við gerum því skóna, að Bretar nái upp 100 þús. tonnum í leyfisleysi. Þá eru eftir 160 þús. tonn fyrir okkur. Þetta er óviðunandi. Ég ætla mér ekki að gera tölur Breta að mínum og ég vona, að tölur þeirra séu allt of hátt metnar, en við skulum hugsa hver fyrir sig, hve mikinn afla Bretar mega taka í óleyfirtil þess að það borgi sig að semja við þá, vegna þess að við erum að færa út fiskveiði- lögsöguna til þess að vernda þorskstofninn og það er ekki eingöngu magn þorskaflans, sem þarna er um að ræða, held- ur líka samsetning þorskaflans. Taka Bretar meira upp í óleyfi af smáfiski, þegar þeir sinna hvorki friðunarsvæöum eða kröfum okkar um gerð veiðar- færa? Það er mjög sennilegt, og má raunar afdráttarlaust svara þeirri spurningu játandi. Þetta mælir með samningum. En hvers vegna er ég að ræða um þetta núna þegar við erum í raun og veru að hafna þeim hugmyndum Breta, sem þeir hafa sett fram. Samningar — barátta Ég segi þetta núna og ítreka það, sem ég raunar hef áður sagt, að við Islendingar eigum fremstir allra þjóða að vilja leysa okkar deilumál með samningum. Við eigum ekki eingöngu aðhrósaokkuraf því I orði að við séum friðelskandi þjóð, við eigum að sýna það í verki. Hitt er svo annað mál, að okkur geta verið settir svo erfiðir samningskostir, að það sé ekki unnt að ná samningum, þá tökum við upp þá baráttu sem nauðsynleg er. En hún verður að vera háð með öðrum hætti en þeim, sem sumir tals- menn stjórnarandstöðunnar hafa látið í veðri vaka hér á þessum þingfundi og endra nær. Við verðum að sýna jafn- vægi og rósemi, við sigrum ekki andstæðinginn með afli eða váldbeitingu, við höfum ekki afl til þess eða vald, við skulum gera okkur grein fyrir því, en við höfum rök og rétt okkar megin og þótt við séum minni- máttar þá getum við einmitt leikið á þá strengi að við sigrum að lokum. Það gerum við auðvitað ekki með því að hóta öðrum vestræn- um rikjum, að við segjum okkur úr Iögum eða félagsskap þeirra, sem við um leið erum að leita skilnings og stuðnings hjá. Það er alveg rétt, að auðvitað er það ekki ótakmarkaður skiln- ingur eða stuðningur, sem við njótum hjá öðrum þjóðum. Við skulum gera okkur grein fyrir því, að í alþjóðlegum samskipt- um hugsar hver þjóð fyrst og fremst um sjálfa sig og hvaða hagsmuni hún hefur á hverjum tima. Við erum að þessu leyti ekkert betri eða verri en aðrar þjóðir. Ég býst við því, að við gerum okkur litla grein fyrir efni og innihaldi ýmissa alþjóð- legra deilna, sem við heyrum þó mikið um rætt i útvarpi og frásögnum, þegar þessi deilu- mál eru til meðferðar i Sameinuðu þjóðunum eða öðrum alþjóðlegum stofnunum. Við skulum því gera okkur grein fyrir því, að við þetta takmarkast stuðningur og skilningur annarra þjóða við okkar málstað. Sláum aldrei á útrétta hönd Við erum sjálfstæð þjóð og verðum að standa á eigin fót- um. Það vinnur enginn þessa baráttu fyrir okkur nema við sjálf. Það er hlálegt að heyra þá menn, sem hafa barist á móti því, að varnarlið væri í landinu og öryggi landsins tryggt og að við séum i varnarsamtökum vestrænna ríkja, segja, að eina sem dugar sé að notfæra okkur þátttöku okkar i þessum samtökum og veru varnarliðs- ins til þess að vinna sigur í þessu máli. Það mætti spyrja þessa menn, ef það færi eftir, sem þeir segja, vilja þeir þá skuldbinda Island og Islend- inga til þess að vera um aldur og ævi í þessum varnarsamtök- um eða hafa varnarlið hér á landi? Ég vil þaó ekki. Ég vil, að við Islendingar vinnum þetta stríð einir með skilningi og samúð annarra þjóða og stuóningi. Ég á ekki við það, að nein þjóð geti í raun og veru staðið ein í þessum heimi, þótt við verðum fyrst og fremst að treysta á mátt okkar og megin og þá skiptir öllu máli að halda sálarró okkar og kjarki og þolinmæði á hverju sem gengur. Við skulum aldrei slá á útrétta hönd til samninga og skoða alla þá kosti sem fyrir hendi eru til þess að ná fram friðsamlegri lausn deilumála okkar. I því eru hagsmunir okkar fólgnir. Gunnlaugur Jónsson eðlisfræöingur: ÞEIR atburðir, sem nú eru að gerast á svæðinu frá Mývatni til Axarfjarðar eru ný reynsla fyrir núlifandi Islendinga, og nánast lokuð bók I vísindalegri þekkingu okkar. Að óbreyttu ástandi er ekki hægt að segja fyrir um hvar eða hvenær verður jarðskjálfti, sem reynist hættulegur mönnum við vinnu á þessu svæði. Einkum á þetta við um framkvæmdir, svo sem boranir og byggingar, þar sem oft þarf að glíma við þunga hluti. Öll nákvæmnisvinna og niðursetningu tækja hlýtur einnig að vera mjög erfið og tfmafrekari en ella. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að eldgos eða nýjar sprungur valdi þvf að nauðsyn- legt sé að breyta fyrirkomulagi mannvirkja við Kröflu frá þvf sem nú er fyrirhugað. Þessi möguleiki kann að vera fjarlægur, en hann á þó við um alla þætti Kröfluvirkjunar, þ.e. borholur, safnæðar, stöðvarhús og rafmagnslfnu. Að undanförnu hefur orðið mikil breyting á stöðu orkumála í landinu. A Ólafsfirði, Siglufirði, Suðureyri og nú síðast við Lauga- land f nágrenni Akureyrar hefur fundist nægur jaróhiti og vatn til þess að tryggja þessum stöðum nægan varma til hitaveitu. Afleið- ing þessa er sú að þörfin fyrir rafhitun hefur minnkað mjög mikið, enda sé þeirri stefnu fylgt að rafhita húsnæði, sé hitaveita ekki fyrir hendi. ' Ef borin er saman raforkuspá sem höfundur gerði í fyrra, og tölvuspá sem nýlokið er við að gera,£á kemur í ijós að aflþörfin i öllu landinu hefur minnkað um 60 MW árið 1981, eða sem svarar Kröfluvirkjun og 145 MW árið 1990, eða sem samsvarar Blöndu- virkjun. 1 báðum tilvikum er reiknað með að járnblendiverk- smiðjan hafi tekið til starfa, en í nýgerðri spá er einnig reiknað með 10 MW viðbótarafli til Isal, að öðru leyti er ekki reiknað með frekari orkusölu til stóriðju. Þessi breyting stafar næstum eingöngu af áætlaðri aukningu í hitaveitu- framkvæmdum. Staðaorkumála f dag. Þessi breyting á raforkuspá hefur augljóslega haft veruleg áhrif á þörfina fyrir frekarí fram- kvæmdir í raforkumálum, en ekki er víst að menn hafi almennt gert sér grein fyrir hversu mikil breyt- ingin er. Að mínu áliti er staðan nú þessi: 1. Að loknum framkvaémdum við Sigöldu er uppsett vatnsdfl 535 MW, og orkuvinnslugeta kerfisins 3200 GWH á Norður- og Suðurlandi. Þetta er nægilegt afl og orka til haustsins 1980. Að viðbættri Kröfluvirkjun verða samsvarandi tölur 605 MW og 3700 GWH, en það mun duga til haustsins 1986. Ef allt landið er samtengt er aflið 629 MW og orkuvinnslugetan um 3800 GWH, sem er nægilegt fyrir allt landið til hausts 1983, þó ekki sé ráðist í frekari virkjanir. 2. Afl og orkuskortur er nú bæði á Vestfjörðum og á Aust- fjörðum, sem ekki verður bætt úr með virkjunum innan 4—5 ára. 3. Mörg brýn verkefni bíða í hitaveitumálum, þ.e. hitaveita Suðurnesja, Akureyrar, Suður- eyrar, Akraness, og Borgarness o.s.frv. I orkuspám er nú gert ráð fyrir að þessir staðir fái hitaveitu, og þvi ekki rétt að auka rafhitun þar, og afleiðingin er sú, að olía er notuð til húshitunar meðan þetta millibilsástand varir. Ahættan sem tekin er með framkvæmdum við Kröflu vex með hverjum nýj- um áfanga sem náð er við byggingu virkjunarinnar. Fjár- festingin sem bundin er í full- byggðri virkjun er það mikil að ; \ Gunnlaugur H. Jónsson eðlisfræðingur. miklu minni en við rafveitu, sé miðað við samsvarandi afl og orkugetu til húshitunar. Fram- kvæmdatími er einnig styttri og áfangaskipti auðveldari. Fráþjóð- hagslegu sjónarmiði er því rétt að hitaveitur gangi fyrir raforku- framkvæmdum til húshitunar, þ.e.a.s. raforkuframkvæmdum, sem ætlað er að fullnægja húshit- unarþörf skal frestað ef þær keppa um fjármagn, sem annars væri notað til hitaveitufram- kvæmda. Að dómi höfundar eru eftir- farandi ákvarðanir réttar og nauðsynlegar nú þegar við núverandi aðstæður. 1. Fresta öllum framkvæmdum við Kröflu eins lengi og þörf er á vegna járðhræringanna á svæðinu, ástæða „force major“ (náttúruhamfarir). Ekki er þörf á að hefja framkvæmdir að nýju fyrr en fjármagn er fyrir hendi i verðið færi lækkandi þegar hita- veitan er afskrifuð niður undir verð hjá Hitaveitu Reykjavíkur (áætlað verð frá Svartsengi er allt að 80% af olíuverði.). Sparnaður: Tími, lögfræðileg vandamál, varmaskiptistöð, kaldayatnsborun og leiðslur, jarð- vatn Suðurnesja ekki lengur i ó- þarfa hættu. Leiðsla fyrir núverandi og hugsanlega byggð og iðnað frá Hafnarfirði til Voga. Möguleikar opnast til að dæla inn á þessa leiðslu hvar sem er, t.d. frá Trölladyngju. Auka- kostnaður: 20 km lengri leiðsla frá Hafnarfirði til Njarðvikur en frá Svartsengi til Njarðvíkur og hugsanlega viðbótar dælustöð á leiðsluna til Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Dæmi 2: Vinna að sameigin- legri Iausn hitaveitu Borgarness og Akraness. Sparnaður: Tími, Hugleiðingar um stefnu í orkumálum Islendingar verða að vera yfir 90% vissir um að þessari fjár- féstingu sé engin hætta búin. Alvktanir. I orkumálum bíða mörg verk- efni, sem hvert um sig kallar á mikið fjármagn úr ríkissjóði eða erlendis frá í formi langtíma lána. Þessi fjármagnsþörf er miklu meiri en svo að hægt sé að fram- kvæma allar þær hugmyndir sem fram hafa komið um úrlausn í orkumálum. Nauðsynlegt er þvi að raða verkefnum í forgangsröð. Vitað er að kostnaður við hitaveitu er línu til Austfjarða, eða annars vorið 1979 fyrir samtengda svæð- ið Norður-Suðurland. 2. Veita því fjármagni sem sparast í auknar hitaveitufram- kvæmdir og i að ljúka byggðalínu norður. 3. Velja beinu leiðina við hita- veituframkvæmdir, það er að leggja frekar langar leiðslur en byggja varmaskiptistöðvar. Dæmi: Hitaveita Reykjavíkur selji Suðurnesjum heitt vatn fyrir 10%—20% af olíuverði á hentug- um stað í Hafnarfirði. Hitaveita Suðurnesja selji notendum vatnið fvrir allt að 70% af olíuverði, en kaldavatnsborun og leiðslur, hita- vatnsborun, varmaskiptistöð. Aukakostnaður: Lengri leiðslur frá Borgarfirði. AkVarðanir sem verður að taka á næstu árum. 1. Hvar á að reisa næstu stór- vikjun á eftir Kröflu-virkjun sem þarf að koma í gagnið haustið 1983? 2. Hvernig á að sjá Vestfjörðum og Austfjörðum fyrir nægri raf- orku? Að mati höfundar er svarið við fyrstu spurningunni Blöndu- virkjun, vegna legu hennar með Aetluð raforkunotkun A SUÐVESTUR- OG NORÐURLANDI SAMTENGT Az íb.f j Rafh. Likl Þjón Heim- Iðnað- Ann- Mark- Orku Aukn- Ab. Al- Keflv. Málm Orku Afl- mark. rafh 111 ur að aður sala inq vksm ver fluqv. bl.v vinns. þðrf gvih GWH GWH GWH GWH GWH GWH GWH * GWH GWH GWH GWH GWH MW 197U 193598 2U7 181 71 189 199 U1 7U8 682 . 0 1U1 1233 69 e 22U6 351 1975 196UU1 253 195 77 203 21U u3 730 732 7 1U1 1233 69 0 2306 36U 1976 139265 259 211 82 218 220 U5 826 787 7 1U1 1233 69 0 2269 57-9 1977 202667' 266 226 88 23U 2U8 U8 883 8U3 7 1U1 1223 69 0 2U3U 393 1978 20U8U6 272 2U0 95 250 266 50 333 301 7 1U1 1233 69 U00 2901 U2U 1979 207599 279 25U 102 268 aes 52 985 960 7 1U1 1323 ee 513 2173 U67 1988 210323 285 267 ie.9 287 205 5U 10U0 1022 1U1 1322 69 513 22UU U83 1981 213018 292 273 117 3?6 226 56 1097 1085 6 lul 1323 69 513 3317 U99 1982 215681 298 291 126 227 2U7 59 1156 11U9 £ 1U1 1223 69 513 2391 515 1983 218309 205 201 135 2U3 370 61 1213 1215 6 1U1 1323 ee 513 Iu67 198U SEt-MÍ 211 210 1UU 271 29U Í3 12 2 U la::- e 1U1 1223 69 512 25U5 5U9 1385 223U56 318 218 155 295 uie 65 1252 1252 - 1U1 1223 69 512; 6625 566 1386 225978 2'25 225 166 UEl UU3 es 1U22 lu23 5 1U1 1223 69 513 2 706 583 1987 228UU1 322 222 178 UU7 u70 70 1U96 1U96 5 1U1 1323 69 512 2790 602 1388 230869 3?? 190 u75 u97 72 írra 15 • 2 5 1U1 1222 ee 513 5878 620 1389 2332U9 2U6 2U6 202 50U 52C ~5 1652 1652 5 lul 1223 ee 512 5 968 6u0 r-5582 -f- -1- 5- 172U 1 72 U 5 lui 1222 .•'62 -to Ajetluð raforkunotkun A öllu landinu Ai lb.f j Rafh. Likl Þjón Heim- Iðnað- Ann - Mark- Orku Aukn- Ab. Al- Keflv Málm Orku Afl- mark rafh ili ur að aður sala ing vksm ver flugv.bl.v vinns þðrf GWH GWH GWH GWH GWH GWH GWH GWH % GWH GWH GWH GWH GWH MW 197U 216626 UU5 202 72 EC-9 220 51 1007 765 o 141 1222 £ C •0 2350 374 1975 219810 U56 229 ze 22U 249 54 1060 634 2 141 122? 69 0 2U31 ?5? 1976 222969 U67 261 8U 2U0 269 1116 910 9 1U1 1222 69 e 2521 413 1977 226185 U78 297 90 256 290 59 1175 992 9 141 1232 69 0 2618 u25 1978 22921U U89 237 97 276 212 62 íaee 1084 9 1U1 1222 69 400 r 124 U86 1979 22229U 501 ' 377 10U 295 325 6U 13O0 1176 141 1322 69 512 2U3U 526 1980 2253U3 512 UIU 112 316 360 67 1267 1268 e 141 1323 6 9 512 35U2 553 1981 238358 52U UU6 120 338 see 70 1437 1361 7 1U1 12:2? 69 512 3651 rr? 1982 2U1338 526 U81 128 360 UÍ2 73 1511 1455 7 141 122? 69 512 2760 602 1983 2UU279 5U8 510 128 284 441 75 1587 1549 6 141 1222 69 512 3869 626 19SU 2U7180 560 537 1U8 uie 471 78 1666 1642 6 1U1 1222 69 512 2978 651 1985 250038 572 561 156 U36 502 81 1749 1727 6 1U1 1322 69 512 4687 675 1986 252851 585 581 170 U6U 532 84 1825 1821 5 141 1222 69 512 U195 e« 1987 255616 597 597 182 U92 567 87 1925 1925 5 1U1 1222 69 512 4302 722 1988 258232 609 609 19U 523 601 90 2016 2018 5 lul 1322 e? 512 UU10 746 1989 260996. 6 22 622 208 555 636 92 2114 211U ■ 5 141 1322 6 9 513 4520’ 770 1990 263606 6 3U 63U 222 589 679 95 2219 2212 5 lui 1222 6 9 512 4635 , 79u tilliti til markaða, byggðalínu og eldgosabeltisins. Aðrir nefna Hrauneyjarfossvirkjun, en reynsla okkar af eldgosum er sú að ekki er hægt að treysta á for- lögin í þessum efnum. Þó hættan á þvl að Sigalda og Hrauneyjar- foss eyðileggist bæði i einu gosi væri aðeins einn á móti tíu þúsund á ári, eða einn á móti fimm hundruð á næstu 20 árum., þá er það áhætta sem engin þörf er á aó taka fyrr en raforkukerfið er orðið stærra og þolir betur slík áföll. Það er ekki eðlilegt að leggja efnahagslegt sjálfstæði Is- lands undir í éinu veðmáli. Hugsanlegt er að bæði Lands- virkjun og fyrirhuguð Norður- landsvirkjun verði eignaraðilar að Blönduvirkjun, sem er of stór fyrir einstaka landshluta, nema stóriðja komi til. Svarið við seinni spurningunni er linulögn til þessara landshluta, sem síðan verður fylgt eftir með nokkuð stórum virkjunum í þess- um landshlutum, þegar þörf er á virkjun á eftir Blönduvirkjun. Ef samið er um orkusölu til stóriðju er nauðsynlegt að flýta raforkuframkvæmdum, en þeir samningar verða að byggjast á því að stóriðjan ein standi undir virkjuninni, þ.e.a.s. að allir not- endur raforkunnar njóti sama raforkutaxta i heildsölu, likt og er í Noregi. Ef þessu skilyrði er fullnægt, og ef fjármögnun virkjunarinnar hindrar ekki fjár- mögnun annarra orkufram- kvæmda, er æskilegt að ráðast i aðra virkjun samhliða Blöndu- virkjun, hugsanlega Hrauneyja- foss. Til viðmiðunar má geta þess að núverandi gjaldskrá Lands- virkjunar samsvarar að orkan sé seld á Ikr 1,64/kwh. (9,65 mill/kwh) forgangsorkan, ef orkan er nýtt jafnt allan ársins hring. Ef ISAL greiddi sama verð fyrir raforkuna og rafmagnsveit- ur er líklegt að sú gjaldskrá sem tryggði Landsvirkjun óbreyttar tekjur samsvaraði verðinu 7 mill á kílóvattstund. Þetta verð er mjög vel samkeppnisfært á heimsmarkaði og myndi stuðla að því að erlend stórfyrirtæki settu á fót orkufrekan iðnað á Islandi og tryggði jafnframt hinn almenna notanda og innlendum iðnaði raf- orku á góðu verði. Skrifað í Reykjavik 15. janúar 76

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.