Morgunblaðið - 05.02.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 05.02.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1976 19 - Italía Framhald af bls. 15 I Róm er nú almennt talið, að stjórnarkreppan, sem staðið hefur i fjórar vikur, sé nú brátt á enda, hvort sem Aldo Moro tekst myndun meiri- hlutastjórnar eða ekki. Mistak- ist stjórnarmyndun á Aldo Moro tveggja kosta völ — að mynda minnihlutastjórn kristilegra demókrata eða gef- ast upp, og myndi Giovanni NÝTT blað er að hefja göngu sína, blaðið Bridge og er fyrsta tölublaðið komið út. Er ætlun útgefenda að það taki við hlut- verki Bridgeblaðsins sem hætti útkomu á miðju ári 1974. Útgefandi hins nýja blaðs er Jóhann Þórir Jónsson en hann er einnig útgefandi og ritstjóri tímaritsins Skák. Guðmundur Pétursson er rit- stjóri blaðsins og fyrir þá sem ekki þekkja „spilaferil“ Guðmundar má nefna að hann er núverandi Islandsmeistari, bæði í sveitakeppni og tvímenning. Einnig má nefna að Guðmundur hefur spilað fyr- ir Island á Evrópumóti. Aætlað er að blaðið komi út 10 sinnum á ári og verði 16 síður hvert eintak. Áskriftar- verð er krónur 3.500.00 Af efni hins fyrsta tölublaðs má nefna: Grein eftir Jón Asbjörnsson um erfiðleika við útgáfu bridgeblaðs, löng grein eftir ritstjórann um Reykja- víkurtvímenningskeppnina sem nýlega er lokið og ber yfir- skriftina „Þegar tölvan dansar polka“, grein um Bridgelögin eftir Jakob R. Möller sem heitir „Þegar félagi hikar í sögnum". Einnig má nefna fastan þátt í blaðinu sem Gylfi Baldursson hefir umsjón með og nefnist „Sagnþrautirnar og speking- arnir tíu“. Utanáskrift hins nýja blaðs er Tfmaritið Bridge, pósthólf 1179 Reykjavfk Sfmar 15899 og 19121. Ritstjórnarfulltrúi og hönnuður blaðsins er Birgir Sigurðsson. Leone forseti þá efna til nýrra kosninga á næstunni. Sá möguleiki að Leone feli öðrum leiðtoga kristilegra demókrata stjórnarmyndun má heita útilokaður þar sem skjótra aðgerða í efnahags- og gjaldeyrismálum er þörf. Á hálfum mánuði hefur líran sigið um 10% og var búizt við sérstökum ráðstöfunum til að hindra spákaupmenn í að not- færa sér ástandið frekar en þegar er orðið. Reykjavíkurmótið í sveita- keppni hófst sl. þriðjudag og mættu aðeins 12 sveitir til leiks og hefir þátttaka aldrei verið eins léleg. 20 sveitir mættu til leiks i fyrra. Við munum tíunda úrslitin í sunnudagsþættinum. X X X X Olympíulandsliðið f bridge hefir verið valið eftir því sem þátturinn hefir fregnað en fréttir frá Bridgesambandinu hafa aldrei verið eins lélegar og i vetur hverju sem það er nú um að kenna. T.a.m. frétti þátturinn fyrir nokkru að BSl hafi verið boðið að senda par í Sunday Times keppnina sem íslenzk pör hafa tekið þátt í á undanförnum árum með mjög góðum árangri. Einnig væri fróðlegt að fá að vita hvaða aðferðum hafi verið beitt við val á landsliðinu en þátturinn hefir frétt að það skipi Hjalti og Asmundur Símon og Stefán og Guðmundur og Karl. Það efar enginn að þetta Iandslið er það stekasta sem við eigum í dag en af hverju þessa leynd? X X X X Bridegfélagið Ásarnir f Kópavogi bauð Bridgefélagi Hafnarf jarðar til keppni sl. mánudag — og urðu úrslit þessi. Bridgefélagið Ásarnir talið á undan: 1. borð 20—-2 2. borð 18— 2 3. borð 2—18 4. borð 11— 9 — Atvinnu- glæpur Framhald af bls. 2 og annast alla afgreiðslu. Vinnu- dagur þeirra er langur og dæmi kvað Björn til þess að vinnustund- irnar færu yfir 200 á mánuði. Sagðist Björn efast um að nokkrir menn í þjóðfélaginu bæru eins lítið úr býtum fyrir eins mikla vinnu og þessir flugmenn Vængja. 5. borð 20—-^4 6. borð -s-2—20 7. borð 20—-3 8. borð 17— 3 Það má því segja að Hafn- firðingar hafi ekki sótt gull í greipar Ásanna. Næsta mánudagskvöld verður barometerkeppninni haldið áfram hjá Ásunum og spiluð þriðja umferð. X X X X Firmakeppni Prentarafélags- ins var haldið áfram sl. sunnudag. Urslit urðu þessi: Morgunblaðið — Þjóðviljinn 0—20 Gutenberg B Gutenberg C 20—0 Félagsprentsmiðjan sat hjá. Staðan er nú þessi: Félagsprentsmiðjan 47 Þjóðviljinn 46 GutenbergB 44 Morgunblaðið 23 Gutenberg C 20 Næst verður spilað á sunnudaginn kemur klukkan 13.30. X X X X Frá Bridgefélagi Kópavogs: Úrslit í fjórðu umferð sveita- keppninnar urðu sem hér segir: Meistaraflokkur: Bjarni Sv. — GuðmundurJak 10—10 Þorsteinn — Vilhjálmur 6—14 Kári — Bjarni P. 17— 3 Ármann — Páll 17—3 Eftir 4. umferð^ru nú þessar sveitir efstar í meistaraflokki: Bjarni Pétursson 58 stig Ármann J. Lárusson 54 stig Vilhjálmur Vilhjálmss. 46 stig Úrslit í 1. flokki í 4. umferð: Kristinn — Guðm. K. 20— 0 Kristmundur — Sigrún 14— 6 Margrét — Sævar 0—20 Matthías — Einar 4—16 Eftir r. umferð eru nú þessar sveitir efsíar í 1. flokki: Kristinn Kristinsson 62 stig Sigrún Pétursdóttir 46 stig Krstm. Halldórss. 46 stig Árnór Ragnarsson — Skæruliðarnir Framhald af bls. 1 höfðu náð bifreiðinni var reynt að kalla til Sómalíumanna og segja þeim, að skothríóinni hefði ekki verið beint að þeim, 'en áður en það tókst hófu þeir skothríð. Féll einn franskur foringi og tveir særðust í skotbardaga, sem fylgdi á eftir en stóð aðeins í skamma stund. M. Oliver Stirn, nýlendu- málaráðherra Frakka, sagði í kvöld að frönsku hermennirnir hefðu aðeins skotið að Sómalíu- mönnunum til að vernda líf barn- anna. Útgöngubann hefur verið skipað í Djibouti. — Jarðskjálftar Framhald af bls. 1 borgum i N-hluta Hondúras og einnig urðu einhverjar skemmdir i San Salvador. Jarðskjálftinn fannst einnig í Mexíkóborg í um 1600 km fjarlægð en olli þar engu tjóni. Guatemala fór í eyði af völdum jarðskjáifta í desember 1917 og síðasti stóri jarðskjálftinn á þessu svæði varð í desember 1972, er jarðskjálfti lagði Managua, höfuð- borg Nicaragua, í eyði og þá fór- ust um 10 þúsund manns. Managua er um 500 km fyrir sunnan Guatemalaborg. Skjálft- inn í dag er einn sá mesti, sem orðið hefur á byggðu svæði á undanförnum árum. — Ása Sólveig Framhald af bls. 2 Leikendur fá hins vegar ágæta dóma, en með helztu hlutverk fóru Margrét Helga Jóhannsdótt- ir, Gisli Alfreðsson, Þuríður Frið- jónsdóttir og Ingunn Jensdóttir, en leikstjóri var Þórhallur Sigurðsson. g.s. — Alþingi Framhald af bls. 14 ar. Til þess eru samningar að hafa stjórn á veiðum. Lúðvík talaði og um þrýsting á Breta um að beita ekki herskipum. Hvaðan kemur sá þrýstingur. Það skyldi þó aldrei vera frá Nato-þjóðum — og engum öðrum? Rágnar Arnalds spurði um samningstilboð í Lundúnum nú. Það var ekkert gert. Spurning þessi er því út í hött og ekki svaraverð. Rétt er hjá Jóni Ármanni að enginn samþykkir fyrirfram það, sem hann veit ekki hvað er. Haft verður samband við stjórnarand- stöðu, gegn um landhelgisnefnd og utanrikismálanefnd, um hugsanlegar viðræður við Breta, og þeim gefinn kostur á að fylgj- ast með einu og öllu, hér eftir sem hingað til. Þá vil ég vekja athygli á, að rfkisstjórnin hefur ekki boðið Bretum eitt eða neitt. Hún hefur aðeins tjáð sig fúsa til viðræðna um skammtímasamninga, ef Bretar óska eftir. Ég hygg, að Bretar þurfi nú að eiga frum- kvæðið. Hér á er ekki mikill munur, en þó blæbrigðamunur, sem ekki er rétt að horfa fram hjá. — Sálfræði- könnun Framhald af bls. 3 fræðslustjórinn í Reykjavík voru því fylgjandi að könnunin yrði gerð og veittu heimild til að leggja spurningalistana fyrir í skólum borgarinnar. Æsku- lýðsráð mælti einnig með því að könnunin yrði gerð og skóla- stjórum viðkomandi gagn- fræðaskóla var kynnt efni hennar og veittu þeir alla nauð- synlega fyrirgreiðslu. Norræni menningarmála- sjóðurinn veitti 1,1 millj. ísl. kr. til að standa straum af kostnaðinum. Sáttmálasjóður- inn veitti einnig ferðastyrk og Reykjavikurborg fyrirgreiðslu varðandi prentun. Vinna sálfræðinemanna sjö var látin í té endurgjaldslaust, svo og vinna nema við Háskóla tslands sem aðstoðuðu við könnunina. — Úrvinnsla fer fram i Árósum og er fyrstu niður- staðna að vænta seint á þessu ári. Allar niðurstöður verða að ' sjálfsögðu sendar til íslands, enda má ætla að þær hafi veru- legt gildi fyrir þá er vinna að mennta-, skipulags-, eða æsku- lýðsmálum. Dr. Befring flutti í gær fyrir- lestur f Norræna húsinu á vegum félags íslenzkra sér- kennara og Norræna hússins. Dr. Befring mun einnig í kvöld flytja fyrirlestur í Árnagarði. Nefnist fyrirlesturinn Ungdom og ungdomsforskning i en vest- nordisk sammenheng og er öllum heimill aðgangur. HLJOMPLOTUM 50 prósent afsláttur á ýmsum stórum plötum, sem ekki veröa lengur til sölu í verzlunum 70 prósent afsláttur á öllum litlum plötum, sem eru að seljast upp og koma aldrei aftur 30 prósent afsláttur á öllum öörum hljómplötum og kassettum, sumt nýútkomið Rýmingarsalan stendur aðeins yfir í örfáa daga og er í Vörumarkaðnum, Ármúla, 1. hæð t. h. ____________________________________SG-hljómplötnr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.