Morgunblaðið - 05.02.1976, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976
25
fclk í
fréttum
„Æ, breið þú blessun þína
yfir barnæskuna mína”
+ Angólskir hermenn i aefingu: Hvað ungur nemur, gamali temur.
Tatum og Bianca Jagger eru
trúnaðarvinir.
„Stúlkur eru nú
einu sinni svona”
+ Það ganga hinar furðuleg-
ustu sögur um Tatum O’Neal
þessa dagana. Jafnvel i Holly-
wood, þar sem skrýtið fólk er á
hverju strái og menn kalla ekki
allt ömmu sfna, hefur slúðrið
um þessa 11 ára gömlu stúlku
gengið fjöllunum hærra. Auð-
vitað er það óvenjulegt, að 11
ára gömul stúlkukind vinni til
Úskarsverðlauna; skjótist ófor-
varandis upp á stjörnuhimin-
inn og tilkynni að hún ætli að
koma sér upp ástarsambandi
við fyrstu hentugleika. Og
kannski eru gróusögurnar
skíljanlegar, þegar allt kemur
til alls, hafi maður þetta
óvenjulega Iffshlaup stúlkunn-
ar f huga.
En hvað segir faðir hennar,
Ryan O’Neal, um kjaftagang-
inn: „Eg er mjög hreykinn af
stelpunni minni. Maður verður
auðvitað að taka tillit til þess,
að hún hefur reynt margt svona
kornung, en ég held að það hafi
ekki stigið henni til höfuðs á
neinn hátt. Hún gerir að vfsu
mörg asnaprik — svo sem eins
og að rjúka til og kaupa sjö
tommu háa hnallskó o.s.frv. —
Tatum O’Neal var nfu ára
gömul þegar hún vann leiksig-
ur sinn f Paper Moon. A mynd-
inni er hún með föður sfnum
Ryan O’Neal.
BOBB & BO
•SftSMÚA/D ■■
en stúlkur eru nú einu sinni
svona. Blöðin eru alltaf að
reyna að læða þvf inn hjá fólki,
að hún sé einhvers konar öfug-
uggi eða afbrigðilegur ungling-
ur.
Eg er fullfær um að veita
henni það aðhald sem hún
þarfnast. Stundum verð ég
vissulega að taka í taumana ...
Það eina sem mér finnst að
betur mætti fara er að dóttir
mfn hefði einnig móður sér við
hlið. Það er mjög erfitt fyrir
mig að vera henni allt f öllu —
og áreiðanlega ekki heppilegt
fyrir hana. En ég sé ekki að
nein ástæða sé til að vera með
vol og víl. Tatum hittir móður
sfna öðru hvoru og yfirleitt
kemur henni vel saman við
konur, enda þótt lesa megi sög-
ur um það í bfoðunum, að hún
sé viti sfnu fjær af afbrýðisemi
út f þær og þoli ekki samkeppni
þeirra. Ef það svo mikið sem
hvarflaði að mér að eitthvað
væri að fara úrskeiðis hjá
henni, mundi ég grfpa til
minna ráða og breyta háttum
hennar — og jafnvel mfnum
einnig.“
sýningarsalur
Tökum allar notaðar bifreiðar i umboðssölu
Til sölu Fiat 850, árg. '70 Fiat 850, Spesial, árg. '71 Fiat 126 Berlina,, árg. '74 Fiat 126 Berlina, árg. '75 Fiat 125 Berlina og spesial, árg. '70 Fiat 125 Berlina og spesial. Fiat 127 Berlina, árg. '75 Fiat 128 2ja dyra og 4ra dyra, árg. '74 Fiat 128 station, árg. '74 Fiat 128 Rally, árg. '74 Fiat 128 Rally, árg. '75 Fiat 128 sport SL, árg. '73 Fiat 128 sport SL, árg. '74 Fiat 128 2ia oq 4ra dyra.
árg. '71 árg. '75
Fiat 1 25 P statron, árg. '73 Fiat 132 spesial, árg. '73
Fiat 125 P Berlina, árg. '75 Fiat 132 spesial, árg. '74
Fiat 127 Berlina, árg. '73 Fiat 132 GLS, árg. '75
Fiat 127 Berlina og 3ja dyra. Willys Vaagoener árg. '72
árg. '74 Willys Puxedo Park árg. 66.
GÓÐIR GREIÐSLUSK1LMÁLAR.
FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
Davíð Sigurðsson h.f.#
SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888.
ELILENI
BETRIX
1. flokks snyrtivörur
ÓDÝRTogGOTT