Morgunblaðið - 05.02.1976, Page 30

Morgunblaðið - 05.02.1976, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 30 OQO Josef Fendt VESTUR-þýzki sleðagarpurinn Josef Fendt náði beztum tlma allra i æfingakeppni í sleðabraut- inni i Innsbruck ífyrradag. En svo míkil ferð var á sleða hans þegar í markið kom, að hann gat ekki stoðvað sig og rakst af mikilli ferð á grindverk sem er við mark ið Meiddist Fendt nokkuð og er óvist hvort hann getur keppt á leikunum. Franz Klammer FRAN2 Klammer, sem Austurrík ismenn binda miklar vonir við I keppninni í Innsbruck, á I stöð- ugu stríði við Ijósmyndara og blaðamenn, sem fylgt hafa honum hvert fótmál að undan- förnu. Klammer hefur brugðið á það ráð að fara í bíó á hverju kvoldi, og segir að í myrkrinu þar fái hann helzt frið. Tomas Magnusson SVÍINN Tomas Magnusson sem varð heimsmeistari i 30 kiló- metra skíðagongu fyrir tveimur árum veiktist af innflúensu i fyrradag. Hafði hann verið slappur i nokkurn tima. en ákvað samt sem áður að taka þátt i æfingagóngu i Seefeld. Þar varð hann langsíðastur Svianna, og varð að gera sér að góðu að fara beint i bólið þegar heim til Ólympíuþorpsins kom. Hann gerir sér þó vonir um að vera orðinn það frískur þegar til kast- anna kemur að hann geti tekið þátt i gongukeppninni. Barátta — ÞAO verður eitilhörð barátta um hvert sæti, sagði norska stúlkan Berit Johannessen þegar fréttamenn spurðu hana álits um liklegan sigurvegara I 5 kilómetra skiðagöngu kvenna i Innsbruck Berit er sögð eiga góða mogu- leika á að verða i fremstu röð. en auk hennar keppa fyrir Noregs hönd t þessari grein þær Grete Kumme, Aslaug Dahl og Marit Myrmæl. Stúlkurnar hafa að undanförnu verið að æfingum á svæði þvi sem góngukeppnin mun fara fram á, og kvarta þær nokkuð bæði yfir kulda og eins yfir þunnu lofti. en gongubrautin er i tæplega 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Brun karla fer fram í Patscherkofel. Vegalengdin er 3145 metrar og fallhæðin er 870 metrar. Á myndinni til vinstri er sýnt hvar keppnin hefst i 1950 metra hæð. í fyrsta hluta brautarinnar (1) er fallið 32%, á öðrum hluta leiðarinnar (2) er það 42% og á lokaáfanganum (3) er það 45%. Sem sagt: hraðara, hraðara, hraðara. Markið (4) er í 1080 metra hæð. Kon- urnar sem keppa i Axamer Lizum fá litið auðveldara við- fangsefni. Braut þeirra er 2515 metrar og fallhæð 700 metrar. Þær byrja i 2310 metra hæð (5). Á efsta hluta brautarinnar verður farið i mjög krappar beygjur (6). Brautin er hins vegar bröttust neðst og þar af leiðandi verða keppendurnir á gifurlegum hraða þegar þeir koma i eru hættulegustu staðir brautanna merktir með tölun- um 1 0 og 11, en brautin sem merkt er með 12 er sleða braut leikanna. Keppni i Norrænu greinunum á leik- unum fer fram i Seefeld og sýnir örin sem merkt er 13 leiðina þangað. Æsileikur um lífið og gullið — Ef þið sjáið mig aftur þá verður það á efsta þrepi verð- launapallsins. Með þessum orðum hefur Kanadabúinn Dave Irwin jafnan kvatt félaga sfna áður en hann hefur lagt af stað í brun- brautirnar á skfðamótuin vetrar- ins, en Irwin hefur tileinkað sér f rfkum mæli þann stfl sem nú vírðist eiga upp á pallborðið hjá skfðamönnum og kallaður er „sigra eða deyja-stfllinn“. Það þýðir að skfðamennirnir fórna lffi sfnu í hrautinni, „keyra“ eins mikið og mögulegt er, án þess að hugsa um hætturnar sem eru þvf samfara. Þegar hafa tveir ungir og mjög efnilegir skíðamenn beðið bana i brunbrautunum í vetur og aðrir sloppið mjög naumlega. Meðal þeirra er Dave Irwin sem datt i keppni sem fram fór i Lauber- horn og var þá á gífurlegri ferð. Hann slapp ótrúlega vel frá þeirri byltu, fékk þó heilahristing og braut rif er hann kastaðist um 400 metra leið frá þeim stað sem hann datt á. Þar með urðu flestir til þess að afskrifa Irwin frá Olympíuleikunum, en hann hefur náð sér furðulega og er tilbúínn í slaginn — tilbúinn að leggja líf sitt undir í baráttunni um gullið. Dave Irwin er óneitanlega nokkuð sigurstranglegur f brun- keppninni, vegna dirfsku sinnar. Franz Klammer frá Austurríki, sem náð hefur frábærum árangri í brunbrautunum þykir tæpast eins kjarkmikill, þótt oft taki hann mikla áhættu. Hann hefur til muna betri tækni en Irwin og þarf þar af leiðandi ekki að „keyra“ eins ógurlega til þess að sigra. Landar hans vonast til að hann standi á efsta þrepi verð- launapallsins þegar verðlaunum fyrir brunið verður útdeilt í Inns- bruck. En það eru fleiri en þessir tveir sem koma sterklega til greina sem sigurvegarar. Svisslendingurinn Bernhard Russi sem hlaut gull- verðlaun í þessari grein á Olympíuleikunum í Sapporo fyrir fjórum árum er meðal þeirra, svo og Kanadabúinn Ken Read, sem þykir jafnvel enn glannafengnari en landi hans Irwin. Með i barátt- unni um gullið i bruninu verða ugglaust einnig þeir Philippe Roux frá Sviss, Italinn Herbert Plank og Norðmaðurinn Erik Haaker. Sennilega verður það fyrst og fremst spurningin um það hver þessara kappa kemst í gegn, en brunbrautin í Innsbruck er mjög brött og þykir sérlega hættuleg. Ekki er því víst að allir kapparnir sleppi með limi sína heila frá hinum harða slag. í stórsviginu kemur baráttan sennilega til með að standa milli Ingemars Stenmarks frá Svíþjóð, Gustavo Thoeni frá Ítalíu og Piero Gros frá italíu. Ingemar Stenmark þykir hafa miklu betri tækni en Italarnir, en hann er hins vegar ekki eins sterkur og einnig þykir hann of gefinn fyrir að taka mikla áhættu i keppni sinni. Það hefur þó ekki komið svo ýkja mikið að sök að undan- förnu. Hann hefur sloppið heill frá hverri stórkeppninni af annarri í Alpagreinum kvenna má búast við að svissnesku stúlkurn- ar láti mikið að sér kveða. Lise Marie Morerod er talin sigur- strangleg bæði í svigi og stórsvigi, og Bernadette Zurbriggen er álit- in sterkust í bruni. Hættulegustu képpinautar þeirra eru vafalaust vestur-þýzku stúlkurnar Evi Mittermaier og Rosi Mittenmaier, en báðar eru þekktar fyrir að ná sínu bezta þegar mest á reynir. Hver þjóð sem á aðild að al- þjóða-skíðasambandinu á rétt á að senda samtals 14 keppendur í Alpagreinarnar, þó mega ekki vera fleiri en 4 keppendur frá hverri þjóð í grein. Er keppend- um í hverri grein skipt í 15 flokka sem alþjóðasambandið raðar niður í eftir árangri þeirra í fyrri mótum. Það þýðir að þeir beztu verða saman í hóp og fá beztu rásnúmerin. Engar reglur eru til um brautarlagningu í Alpagreinum. Það eina sem kveðið er á um er að brautin skuli vera minnst átta metra breið og fallhæð í bruni skal vera 400—700 metrar í kvennakeppni og 800—1000 metr- ar í karlakeppni. 1 stórsvigi skal brautin einnig vera minnst átta metra breið og þar á fallhæð I kvennakeppninni að vera 300—450 metrar og í henni skulu vera minnst 30 hlið. I karlakeppn- inni eru það reglur að hliðin skulu vera minnst 35 talsins, fjögurra til átta metra breið og minnst 5 metrar á milli þeirra. 1 svigi er svo fallhæðin jafnan minni, en þar er miklu skemmra á milli hliða, eða allt niður í 75 sentimetrar, og hliðin eru einnig miklu þrengri. Brunkeppni þykir jafnan tilkomumest Alpagreinanna, en hún er líka lang hættulegust. Hraðinn á keppendum getur orðið gífurlega mikill og allt er gert sem mögulegt er til þess að draga úr loftmótstöðunni. I svigi reynir miklu meira á tækni keppendanna sem þurfa að geta aukið ferðina og minnkað á réttum andartökum, og stórsvigið má segja að sé blanda af bruni og svigi. Það stendur oftast í um 100 sekúndur og hefur síðasti hluti brautarinnar oft reynst keppend- um erfiður, þegar þreytan í fótun- um er farin að segja til sín. Sérstakur útbúnaður verður við allar brautirnar í Innsbruck til þess að sjónvarpsmyndavélar geti fylgt keppendum frá upphafi til enda. Á tveimur stöðum í braut- inni verður gefinn upp millitími keppenda, þannig að áhorfendur, hvort heldur sem þeir eru við- staddir keppnina eða sitja í stof- um slnum, geta gert samanburð á hvernig hver og einn keppandi stendur. FH Knattspyrnudeild FH er nú að undirbúa hlutaveltu sem haldin verður á næstunni. Hafa knatt- spyrnumenn úr deildinni ferðazt um bæinn að undanförnu og safnað munum, og eru mjög ánægðir með undirtektir bæjar- búa. í kvöld milli kl. 19.00 og 21.00 verður gert Iokaátak í söfn- uninni og fara þá knattspyrnu- mennirnir milli húsa og leita til íbúa Hafnarfjarðar um stuðning. Bíð og sé hvað setur — ÉG ætla að biða og sjá hvað setur — sjá hvað gerist hér I Innsbruck og Seefeld, svaraði forseti Alþjóða-Ólympíunefnd- arinnar, Lord Killanin, þeg- ar blaðamenn spurðu hann um framtfð vetrarólympfuleik- anna á blaðamannafundi . sem haldinn var f Innsbruck f fyrra- kvöld. — Ég geri mér vonir um að heyra ekki eitt einasta orð um stjórnmál á þessum leikum. Ég vil sjá drengilega iþróttakeppni milli ungs fólks og heiðarleika þess i baráttunni hvert við annað, annað ekki, sagði Killanin For- veri hans í starfi Ólympfunefnd- arinnar, Avery Brundage. hafði oft lýst þeirri skoðun sinni, að timabært væri að gjórbreyta vetrarleikunum, eða fella þá alveg niður. Örgggis- bindingar FRAMLEIÐENDUR skfðaútbún aðar hafa lagt nótt við dag að undanförnu til þess að finna út leiðir til þess að auglýsa vöru sína á Ólympiuleikunum f Inns- bruck og hafa margir hverjir sýnt hið mesta hugvit við þá iðju. Hún hefur Ifka leitt margar nýjungar af sér. og m.a. hafa verið fundin upp tæki til þess að -reyna öryggisbindingar á skiðum. Bannfœrð stökkskíði AUSTURRÍSKUM og ftölskum skiðastókkvurum verður bannað að nota nýja gerð af skiðum, sem þeir hafa notað að undanförnu i stókkkeppni Ólympiuieikanna. Skfði þessi eru sérstaklega hónn- uð til skiðastökks og þykja hafa marga kosti fram yfir venjuleg stokkskfði, Megin ástæða þess að notkun þessara skiða er bönn- uð er sú, að þau hafa ekki verið til sólu á frjálsum markaði til þessa. Forsvarsmenn austurrisku og ftolsku skfðastökkvaranna urðu ókvæða við, þegar þeim var tilkynnt um bannið. Skíðastökk AUSTURRÍKISMAÐURINN Karl Schnabl og Austur Þjóðverjinn Jochen Danneberg náðu beztu skfðastökkunum á æfingamóti sem haldið var á Ólympiustökk pallinum í Seefeld f fyrradag. Báðir stukku þeir 82 metra af 70 metra pallinum, og þykir slfkt mjög góður árangur. Kepp- endurnir voru annars yfirleitt mjög ánægðir með stökkpallinn og aðstoðuna f Seefeld, en sógðu þó að snjór mætti ekki vera minni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.