Morgunblaðið - 05.02.1976, Page 31

Morgunblaðið - 05.02.1976, Page 31
Hátíðleg og litrík setningarathö/h 12. vetrarolgmpíuleikanna í Innsbruck Frá Þorleifi Ólafssvni, blaðamanni Morgunblaðsins á Olvmpíuleik- unum. Innsbruck, 4. febrúar. 12. VETRAROLYMPÍULEIKARNIR voru settir við há- tíðlega athöfn á Berg Isle leikvanginum í Innsbruck f dag. Var setningarathöfnin í senn virðuleg og skrautleg og hámarki sínu náði hún er Olympíueldurinn var tendraður. Snævi prýddir Alparnir voru umgjörð setn- ingarathafnarinnar, en verulegan svip á hana setti f jöldi hermanna, gráir fyrir járnum, sem eiga að gæta þess að ekkert slíkt komi fyrir sem henti á Olympíuleikunum í Múnchen 1972. Strax um hádegi byrjaði fólk að streyma til Berg Isle, en þar á stökkkeppni af háum palli að fara fram. Voru fljótlega um 4000 manns komnir í áhorfendasætin og stæðin, en fleira fólk tekur leikvangurinn ekki. Urðu margir að gera sér að góðu reykinn af réttunum og dvelja utan vallar meðan setningarathöfnin fór fram. Klukkan hálf þrjú gekk forseti Austurríkis ásamt formanni al- þjóða Olympíunefndarinnar, Lord Killanin, inn á leikvanginn. Með þeim var mikið fylgdarlið og voru í því m.a. Karl Heinz Klee, framkvæmdastjóri leikanna. Er forsetinn hafði tekið sér sæti hófst ganga þátttakenda inn á leikvanginn. Að gömlum sið gengu Grikkir fyrstir, en Austur- ríkismenn síðastir. A eftir Grikkj- um komu þátttakendur frá smá- ríkinu Andorra, og síðan hver þátttökuþjóðin af annarri. Fyrir hverjum hópi gekk ungur piltur með spjald sem á stóð nafn við- komandi lands. Allir voru þessir piltar klæddir í tírólabúning. Islenzku þátttakendurnir voru um það bil miðja vega í röðinni, á eftir írönum en á undan Itölum. Fánaberi var Árni Öðinsson frá Akureyri. Islendingarnir voru klæddir ullarjökkum frá Álafossi og voru þeir í sauðalitunum. Innanundir voru þeir í brúnum rúilukragapeysum og buxurnar voru einnig brúnar. A höfði höfðu þeir hvftar ullarhúfur og einnig voru þeir með hvíta ullarvettl- inga. Alls voru það þátttakendur frá 37 löndum sem gengu inn á leik- vanginn, og eins og gefur að skilja var fjöldinn mjög breytilegur. Ein þjóðin, Líbanon, sendi aðeins einn þátttakanda til leikanna, og var það stúlka sem keppa átti í Alpagreinum. Henni mun hafa fallist hugur þegar að þvi kom að hún átti að ganga inn á leikana og var því ekki með i hópnum. Er allar þátttökuþjóðirnar höfðu gengið inn á leikvanginn stóð dr. Fred Sinowatz, formaður austurrísku Olympíunefndarinn- ar, upp og flutti stutt ávarp. Ekki hafði hann talað lengi er hátalara- kerfið byrjaði að láta illa, ekkert heyrðist nema urg og brestir, og að lokum tailaöi það alveg. Sino- watz varð því að gera hié á máli sínu meðan tæknimenn skiptu um magnara og eftir skamma stund gat hann haldió áfram. Mun þetta ekki í fyrsta sinn sem hátalara- kerfi setur strik í reikninginn á Olympíuleikum. Þegar Sinowatz hafði lokið máli sínu tók Lord Killanin til máls og lauk ræðu sinni með því að biðja forseta Austurríkis að setja 12. vetrarolympíuleikana. Það gerði forsetinn með orðunum: „Eg lýsi því yfir að 12. vetrarolympíuleik- arnir i Innsbruck eru hafnir." Að þessum orðum hans mæltum var Olympiusöngurinn leikipn af blásurum og trumbuslögurum. Þessu næst var Olympíufáninn dreginn að húni, og 200 skólabörn slepptu 10.000 blöðrum í Olympíulitunum, en inn i öllum , * tslcnzku keppendurnir á setningarathafnarinnar í þessum blöðrum var merki leik- anna í Innsbruck. Eftirvænting viðstaddra virtist nú aukast mjög mikið, enda þess ekki langt að bíða að Olympíu- Framhald á bls. 18 Simamynd AP Ölympíuleikunum í Innsbruck ganga fylktu liói til dag, með Arna Óðinsson fánabera í broddi fyikingar. Verðum tæpast framarlega )u Halláór og Trausti sem keppa í 30 km göngu í dag "leifi Ölafssyni í verða framarlega í röðinni, en Islenzku piltarnir búa í tveimur :■ febr. þeir ætluðu sér að gera sitt bezta. íbúðum f stigagangi 11 í Olympíu- Frá Þorleifi Ólafssyni Innsbruck, 4. febr. Islenzku þátttakendurnir á Olympíuleikunum hefja keppni sfna á morgun, 5. febrúar, með þvf að þeir Halldór Matthfasson og Trausti Sveinsson taka þátt f 30 kílómetra skfðagöngu. Keppt verður í Genunni f Seefeld, sem er um 15 km fyrir vestan Inns- bruck. Þeir Trausti og Halldór sögðu f viðtali við Morgunblaðið að þeir gerðu sér engar vonir um að verða framarlega f röðinni, en þeir ætluðu sér að gera sitt bezta. Þeir fengu að vita rásnúmer sín gær og verður Trausti númer 15 í rásröð og Halldór númer 19. Þátt- takendur f göngunni verða um 100 talsins. Þeir Halldór og Trausti munu halda að mestu til í Seefeld þar til keppni í göngu lýkur n.k. mánu- dag, en þá eiga þeir að keppa í 15 kílómetra göngu. Eftir þá keppni munu þeir flytja í Olympíuþorpið í Innsbruck til hinna Islending- Islenzku piltarnir búa í tveimur íbúðum f stigagangi 11 í Olympíu- þorpinu. I sama stigahúsi búa þátttakendur frá A-Þýzkalandi, Chile, Rúmeníu og Búlgaríu. Þegar við spurðum piltana hvernig þeim félli aðbúðin í Olympíuþorpinu, svöruðu þeir til, að yfir engu væri að kvarta, nema þá helzt þvi að maturinn væri svo góður, að það væri erfitt að stand- ast freistinguna og fá sér svolitla ábót. Handknattleiks- keppni fram- haldsskólanna Handknattieikssamband íslands mun á næst- unni efna tii handknattleikskeppni (karla) meðal framhaldsskólanemenda. Þeir er rétt hafa til þátttöku eru þeir sem lokið hafa 4. bekk í gagnfræðaskóla og framhaldsskólarnir. Aldurs- hámark er2 1 ár (fæddir 1 954) Æskilegt er að nafn og símanúmer forsvars- manns fylgi hverri umsókn og skilyrði að hver skóli leggi til tvo dómara. Þátttökutilkynningar skal senda til skrifstofu H.S.Í., íþróttamiðstöðinni, Laugardal, ásamt 5000.— króna þátttökugjaldi, fyrir 15. feb. n.k. Tækninefnd H.S.Í. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 Judó-landskeppni viðNorðmenn á laugardag Á LAUGARDAGINN fer fram landskeppni í júdó milli Is- lendinga og Norðmanna. Fer keppnin fram í Iþróttahúsi Kenn- araháskóla Islands og hefst kl. 17.00. Er þetta önnur landskeppni þjóðanna með fullskipuðum liðum, hin fyrri fór fram 2. marz 1974 í Osló og lauk henni með sigri Norðmanna 12—7. Þótti sú frammistaða Islenzka landsliðsins koma verulega á óvart. Islenzkir júdómenn hafa vakið verðskuldaða athygli á síðustu árum, og frá þeim tíma að landskeppnin við Norðmenn fór fram hefur íslenzka landsliðið háð landskeppni sex sinnum í fimm manna sveitakeppni og náð mjög góðum árangri. Þannig vann t.d. íslenzka Iandsliðið sigur yfir Norðmönnum I Norðurlandamótinu sem fram fór í Laugardalshöllinni I fyrravetur. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Guðmundsson, Ómar Sigurðs- son, Jóhannes Haraldsson, Halldór Guðbjörnsson, Sigurður Pálsson og Eysteinn Sigurðsson, Aftari röð frá vinstri: Murata, japanskur þjálfari landsliðsins, Svavar Carlsen, Birgir Back- mann, Sigurjón Ingvarsson, Kári J%kobsson, Viðar Guðjohn- sen, Gísli Þorsteinsson, Randver Sveinsson, Benedikt Pálsson, Hannes Sigurðsson og Sigurður Jóhannsson þjálfari. i> ' þ'*t» tÁ.-V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.