Morgunblaðið - 20.02.1976, Side 1

Morgunblaðið - 20.02.1976, Side 1
28 SÍÐUR 41. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stjórnmálasambandi við Breta slitið í gær: Skyndifundur hjá NATO - Áhyggjur 1 Washington Myndir til vinstri er tekin við fslenzka sendirððið f London f gærdag. tslenzki fáninn biakti þá enn við hún og skjaldarmerkið hafði ekki verið tekið niður, enda þótt segi f myndatexta að tilkynningin um að stjórnmálaslit hafi þegar verið birt, er myndin var tekin. Myndin til hægri er af sendiráði Breta f Reykjavfk áður en skjaldarmerki landsins var tekið niður og hið franska sett upp. Bretar og Þjóðverjar fá hærri kvóta en aðrir Briissel, 19. febrúar. Reuter. NTB. BRETAR og Vestur-Þjóðverjar fá hærri kvóta en aðrir í fyrir- hugaðri 200 mflna fiskveiðiiög- sögu Efnahagsbandalagsins þar sem sjómenn þeirra verða mest fyrir barðinu á stækkun fiskveiði- lögsögu annarra landa f 200 mflur að þvf er frá var skýrt f Briissel f dag. Pierre Lardinois, sem fer með landbúnaðar- og fiskveiðimál í stjórnarnefnd bandalagsins, sagði þegar hann skýrði frá tillögum nefndarinnar um nýja stefnu bandalagsins í fiskveiðimálum, að úthafsveiðiflotar Breta og Vestur- Þjóðverja gætu fengið fjárhagsað- stoð frá EBE til að breyta hluta togara sinna þannig að nota mætti þá til veiða á nálægari miðum. Kjarninn i tillögum stjórnar- nefndarinnar er sá, að fiskveiði- lögsaga EBE verði 200 mílur en þó þannig, að hvert einstakt ríki hafi 12 milna einkafiskveiðilög- sögu þar sem sjómenn frá öðrum lönþum fái ekki að veiða. Lardinois sagði, að ekkert mælti með því að þessi einkalög- saga yrði stærri en 12 mílur. Það fiskmagn, sem fiskiskipaflotar einstakra ríkja mundu tapa vegna útfærslu einhverra þriðju landa i 200 mílur, gæti ekki réttlætt stærri einkalögsögu. Hann sagði, að samkvæmt Framhald á bls. 16 Tilneyddir að stíga þetta skref, segir Einar Ágústs- son — Torveldar samninga, eru viðbrögð Breta FASTARÁÐ Atlantshafsbandalagsins var kvatt til skyndifundar í gær þegar tilkynningin um stjórnmálaslit Islands og Bretlands hafði verið birt. Josef Luns, framkvæmdastjóri bandalagsins, ftrekaði að hann væri reiðu- búinn til að stuðla að lausn fiskveiðideilunnar. 1 London sagði Fred Peart landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að stjórnmálaslitin mundu aðeins torvelda tilraunir til að leysa deiluna. ! Washington var því lýst yfir, að Bandarfkin hörmuðu stjórnmálaslitin. Eins og við hafði verið búizt mun Noregur gæta hags- muna tslands í Bretlandi eftir stjórnmálaslitin og ef vinnudeilur leysast fer brezki sendiherr- ann í Reykjavík til Bretlands eftir helgi. Morgunblaðinu bárust sfðdegis ingaviðræóum milli Islands og f gær eftirfarandi fréttatilkynn- ingar frá utanrfkisráðunevtinu: Sú fyrri er svohljóðandi: Einar Ágústsson utanríkisráð- herra hefir tilkynnt fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins, dr. Joseph Luns, að atriði þau sem fram hafi komið í við- ræðum hans við stjórnvöld Bret- lands í tilefni af hinni bresku flotaíhlutun á Islandsmiðum, skapi ekki grundvöll fyrir samn- Geir Hallgrímsson um forsendur slita stjórnmálasambands við Breta: Flotaíhlutun, ásiglíngar og veiðar á friðuðum svæðum FLOTAtHLUTUN Breta, ftrekaðar ásiglingar brezkra herskipa á fslenzk varðskip og veiðar brezkra togara á friðuðum svæðum eru forsenda þeirrar ákvörðunar fslenzku rfkisstjórnarinnar að slfta stjórnmálasambandi við Breta. Þetta kom fram er Morgunbiaðið ræddi f gær við Geir Hallgrfmsson, forsætisráðherra, og innti hann eftir þvf, hverjar meginástæður lægju til grundvallar þvf, að rfkisstjórnin hefði ákveðið að stfga þetta skref. Geir Hallgrfmsson sagði, að ákvörðun þessi væri tekin í framhaldi af þvf, að Bretar hefðu sent herskip sfn á ný inn fyrir 200 mflna mörkin. Þeir hefðu notað sem átyllu, að klippt var á víra brezks togara, sem hefði verið að veiðum á friðuðu svæði, en bæði togar- anum og brezkum stjórn- völdum hefði verið gert aðvart um það. Með þessum hætti, sagði forsætisráðherra, rufu Bretar viðræður, sem voru að hefjast um samkomulag til skamms tfma. Þá sigldi brezkt herskip á varðskipið Tý, en rfkisstjórnin hafði lýst því sem sinni skoðun, að áframhaldandi ásiglingar mundu leiða til slita stjórn- málasambands. Enn sigldi brezkt herskip á varðskipið Baldur og var þar jafnvel um að ræða grófari aðför en í fyrri tilvikum, sagði Geir Hallgríms- son. Loks hafa Bretar haslað sér veiðisvæði á friðuðum svæð- um en samkvæmt rannsóknum hafrannsóknaskipsins Hafþórs og Hafrannsóknastofnunar er talið, að fiskur sá, sem Bretar veiddu á þessu svæði, hafi verið 50—60% undirmálsfiskur, þ.e. fiskur minni en 50 sm, en ólög- legt er að veiða og landa slfkum fiski á Islandi. Forsætisráðherra kvað alla þessa atburði hafa gerzt á síð- ustu 14 dögum og slit stjórn- málasambands nú ættu sér ákveðinn aðdraganda í tengsl- um við þessa atburði. A þessum tíma hefðu framkvæmdastjóri og aðildarriki Atlantshafs- bandalagsins reynt að fá fram breytingu á afstöðu Breta. Á þau tilmæli hefði ekki verið fallizt og þess vegna lá ekki annað fyrir, með tilvfsun til fyrri afstöðu en að slíta stjórn- málasambandi við Breta, sagði Geir Hallgrímsson að lokum. Geir Hallgrfmsson Bretlands. Sú seinni hljóðar svo: Sendiráð Islands í London hefir í dag tilkynnt breska utanríkis- ráðuneytinu þá ákvörðun íslensku rikisstjórnarinnar að rjúfa stjórnmálasamband milli Is- lands og Bretlands. Rfkisstjórn Noregs hefir fallist á, að norska sendiráðið f London gæti hagsmuna tslands í Bret- landi. Hér fara á eftir fréttir um við- brögð við ákvörðun íslenzku rikis stjórnarinnar um stjórnmála- slitin. Morgunblaðið sneri sér fyrst til Einars ÁgústSsonar utanrfkisráðherra vegna ákvörð- unarinnar. Ráðherrann sagði, að með þessu væri verið að vekja athygli umheimsins á mikilvægi land- helgismálsins fyrir Islendinga. Sáttaumleitanir hefðu engan árangur borið og þótt Bretar hefðu lýst því yfir að þeir væru tilbúnir til samninga til skamms tfma hefðu þeir jafnframt sent Framhald á bls. 16 f Atti að myrða Azevedo? Funchal, Madeira, 19. febr.—Reuter. MJÖG kröftug sprengja sprakk í kvöld á þjóðveginum, sem liggur frá höfuðborg Madeira og til flug- vallarins, aðeins fáeinum mínút- um áður en forsætisráðherra Portúgals, Azevedo, átti að fara þar um. Miklar skemmdir urðu af völdum sprengjunnar, én ekki slys á mönnum. Bílalest forsætis- ráðherrans var siðan látin fara aðra leið. Miklar öryggisráðstaf- anir höfðu verið gerðar vegna komu hans til Madeira, en raddir aðskilnaðarsinna hafa gerzt þar æ háværari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.