Morgunblaðið - 20.02.1976, Page 10

Morgunblaðið - 20.02.1976, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976 Eskifjörður Á Eskifirði búa nú tæplega eitt þúsund manns. Er þar mikið atvinnuiíf og atvinnuleysi er þar óþekkt fyrirbrigði nú orðið. Heldur fjölgar í bænum og er það helzt vöntun á húsnæði sem stendur í vegi fyrir örari vexti staðarins. Atvinnulífið snýst að mestu í kring um fiskveiðar og fiskvinnslu. Erá Eskifirði eru gerðir út tveir togarar, annar þeirra til hálfs á móti Reyðfirðingum. Einnig eru gerðir út þrír stórir bátar 180—300 tonn, fjórir bátar af stærðinni 30—70 tonn auk fjölda smærri báta. Miklar byggingarframkvæmdir eru á Eskifirði. Var í haust hafin bygging barnaskóla og grunnur lagður að fjölbýlishúsi á vegum bæjarins. Verið er að • <“Sííja síðustu hönd á byggingu fiskverkunarhúss sem byggt er á vegum Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Þá er bærinn að reisa áhaldahús og slökkvistöð auk þess sem fjöldi íbúðarbygginga er í smíðum. Fiskimjölsverksmiðjan afkastar um 450 tonnum á sólarhring og er þróarrými 8.000 tonn. I verksmiðjunni vinna yfir loðnutímann liðlega 20 manns og er þá unnið í verksmiðjunni allan sólarhringinn. Morgunblaðið fór austur þegar loðnuvertíðin stóð sem hæst og tók fólk tali um lífið á Eskifirði. „Líkaði alveg stórvel á sjónum” ÞorbjörK Eiríksdóltir er flakari i Hraöfrystihúsi Eski- fjaróar on var síðast liöið haust á sjó. — Ef< er fædd uppi í Héraði en hef átt heima i átta ár á Eskifirði. Kann éf< alvefj prýðilega við mif4 oj> finnst mér áftætt að húa hér. — Ef> var fjóra mánuði á sjö of> líkaði alveg stórvel. Kannski getur verið betra að vera á svona fámennum báti eins ok ég var á, það verður heimilis- lef<ra um borð. Eg vann þarna bæði sem kokkur og eins á dekki við aðgerð og fleira. Þetta var 70 tonna bátur. Fyrst var fiskað í troll og síðan á línu. Efí kann betur við trollið, það verður stopulla þegar róið er með línu. Þegar við vorum á trollinu var róið stöðugt í 6 til 7 daga. — Eg fór í land rétt fyrir jölin. Það var aðallega vegna þess að ég vildi vera hjá drengnum mínum á meðan hann er í skólanum. — En svo hef ég hugsað mér að fara aftur á sjóinn í vor. — Neí, ég reyndi nú ekkert aö komast á loðnubát. Ef ég hefði haldið áfram hefði ég verið á sama bátnum. En hins vegar hefði verið gaman að fara á loðnuna. Öll störf jafnt fyrir konur. — En þetta er ekki bara ég sem vill vera á sjónum. Ég á dóttur sem hefur unnið tvö sumur á sjó en er i skóla yfir vetrarmánuðina. Hún getur varla hugsað sér annað en að vera til sjós. — Einu sinni i vondu veðri þegar ég stóð við kassann og var að blóðga þá fengum við hnút á bátinn. Eg lyftist upp og datt niður í lest. Eg slapp þó alveg ómeidd. Þetta var náttúrulega afar glæfralegt. Við vorum að sjálfsögðu mis- heppin með veður en þetta fór allt vel. — Það var nokkuð gott fiskeri en slæmar gæftir hömluðu sjósókn. Mér fannst þá ákaflega leiðinlegt að vera í landi. — Það er náttúrulega mjög mikil atvinna sem fylgir loðnunni núna, einkum þegar farið er að frysta. Þá er gríðar- lega mikið um að vera. En þetta er samt ekki eins mikið og á síldarárunum. — Ég fór á sjóinn mikið til vegna þess að það er í mér dálítil þrjóska og get ég ekki sætt mig við að sum störf séu fyrir karla og önnur fyrir konur. Það á bara hver að vinna það sem honum fellur bezt. Svo er líka gaman að reyna sem flest. Eskifjörður. Bræðsla loðnu f fullum gangi. jr „Eg hef aldrei verið með nema góðum mönnum ” Ragnar Björnsson er húsa- smiður á Eskifirði en var í mörg ár til sjós. Kunni hann frá ýmsu að segja í sambandi við vöxt bæjarins og athafnalíf. „Þrátt fyrir allt kartöflu- át“ — Hér er ég fæddur og upp- alinn. Fæddist ég hér í næsta húsi fyrir neðan en fluttist hingað þegar ég var sex ára. Ég þurfti því bara að fara yfir göt- una. — Ég held að fólki líði vel hér þrátt fyrir allt kartöfluát. Það var nefnilega hér á mestu hörmungarárunum upp úr 1930 að hjálpa átti Eskfirðingum og sent var hingað austur girðing- arefni og kartöfluútsæði. En það komu aldrei neinar kartöfl- ur. Sagt var að útsæðið hefði verið étið. Samt held ég þó að girðingarefnið hafi alla vega ekki verið étið, að minnsta kosti ekki gaddavírinn. — Foreldrum mínum var nú sýnt þetta útsæði en þeim þótti það of stórt og tóku það því ekki svo ekki var útsæðið étið þar. „Þar byrjuðu Eskfirðing- ar að veiða loðnu“ — Frá þvi að ég man fyrst eftir mér og fram undir 1944 breyttist sáralítið hér. Á þeim tíma, þ.e. fram til 1944 voru gerðir hér út samtals upp undir 20 bátar i allt það timabil og var sá stærsti 50 tonn. Og til dæmis þeir bátar sem fóru héðan á Hornafjörð á vetrarvertíð voru svona 7 til 8 tonn og upp í 11' tonn. — Til Hornafjarðar var farið stöðugt á vetrarvertíð frá 1913. Það voru oft miklar svaðilfarir en enduðu þó alltaf vel. Þar byrjuðu Eskfirðingar að veiða loðnu í beitu. Loðnan var veidd i fyrirdráttarnætur sem kastað var úr bátunum og dregnar að fjöru. Þó voru þarna nokkrir menn sem veiddu í háfa. Það var skemmtilegt veiðarfæri. Var það járngjörð sem var um það bil tveir og hálfur metri í þvermál. Henni var lagt við stjóra en í gjörðinni var net allt að fimm metrum og endaði það í poka. Varð að vitja um þessa háfa á hverju sjávarfalli svo þeir snerust ekki við. Annars voru þeir sjaldan látnir liggja á útfallinu. Sjómennskan — Hér var veidd sild í firðin- um í landnætur löngu áður en ég man eftir mér. Seinna var farið að veiða hér í snurpunæt- ur. Og þó hefur verið notað eitt veiðarfæri hér á Eskifirði sem sjálfsagt mjög óvíða hefur verið notað annars staðar og veidd síld í. Það voru kölluð botnnet eða stauranætur. Það var mjög mikið notað og oft var ekki hægt að róa ef illa veiddist 1 botnnetið vegna beituskorts. — Það er 1930, þá er ég 15 ára gamall og var með Jóni Brynjólfssyni sem gerði út í fé- lagi við Karl Jónasson og Krist- in Jónsson. Jón Brynjólfsson var bassi á bátnum en bassinn sá alltaf um að kasta nótinni. Var oft um borð bæði skipstjóri og bassi. — Það var nú kannski ekki svo mikil veiði, bátarnir litlir og gæftaleysi. Þó held ég að saltaðar hafi verið einar 1700 tunnur. — Þarna var ég ekki nema 15 ára gamall. Þá var nú róið út með nótina og ég var látinn róa á móti fullorðnum manni, stór- um og duglegum. Einu sinni spurði bassinn kallinn hvernig gengi að róa á móti stráknum. Hann svaraði: „Ja, okkur geng- ur sæmilega að snúa þegar hin- ir stinga við.“ — Annars ef maður ætti að fara að rifja upp allt sem gerð- ist þegar ég var til sjós yrði það mikil syrpa. A sjónum gerist svo margt. — Lengst var ég á sjó með manni sem heitir Hallgrimur Hallgrimsson. Hann gerði út bát sem hét Hallur. Var ég með honum í sjö ár. — Þar var eins og veldust saman ágætismenn. Annars hef ég aldrei verið með nema góð- um mönnum. Misjafnlega góð- um kannski en aldrei með mönnum sem mér likaði illa við. — Og aldrei finnst mér mað- ur kynnast mönnum eins vel eftir að ég kom í land, eins og á sjónum. Á sjónum eru menn með líf hver annars 1 höndun- um og skapast þannig eins kon- ar trúnaðartraust. Finnst mér ég varla eignast eins góða kunningja og þá menn sem ég var með á sjónum. „Þá fór flotinn allur að stækka.“ — 1944 kem ég í land og fer að vinna við smiðar. Var ég búinn að þrá það mörg ár áður. — Lang mestu breytingarnar á Eskifirði verða upp úr þessu bæði í byggingum og öðru. Það var nú sáralítið byggt fram að þessu. Þá fóru að koma stærri bátar yfirleitt og flotinn stækk- aði almennt en um leið verða þessir bátar færri sem gerðir eru út. — Svo er byggt hraðfrystihús hér 1946 og þá fara nú atvinnu- viðhorfin að breytast, að minnsta kosti við sjávarsíðuna. En upp úr þessu fara líka litlu bryggjurnar að hverfa og þeirra sakna ég mjög mikið. — Eiginlega var virki hvers útgerðarmanns á hverri bryggjtt. Og þegar við strákarn- ir vorum að ganga á milli litlu bátanna til að huga að afla rölt- um við alltaf bryggju af bryggju. Oftast þekktum við bátana af skellunum löngu áð- ur en við fórum að sjá þá. — Undantekningalaust þurftu eigendur bátanna hér að taka sinn hlut síðast. Og þeir urðu að bera alla ábyrgð á sinni útgerð sjálfir. — Upp úr þessu fer svo síldin að koma og eykst verulega eftir 1950. 1950 kemur líka togarinn Austfirðingur og er gerður út af Eskifirði, Reyðarfirði og Fá- skrúðsfirði. — öll sildarárin er hér eng- inn togari heldur bara síldar- skip sem fóru á þorskanet á veturna. Miðaðist þá allt at- vinnulíf við þetta. Það er svo 1960 sem fyrsta stálskipið kem- ur hingað. Var það elsta Hólma- nesið og var það ákaflega fall- egt skip. — Þetta voru mikil umsvif, miklu meiri en við loðnuna nú. Þá var saltað hér á fjórum til fimm plönum. — Ef maður fer að tala um Eskifjörð sem stað þá held ég að óvíða sé betra að búa. Hér er yfirleitt ágætt fólk, hávaðalftið og gott fólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.