Morgunblaðið - 20.02.1976, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976
Amnesty International:
Víðtæk herferð gegn
pyntingum í Uruguay
t DAG, fösludaginn 20. febrúar,
hefja samtökin Amnestv Inter-
national viðtæka herferð um
heim allan gegn pvntingum og
meiri háttar brotum á mann-
réttindum í Uruguay. IVIun her-
ferðin standa yfir í einn mánuð
og taka þátt í henni 60 þjóðlönd
þ. á m. Island. IVI.a. verður
safnað undirskriftum undir
áskorunarskjal um að óháð
rannsókn megi fara fram á
meðferð fanga í Uruguay. Það
er Islandsdeiid Amnesty Inter-
national, sem sér um fram-
kvæmd herferðarinnar hér á
landi.
22 IIAFA LATIZT
VEGNA PYNTINGA
Amnesty International styð-
ur ákæru sína gegn skoðana-
kúgun i Uruguay með því að
birta skrá með nöfnum 22 karla
og kvenna sem samtökin telja
að hafi látizt í höndum pynt-
ingamanna í Uruguay á timabil-
inu frá því í maímánuði 1972
þar til í nóvember 1975. Sam-
tökin hafa fregnað, að tveir
hafi bætzt í hópinn frá því i
nóvember.
I síðastliðnum mánuði töldu
samtökin að pólitískir fangar í
Uruguay væru nær 6.000 eða
einn af hverjum 450 íbúum
landsins. Þar á móti er einn af
hverjum fimmtíu ibúum lands-
ins í hernum eða lögreglulið-
inu.
Ohugnanlegasti þátturinn i
kúgunarkerfi Uruguay er al-
menn og kerfisbundin notkun
pyntinga, sem er alvanaleg
þegar um pólitíska fanga er að
ræða.
Pyntingarnar eru hver ann-
arri óhuggulegri, allt frá matar-
og drykkjarskorti til'sálrænna
pyntinga og notkunar ýmiss
konar lyfja.
I árslok 1975 fóru fram
fjöldahandtökur í landinu og
voru þá 600—700 manns
hnepptir í varðhald. Voru það
aðallega stuðningsmenn komm-
únistaflokksins sem er bannað-
ur í Uruguay en einnig hafa
fórnardýrin verið úr hópi
sósíalista, kristilegra lýðræðis-
sinna og félaga tveggja hægri
A götll í Uruguav. Amnesty mynd.
Amnesty mynd.
Alvardo Balbi .‘{2 ára, kvæntur, fjögurra barna faðir. Handtekinn:
29. júlí 1975 Lézt: 30. júlí 1975. Opinber orsök: Astma-tilfelli.
Raunveruleg orsök: Pvntingar. Land: Uruguay.
flokka. Herlögum er beitt og
traðkað er á hvers manns rétti.
Verkalýðsfélög hafa verið svipt
réttindum og stundpm hefur
byggingum þeirra verið breytt í
lögreglustöðvar og yfirheyrslu-
miðstöðvar.
Skráin yfir mennina 22 hefur
verið send til forseta Uruguay,
Juan Maria Bordaberry, og var
um leið farið fram á að óháð
rannsóknarnefnd mætti starfa i
landinu. Beiðnin var send í
desemberrnánuði s.l. en svar
hefur ekki borizt enn.
Þær undirskriftir sem fást
verða afhentar sendiherra
Uruguay í Bretlandi 1. mai n.k.
Félagar Amnesty í 60 löndum
taka þátt í herferð þessari, en
einnig er leitað stuðnings fjöl-
margra annarra, s.s. starfs-
stétta, samtaka, félaga, stofn-
ana og einstaklinga.
ÍSLANDSDEILD
AMNESTY INTERNATIONAL
Islandsdeild Amnesty
International var stofnuð
haustið 1974 og eru nú
félagarnir 170. Samtökin eru
öllum opin. Þau taka ekki
trúarlega eða pólitíska afstöðu.
Islandsdeild Amnesty
International sér um fram-
kvæmd herferðarinnar hér á
landi. Hafa samtökin skrifstofu
að Amtmannsstíg 2 i Reykjavík
og er hún opin mánudaga,
þriðjudaga og miðvikudaga frá
kl. 5 til 7.
Samtökin vilja koma á fram-
færi sérstöku þakklæti til
þeirra sem hafa styrkt
samtökin og gert þeim kleift að
halda uppí starfseminni.
Starfsemi sem þessari er ekki
hægt að halda uppi nema til
komi fjárstuðningur. Margir
einstaklingar og stofnanir hafa
sýnt samtökunum mikinn skiln-
ing og stutt þau en félagsgjald
er 2000 kr. Gírónúmer Amnesty
International er 11220 og póst-
hólf 128 en einnig er hægt að
koma framlögum til skilá á
skrifstofu samtakanna.
Núverandi formaður íslands-
deildar Amnesty International
er Hilmar Foss.
Ráðstefna Varðar um verð-
bólgu á laugardag ld. 9.30 árd.
RAÐSTEFNA Landsmálafélags-
ins Varðar um verðbólgu verður
haldin að Hótel Loftleiðum á
morgun, laugardag, og hefst kl.
9.30 árdegis.
Brynjólfur Bjarnason, rekstrar-
hagfræðingur og formaður undir-
búningsnefndar, setur ráðstefn-
una og síðan mun Jónas Haralz,
bankastjóri, fjalla um orsakir og
afleiðingar verðbólgu en siðan
munu þeir Björn Þórhallsson,
Eyjólfur Isfeld, Gunnar J. l’rið-
riksson og Hjörtur Hjartarson
ræða um áhrif verðbólgunnar á
atvinnurekstur og heimili. Þá
mun Jóhannes Nordal fjalla um
aðgerðir til lausnar verðbólgu og
svara fyrirspurnum. Síðdegis
munu umræðuhópar starfa en að
þvi búnu verða panelumræður,
þar sem Geir Hailgrímsson, for-
sætisráðherra, flytur inngang og
tekur þátt í umræðum með fram-'
sögumönnum.
Ráðstefnustjóri verður Magnús
Gunnarsson en panelstjóri Bjarní
Bragi Jónsson. Gert er ráð fyrir
að ráðstefnunni ljúki um kl. 18 á
laugardag.
Öryggi Reykjavíkur
við náttúruhamfarir
Viðfangsefni JC-ráðstefnu
í Glæsibæ n.k. laugardag
Junior Chambers-
félagar á Islandi hafa
ákveðið að gera iaugardag-
inn 21. febrúar að JC-
deginum 1976. Í framhaldi
af því hafa JC-félögin í
Reykjavík ákveðlð, að í til-
efni dagsins verði gefinn
út bækiingur um JC í
Reykjavík, er dreift verði í
Reykjavík kvöldið áður.
Samhliða þessu verði efnt
til ráðstefnu fyrir JC-
félaga og gesti þeirra, og
mun ráðstefnan fjalla um
öryggismál Reykjavíkur
við náttúruhamfarir.
Ráðstefnan verður haldin í
Veitingahúsinu Glæsibæ og hefst
hún kl. 9.3o árdegis. Fyrirlesarar
verða Sveinbjörn Björnsson, jarð-
skjálftafræðingur, Jón Jónsson,
jarðfræðingur, og Guðjón Peter-
sen, fulltrúi Almannavarna ríkis-
ins. Þingstjóri verður Sveinn
Jónsson, en gestir Birgir Isl.
Gunnarsson, borgarstjóri, ásamt
Walter Lastewka, alþjóðlegum
varaforseta þessara samtaka.
Guðbergur
Bergsson sýnir
í Gallery SÚM
GUÐBERGUR Bergsson hefur
opnað sýningu í Galleri SÚM og
fjallar hún um bvltinguna sem
gerð var í Portúgal 25. apríl 1974.
Á sýningunni er rakin saga
frelsisbaráttu fyrrverandi ný-
lendna Portúgala í Afríku. Mynd-
irnar eða veggspjöldin eru fengin
hjá hinum ýmsu frelsishreyfing-
um og eru sett þannig upp að
söguþráður fæst. Guðbergur
hefur skrifað skýringartexta með
mvndunum.
Einnig eru á sýningunni ljós-
myndir, sem Guðbergur hefur
tekið og unnið. Er einnig sýnd
kvikmyndin Augað leikur sér í
Portúgal sem tekin var á árunum
1974 og 1975. Á hún að lýsa hinu
daglega lífi, lífinu i hinu forna
sjómannahverfi Lissabon, fiski-
mannabænum Nazare og ýmsu
öðru.
Sýningin stendur yfir í tíu daga
frá kl. 3—7 daglega og er að-
gangur ókeypis.
Bókauppboð
Klausturhóla
GUÐMUNDUR Axelsson uppboðs
haldari og listmunasali í Klausturhól
um heldur bókauppboð I Tjarnarbúð
á laugardaginn klukkan 14. Bæk-
urnar verða til sýnis í Klausturhólum
Idag kl. 9—22.
Á uppboðinu eru 100 númer. Margt
merkilegra bóka er að vanda á uppboði
Guðmundar Má nefna Auðfræði Arn-
Ijóts Ólafssonar, prentuð i Kaup-
mannahöfn 1880, dýrafræðibækur
Bjarna Sæmundssonar, Konungs-
skuggsjá, þrjár af bókum Halldórs Lax-
ness í frumútgáfum, þorrablótssöngva
frá Akureyri 1893, Manntal á íslandi
1703, Jarðabók Árna Magnússonar
og Páls Vidalíns, fyrstu árganga
Rauðra penna, Blöndu, fyrstu árganga
Reykjavíkurpósts, og 32 fyrstu ár
ganga Óðins.
JC-helgi
á Selfossi
JUNIOR Chambers-félagar í Selfossí
efna til JC-helgi dagana 20. og 21.
febrúar nk. Fyrri daginn hefst borg-
arafundur i Selfossi kl. 8.30 þar sem
verður fjallað um atvinnumál á Sel-
fossi og uppbyggingu þess.
Á laugardag verður kvikmyndasýn-
ing fyrir börn í Selfossblói kl. 2 en kl.
4 skemmtun fyrir eldri borgara staðar-
ins í Tryggvaskála. Aðgangur er ókeyp-
is
Þá hafa JC-félögin i Hveragerði og á
Selfossi gefið I sameiningu út sérstakt
blað, þar sem fjallað er um starf JC-
félaganna og málefni er viðkomandi
þorp snerta.
Peronistar
sameinaðir
gegn Peron
Buenos Aires, 19. febrúar.
Reuter.
ÖLL hreyfing peronista krafðist
þess í dag, að Maria Estela Peron
forseti gerði víðtækar breytingar
á stjórn sinni, tæki upp nýja
stefnu og ræki „KLIKU“ hægri-
sinnaðra ráðunauta, sem hafa
verið harðlega gagnrýndir.
Þessar kröfur voru samþykktar
á fundi leiðtoga verkalýðshreyf-
ingar peronista, flokks þeirra og
þingflokks eftir að frú Peron
hafði lýst þvf yfir, að hún mundi
ekki láta undan kröfum um að
hún segði af sér heldur gegna
störfum unz kjörtimabil hennar
rennur út í maí 1977.
Hún sagði að peronistahreyf-
ingin mundi leysast upp og stuðn-
ingsmenn hennar ganga kommún-
istum á hönd ef hreyfingin stæði
uppi án leiðtoga. Hún sagði að
Framhald á bis. 13