Morgunblaðið - 20.02.1976, Side 13

Morgunblaðið - 20.02.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976 13 Hafa flutningsmenn nýja ríkisstjórn í handraðanum? Tillagan þjónar hvorki tímabundnum hags- munum þjóðarinnar út á við né inn á við Rætt um hvenær ræða skuli vantrauststil- lögu Ragnars Arnalds o.fl. þingmanna Framhald af bls. 2 Aður en skipslæknirinn á Mir- öndu hafði gefið út sína tilkynn- ingu um að sjómaðurinn frá Royal Lincs væri lítið sem ekkert slasaður, sagði talsmaður brezka togaraeigandasambandsins, að lengi hefði verið beðið eftir stör- slysi þegar klippt væri á togvíra. „Yfirmenn varðskipanna hefur þyrst í blóð og nú hafa þeir fengi- það sem þeir vildu,“ sagði hann. Tom Nielsen á skrifstofu yfir- manna í Hull sagði, að mikil mildi væri að enginn skyldi hafa slasazt við togvíraklippingar fyrr en nú. SÖKKVIÐ HONUM Uli Schmetzter frá Reuter- fréttastofunni er nú um borð I varðskipinu Tý. Hann segir í gær, að brezkir togaraskipstjórar hafi skorað á yfirmann freigátunnar Bacchante að sökkva varðskipinu. Var það eftir að varðskipinu hafði því sem næst tekizt að skera á víra nokkurra togara og haldið þeim frá veiðum um langan tima. Leið nú nokkur stund og Boston Lighting reyndi að toga, en Tý tókst að skjótast aftur fyrir frei- gátuna og minnstu munaði að klippurnar næðu í virana. Skip- stjöri togarans kallaði þá i stöð- ina: „Hvers vegna stöðvið þið ekki varðskipið?“ Eina svarið, sem hann fékk, var: „Það er hreint ómögulegt að stöðva varð- skipið.“ En togaraskipstjórarnir voru nú orðnir mjög reiðir yfir lélegri frammistöðu freigátunnar og einn skipstjórinn kallaði: „Sökkvið þessum brjálæðingum. Sýnið þeim hvað við meinum." Og undir ógurlegum hlátri skipstjór- anna svaraði yfirmaður freigát- unnar: „Sýnið stillingu og sýnið að þið eruð herramenn og hættið að trufla herskipið." Schmetzer segir, að Guðmundur Kjærnested skipherra á Tý hafi aðeins yppt öxlum, þegar skip- stjórar togaranna fóru fram á að Tý yrði sökkt og sagt: „Þetta hefur gerzt áður. Þetta hefur verið þeim erfiður dagur. Freigát- an getur einfaldlega ekki stöðvað eins fljótt og við, það er ekkert sem hún getur gert.“____ — Veitinga- maðurinn Framhald af bls. 2 fyrirtækið Borgartún væri hvergi að finna á firmaskrá. „Mér virðist sem hér hafi átt sér stað endur- tekin sjálfsafgreiðsla á lánsfé I skjóli tékkaformsins, og óvand- virk vinnubrögð af hálfu bank- ans. Hafa að þessu sinni verið kærðir fjórir tékkar frá þessu veitingahúsi, samtals rúmlega 3,6 milljónir króna,“ sagði Björn. Hann sagði ennfremur, að nýlega væri tekin til starfa sér- stök nefnd til að endurskoða tékkaviðskipti, en lík nefnd hefði starfað 1967 og lagði þá fram ítar- legt álit og tillögur um tak- markaða ábyrgð reikningsbanka á tékkum samfara notkun heimildarkorta. — Flugvalla- skattur Framhald af bls. 2 fyrir hvern fullorðinn farþega f kr. 1.500.- og væri þá orðið sam- bærilegt flugvallagjaldi hjá ná- grannaþjóðum. Tekjutap ríkissjóðs vegna niðurfellingar ’ flugvallagjalda í innanlandsflugi er áætlað 25. m.kr., en þá er hugsað nýtt gjald I þess stað, kr. 200,- fyrir fullorðinn farþega. — Yfir 250 Framhald af bls. 28 verið send þarigað rétt fyrir verkfall þar sem skipta hefði þurft um hreyfii. Sveinn sagði, að tjónið sem Flugleiðir yrðu fyrir vegna verkfallsins væri ómælanlegt en ekki væri hægt að nefna neinar tölur um það að svo stöddu. Hins vegar mætti segja að það væri þríþætt — í fyrsta lagi beint tekjutap þar sem flugstarfsemin lægi öll niðri, í öðru lagi sá kostnaður sem hlyt- ist af því að mikið af hálauna- fólki, eins og t.d. flugliðar, væri á launum, þar sem það væri ekki í verkfalli en nýttist samt ekki. I þriðja lagi væri síðan það tjón sem e.t.v. væri erfiðast að mæla, þ.e. tapið á sjálfum markaðinum. Nefndi Sveinn, að Flugleiðir hefðu á síðasta ári mátt þola 5 verkföli, en slíkt veikti mjög aðstöðu félagsins i hinni hörðu samkeppni sem væri á flugleiðum þess t.d. yfir N-Atlantshaf, og verkföll rýrðu mjög tiltrú viðskiptavina, svo sem ferðaskrifstofa og al- mennra ferðalanga á félaginu og raunar landinu sem ferða- mannastað. — Benedikt og... Framhald af bls. 2 geti séð að sér. Það hlýtur aó vera ósk allra að brezk stjórn- völd láti fyrr en seinna af upp- teknum hætti svo að eðlileg samskipti og eðlilegt samband geti aftur átt sér stað milli þess- ara nágrannaþjóða. Ég tel fyrir mitt leyti að atburðarásin síð- ustu vikur hafi enn sannað þá skoðun sem ég hef áður látið f ljós, að eins og stendur verðum við að horfast í augu við það, að það er engin nein auðveld lausn á deilu okkar við Breta og við verðum að búa okkur undir það að standa I þessu stríði enn um sinn.“ — Umræður Framhald af bls. 28 taka nokkurt tillit til vilja rfk- isstjórnarinnar í þessum efn- um og þótt umræða færi ekki fram fyrr en á mánudag, yrði engu að sfður um skemmri tfma að ræða en oftast áður, frá þvf að slfk tiiiaga kæmi fram og þar til hún yrði rædd. Þess má geta, að 18. desem- ber 1972 var lögð fram tillaga um vantraust á vinstri stjórn- ina og kom hún ekki til um- ræðu fyrr en 5. marz árið 1973. — Kærði Framhald af bls. 2 stöðvar af 100 þúsund króna láni sem hann hefði fengið hjá milljónareigandanum. Var nú ekki annað að gera fyrir lögregluna en að fara heim til milljónerans. Mátti þar sjá á ummerkjum, að vin hafði verið um hönd haft og við nákvæma leit fundu rannsóknarlögreglumenn sam- tals 579 þúsund krónur hér og þar f íbúðinni, þannig að milljónarstuldurinn stóðst ekki. Ef við fyrrgreinda upp- hæð er bætt við 100 þúsund- um, sem maðurinn lánaði kunningja sfnum, vantar enn rúmar 300 þúsundir til að milljóninni séð náð. Telur lögreglan að hugsanlega hafi aurarnir farið í veizluhöld, en það mun skýrast þegar milljónareigandinn verður tekinn til yfirheyrslu í dag. — Skólaþrif Framhald af bls. 2 Morgunblaðinu barst i gær, frá almennum nemendafundi í MH. I fréttatilkynningunni segir, að skólayfirvöld séu ábyrg fyrir þessu verkfallsbroti. Af þessum sökum hafði Morgunblaðið sam- band við Hjálmar Ölafsson con- rektor skólans og spurði hann hvaða augum skólayfirvöld litu á þessa ákvörðun nemendanna. Hjálmar sagði að það væri hreinn misskilningur að skóla- yfirvöld hefðu látió þrífa skólann. Reyndar hefði skólinn ekki verið þrifinn, heldur hefðu einhverjir án vitundar skólayfirvalda tekið sér það bessaleyfi að sópa matsal skólans. Sagði Hjálmar að oft væri illa gengið um matsalinn og hefði um- gengnin verið sérstaklega slæm í fyrradag. Aður en Laugvetning- arnir hefðu komið í heimsókn þann dag, hefðu stjórnendur skól- ans rætt um, hvort gera ætti eitt- hvað við matsalinn áður, en niður- staðan hefði orðið sú, að bezt væri að láta hann eiga sig. Síðan hefði það gerzt í gærmorgun, að búið hefði verið að sópa salinn, án vit- undar skólayfirvalda. Allharðar umræður urðu I sam- einuðu þingi í gær um þinglega með- ferð framkominnar vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á rlkisstjórnina. UMRÆÐUR TAFARLAUST Lúðvfk Jósepsson (K) upplýsti að ekki væri samstaða meðal þingflökka um. hvenær framkomin vantrauststillaga yrði fyrir tekin. Taldi hann alla þing- flokka nema Sjálfstæðisflokkinn sam- mála um, að umræða um tillöguna skyldi fara fram n.k. föstudag (I dag), en forsætisráðherra spyrnti þar við fótum og vildi draga umræður fram yfir helgi. Ástand þjóðmála er með þeim hætti, sagði þingmaðurinn, og staða rlkisstjórnarinnar, að tafarlaus umræða þarf að fara fram um tillög- una. Þar sem ekki væri samstaða um málið, hvenær ræða bæri tillöguna, yrði forseti úr að skera, og skoraði þingmaðurinn á hann að verða við vilja stjórnarandstöðunnar I þessu efni. SKYLDA RlKISSTJÓRNAR Gylfi Þ. Gfslason (A) sagðist taka undir það að eðlilegt væri, að umræða um vantrauststillöguna færi fram sem fyrst. Hins vegar væri það á valdi forseta að ákvarða þar um, ef samstaða þingflokka væri ekki fyrir hendi, og myndi hann og hans þingflokkur sætta sig við þann úrskurð. Sllkt mál sem þetta getur ekki og má ekki hafa áhrif, eða flokkslegar aðgerðir, á hugsanlega lausn þeirrar alvarlegu kjaradeilu sem nú er uppi, allra sizt eins og á stendur i landhelgisdeilunni við Breta. Hins- vegar er það skylda löglegrar rlkis- stjórnar að beita til þess tiltækum ráðum, að deilan leysist sem fyrst, ef afskipti hennar þar af hafa verið of litil til þessa. Stjórnin hefur hvorki tekið tillit til ábendinga verkalýðshreyfingar- innar né sameiginlegra ábendinga hennar og vinnuveitenda um mál, sem greitt gætu fyrir lausn deilunnar. I SAMRÆMI VIÐ ÞINGSKÖP OG _________ÞINGVENJUR____________ Geir Hallgrimsson, forsætisráð- herra, sagðist hafa borið tilmæli flutn- ingsmanna tillögunnar undir rikis- stjórnina, sem hefði orðið sammála um, að umræðan færi fram á mánu- degi, enda væri það í samræmi við þingsköp og þingvenjur. Engin efnis- leg atriði hefðu komið fram, sem undir- strikuðu þörf á frekari hraða málsins. Það væru að vísu alvarlegir tímar I þjóðlífinu, bæði inn á við og út á við, en ekkert benti til þess að framkomin tillaga fæli i sér lausn á þeim vanda- málum, sem við væri að etja og tækju upp verulegan hluta af starfstima stjórnarinnar Varðandi ummæli GÞG vildi for- sætisráðherra árétta, að rikisstjórnin hefði haldið fundi með aðilum vinnu- markaðarins, þar sem öllum ábending- um þeirra hefði verið svarað, lið fyrir lið, Tillögur aðila vinnumarkaðarins Franthald af bls. 3 inga og Cheorghius f þriðja sæti með átta vinninga. Urslit í siðustu skákunum voru þessi: Byrne vann Fraguela frá Spáni, Szmetan frá Argentínu vann Hernando frá Spáni, Garcia, Kúbu og Keene frá Englandi gerðu jafntefli, Medina og Ciocal- tea, Rúmeníu, gerðu jafntefli, Gheorghius, Rúmeniu, vann skák sína við Munoz, Spáni, og Pomar Spáni, og Christiansen, Banda- ríkjunum, gerðu jafntefli. — Allir skólar Framhald af bls. 3 SÓKN FRESTAR Starfsstúlknafélagið Sókn ákvað á fundi í gær að fresta hefðu að vlsu verið almenns eðlis og i ályktunarformi, sem erfiðara væri að grípa á en beinum sundurgreindum og sundurliðuðum tillögum. Rikisstjórnin hefði og myndi gera sitt, eftir þvi sem aðstæður leyfðu, til að hafa jákvæð áhrif á úrlausn deilunnar Hinsvegar væri vafasamt, að framkomin tillaga væri flutt til að hafa slík áhrif til lausnar þess máls. Framundan eru frídagar í þinginu, og það telst naumast óeðlilegur frestur, þó umræða fari ekki fram fyrr en nk mánudag. HEFUR STJÓRNARANDSTAÐAN NÝJA RfKISSTJÓRN TILAÐTAKAVIÐ? Ólafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, sagði 1. flm. tillögunnar, Ragnar Arnalds, hafa rætt við sig i anddyri þings og greint sér frá væntan- legri vantrauststillögu og vilja slnum um umræður á föstudegi Hann kvaðst hafa vlsað Ragnari á forsætisráðherra, sem væri réttur viðræðuaðili, en látið orð falla eitthvað á þá leið, að hann væri reiðubúinn til umræðna Málið hefði síðan verið rætt í þingflokkum og rikisstjórn og það orðið sammæli manna, að á engan væri hallað þó umræða biði fram yfir helgina. Hér væri því alls ekki við forsætisráðherra að sakast, ef um einhverja sök væri þá að ræða, heldur rikisstjórn og stjórnarsinna. Þingfundir væru yfirleitt ekki á föstudögum og umræðan færi fram á fyrsta degi eftir helgi Hann væri hissa á þvi óðagoti, ekki flutnings- manna tillögunnar, heldur annarra, sem hér hefði orðið vart. Halda flutningsmenn tillögunnar máske, spurði dómsmálaráðherra, að tillaga þeirra verði samþykkt? Ef þeir standa I þeirri barnatrú, er það þá skoðun þeirra, eins og ástatt er I mál- um þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við, að það sé jákvætt eða ábyrgt að gera landið stjórnlaust? Eða hafa flutn- ingsmenn máske í handraðanum nýja ríkisstjórn til að taka við stjórnartaum- úm? Ekki geta þeir myndað rikisstjórn einir. Og ekki hafa þeir rætt við Fram- sóknarflokkinn, svo mikið get ég full- yrt. Hafa þeir máske þegar haft sam- band við Sjálfstæðisflokkinn í þessu efni? Ég spyr Benedikt Gröndal, sem oft hefur talað af fyrirhyggju um mál hér í þinginu, hvort svo sé. (Hér gekk dómsmálaráðherra bersýnilega fram hjá 1 flm. tillögunnar Ragnari Arn- alds). GET UNNT RÍKIS- STJÓRNINNI FRESTSINS Karvel Pálmason (SFV) taldi rétt að flýta umræðu um tillöguna. Hann gæti áður boðuðu verkfalli, sem koma átti til framkvæmda á miðnætti s.l. Var þetta gert tn.a. vegna þess hve vel hefur miðað í samningamáium félagsins. Ef verkfall Séknar hefði komið til framkvæmda, hefði mikill hluti starfseminnar á sjúkrahúsum legið niðri, eins og t.d. öll ræst- ing. Verkfallinu var frestað um óákveðinn tíma. — Peronistar Framhald af bis. 12 hún mundi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Kröfurnar sem leiðtogar peronista samþykktu verða settar sem skilyrði fyrir áframhaldandi stuðningi hreyfingarinnar við for- setann. Þess er meðal annars þó unnt ríkisstjórninni frestsins fram yfir helgi, ekki myndu vinsældir hennar vaxa að mun frá föstudegi til mánudags. Karvel sagðist skilja dómsmálaráð- herra svo að hann óttaðist að gengið hefði verið framhjá Framsóknarflokkn- um, og rætt beint við Sjálfstæðisflokk- inn. Væntanlega myndi Benedikt Gröndal svara þeim spurningum, sem til hans hefði verið beint. Þá ræddi Karvel um afskipti rlkis- stjórnarinnar af vinnudeilu og verkföll- um Taldi hann þau litil hafa verið og vitnaði til viðtals við Björn Jónsson, forseta ASÍ, við Þjóðviljann, þar sem látið væri að þvi liggja, að ábendingum ASÍ hefði í engu verið sinnt. Karvel sagði það ekki skipta öllu máli hvort umræða um tillögu til van- trausts á rikisstjórnina færi fram á föstudegi eða mánudegi TILLAGAN VERÐI DREGIN TILBAKA Albert Guðmundsson (S) minnti á það alvarlega ástand. sem nú rikti I landinu. verkfall til sjós og lands og landhelgisstriðið við Breta Ljóst væri að þessi mál hlytu að taka verulegan tima af störfum ráðherra og rikisstjórn- ar, ekki sizt þessa dagana og hlyti það að sitja í fyrirrúmi fyrir öðru að leiða þau mál til farsælla lykta. Með hliðsjón af þessu væri frestur á umræðu frá föstudegi til mánudags ekki umtals verður og skemmri en oftast áður . Tillöguflutningur af þessu tagi nú lýsti ábyrgðarleysi og aðeins ábyrgðar- leysi, þvi naumast væri meiningin að hún auðveldaði ríkisstjórninni að iuysa úr aðsteðjandi vandamálum. Þessi til- laga þjónaði, eins og á stæði, and- stæðingum þjóðarinnar, sem hún ætti I útiStöðum við, og aðeins þeim, og hún væri heldur ekki flutt til að lægja öldur innbyrðia átaka þjóðarinnar. Hann skoraði á flutningsmenn tillögunnar að sýna þá ábyrgð og manndóm að draga tillöguna til baka. ORO FORSETA ÞINGSINS. Ásgeir Bjarnason, forseti samein- aðs þings, sagði það rétt vera, að oftast væri samkomulag um. meðferð tillagna af þessu tagi. Hann myndi kanna, hvort hægt væri að flýta um- ræðu, að beiðni viðkomandi þing- manns, þó ekki væru miklar likur á þvi. Óhjákvæmilegt væri að taka nokkurt tillit til vilja rikisstjórnarinnar i þessu efni og þótt umræðu yrði frestað til mánudags, yrðu engu að síður um að ræða skemmri tlma en oftast áður, sem lifði frá þvi að slik tiliaga hefði komið fram og unz hún yrði rædd. krafizt að mynduð verði stjórn „sannra peronista" og að i henni fái aðeins tveir af átta núverandi ráðherrum frú Perons sæti. Einn þeirra leiðtoga, sem sátu fundinn, sagði að kröfur hreyf- ingarinnar væru síðasta tæki- færið til að afstýra þvi að „stjórnarskráin yrði fótum troðin“ á þeim fimmtán mánuðum sem eftir væru af kjör- tímabili frú Perons og virtist þar með eiga við hættu á herbyltingu. Síðan hallærisástand skapaðist I stjórnmálum, efnahagsmálum og þjóðfélagsmálum Argentfnu fyrir níu mánuðum hefur oft verið varað við byltingu en nú hefur öll peronistahreyfingin í fyrsta skipti sameinazt um tilraunir til að leysa vandamál landsins. — Skákmótið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.