Morgunblaðið - 20.02.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976
15
Erlend tíðindi
Portúgal:
ENDA þótt fréttir frá Portúgal
hafi að mestum hluta vikið af
forsíðum hlaða síðustu vikurn-
ar, er engu að síður margt for-
vitnilegt að gerast þar og
ástæða til að skvggnast um svið-
ið ekki hvað sizt þegar
undirbúningur kosninga fer nú
senn að hefjast — svo fremi
ekkert ðvænt komi uppá. Var
ákveðið að þær færu fram á
afmæli byltingarinnar í land-
inu þann 25. apríl næst kom-
andi, eins og kosningarnar til
st jórnlagaþingsins á síðasta
ári, en þeim hefur nú verið
frestað fram í maf.
Þó eru veður öll válvnd hvað
snertir framvindu þeirra mála
þegar höfð er hliðsjón af síð-
ustu viðbrögðum Hrevfingar
hersins og Bvltingarráðsins.
Eins og fram kom fvrir jólin
var um skeið allgott útlit fyrir
að Bvltingarráðið myndi fúst
að veita stjórnmálaflokkunum
í landinu meira svigrúm og at-
hafnarfrelsi en þeir höfðu.
Fyrir kosnirigarnar i fyrra
var það gert.að skilyrði eins og
alkunna er að pólitiskir flokkar
undirrituðu skilmála Byltingar
ráðsins, þar sem þeir hétu að
una þvi að ráðið yrði hæstráð-
andi á stjórnmálasviði sem öðr-
MARIO SOARES
hagsbandalagi Evrópu, en
Portúgalar hafa af ýmsu ástæð-
um farið hægar í sakirnar. Melo
Antunes, utanrikisráðherra,
fór að vísu til Brussel fyrir
nokkru til viðræðna við tals-
menn bandalagsins. En þar
fullyrti hann, að enn væri efna-
hagsleg staða landsins slík að
það gætj ekki í neinni alvöru
íhugað að sækja um aðild að
EBE. A hinn bóginn sagði hann
að tengsl Portúgals við banda-
lagið hefðu þróast á „viðunandi
hátt". Hann lagði einnig
áherzlu á að Portúgölum væri
mikils virði ákveðinn stuðn-
ingur af hálfu bandalagsins. I
janúar fór einnig sendinefnd
frá Evrópska fjárfestingar-
bankanum til frekari viðræðna
í Lissabon til að ræða hugsan-
legar skyndilánveitingar svo og
til að fjalla um tiltekið bráða-
birgðalán sem ákveðið hafði
verið að veita Portúgölum á sl.
hausti. Aftur á móti strandaði
úthlutun á því að bankinn
þurfti að leggja blessun sína
yfir það hvernig fénu yrði varið
og úr því hefur ekki orðið enn.
Næsta skrefið til aukinna sam-
skipta mun svo verða viðræðu-
fundur sem er að hefjast þar
sem fjallað verður um frekari
Efnahagsöngþveitið magnast —
kosningaundirbúningur að hefjast
um næstu fimm árin.
Flokkarnir féllust að visu á
þetta, þótt tregir væru til, en
hafa átt mjög erfitt með að
sætta sig við þessa kosti og
vinna við þá eins og eðlilegt er.
Það kom að sjálfsögðu fljótlega
í ljós að með þessu voru
flokkarnir nánast múlbundnir
til allra starfa. Vegna þeirrar
þróunar sem síðan varð í land-
inu og vaxandi reiði al-
mennings í garð hersins og
gagnrýni á stjórnvizku
Byltingarráðsins, mun það ekki
hafa séó sér stætt á því að halda
þessu til streitu eftir öll þau
átök sem í landinu urðu og voru
meira og minna vakin af þessu.
Því ákvað Byltingarráðið að
lina tökin og gefa eftir nokkuð
af valdsviði sínu. Hýrnaði þá
yfir mörgum og menn þóttust
sjá fram á betri tima. Nú hafa
veður skipazt á ný i lofti og
Byltingarráðið og Hreyfing
hersins hefur farið að draga orð
sín til baka. Því er augljóst að
enda þótt nokkur kyrrð hafi
virzt á ytra borði á pólitiska
sviðinu um hrið, gæti senn far-
ið að draga til tíðinda á ný.
Innri ágreiningur í landinu
hefur kannski sjaldan verið
meiri en nú þótt hann hafi
einkum færzt á svið efnahags-
mála og hinn pólitíski ágrein-
ingur hefur þokað um set.
Handtaka Otelo Carvalho hers-
höfðingja og yfirmanns Cop-
con, sem af ýmsum var kallaður
„Fidel Castro Evrópu", vakti
snöggtum minni athygli innan
sem utan landsins en hún hefði
gert fyrir fáeinum mánuðum og
segir það sína sögu um þær
breytingar sem orðið hafa. 1
kjölfar handtöku Carvalhos
hefur verið hljótt urn hann og
ástæða er til að taka fram að
inrian Portúgals sjálfs voru
áhrif hans aldrei jafn afdráttar-
laus og mikil eins og erlendir
fréttamenn utan Portúgals
töldu.
Aftur á móti er ljóst að sá
flokkur, sem að mati manna
gæti boðað hvað raunhæfastar
tillögur er stefndu að úrbótum í
efnahagsmálum, gæti verið
nokkuð öruggur um að fá
drjúgan skerf atkvæða er
frjálsar kosningar fara fram í
landinu í vor. Þar rambar nú
allt á heljarþröm og vöruþurrð
er farin að koma óþyrmilega
við borgarana. Saltfiskurinn
sem er ein aðalfæða lands-
ntanna hefur þvi sent næst al-
veg horfið og annað er eftir þvi.
Framfærslukostnaður hefur
rokið upp úr öllu valdi og þar
sem laun hafa verið fryst er
auðvelt að imynda sér, hvernig
það mæiist fyrir. Þessar vöru-
hæ'kkanir voru að hefjast á sl.
surnri en síðan hefur keyrt-um
þverbak og skyndiverkföll og
mótmæli vegna þessa verið tíð
upp á síðkastið í öllum helztu
borgum og bæjum i Portúgal.
Eikki er vafi á að verkalýðs-
samlök i Lissabon sem lúta
forystu kommúniskra afla
ntunu láta heyra írá sér á
ntestunni. Stjórn Azevedos hef-
ur vitanlega gert sér grein
fyrir þvi að úr elnahags-
öngþveitinu verði að ereiða
eigi einhver vonarglæta að vera
urn að ekki fari þar allt i
grænan sjó. Nágrannarikið
Spánn hefur að undanförnu
hert mjög kröfurnar um að fá
einhvers konar aðild að Efna-
útfærslu á fríverzlunarsamn-
ingi bandalagsins við Portúgala
frá árinu 1972. A fundi utan-
ríkisráðherra EBE-landanna
fyrir nokkru konta menn sér i
megindráttum ásamt unt ákveð-
inn ramma þessara viðræðna.
En þvi má gera skóna að Portú-
gölum finnist þar engan veginn
gengið nógu langt til móts við
þá, þrátt fyrir að ýmsar ívilnan-
ir séu í boði þeim til handa.
Þó rná að sumu leyti lita svo á
þrátt fyrir aukna ólgu vegna
efnahagsmála i landinu, að
stjórn Azevedos hafi fengið
bærilegri vinnufrið siðustu vik-
urnar til að vinna að lausn
efnahagsmálanna en áður og
það er líka augljóst að Azevedo
og menn hans hafa á þvi
næman skilning að þar verður
aó visu að fara varlega i sak-
irnar til að hleypa ekki öllu i
bál og brand á ný, — en þó
verður að sýna fulla festu og
einurð eigi einhver árangur að
nást. Azevedo mun án efa
keppa að þvi svo og allir sam-
ráðherrar hans, þar sent þar
með gæti lika staða stjórnmála-
flokkanna styrkzt gagnvart
Byltingarráðinu og Hreyfingu
hersins og það vakir vafalaust
fyrir þeim ekki hvað sizt meðan
þeir geta enn leyft sér að vona
að kosningar verði í landinu í
vor.
h.k.
Götumynd frá Portúgal
„Mikill
samdráttur
í smíði báta”
— segir Þórbergur í Bátalóni
og vill auka lánamöguleika til
viðgerða og viðhalds flotans
,,ÞAÐ hefur orðið mikill sam-
dráttur í nýsmíði." sagði Þór-
bergur Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Bátalóns í
spjalli við Morgunblaðið
..Eftirspurn," sagði Þór-
bergur, ,,á þeim bátastærð-
um úr tré og stáli sem við
höfum byggt i stöðinni að
undanförnu hefur minnkað
svona fyrst og fremst vegna
sívaxandi fjármögnunarerfið-
leika væntanlegra kaupenda
Viðgerðir eru nú meir en áður
orðið viðfangsefnið, enda
þótt fjármagn til viðgerða og
viðhalds fiskiskipaflotans sé
afar torfengið Þetta á einnig
við um stækkun eða
lengingu á tréskipum ef þessi
verk hafa verið framkvæmd
innanlands, en af einhverjum
ástæðum hafa þau að lang-
mestu leyti farið fram erlend-
is, þótt alls enginn sparnaður
hafi verið að því, auk þess að
þar er eytt gjaldeyri í verkefni
sem hægt er að vinna jafnvel
hér heima
I haust var lokið við að
gera miklar endurbætur á
tréskipinu Eskey SF 54 og þá
fór inn i skála Bátalóns stál-
skipið Snætindur ÁR 88,
100 lesta skip Þá var tekinn
til mikillar viðgerðar stálbátur
af sömu stærð, Flugunes ÁR
85, sem lokið verður við í
febrúar, en Bátalón getur
tekið allt að 200 þungatonna
skip inn í hús Sivaxandi
erfiðleikar eru þó við að
koma skipum inn i verk-
smiðjuhúsið, en það er
vegna þess að leir fellur að
setningsbrautinni og niður i
innsiglingarrennuna, en
hana lét stöðin grafa fyrir
nokkrum árum Ef ekki tekst
með einhverjum hætti að fá
úr þessu bætt, horfir til vand-
ræða, en uppgröftur þarna er
tæknilega auðveldur með
hentugum tækjabúnaði og
standa vonir til að Hafnar-
fjarðarhöfn geri þarna innan
tiðar úrbætur á likan hátt og
hafnarstjórnir hafa gert
annars staðar undir svip
uðum kringumstæðum Hitt
er svo, að mjög erfiðlega
horfir um sinn varðandi fjár-
hagslega fyrirgreiðslu á við-
haldi og endurbótum báta-
flotans, en við erum-m.a. að
athuga með möguleika á ný-
smíði aftur, en óvíst er hvað
úr verður vegna fjármál-
anna."
Myndin cr af Eskey SF 54 scni cndurbyggðuir var i Bátalóni s.l.
haust. Þarna cr hann að rcnna ffnn og fallcgur út úr vcrksmiðju-
húsi Bátalóns. Þrfr Eskcyjarnicnn. þcir Kristinn Guðimindsson.
Bragi Bjarnason og Örn Kagnarsson sögðu I saintali við Mbl. að þcir
væru mjög ánægðir mcð franikva'nid Bátalóns, cn kvörtuðu undan
þií hvc crfitl va-ri að láta gcra við og cndurnýja ganila báta vcgua
hins slæma lánafyrirkoniulags f þcini cfnuni. Siigðu þcir að í raun
og vcru hcfði vcrið hyggilcgast að hcnda bálnuni ( stað þcss að láta
gcra við hann og hcrjast við kcrfið fyrir fyrirgrciðslu. cn nú siglir
gla-silcg Eskcy til nviða, endurbyggð, nicð nýtt stýrishús. cndur-
ba*tta káctu, allt rafniagn nýtt og niðurstaðan cr sú að nýting
hátsins vcrður íniklu niciri. Þó vildu þcir fclagar nicina að 80",,
lánaniögulcikar aritu að vcra til staðar þcgar uni viðgcrðir va'ri að
ra'ða. Ljósmynd Mbl. Br.H.