Morgunblaðið - 20.02.1976, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Opinber stofnun óskar eftir
Fóstur
Skipstjórar —
Utgerðarmenn
Vanur fyrsti stýrimaður á togara óskar
eftir stýrimannsstöðu á skuttogara. Tii
greina kemur hvar sem er á landinu.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
1 . marz merkt: „Stýrimaður — 2486".
Lausar stöður
Staða LÆKNIS við heilsugæslustöð i
Hólmavík er laus til umsóknar. Staðan
veitist frá 1 . mai 1 976.
Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu fyrir 1 8. mars n.k.
Staða HJÚKRUNARKONU við heilsu-
gæslustöðina á Höfn í Hornafirði er laus
til umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri
störf sendist heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
18. febrúar 1976.
ritara
strax. Góð vélritunar- og málakunnátta
nauðsynleg. Umsóknir, ásamt upplýsing-
um um menntun og fyrri störf, sendist
blaðinu merkt: „Ritari — 2488".
Vana háseta
vantar á m/b Ólaf Sólimann sem er á
netaveiðum frá Keflavík. Uppl. i síma
92-1 578.
Sjúkraþjálfarar
Staða sjúkraþjálfara við endurhæfinga-
deild spítalans er laus til umsóknar. Upp-
lýsingar veitir starfsmannahald.
St. Jósefsspítalinn, Landakoti,
sími 19600.
Ég er 1 0 ára drengur. Mér gengur vel í
skóla og ég fæ góð meðmæli, en á ekkert
heimili. Vilja ekki góð hjón, barnlaus eða
með uppkomin börn, taka mig að sér í
Reykjavík. Vinsamlegast sendið fyrir-
spurn til Morgunblaðsins merkt: „Góður
drengur 2487.
Vélstjóra og háseta
vantar strax á bát frá Grundarfirði sem er
að hefja veiðar með þorskanet. Uppl. í
síma 93-8651.
Starf
sveitarstjóra
hjá Neshrepp utan Ennis er laust til
umsóknar. Umsóknir sendist hrepps-
nefndinni eigi síðar en 1. marz n.k. Uppl.
um starfið veita Sigþór Sigurðsson, sími
93-6604 og Ingi Einarsson sími 93-
6649.
Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
til sölu
Verzlun úti á landi
er til sölu ef viðunandi tilboð fæst.
Verzlunin, sem er fyrst og fremst mat-
vöruverzlun en selur einnig búsáhöld,
fatnað o.fl., er í tvílyftu steinhúsi um 1 1 0
ferm. að grunnfleti og í góðu ásigkomu-
lagi. Á efri hæð er 5 — 6 herb. íbúð.
Verzlunin er í fullum gangi og góðir
möguleikar eru til aukinna umsvifa.
Nánari upplýsingar gefur Jarl Jónsson,
lögg. endurskoðandi, sími 42209.
húsnæöi i boöi|
Iðnaðar- eða
skrifstofuhúsnæði
400 ferm iðnaðar- eða skrifstofuhúsnæði
á 2. hæð við Síðumúla, til leigu. Tilboð
sendist Mbl. merkt: Húsnæði 2402.
þakkir
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem
minntust mín á 70 ára afmæli mínu 31.
janúar sl.
Sérstaklega vil ég þakka Starfsmanna-
félagi Bæjarleiða fyrir þá viðurkenningu
og rausnarlegu gjöf, er það lét færa mér.
Lifið öll heil,
Kristinn Guðnason.
vinnuvélar
Bílkrani til sölu
1 5 tonna LINK BELT.
Sími 40486.
Stjórnmálafræðsla
Heimdallar S.U.S.
mánudag 23. feb.
kl. 20:30:
Geir Hallgrimsson:
Hvað er framundan í íslenskum stjórnmálum?
Geir
Hallgrímsson Heimdallur.
Njarðvík
Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings, verður haldinn í
fundarsal Steypustöðvar Suðurnesja laugardaginn 21. febrúar
kl. 2.00.
Fundarefni:
1. Aðalfundarstörf.
2. Hitaveitan — Ingólfur Aðalsteinsson, bæjafulltrúi.
Fjölmennið.
Stjórnin.
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU
Kópavogur — Árshátíð
sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi og 25 ára afmæli sjálfstæðis-
félags Kópavogs verða haldin laugardaginn 21. febrúar kl.
20.00 í félagsheimili Kópavogs. Góð skemmtiatriði.
Góðar veitingar.
Sjálfstæðisfólk fjölmennið.
Uppl. um miða í síma 42478 — 42454.
Stjórnirnar.
Vörður Vörður
Ráðstefna um
verðbólgu
hefst i fyrramálið laugardaginn 21. febr. kl.
9.30 að Hótel Loftleiðum ráðstefnusal.
Jóhannes
Nordal
Geir
Hallgrimsson
Dagskrá:
kl. 9.30. Ráðstefnan sett. Brynjólfur
Bjarnason, rekstrarhagfr.
kl. 9.40 Jónas H. Haralz fjallar um
orsakir og afleiðingar verðbólgu.
kl. 10.20 Áhrif verðbólgunnar á
atvinnurekstur og heimili. Björn Þóhalls-
son, viðsk.fr., Eyjólfur J. Friðrikson,
framskt. SH Gunnar J. Friðriksson,
iðnrekandi Hjörtur Hjartarson. stórkauom.
kl. 11.00 Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri fjallar um aðgerðir til lausnar
verðbólguvandandans.
kl. 12.30 Er hádegisverður en eftir
hádegi starfa umræðuhópar.
kl. 16.00 Hefjast panel-umræður og
flytur Geir Hallgrímsson, forsætisráð-
herra inngang.
Ráðstefnustjóri: Magnús Gunnarsson
viðs.fr.
Panelstjóri: Bjarni Br. Jónsson hagfr.
Þátttökugjald ráðstefnunnar er kr. 1.600
og innifalið er ráðstefnugögn, hádegis-
verður og kaffiveitingar.
Til að auðvelda undirbúning er æskilegt
að þátttaka tilkynnist á skrifstofu Varðar
símar 82963 og 82900 sem allra fyrst.
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ
VÖRÐUR
Samband félaga sjálfstæðismanna
í hverfum Reykjavíkur.