Morgunblaðið - 20.02.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20, FEBRUAR 1976
19
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
til sölu
Verðlistinn
Munið sérverzlunina með
ódýran fatneð, Laugarnes-
vegi 82, sími 31 330.
Teppasalan.
Ný teppi
Hverfisgötu 49. S. 19692.
Ný sending
Portúgalskur barnafatnaður.
Rauðhetta. Iðnaðarmanna-
húsinu.
Bátavél
til sölu 72ja hestafla Lister
loftkæld bátavél með öllu til-
heyrandi. Vél í góðu standi
litið notuð. (1968). Sími 93-
1455.
Siðir kjólar
Glæsilegt úrval. Gott verð.
Dragtin, Klapparstig 37.
Hreingerningar
Hólmbræður simi 35067.
X-kubbar — X-kubbar
Allar teg. filmur.
Amatör Ijósmyndaverzlun,
Laugavegi 55 S. 2271 8.
Skattuppgjör
fyrir einkarekstur og smærri
fyrirtæki.
Svavar H. Jóhannsson,
bókhald og umsýsla.
Hverfisgötu 76, simi 10646.
Kaupum blý langhæsta verði.
Staðgreiðsla.
Málmsteypa Ámunda Sig-
urðssonar,
Skipholti 23 simi 16812.
Bilahlutir óskast
óskað er eftir varahlutum i
Buick Electra árg. '63. Uppl.
i sima 1 8287 milli kl. 6 og 8
á kvöldin.
Óska eftir að kaupa
gas- og súrhylki. Upplýsingar
i sima 94-7272, Bolungar-
vik.
Takið eftir:
Ungt áhugasamt par vantar
vinnu hvar sem er á landinu.
Húsnæði æskilegt. Allt
kemur til greina. Hún m.a.
vön afgreiðslu og ráðskonu-
starfi. Hann allri sveitavinnu,
akstri ásamt fleiru. Tilboð
sendist Mbl. fyrir 1. marz
merkt: Traust — 2403.
I.O.O.F. 1. = 1572208'/z.
Sp.K.____________________
□ St.St. 59762214 — IX
— 14,_____________________
I.O.O.F. 12 = 1 5 72208'/2
UTIVISTARFERÐIR
Föstud. 20.2. kl. 20
Vetrarferð í Haukadal.
Gullfoss i vetrarskrúða.
Gengið á Bjarnarfell, Gist við
Geysi. Sundlaug. Kvöldvaka,
þorri kvaddur góu heilsað.
Fararstj. Þorleifur Guð-
mundsson. Farseðlar á skrif-
stofunni. Lækjarg. 6., simi
14606.
Stúkan Freyja nr218.
Fundur i kvöld kl. 8.30 i
Templarahöllinni, Eiriksgötu
5, Bræðrakvöld. Félagar
fjölmennið og takið með
ykkur gesti.
Æðstitemplar
3ff
Frá Guðspekifélaginu
Trúræn skynjun
nefnist erindi sem dr. Jakob
Jónsson flytur í Guðspeki-
félagshúsinu Ingólfsstræti
22, i kvöld föstudag 20.
febrúar kl. 9. Öllum heimill
aðgangur.
Vinsamlega birtið eftirfarandi smáauglýsingu
f Morgunblaðinu þann: ........... ....
> 1 1 1 1 1 1 1 1 150
K j 1 11 III 1 1 i i i i i i i i i i 3nn
' 1 1 1 1 1 1 1 1 ■ i i i i i i i i ■ i i i i i i i 1 1 4R0
> 1 1 1 1 1 1 1 1 i i i i i i i i i i i i i i i i i 1 1 600
i 1 1 1 1 1 1 1 1 i i i i i i i i j i i i i i i i i 1 1 750
>11111111 i i i i i i i i i i i i i i i i i 1 1 900
’ 1 1 1 1 1 J 1 1 J 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 i 1 1 i 1 L J 11050
* Hver lína kostar kr. 1 50 Meðfylgjandi er greiðsla kr
NAFN:
HEIMILI: .......... ........SÍMI: ....
a • » * a a« a ... a A JL a* A/I/v
1 y y y V—y y y 1 y y
‘Athugio Skrifið með prentstöfum og < * setjið aðeins 1 staf í hvern reit. , Áríðandi er að nafn, heimili og sími fylgi. . . « £ T.'X Jj£/Su r Ú.1JC.UH /M TfiJcA M. .JJE./.6M ifJl-' > AM JU/tA ,/AUA ./. e/rSUA H/A- ' S , J.t.un jjr.j.t/. j. /U./M/J.,. x
Auglýsingunni er veitt móttaka á eftirtöldum stöðum:
REYKJAVÍK: HAFNARFJÖRÐUR:
KJÖTMIÐSTÖÐIN, Laugalæk 2,
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS
Háaleitisbraut 68,
KJÖTBÚO SUÐURVERS, Stigahlíð 45—47,
HÓLAGARÐUR, Lóuhólum 2—6
SLÁTURFÉLAG SUOURLANDS
Álfheimum 74,
ÁRBÆJARKJÖR,
Rofabæ 9,
LJÖSMYNDA-
OG GJAFAVÖRUR
Reykjavíkurvegi 64, <
VERZLUN 5
ÞÓRÐAR ÞÓROARSONAR, c
Suðurgötu 36,
KÓPAVOGUR
ÁSGEIRSBÚÐ, Hjallabrekku2'
BORGARBÚÐIN, Hófgerði 30
Eða senda f pósti ásamt greiðslu til Smááuglýsingadeildar
Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavfk. «
a A.......a--:—A----* «. a A « « - - ^
Nokkur orð um „Afa á Knerri”
Síðastliðið sumar — átti Jónas
Jónasson fyrir hönd Rikisútvarpsins
viðtöl við fólk úti á landsbyggðinni. —
Þessir þættir hafa verið með besta efni
útvarpsins og yfirleitt vel unnið að
þeim. Við þáttinn á Bakkafirði urðu þó
nokkur mistök að ég tel. Hér ræðir um
tvær spurningar, sem Jónas beindi til
Barðstrendings sem er búsettur á
Bakkafirði.
Önnur var sú að hann hefði heyrt, að
Þórarinn Hálfdánarson á Bakka I
Bakkafirðí, (það er Afi á Knerri s.m b.
— Fjallkirkjan) hafi saumað reyfi
utanum kindur, sem hann seldi i
skútur Hin var sú að hann hefði verið i
málaferlum við börn sín. Aðspurður
vissi auðvitað ekkert um þetta — enda
víst ekki fæddur á öðru landshorni
þegar afi dó.
Áður en ég fer frekar út i þetta — vil
ég geta þess að Katrln móðir Gunnars
Gunnarssonar skálds og Magnús faðir
þess, sem ritar þetta, "voru systkini.
(Börn Þórarins • Hálfdánarsonar og
Hólmfriðar Sigurðardóttur). — Við
Gunnar mundum gamla manninn vel
og ekki nema að góðu.
Við Gunnar -ræddum þetta og svo
talaðist til að ég gerði athugasemdir
við þáttinn, sem ég geri nú.
Þrem vikum slðar lést Gunnar. —
Ég var á Bakkafirði nærri óslitið frá
fæðingu eða um hálfa öld og þekkti vel
margt gamalt fólk, sem hafði verið afa
samtlða og hefði einhver fótur verið
fyrir þessu þá hefði það áreiðanlega
ekki legið I láginni. Enda var hann ekki
sú manngerð „SKÚRKUR" Ég tel nú
þessu reyfa máli svarað, — enda
hreinir hálfvitar, sem ekki sæju ef reyfi
væri saumað utanum kind
Ég ætla að skjóta hér inn í smá sögu:
Afi verslaði fyrst á Vopnafirði og eitt
sinn fór hann með ullina þangað og
sinnaðist eitthvað við „faktorinn" í
sambandi við innleggið Hann gerði
sér þá lítið fyrir — setti klyfjarnar á
hestana og fór með ullina til Seyðis-
fjarðar. — Vist ýkjalaust tvær dagleiðir
— Þeim samdist vist eftir þetta.
Hinni spurningunni, um þessi mála-
ferli við börn sln er þvi til að svara, að
hvorugur okkar Gunnars hafði heyrt
það, — enda sem hitt rakalaus ósann-
indi um látinn mann.
Það er svo annað mál af afi átti í
málaferlum við systur sínar eitthvað út
af arfi. (Það er nú vist ekki óalgengt
enn i dag i okkar velferðar þjóðfélagi).
Gunnar sagði mér að ekki hefði þetta
staðið dýpra en svo að afi hefði oft
heimsótt Margréti systur slna og ekki
vitað annað en vel færi á með þeim, og
var hún þó stór I stykkinu ekki slður en
hann Annars veit ég ekkert um þessi
mál — enda nú liðin tið
Ég ræddi um þetta við Jónas og mér
skildist að sögumennirnir hefðu verið
tveir. — Ég fór fram á að fá að vita
hverjir þeir voru, en hann vildi ekki
gefa þá upp, en vildi að ég gerði minar
athugasemdir, sem ég nú geri.
Nú fer ég þó nærri um hverjir þeir
hafa verið, — en það er mitt mál Ég
reikna með að Jónas hafi verið i góðri
trú og svo ágætir, sem þessir þættir
hafa verið þá eru þeir vandmeðfarnir
og blaðamaðurinn má þar ekki leika of
lausum hala.
Eitthvað um afa gamla á Knerri var
efalaust freistandi til að vekja athygli
— svona sem krydd í þáttinn Þetta
skil ég.
Heimildirnar verða þó að vera
traustar. — Réttlætisvitund okkar varð-
andi gengnar kynslóðir krefst þess Ég
hefi fengist lltilsháttar við ættfræði og
veit þvi vel hvað ég er að segja.
Harðarstíg 22 Rvik 18/2 1976.
Þórarinn V. Magnússon
(Þórarinn frá Steintúni)
- Minning Soffía
Framhald af bls. 17
Hún hafði líka gaman af að vera í
glöðum kunningjahópi, taka í spil
eða bara spjalla um daginn og
veginn. Hún var glaðleg að eðlis-
fari, ákveðin í skoðunum og ekki
myrk í máli hvað sem um var
rætt. Maður vissi alltaf hvar mað-
ur „hafði hana“, hún þekkti ekki
fals eða svik í orði eða æði. Hún
var eins og fjöllin á Ströndum
sem standa af sér öll veður,
hversu köld sem þau kunna að
reynast. Síðustu árin voru henni
þó erfið, einkum eftir að hún
hætti að geta unnið og heilsan
brást alveg. Samt gafst hún aldrei
upp, og í hvert sinn sem hún kom
heim af sjúkrahúsi tók hún til að
dunda sér eitthvað. Hún gat ekki
verið iðjulaus.
Tuttugu og níu ár er ef til vill
ekki langur tími á mælikvarða
sögunnar, en tuttugu og niu ára
samvera undir sama þaki gleym-
ist ekki. Og vinátta sem varað
hefur í meir en þrjá áratugi,
gleymist ekki heldur. Ég og fjöl-
skylda mín höfum margs að minn-
ast og margt að þakka þegar Soff-
ía Guðmundsdóttir er kvödd og
þakkir okkar fylgja henni yfir
móðuna miklu á iand lifenda.
Blessuð sé minning hennar.
R.J.
— Minning
Framhald af bls. 17
burðarlyndið og hin trausta og
góða vinátta sem enginn gat efazt
um að var einlæg, enda einlægni
einn af hans mörgu góðu kostum
og með svo mikilli kostgæfni fet-
aði hinn þrönga veg dyggðanna að
á allri sinni lífsleið eignaðist
hann engan óvin en a|tur á móti
mikinn fjölda vina og velunnara,
sem sakna vinar í stað. Hann dó
þvi sáttur væði við Guð og menn,
fullur þakklætis til þeirra, sem
höfðu á einhvern hátt greitt götu
hans í lífinu og þá ekki sizt þeirra,
sem önnuðust hann eftir að
heilsan bilaði, og má þar fyrst
nefna eiginkonu hans og dóttur,
sem daglega heimsóttu hann á
sjúkrahúsið siðustu mánuðina,
önnur hvor eða báðar, þá var
hann ákaflega þakklátur starfs-
fólkinu á sjúkrahúsinu svo og
öðrum er heimsóttu hann eða
liðsinntu.
Nú þegar Hanni frá Suðurgarði
siglir fleyi sínu til framandi lands
fylgja honum einlægar bænir
vina hans þessa heims. Þeir eru
þess fullvissir að lendingin geng-
ur greiðlega og að hinn góði og
dyggi þjónn sem var trúr yfir litlu
verður settur yfir meira eins og
oss hefur verið heitið. Við erum
þess einnig fullviss að við lend-
inguna bíða hans hinir fjölmörgu
vinir sem farnir eru á undan og
fagna honum innilega og greiða
götu hans á nýjum ieiðum. Ég lýk
svo þessum fátæklegu orðum með
því að votta eiginkonu, dóttur,
tengdasyni og afabörnum innileg-
ustu samúð mína og fjölskyldu
minnar. Þau eiga þrátt fyrir trega
sinn fjársjóð í hjarta sínu þar sem
er minningin um göfugan mann.
Blessuð sé sérhver minning um
hann. Jónas Gunnarsson.
— Skák
Framhald á bls. 19
var i góðu formi á mótinu og
hér kemur ein af skákum hans.
Hvftt: L. Evans
Svart: Duran
Kóngsindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3
— Bg7,4. e4 — d6, 5. f3
(Sámischafbrigðinu hefur
Evans oft beitt með góðum
árangri).
5. — 0-0, 6. Bg5.
(Þessi Ieikur naut mikilla
vinsæida á tímabili, en 6. Be3
er þó algengara).
6. — c5, 7. d5 — e6, 8. Dd2 —
exd5, 9. Rxd5
(Þannig vill hvítur neyða
svartan til þess að láta biskupa-
parið af hendi).
9. — Be6, 10. Re2 — Bxd5, 11.
cxd5 — h6, 12. Be3
(Auðvitað ekki 12. Bxh6 —
Rxe4, 13. fxe4 — Dh4 + )
12. — b5?
(Afleikur eða peðsfórn?
Svartur fær engan veginn nóg
spil fyrir peðið)
13. Rg3! — h5, 14. Bxb5 — Db6,
15. Be2 — Rfd7, 16. Hbl —
He8, 17. 0-0 — a5, 18. b3 — Db4,
19. Dc2 — Ra6, 20. a4 — Heb8,
(20. — Rc7 kom ekki síður til
álita).
21. Bb5 — Bd4, 22. Bxd4 —
Dxd4+, 23. Df2
(Nú neyðist svartur til að
fara i drottningarkaup og eftir
það er vinningurinn aðeins
tæknilegt atriði fyrir hvítan).
23. — Dxf2+, 24. Hxf2 — Re5,
25. f4 — Rg4, 26. He2 — Rc7,
27. Bc4 — Rf6, 28. Hdl,
(Hvítur er nú búinn til
gegnumbrots á miðborðinu.
Hér eftir skýrir skákin sig
sjálf).
28. — Rd7, 29, e5 — Rb6, 30.
exd6 — Re8, 31. Re4 — Rxc4,
32 bxc4 32. — Hd8, 33. Hbl —
f5, 34. Rxc5 — Rxd6, 35 Re6 —
HdbS, 36. Hcl — Hb4, 37. c5 —
Re4, 38. d6 — Kf7, 39. Rg5+ —
Rxg5, 40. fxg5 — Hd4, 41. He7+
— Kf8 42. He6 — Kf7, 43. Hf6+
— Kg7, 44. c6 og svartur gaf.