Morgunblaðið - 20.02.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 20. FEBRUAR 1976
Netið lœkkað
fyrirþá gömlu
BLÍ efnir til öldungakeppni í blaki
A SlÐASTA ársþingi Blaksam-
bands tslands var ákveðið að
halda „öldungamót" ( blaki. Til-
gangurinn með þvf er að revna að
ná til hinna fjölmörgu hópa og
félagasamtaka sem iðka blak sér
til ánægju og heilsubótar. — Nú
vita þeir sem með blaki fylgjast,
að töluverðrar leikni ( boltameð-
ferð er krafist ( keppnisblaki, auk
þess sem stökkkraftur verður að
vera nokkur til þess að hægt sé að
slá boltann í gólfið hjá andstæð-
ingnum með góðum árangri.
Þetta gæti hugsanlega orðið til
þess að draga úr mönnum að taka
þátt f mótinu, en til þess að svo
verði ekki hefur verið samin
reglugerð fyrir þetta mót og er
einkum þrennt sem áhersla er
lögð á: 1. Ekki er krafist fullkom-
innar boltameðferðar og verður
dómari að meta hverju sinni hve
langt verður gengið. 2. Nethæð
lækkar úr 2,43 m niður f 2,38 m. 3.
Hlutgengir eru þeir sem verða 30
ára á keppnistfmabilinu eða
eldri. Að öðru leyti verður farið
að venjulegum reglum.
Að sögn Guðmundar Odds-
sonar, formanns mótanefndar
BLI, er mikill skriður kominn á
málið og nú þegar er vitað um
a.m.k. þrjú lið að norðan, eitt úr
Olafsvík og eitt frá tsafirði, sem
hefði fyrir löngu átt að vera
komið i keppni, og a.m.k. þrjú lið
úr Reykjavík Víkingur, Þróttur
Búið að velja
landslið í
Ól-leikina
I GÆRKVÖLDI var tilkynnt
val á landsliði f handknattleik
sem leika á gegn Luxemburg
28. febrúar og Júgóslavfu 7.
marz f undankeppni Olympíu-
leikanna. Liðið verður þannig
skipað:
Ólafur Benediktsson, Val
Guðjón Erlendsson, Fram
Páll Björgvinsson, Vík.
Sigurbergur Sigsteinsson,
Fram
Árni Indriðason, Gróttu
Bjarni Jónsson, Þrótti
Friðrik Friðriksson, Þrótti
Jón Karlsson, Val
Steindór Gunnarsson, Val
Ölafur H. Jónsson, Dankersen
Ólafur Einarsson, Donsdorf
Jón Hjaltalín, Lugi
Milli leikjanna var reynt að
fá landsleiki við einhverja
þessara þjóða, Tékkóslóvakiu,
Vestur-Þýzkaland, Frakkland
og Sviss, en enginn þeirra gat
komið því við.
LIÐ ÁRMANNS:
Ragnar Gunnarsson 2
Jón Ástvaldsson 2
JensJensson 2
Björn Jóhannesson 1
Hörður Harðarson 1
Pétur Ingólfsson 2
Friðrik Jóhannesson 2
Vilberg Sigtrvggsson 2
Jón V. Sigurðsson 1
Hörður Kristinsson 4
Grétar Árnason 1
LIÐHAUKA:
Gunnar Einarsson 2
Svavar Geirsson 1
Ingimar Haraldsson 2
Jón Hauksson 2
Ólafur Ólafsson 1
Guðmundur Haraldsson 1
Hörður Sigmarsson 3
Elfas Jónasson 2
Þorgeir Haraldsson 2
Arnór Guðmundsson 2
Stefán Jónsson 3
DÓMARAR:
Magnús V. Pétursson
og Valur Benediktsson 2
og Armann. Vitað er um mörg
„kennarablaklið" starfandi og má
örugglega vænta einhvers þeirra í
keppnina. Eiit þeirra tók þátt í
haustmóti BLl í hitteðfyrra, Lín-
an, og stóð það sig með mikilli
prýði og verður vonandi með í
þessu móti.
Ég trúi varla að Laugvetningar
láti sig vanta i þetta mót eins og
þeir gætu átt gott lið og trúlega
eru til lið i Keflavík og Akranesi
og kennarablak er einnig á Nes-
kaupstað. Það mætti segja mér að
þetta yrði litríkasta og skemmti-
legasta mót sem haldið verður í
blaki og það er fyrirhugað að
þetta verði árlegur viðburður. Nú
eru sem flest lið hvött til þess að
láta skrá sig til þátttöku sem
fyrst, en fyrirhugað er að halda
mótið framvegis á tímabilinu frá
febrúar til apríl. pól.
Einn afbetri leikjum mótsins
er Valur vann Víking 24:21
EINN skemmtilegasti leikur Islands-
mótsins I handknattleik til þessa fór
fram I Laugardalshöllinni I fyrra-
kvöld, en þá sigraSi Valur I leik
stnum vi8 Viking 24—21, og tryggði
sér I það minnsta annað sætið t
mótinu. Eftir úrslit þessa leiks eru
það aðeins FH og Valur sem koma til
greina sem Islandsmeistarar. Fram
getur unnið titilinn fyrir Val með þvl
að sigra FH I leik liðanna í sunnu-
daginn — verði jafntefli I þeim leik
þarf aukaleik. til að skera úr um
titilinn og sigri FH-ingar I leiknum
eru þeir þar með orðnir fslands-
meistarar. Það verður sennilega
mikil spenna hjá Valsmönnum
meðan á leiknum á sunnudags-
kvöldið stendur, en fyrirfram má
búast þar við jafnri og tvlsýnni viður-
eign. þar sem FH-ingar eru öllu
sigurstranglegri aðilinn.
Mikill hraði var i leik Víkings og Vals
i fyrrakvöld, og jafnframt töluvert um
átök Dómarar leiksins þeir Kjartan
Steinbeck og Kristján Örn Ingibergs-
son höfðu þó ágæt tök á leiknum. Það
hefði verið auðvelt fyrir þá að viðhafa
einn allsherjarflautukonsert. hefðu þeir
viljað það við hafa. þvi leikurinn gaf
möguleika til þess, en þess í stað
slepptu þeir félagar dómum á ýmsa
minni háttar pústra, en voru hins vegar
ákveðnir þegar það átti við Komust
þeir með miklum ágætum frá svo erfið-
um leik
Það var Ijóst strax i upphafi að
Valsmenn „keyrðu" á öllu útopnuðu;
og einnig að Vikingar voru ákveðnir i
að selja sig dýrt Var leikurinn nokkuð
jafn allan timann, en þó virtust Vals-
menn alltaf ivið sterkari Mun meiri
barátta var i Valsvörninni heldur en
verið hefur i undanförnum leikjum,
þótt hún hafi reyndar hvergi náð sér
eftir það áfall sem hún varð fyrir er
Stefán Gunnarsson meiddist, en
Stefán er tvimælalaust tveggja manna
maki I vörn Sóknarleikur Valsmanna
var einnig beittur og nokkuð fjölbreytt-
ur i þessum leik, og munaði þar mestu
að þeir Guðjón Magnússon og Jón
Karlsson voru í miklum ham. Þá áttr
Jón Pétur Jónsson nokkrum sinnum
Ijómandi fallegur línusendingar og
Bjarni Guðmundsson var miklu virkari
I leiknum en hann hefur verið I langan
tima — sýndi nú loksins nauðsynlega
frekju til þess að ná árangri
Vikingsvörnin var á ágætri hreyfingu
í þessum leik, en hins vegar var mark-
varzlan ekki nándar nærri eins góð og
hjá Valsmönnum. f sóknarleiknum
munaði um að Viggó Sigurðsson lék
ekki með liðinu, en Stefán Halldórsson
virtist hins vegar magnast upp við það
og átti sinn bezta leik í vetur. 1 1 mörk
á móti þó það góðri vörn og mark-
vörzlu og var hjá Valsliðinu i þessum
leik er ágætur árangur, svo ekkí sé
meira sagt Stefán var einnig virkur og
ákveðinn í vörninni, en mætti gjarnan
láta af þvi að nota öll hugsanleg tæki-
færi til þess að mótmæla dómum.
Ekki verður annað sagt þegar yfir
veturinn er litið en að bæði Valsliðið
og þó einkum Vikingsliðið hafi valdið
vonbrigðum. Valsmenn stóðu sig mjög
vel um tima og sýndu þá góðan hand-
knattleik, en þegar meistaratitillinn
virtist i höfn, var sem leikmenn liðsins
slöppuðu af og héldu að þeir þyrftu
ekki meira fyrir þessu að hafa. [
komandi leikjum töpuðust svo þau stig
sem sennilega kosta félagið (slands-
meistaratitilinn í ár.
Vikingum var það gífurleg blóðtaka
að Einar Magnússon hætti að leika
með liðinu og þá sennilega ekki síður
hve litið Sigurgeir Sigurðsson mark-
vörður hefur verið með í vetur, en
Sigurgeir átti drjúgan þátt I velgengni
liðsins i fyrra. Þá hefur Magnús
Guðmundsson, sem var bezti varnar-
maður liðsins I fyrra aðeins verið svip-
ur hjá sjón á þessu keppnistimabili.
Vikingsliðið hefur marga ótvíræða
kosti til að bera, og mikið má vera ef
það blandar sér ekki meira og betur I
baráttuna á toppnum næsta vetur en
það gerði að þessu smni. Það virðist
þurfa sterk bein til þess að þola þá
góðu daga að vera íslandsmeistari. og
Víkingur er ekki fyrsta liðið sem á í
erfiðleikum keppnistimabilið eftir að
slíkum áfanga er náð.
ISTUTTU MÁLI:
ISLANDSMÖTIÐ 1. DEILD
LAUGARDALSHÖLL 18. FEBRUAR
ÚRSLIT: VlKINGUR — VALUR 21—24
(10—12)
GANGUR LEIKSINS:
MlN. VtKINGUR VALUR
3. Stefán 1:0
4. 1:1 Guðjón
7. Stefán 2:1
8. 2:2 Bjarni
10. 2:3 Jón K.
10. Erlendur 3:3
11. 3:4 Bjarni
11. Stefán 4:4
12. 4:5 Bjarni
13. 4:6 Jón K.
15. Skarphéðinn 5:6
16. 5:7 Jón K. (v)
17. 5:8 Guðjón
17. Páll 6:8
20. Þorbergur 7:8
21. 7:9 Jón K.
23. 7:10 Guðjón
25. 7:11 Jón P.
26. Stefán (v) 8:11
27. Sigfús 9:11
28. 9:12 Jón K.
30. Stefán 10:12
HALFLEIKUR
32. 10:13 Bjarní
33. Stefán (v) 11:13
33. 11:14 Jón P.
35. Sigfús 12:14
35. 12:15 Jón K.
36. Páll 13:15
37. Sigfús 14:15
37 14:16 Agúst
39. Erlendur 15:16
39. 15:17 Guðjón
41. Þorbergur 16:17
44. 16:18 Bjarní
48. 16:19 Jón K.
48. Stefán 17:19
49. 17:20 Guðjón
53. Stefán 18:20
54. 18:21 Steindór
54. Stefán 19:21
57. 19:22 Steindór
58. 19:23 Jón K.
59. 19:24 Þorbjörn
60. Stefán 20:24
60. Stefán 21:24
MÖRK VÍKINGS: Stefán Halldórsson 11, Sig-
fús Guómundsson 3, Þorbergur Aóalsteíns-
son 2, Erlendur Magnússon 2, Pðll Bjórgvins-
son 2, Skarphéðinn Öskarsson 1.
MÖRK Vals: Jón Karlsson 8, Kjarni
Guðmundsson 5, Guðjón Magnússon 5,
Steindór Gunnarsson 2, Jón Pétur Jónsson 2,
Agúst ögmundsson 1, Þorbjöm Guðmunds-
son 1.
BROTTVlSANIR AF VELLI: Slefðn
Halldórsson Vfkingi f 2 mln.
MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: Olafur
Benediktsson varði vftakast Pðls Björgvins-
sonar ð 22. mfn.
— stjl.
LIÐ VÍKINGS:
Rósmundur Jónsson 1
Magnús Guómundsson 1
Jón Sigurðsson 1
Ölafur Jónsson 2
Sigfús Guðmundsson 2
Skarphéðinn Óskarsson 2
Páll Björgvinsson 2
Erlendur Magnússon 2
Stefán Halldórsson 4
Þorbergur Aðalsteinsson 2
Eggert Guðmundsson 1
LIÐ VALS:
Ólafur Benediktsson 3
Bjarni Guðmundsson 3
Guðjón Magnússon 3
Ágúst Ögmundsson 2
Steindór Gunnarsson 2
Gfsli Blöndal 1
Jón Karlsson 3
Jón Pétur Jónsson 2
Þorbjörn Guðmundsson 1
Gunnar Björnsson 1
Jóhannes Stefánsson 2
DÓMARAR:
Kjartan Steinbeck og
Kristján Örn Ingibergsson 4
Hvar er knötturinn? Jú, Þorbergur Aðalsteinsson hefur náð að senda hann framhjá Ólafi Benediktssyni,
sem reynir að loka Valsmarkinu eftir hraðaupphlaup Vfkinga. Steindór hefur einnig orðið aðeins of
seinn til varnar.
Tvær af stjörnum leiksins eigast við, Jón Karlsson og Stefán Halldórsson. Jón hefur þarna ætlað sér að smjúga f
gegn. en Stefðn fær stöðvað hann. Jón skoraði 8 mörk fyrir Val f leiknum og Stefán 11 mörk fyrir Vfking. Aðrir á
myndinni eru Þorbergur Aðalsteinsson, Páll Björgvinsson og Skarphéðinn Óskarsson.