Morgunblaðið - 22.02.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976
úrelteða ómissandi?
alveg frá þvf er kvikmyndaeftirlit
hófst hér á landi upp úr 1930 —
sá Aðalbjörg heitin Sigurðar-
dóttir um skoðunina einsömul.
Guðjón Guðjónsson fyrrum skóla-
stjóri tók við af henni en 1 fram-
haldi af setningu núgildandi laga
var skoðunarmönnum fjölgað f
þrjá árið 1967. Það voru Gunnar
Guðmundsson, fyrrum skóla-
stjóri, Erlendur Vilhjálmsson,
deildarstjóri, og Hulda Valtýs-
dóttir. Kvikmyndaeftirlitið er nú
f höndum Huldu^Erlends og Jóns
Á Gissurarsonar, fyrrum skóla-
stjóra. Það eru kvikmyndahúsin
sjálf, sem standa straum af kostn-
aði við skoðunina, en skoðunar-
menn fá 1200 kr. fyrir hverja
mynd, sem skoðuð er.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við nokkra aðila um stöðu
kvikmyndaeftirlitsins á tslandi f
síðustu viku.
Lítill vandi að komast
inn á bannaðar myndir
- segja unglingar
BLAÐAMAÐUR og ljós-
myndari Morgunblaðsins
ræddu við nokkra unglinga
á götum Reykjavíkur af
handahófi og spurðu hvort
þeir ættu auðveit með að
komast inn á sýningar
kvikmynda sem þeim á að
vera bannaður aðgangur
að. Svörin voru öll á einn
veg:
Hvernig þróun kvikmyndanna speglast
í eftirlitinu:
Mikill meirihluti
bannaður fgrir böm
Kristfn og Kristfn, 14 ára:
,,Við reynum ekki mikið að
komast inn á svona myndir —
höfum ekki áhuga. Það hefur þó
komið fyrir og maður kemst yfir-
leitt inn. Það er ekkert spurt að
ráði um passa. Þetta er því mjög
auðvelt og krakkar gera þetta al-
mennt eftir þvi sem við bezt vit-
um.“
Elfn H. Gunnarsdóttir, 14 ára:
„Eg fer nú ekki oft inn á mynd-
ir sem bannaðar eru innan 16 ára,
en það kemur fyrir, og þá kemst
ég undantekningalaust auðveld-
lega inn. Ég var um 12 ára þegar
ég fór fyrst að fara á myndir sem
bannaðar voru innan 16, og ég
held að þetta sé mjög algengt
meðal krakka á minum aldri.
Sjálfri finnst mér mest gaman að
hasarmyndum."
Hallgrfmur Björgvinsson, 16 ára:
„Það er mjög auðvelt að komast
inn á myndir þó að þær séu bann-
aðar innan 16. Ég byrjaði að fara
inn á slikar myndir þegar ég var
13 ára, og ég held að mér hafi
verið visað frá tvisvar eða svo. Ég
fer einna helst að sjá góðar hasar-
myndir. Jú, þetta er mjög algengt
og meira að segja krakkar innan
12 ára komast inn á myndir sem
eru bannaðar innan 16.“
Marta Matthfasdóttir, 17 ára:
„Eg fór að fara á myndir bann-
aðar innan 16 þegar ég var 13 ára,
þó ég hafi ekki gert mjög mikið af
því. Eg hef yfirleitt komizt inn, en
það hefur þó komið fyrir að ég
hafi verið beðin um skírteini og
þá visað frá. En þetta er mjög
stundað af krökkum almennt."
EFTIRFARANDI tölur geta ef til
vill gefið nokkra vfsbendingu
um hvernig myndir eru um þess-
ar mundir fluttar til tslands með
tilliti til kvikmyndaeftirlitsins.
Þetta eru tölur sem Hulda Valtvs-
dóttir lét f té yfir þær myndir sem
hún sá við kvikmvndaeftirlit á
sfðasta ári — 1975 — með tilliti
til þess hvernig aðgangur var tak-
markaður að þeim eftir aldri.
Tölurnar eru ekki alveg
nákvæmar, en heildartalan — 142
myndir — er um H hluti þeirra
mynda sem fluttar voru hingað til
lands í fyrra:
60 myndir voru bannaðar innan
16 ára, 24 myndir voru bannaðar
innan 14 ára, 14 myndir voru
bannaðar innan 12 ára, 44 myndir
voru ekki bannaðar fyrir börn.
„Mjög áberandi er sú þróun
varðandi þær kvikmyndir, sem
fengnar eru hingað til lands,
hve ofbeldismyndunum fer
fjölgandi", sagði Hulda er hún
var spurð um hvert stefndi að
hennar mati i þessum efnum.
Menn þurfa ekki annað en lita i
auglýsingar kvikmyndahúsa i
blöðunum til að sjá að mikill
meiri hluti kvikmynda, sem
sýndar eru hérlendis, er
bannaður fyrir börn. Hér er
mikill skortur á góðum kvikmynd-
um fyrir börn. Mér finnst að kvik-
myndahússeigendur ættu að
reyna að fá hingað góðar barna-
myndir I rikara mæli en nú er.
Þær hljóta að vera til einhvers
staðar. Þettá er nauðsyn, ekki sízt
vegna þess, að böm sækjast mjög
eftir því að fara í bió, vilja mörg
fá að fara um hverja helgi ef
kostur er, og sé myndin góð og við
þeirra hæfi held ég að varla fyrir-
finnist þakklátari bíógestir.
Annað atriði sem mér finnst
áberandi varðandi þróuninaog er
ef til vill í beinu sambandi við
fjölgun ofbeldismynda er hve
litið berst hingað af góðum grin-
myndum eins og meira var um
hér áður fyrr. Maður hlær ekki
oft í bíó núna.“
„Reglurnar eru handa-
hóf og apakattarspil”
— segir Friðfinnur Ólafsson, og
hvetur til að löggjöf um kvik-
myndaeftirlit verði algjörlega
stokkað upp
„ÉG verð að segja það alveg
eins og er, að mér finnast
reglurnar um kvikmyndaeftir-
lit á lslandi hreint húmbúkk,"
sagði Friðfinnur Ólafsson i Há-
skólabíói og formaður félags
kvikmyndahússeigenda er
blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við hann. „Ég vil taka
það alveg skýrt fram að ég hef
ekkert undan þvi fólki, sem er í
eftirlitinu, að kvarta, nema
siður sé. Það, sem mér finnst
alveg nauðsvnlegt, er að stokka
algjörlega upp þær reglur sem
gilda um þetta efni — að menn
setjist niður og hugsi þessi mál
og setji skýrari og skvnsam-
legri reglur. Það hefur aldrei
verið gert, Og þvf er þetta
hreint handahóf og apakattar-
spil frá upphaf i til enda.“
„Vissulega er full þörf á því
að banna vissa gerð mynda fyr-
ir unglinga á ákveðnu aldurs-
skeiði En þetta er farið að
verka dálítið undarlega þegar
farið er að sýna myndir í sjón-
varpi sem ekki kæmi til mála að
sýna unglingum undir 16 ára
aldri i kvikmyndahúsi. Ég skil
ekki hvers vegna þetta sama
eftirlit er ekki látið gilda fyrir
sjónvarp. Og þá segir sig sjálft
að samkvæmt þessum reglum
ætti ekki að leyfa að sýna mynd
i sjónvarpi sem væri bönnuð í
kvikmyndahúsi.“
„Ef kvikmyndaeftirlit á að
koma að einhverju gagni, þá
þarf að stokka upp reglurnar
sem það byggist á. Og það á
ekki að gerast af einhverju
ráðuneyti. Mér finnst að kalla
ætti til uppeldisfræðing,
sálfræðing og jafnvel
félagsfræðing t.d. til að setja
skýrar og skynsamlegar reglur
um hvað eigi að banna. Nú er
þetta þannig að kvikmynda-
eftirlitið getur eingöngu
bannað myndir innan 16 ára, en
lögreglustjóraembættið hefur
siðan umboð til að banna al-
gjörlega sýningu á mynd. Þetta
er eitt af því sem mér finnst
óeðlilegt. Eg held það væri
miklu eðlilegra að algjört bann
væri einnig i höndum hins
almenna kvikmyndaeftirlits."
„Ef til væru skýrar reglur um
kvikmyndaeftirlit, samdar af
sérfræðingum, t.d. þeim, sem
Framhald á bls. 39