Morgunblaðið - 22.02.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.02.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976 27 Björn Egilsson betra vera?? legukant hafnarinnar en eftir er að grafa frá því. Það er meiningin að gera það í sumar. Verður sérstaklega mikil búbót að fá þennan viðlegukant, einkum yfir loðnutimann þar sem oft verða mikil þrengsli við höfn- ina. — Loðnuvertíðin minnir óneitanlega mikið á síldar- árin en þó er þetta ekki eins brjálað. Það náði yfir svo miklu meira. Þá voru kven- mennirnir i söltun kannski alla nótina og öll fjölskyldan var meira og minna í þessu allt niður í unglingskrakka. Það þurfti svo miklu fleira fólk við söltunina. Það eru helzt bátakomurnar sem minna á síldarárin þegar bátarnir eru að koma drekk- hlaðnir inn dag eftir dag og oft margir í einu. Á síldar- árunum var hér saltað á fjór- um plönum auk þess sem verksmiðjan var starfrækt svo síldin hafði miklu við- tækari áhrif. — Það er rólegra þegar loðnan er ekki og jafnara þó svo það verði aldrei jafnt þegar unnið er við sjávarút- veg. Hér á Reyðarfirði er þó tiltölulega rólegt og gott að vera, hvergi betra. „Þá var slegizt með árum„ ASMUNDUR Magnússon er verksmiöjustjóri síldarverk- smiöju ríkisins á Reyöarfirði. Hafði hann í mörgu að snúast enda verksmiðjan i fullum gangi og eins mátti búast við drekkhlöðnum bátum hvenær sem var. Það tókst þó að ná honum á skrifstofunni til að ræða við hann. „ÁTTI UPPHAFLEGA EKKI AÐ VERA HÉRNA NEMAEITT SUMAR“ — Loðnuvertíðin hleypir óneitanlega miklu lifi í bæinn, sérstaklega þegar farið verður að frysta hana. — Yfirleitt er ekki atvinnu- leysi hér á Reyðarfirði, a.m.k. ekki svo mér sé kunnugt. En ég er þó í fyrsta sinn i þrjátíu ár með kvenmenn í verksmiðj- unni. Tók ég þær í tilefni nýlið- ins kvennaárs. Verð ég ekki var við annað en að þær standi sig með prýði. Önnur þeirra er þurrkyndari, kyndir þurrkar- ana, hin er á kvörn, sín á hvorri vakt til að gera ekki upp á milli vaktformannanna. — Ég hef verið hér á Reyðar- firði frá því á áramótum 1964—1965 en hjá síldarverk- smiðjum rikisins i 30 ár. Var ég áður á Skagaströnd. Ég átti upphaflega ekki að vera hér nema eitt sumar og lofaði aldrei meiru en nú hef ég verið hér í 10 ár. Hér lenti maður á síldarárunum 1966 og 1967. Þá voru hér niu mánaða vertíðir. Það er nú margt orðið breytt frá þvi að ég kom. Verksmiðjan hefur stækkað, afköstin hafa aukizt úr svona 150 tonnum f milli 500 og 600 tonn. — Það sem er einkum ábóta- vant hér við verksmiðjuna er löndunaraðstaðan. Hér verður að landa öllu á bílum i staðinn fyrir að hægt væri að taka þetta beint úr bátunum sem væri mjög þægilegt. Það hefur verið skipulagt h.érna hafnarsvæði þannig að mjög heppilegt væri að koma þessu fyrir, en það hefur verið látið duga að láta þetta ná á pappírana og ekki lengra. — Loðnuvertíðin minnir á síldarárin en þetta er bara styttri tími sem gerir það að verkum að þetta verður allt miklu dýrara. FRA SlLDARÁRUNUM — Árið 1942 var ég á síld. Það var treg veiði framan af. Þá keyrði flotinn eftir flugvéla- fregnum frá Langanesi að Horni. Á þessum tíma voru flugvélar notaðar til að leita að torfunum þegar síldin óð. Ekk- ert fékkst fyrr en i byrjun ágúst en þá kom hún upp á Húnaflóa. Þetta var þó nokkur floti og mikil harka við að ná í sildina' Til merkis um hve harkan var mikil þá lentum við einu sinni í að kasta með öðrum báti á sömu torfuna. Hvorugur vildi gefa eftir og var kastað þangað til bátarnir skullu saman og þá var slegizt með árum. Afleiðingarnar voru þær að maður datt í sjóinn en varð ekki meint af vegna þess hve gott var veður. En við það að maðurinn fór i sjóinn linnti orrustunni. Torfan hvarf og fékk hvorugur neitt en hver varð að hífa sína nót upp. — Þá voru eingöngu notaðir nótabátar, tveir með hverju skipi. Nú er tæknin orðin önnur og allt miklu auðveldara. „MIKIL LYFTISTÖNG AÐ FÁLOÐNUNA" Þetta hefur allt þróazt, flot- inn hefur stækkað en vinnslu í landi hefur ekki fleygt fram að sama skapi. — Það er mikil lyftistöng fyrir Reyðarfjörð að fá loðn- una. — Reyðarfjörður er eflaust einhver skásti staðurinn á Austfjörðum fyrir fiskiðnað og annað. Þetta er ákaflega mið- svæðis og vegir eru yfirleitt opnir allt árið. Hér hefði verið hagkvæmt að hafa slipp. Það kemur aldrei slíkt veður að ekki væri hægt að taka upp bát og aðdýpi er mikið. Hér þyrfti ekki að sæta veðrum og sjávar- föllum eins og víða annars staðar. — Ég held að það fari ekki hjá þvi að það fari að byggjast hér einhver iðnaður, skilyrði eru svo góð. — Staðurinn á ábyggilega framtíðina fyrir sér. Asmundur Magnússon. Sjötugur: ÓskarÁ. Þorkels- son aðalgjaldkeri Á morgun verður einn af þekkt- ari borgurum Reykjavikur, vinur minn Öskar Á Þorkelsson, aðal- gjaldkeri hjá Slippfélaginu í Reykjavik h.f. sjötugur. Óskar er fæddur í Reykjavik þ. 23. febrúar 1006. Foreldrar hans voru Þorkell Guðmundsson, skipasmiður frá Sólmundarhöfða, Akranesi, og kona hans Signý Guðmundsdóttir frá Leirlækjar- seli í Alftaneshreppi. Þorkell vann i mörg ár við skipasmíðar Slippfélaginu. 14 ára gamall byrjaði Óskar að starfa hjá Slippfélaginu sem sendisveinn og við innheimtu. Skrifstofustjóri var þá Leifur Þorleifsson og fékk Öskar góða tilsögn hjá honum í bókhaldi. 23 ára gamall gerðist Óskar bók- haldari hjá félaginu og hefur hann haft þann starfa síðan, hef- ur hann þvi starfað í rúma hálfa öld hjá Slippfélaginu eða nánar til tekið í 55 ár, og má það heita óvenjulega langur tími hjá sama félagi. Aðaláhugamál Öskars hafa ver- ið iþróttir og tónlist. Iþróttirnai stundaði hann hjá Jóni Þorsteins- syni íþróttakennara og sund lærði hann hjá Páli Erlingssyni og tók hann oft þátt í sundkeppni í sjó. Árið 1931 hóf hann tónlistarnám hjá Hallgrimi Þorsteinssyni, skömmu siðar gerðist Óskar með- limur Lúðrasveitar Reykjavíkur og var starfandi í henni i 33 ár. I stjórn Lúðrasveitar Reykjavíkur var hann um langt árabil. Árið 1930 kvæntist Óskar Sig- ríði Ingunni Olafsdóttur, ættaðri frá Flatey á Breiðafirði. Foreldr- ar hennar voru Ölafur Jónsson, sjómaður, og Ölína Pétursdóttir frá Svefneyjum á Breiðafirði. Sig- ríður er myndar húsmóðir og hef- ur hún búið Óskari fallegt heim- ili. Þau hjón in hafa eignazt 5 börn: Signý, var gift Geir G. Jónssyni, vélstjóra, hann lézt á síðastliðnu ári og áttu þau 3 börn. Ólafur Haraldur, sem er skólastjóri Val- húsaskóla, Gagnfræðaskóla Sel- tjarnarness. Olafur stundaði nám við háskóla í Þýzkalandi og i Bandaríkjunum, kona hans er El- tn Sigurðardóttir, hjúkrunar- kona. Anna Hansina, gift Þor- grími Ólafssyni, sjómanni, og eiga þau 2 drengi. Guðrún Fanney, kennari, og hún á einn son. Skarp- héðinn Pétur, kennari, kvæntur Valgerði Björnsdóttur, kennara, og eiga þau eina dóttur. Ég hef þekkt Öskar frá þvi hann var 12 ára, en þá leigðu foreldrar hans í húsi foreldra minna við Frakkastíg 19, og í því húsi byrj- aði Óskar fyrst búskap sinn, svo við höfum þekkzt i 58 ár. Alltaf hefur hann verið sama ljúfmenn- ið og þau 54 ár sem ég hef starfað hjá Hamri h.f. þurfti ég oft að leita til hans með ýmsar upplýs- ingar og kom maður þá ekki að tómum kofanum. nei Óskar vissi allt, mundi allt og var fljótur að afgreiða málið. Ég tel að það hafi verið mikil gæfa fyrir Slippfélag- ið að hafa slíkan mann í þjón- ustu sinni. Óskar hefur verið lánsamur, átt góða konu, mannvænleg börn, gott heimili og góða heilsu sem hann nýtur enn. Að endingu vil ég árna Oskari, hans ágætu konu og börnunum allra heilla og far- sællar framtíðar. Jón Gunnarsson. Scranton til S.Þ. Washington 19. febr. Reuter. WILLIAM Scranton, fyrrverandi rikisstjóri í Pennsylvaniu, hefur tekið útnefningu stjórnarinnar sem aðalfulltrúi Bandaríkja- manna hjá Sameinuðu þjóðunum, að því er áreiðanlegar heimildir Reuters greindu frá i kvöld. Scranton er reyndur stjórnmála- maður úr röðum repúblikana og náinn vinur Fords Bnadrikjafor- seta. Ekki náðist í Scrantön til að spyrja hann um málið. írskir sjómenn vilja 200 mílur Dublin 19. febr. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. IRSKIR sjómenn vilja að stjórn Irska lýðveldisins færi lögsögu sina út í 200 milur, en stjórnin er þessa stundina að ihuga að færa út í 50 milur úr tólf milum. John O’Halloran, ritari samstarfs- nefndar sjómanna, sagði að enda þótt fagna bæri úlfærslu i fimm- tíu mílur, myndu sjómenn ekki una við glaðir fyrr en fært hefði verið út i 200 milursemþeirhefðu umráðarétt yfir. Hann hvatti einnig stjórnina til að tryggja írskum sjómönnum rétt til að veiða á Rockall-svæðinu, sem brezka stjórnin hefur gert tilkalj til. 24. leikvika — leikir 14. feb. 1 976. Vinningsröð: X21 — 20X — 111 — 2X2 1. VINNINGUR: 1 0 réttir — kr. 35.000.00 2382 2748 36136 36182 36320 36528+ 36830 2. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 1.700.00 111 + 4924 7500 424 4942 7637 969 5369 + 7771 1661 5472 7903 2604 6072 8052 3517 6295 8425 3954 6984 9453 + 4652 7257 + 10392 3770 7277 35038+ 35160 36234 36528 + 35275 36319 36546 35362 + 36438 36758 + 35782 36438 36758 + 35921 36447 36760 35977 36491 + 36762 36001 36528+ 36830 36074 36528+ 37002 + nafnlaus 37071 37156 + 37308 37315 37315 37401 37443 37969 Kærufrestur er til 8. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupp- hæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 24. leikviku verða póstlagðir eftir 9. marz. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstödin — REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.