Morgunblaðið - 22.02.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.02.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976 31 Minning: AUGLÝSIIMGATEIKIMISTOFA MYIMDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810 Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöil, sími 14181 Guðlaug Björnsdóttir Á morgun verður jarðsungin frá Fossvogskirkju vinkona min og nafna, Guðlaug Björnsdóttir, sem lézt að morgni 12. febrúar sl. á Landspitalanum. Hún fæddist á Fáskrúðsfirði 25. júli 1923 og voru foreldrar hennar þau Björn Þorsteinsson og frú Sigriður Jóns- dóttir, sem bæði eru látin. Guð- laug var ein af fimm systkinum og er önnur í þeim hópi, sem frá hafa horfið og standa eftir tveir bræður og ein systir. Árið 1943, þann 16. október, giftist hún föðurbróður minum, Benjamín Hreiðari Jónssyni, raf- virkjameistara. Þau eignuðust þrjú börn, sem nú eru öll upp- komin: Steinar, kvæntur Lilju Hjörleifsdóttur, Sigurður Viðar, kvæntur Steinunni Marinósdótt- ur, Elsa, gift Ölafi Gunnarssyni, og eru barnabörnin þeirra nú orð- in sex. Skýrasta mynd mín af Guð- laugu, sem ég man fyrst eftir henni, er nafnið Lulla — sem hún var kölluð af vinum og vanda- mönnum. Þá rennur hugur minn til minninga um hana við söng og gítarspil, en söngrödd hennar var sérstök. Eg man svo fjarska vel eftir fallega hárinu hennar og aðdáun minni á nýju fallegu kon- unni hans Benna frænda. Lulla hændi mig að sér strax i bernsku og fór létt með það, þar sem hún átti bros, sem engum gleymist, sem þekktu hana, og óþvingaða framkomu. Hún aðstoðaði vin- konu okkar, Svanlaugu Sigur- björnsdóttur, við kennslu í lestri og var mér mikill fengur að öllu hrósi hennar og er ekki örgrannt um að ég hafi borið þá ósk með mér sem barn að verða svona fal- leg, þegar ég yrði stór. Þau hjónin fluttust til Reyðar- fjarðar árið 1945 og skildu þá leiðir okkar i fimm ár. Þegar þau komu aftur til Reykjavikur var einkadóttir þeirra á fyrsta ári, en synirnir tveir heldur farnir að stálpast. Aftur kemur Lulla sterkt inn i líf mitt, ég er þá að mótast sem unglingur og var ég ætið vel- komin á heimili þeirra. Eftir að ég varð fullorðin, var vinskapur- inn æ hinn sami og trúnaðurinn okkar á milli hélzt til hinztu stundar. Lulla var sú manngerð sem var heil i öllu, sem hún gerði þau. Margrét heitin giftist öðru sinni árið 1928, Jóni Eyleifssyni sjómanni í Hafnarfirði og bjuggu þau þar til ársins 1959, er þau fluttust að Hrafnistu. Jón andað- ist á Hrafnistu 3. júní 1968 og Margrét bjó þar til dauðadags. Margrét heitin var að eðlisfari vel gerð, glaðlynd og greind. Hún hélt andlegri orku til hinzta dags. Hún var stálminnug, skemmtileg og félagslynd. Enga átti hún óvini, heldur marga góða vini. Hún lét sér annt um börn sfn og ættingjum Jóns heitins reyndist hún góð, enda gagnkvæmt. Jónina og Helga sem báðar eru nú ekkj- ur, héldu alltaf tryggð við hana, sömuleiðis börn þeirra. Hún var góð amma og lét sét annt um barnabörn sín. Við öll, sem vorum svo lánsöm að kynnast náið Margréti heit- inni, höfum að geyma góðar minn- ingar um elskulega og vandaða konu. KriStján Þorvarðsson. og hugsaði. Hálfvelgja var henni ekki að skapi. Að minu áliti var hún stórkostleg húsmóðir og upp- alandi barna sinna. Hún átti heil- brigða trú, sem ég veit að hjálpaði henni i mörgum erfiðleikum lífs- ins og var ég aðnjótandi ráða hennar í mörgu. Samvizkusemi og heiðarleiki ásamt gífurlegri at- orku voru þeir eiginleikar i fari hennar sem voru hvað eftirminni- legastir og vöktu með fólki aðdá- un og athygli. Lulla var skaprík kona, sem aldrei gafst upp, skyn- söm og greind. Hjartaþel hennar var ákaflega gott og alltaf var hún fyrst til þegar einhver átti bágt. Lulla var góður hlustandi, góður ráðgjafi. Hún átti til að bera gott skopskyn og hafði oft lag á að gera mótlæti léttbært. Nú hefur eiginmaður hennar um sárt að binda við fráfall hennar, sem var honum allt í öllu. Börnin syrgja góða móður og ég bið guð að gefa þeim öllum styrk — einnig votta ég þeim samúð mína alla. Sjálf þakka ég Lullu fyrir allt sem hún var mér og bið henni guðs blessunar. Guðlaug Skagfjörð. Kristinn S. Sigurðsson rakarameistari — Minning F. 20. maf 1914. D.9. feb. 1976. Frændi minn Kristinn S. Sigurðsson er látinn. Hann hafði lengi átt við vanheilsu að stríða, en bar veikindi sin með þeirri sömu ró er einkenndi lif hans allt, þess vegna var samferðafólki hans ekki alltaf ljóst, að hann gekk ekki heill heilsu. Fjölskylda Kidda bjó lengst af f vesturbænum, þó höguðu atvik þvi svo, að hann stundaði rakara- iðn sína alla tíð í austurbænum. Það kom þvi af sjálfu sér, að frændurnir ungu á Hverfisgötu fóru á stofuna til Kidda. Eftir að Kiddi og Siggi fluttu rakarastofu sína á Hverfisgötu ■ ■ Léttir og WF liprir úr mjúku W rauðbrúnu r leðri og með slitsterkum sólum Verð kr. 4.995 jukust gömul kynni okkar ár frá ári, aldursmunur okkar minnkaði Við ræddum ekki alltaf um gamla góða K.R. er við að afloknu starfi, hvor á sinu sviði, fengúm okkur ökuferð vestur með höfn út í Örfirisey, eða vestur á Kapla- skjólsveg, þar sem Esther og Kiddi höfðu búið sér snoturt heimili. Eg þekkti þvi hug þessa hljóð- láta og nægjusama frænda mins ætla mætti að hann hafi haft hæst er hann fylgdi sínu gamla félagi K.R. á völlinn. Af slikum mönnum mættum við eiga fleiri. Af slíkum mönnum skyldum við læra. Er ég sagði einum frænda okk- ar andlát Kidda, sagði hann „Eg syrgi ei þá látnu; þeir hafa það miklu betra en við.“ Með þeirri sannfæringu kveð ég Kidda, ferð- Framhald á bls. 39 BELLA Fallegar sængurgjafir Málfundafélagið Óðinn Skrifstofa félagsins í sjálfstæðishúsinu Bolholti 7 er opin alla virka daga frá kl. 5—6. Stjórnin. Klúbbfundur Heimdallar Vilmundur Gylfason, menntaskólakenn- ari talar á klúbbfundi Heimdallar um efnið: Fyrirgreiðslulýðræðið. Fundurinn verður þriðjudaginn 24. febrúar kl. 6 e.h. að Hótel Esju. Stjórnin Mýrasýsla Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu verður haldinn að Hótel Borgarnesi sunnudaginn 29. febrúar kl. 3 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Avarp Friðjón Þórðarson alþingismaður. 3. Ásgeir Pétursson sýslumaður ræðir orkumál Vesturlands. 4. Önnur mál. Sjálfstæðisfólk mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur nýja félaga. Geir Hallgrimsson Stjórnmálafræðsla Heimdallar S.U.S. mánudag 23. feb. kl. 20:30: Geir Hallgrimsson: Hvað er framundan i islenskum stjórnmálum? Heimdallur. Seltjarnarnes Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna boða til opins fundar kl. 20.30 í félagsheimilinu þriðjudaginn 24. þ.m. Kynnt verður framkvæmdaáætlun 1976. Bæjarfulltrúar svara fyrirspurnum. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna. Ólafur G. Einarsson Friðjón Þórðarson Ingibergur Hannesson Fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna á Akranesi heldur fund i Sjálfstæðishúsmu .*> Heiðarbraut 24, miðvikudagmn 2 5 þ m kl. 20.30. Fundarefni Viðhorf í islenzkum stjórnmálum Frummælandi: Ólafur G Einarsson, alþingismaður Alþmgismennirmr Friðjón Þórðarson og Ingiberg Hannesson mæta á fundinum. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.