Morgunblaðið - 22.02.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1976
37
VEQ/AKANDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags.
% Áfram með
krossgötur
Áhangendur Krossgatna,
eins og þeir kalla sig, skrifa:
Utvarpsráð, og þið háu herrar,
sem þar ráðið lofum og lögum f
tónlistardeild. Er endanlega hætt
að flytja þáttinn Krossgötur, sem
var á dagskrá útvarpsins í vetur?
Þessi þáttur er með þvi besta sem
flutt hefur verið i dagskrá Ríkis-
útvarpsins. Ég veit um fjöldann
af fólki, sem er sammála okkur i
þvi, og við beinum þeirri ein-
dregnu ósk til Þorsteins Hannes-
sonar og þeirra, sem þar ráða ein-
hverju, að haldið verði áfram á
þeirri braut að flytja þessháttar
efni og tónlist, sem í þessum
þáttum er flutt. Og til útvarps-
ráðs: Áfram með Krossgötur.
0 Nóbelsskáldi
þakkað
Annar útvarpshlustandi Sv.
Þ. skrifar
Það er kominn timi til þess að í
svo víðlesnu biaði sem Mbl. komi
fram þakklæti til Nóbelsskáldsins
Halldórs Laxness fyrir upplestur
hans á verki sínu Kristnihald
undir Jökli i útvarpinu nú undan-
farið.
Þótt fólk hafi lesið verk skálds-
ins áður en Halidór tók að lesa
þau upp i útvarp, þá er óhætt að
fullyrða að verk hans verða allt
önnur í hinum frábæra lestri
hans. A það ekki síst við um sögu-
persónurnar, sem verða meira lif-
andi og eftirminnilegri en áður.
Kvöldin þrjú í viku hverri, sem
Halldór Laxness les úr Kristni-
haldinu, eru hinum ótalmörgu að-
dáendum hans hverju sinni sem
ósvikinn kraftbirtingarhljómur.
—Sv.Þ.
0 Hvílíkur skáld-
skapur. Hvílík
list
Á.H. skrifar:
Eg hefi verið að horfa á auglýs-
ingar Happdrættis Háskóla ís-
lands í sjónvarpinu undanfarið og
sannast að segja hissa á að enginn
skuli hafa haft orð á þeim, þvi svo
finnst mér þær fyrir neðan virð-
ingu Háskólans og dettur i hug
hvort þær eigi að endurspegla
móralinn i þessu musteri andans.
Önnur auglýsingin er af þeim
Bessa og Árna Tryggvasyni pú-
andi vindla út i loftið, það er
sjálfsagt innlegg Háskólans i bar-
áttunni við tóbakið og á að vera
viðvörun fyrir ungdóminn en svo
búningurinn á mönnunum og út-
litið. Hvað á það að tákna á máli
Háskólans? Væri gaman að heyra
nokkuð um það.
Þá er það hin auglýsingin þar
sem þeir syngja þremenningarnir
vel völdum orðum smfivegis
óþægindum sem hann ættí við að
stríða f þvf efni.
David sagði að sér þætti leitt að
heyra þetta. Lögfræðingurfnn
bandaði frfi sér og lét mfilið vera
útkljfið.
— öllu mfi venjast sagði hann
og lét fara vel um sig f stólnum.
— Jæja, Hurst, þér eruð komnir
hingað til að gera tflkall til arfs-
insyðar.
— Sem kom mér vissulega
meira en Iftið á óvart.
— Einmitt það. Gerir það enn
skemmtilegra. Brfiðskemmtilegt f
raun og veru.
Fas hans einkenndist af vin-
semd og hlýju og David var fullur
velvilja f garð þessa notalega
manns.
— Hvað getið þér sagt mér um
þetta hús? spurði hann.
Gautier yppti öxlum.
— Þetta er fikaflega venjulegt
hús. Hentar fvrir fjölskvldu.
Ekkert sérstakt frfi sjónarmiði
arkitekts en ósköp vinalegt og
heldur hentugt. Fjögur svefnher-
bergi, lftill garður — þér vitið
fireiðanlega hvernig þetta hús er.
— Er það langt f burtu?
— Nei, alls ekki. Þér getið sem
hægast farið þangað fótgangandi.
Arni, Bessi og Ævar og má
kannski allt gott segja um leik-
listina, en verkamaðurinn hann
fær sitt: „Pirrar mig að púla og
puða skítnum í“. Og ef hann
vinnur. Þá tekur hann frí. . . Já,
þessi störf eru ekki hátt skrifuð
hjá Happdrætti Háskólans, þegar
það ver hundruðum þúsunda til
að láta álit sitt i ljós. Hvílíkur
skáldskapur. Hvílik list.
Ætli höfundurinn hafi ekki
fengið aukahöfundarlaun. Það
væri svona eftir öðru.
•
P.E. skrifar:
Ég er alveg hissa á því hve fáir
bílstjórar, sem enn geta komizt
leiðar sinnar á eigin bilum, bjóða
öðrum far, annað hvort taka gang-
andi fólk upp eða bjóða nágrönn-
um far ofan í bæ eða heim þaðan.
Ég hefi verið í verkfallstímum
t.d. i Frakklandi og þar buðu bíl-
stjórar, sem voru að aka einir
fólki iðulega far, ef þeir sáu það á
förnum vegi. Það er þeim mun
undarlegra, að hér hefur verið
ákaflega vont veður og vegfar-
endur verið að berjast áfram,
þegar strætisvagnar hafa ekki
gengið.
Á föstudagsmorguninn veitti ég
þessu sérstaklega athygli, af þvi
veðrið var svo vont og strætis-
vagnar gengu ekki. Þá kom röðin
af bílunum um það leyti sem
vinna var að byrja og yfirleitt
einn maður í hverjum bíl. Ég sá
eina konu veifa i aðra, sem var
gangandi og taka hana upp í bíl-
inn hjá sér. Aðrir óku bara áfram
framhjá.
Ég fór svo að tala um þetta við
samstarfsmann minn, þegar ég
kom á vinnustað. Hann sagðist
alltaf hafa boðið fólki far, ef vont
var veður og hann sá það á gangi,
jafnvel þó ekki væri verkfall, þar
til einu sinni að hann ætlaði að
bjóða ungri stúlku far og hún
sneri upp á sig. Þá hætti hann að
skipta sér af öðrum. Hann ætlaði
ekki að láta fólk halda að hann
væri á kvennaveiðum.
Hvað um það, þegar veður eru
jafn vond og þau eru nú og jafn
erfitt að komast leiðar sinnar
vegna verkfalla, þá ættu menn
meðan þeir eiga bensín og nota
það, að leyfa öðrum að njóta.
Eins gætu íbúar i stórum
húsum tekið sig saman og ekið á
vixl niður I bæinn og heim eftir
vinnu, til að spara bensínið. Það
endist þeim mun Iengur.
HÖGNI HREKKVÍSI
„Fáránlegt! Keikningur uppá 1000 krónur frá tré-
Námskeið Heimilisiðnaðarfélags íslands
Hnýting Macrame
kvöldnámskeið
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl.
20.00 — 23.00
Byrjar 26. febrúar — 25. marz.
Myndvefnaður
dagnámskeið
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl.
1 5.00—18.00
Byrjar 2. marz — 30. marz.
Upplýsingar og tekið á móti umsóknum í
verzlun félagsins.
Islenzkur heimilisiðnaður
Hafnarstræti — sími 11 784
/_1' VlV£R Lo^m
'OYtfONO Mf