Morgunblaðið - 22.02.1976, Blaðsíða 14
Þióðsagnaheimur Asgrims
„Ertu kominn hér Kjafta-Leifi,“ spyr tröllkonan. Úr þjððsögunni um Galdra-Leifa. Myndin gerð um 1948.
Samtal við
Bjarnveigu Bjarnaflotlur
í tllefni af helðurssýningu
á verkum
Ásgrlms Jónssonar
I NÆSTA mánuði heldur Reykjavíkurborg heiðurs-
sýningu á Kjarvaisstöðum á verkum Ásgríms Jónssonar
í tilefni af aldarafmæli hans. Sýningin verður opnuð 6.
marz, og verða þar eingöngu sýnd verk, sem Ásgrímur
ánafnaði þjóð sinni.
Fer hér á eftir samtal við frú Bjarnveigu Bjarnadóttur
forstöðukonu Ásgrímssafns um undirbúning sýningar-
innar. Blaðinu er kunnugt um, að þar verður m.a. fjöldi
mynda úr vinnubókum, sem áður hefur ekki verið
sýndur, og spurði frú Bjarnveigu sérstaklega um þessar
myndir.
Björgun úr sjávarháska. Myndin gerð árið 1905.
I
Mjaðveig Mánadóttir og tröllk). Teiknuð árið 1957.
— Já, þetta eru mjög merki-
legar myndir, ýmist gerðar með
blýanti, penna, tússi eða kolum.
Líka nokkrar með vatnslitum.
Asgrímur hefur lagt mikla rækt
við teikninguna. Enda minnist ég
þess, þegar fyrir kom að ég var
stödd hjá honum, og ungir mynd-
listarmenn komu til hans í heim-
sókn — og auðvitað var rætt um
myndlist — hve Ásgrímur lagði
rika áherzlu á teikninguna, hún
væri í rauninni undirstaðan að
alvarlegu myndlistarnámi.
— Og þessar mvndir eru ný
uppgötvun á listaverkagjöf
Ásgrfms. Hvers vegna hafa þær
ekki komið fram í dagsbirtuna
fyrr en nú?
— Ástæðan er sú, að skömmu
eftir andlát Ásgríms hófum við
Jón bróðir hans skrásetningu á
gjöf hans. Þar á meðal komu í ljós
150 vinnubækur. Við skrásettum
þær þannig að við töldum öll blöð
í hverri bók, og hve margar mynd-
ir væru í bókinni, en á mörgum
blöðum voru myndir báðum
megin, en sum blöðin auð. Við
skráðum siðan báðar tölurnar á
kápu bókarinnar. En við Jón
höfðum hreinlega ekki tíma til
þess að rannsaka hvað bækurnar
höfðu að geyma af myndlist. Síð-
an hafa þær legið ósnertar í húsi
Ásgríms þar til á s.l. ári, þegar
farið var að hugsa fyrir heiðurs-
sýningunni á Kjarvalsstöðum i til-
efni aldarafmælis hans. Elztu
myndirnar í þessum vinnubókum
eru gerðar um aldamótin, og síð-
an allt fram til ársins 1950. Og
þess var gætt þegar innrömmun
hófst á þessum myndum, að báðar
myndirnar kæmu í ljós á sumum
blaðanna.
1 marz á s.l. ári hófum við Þórir
Sigurðsson teiknikennari rann-
sóknina, og það var mikið starf,
en mjög ánægjulegt. Við vorum
svo heppinn að ártöl voru á
nokkrum myndanna, og drógum
við þá ályktun af ártalinu að sú
bók væri frá því ári. Líka má sjá
skyldleika með myndum, og hafa
slfkt til hliðsjónar. Og ýmislegt
kom okkur á óvart, t.d. komu í ljós
bækur sem i voru bæði teikningar
og vel skrifaðar nótur. Ásgrímur
var ákaflega músíkalskur, hefir
ef til vill dottið í hug stef við
teikningu sem hann var með þá
stundina.
Þegar þessu vinnubóka-verki
okkar Þóris Sigurðssonar lauk,
tók Hjörleifur Sigurðsson list-
málari við, en hann rannsakaði
þjóðsagnateikningar sem lágu i
möppum, sumar seinni tíma verk.
Líka þjóðsagna-stúdíur málaðar
með vatnslitum. Þar kom líka
margt merkilegt í ljós. Allar þess-
ar myndir, um 120 að tölu, hafa
verið innrammaðar undanfarna
mánuði. Þeir sem það verk önnuð-
ust lögðu sig fram vió að vinna
verkið sem bezt og smekklegast.
Bjarnveig Bjarnadóttir.
— Og viðfangsefni Asgrfms í
þessum vinnubókamvndum
munu aðallega vera þjóðsögur
okkar?
Það er greinilegt að þær hafa
verið honum mjög hugleiknar alla
ævi. Og síðasta verk Ásgríms, sem
hann vann á fjórum dögum fyfir
andlát sitt, er þjóðsagnamynd, og
má af því marka, að þessar merki-
legu bókmenntir okkar hafa verið
honum umhugsunarefni fram i
andlátið. En myndina gat hann
ekki lokið við. Og ekki má gleyma
Islendingasögunum. Þær voru
einnig mikið og margþætt við-
fangsefni i myndlist Ásgríms, sér-
staklega Njála og Grettissaga.
— Hefur tekizt að leiða i ljós
hvaða þjóðsögur Ásgrfmur hefur
haft f huga þegar hann gerði
myndirnar?
Já,— ekki þó alltaf. Þórir var
þar mikil hjálparhella. Einnig
Jón bróðir Asgríms. LíkaBjarni
Vilhjálmsson þjóðskjalavörður og
Jóhann Briem listmálari. Svo
voru nú vissar þjóðsagnapersónur
augljósar, eins og Djákninn frá
Myrká og Mjaðveig Mánadóttir,
en þær eru eins og rauður þráður
svo að segja alla tíð í þessum
þjóðsagnamyndum. Mér er nær